24 stundir


24 stundir - 27.06.2008, Qupperneq 27

24 stundir - 27.06.2008, Qupperneq 27
24stundir FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 27 Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is „Þetta er eins og risastórt ættar- mót,“ segir Brynja Bjarnfjörð Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hamingjudaga á Hólmavík sem fram fara um helgina. „Maður þarf reyndar ekki að vera í einhverri klíku til að koma hingað en hér er rosalega mikið af brottfluttum og fólki sem er ættað héðan. Þetta er eins og þegar laxinn leitar á æsku- slóðir. Það eru allir að koma heim,“ bætir hún við. Bæjarbúar taka virkan þátt í gleðinni og meðal annars verða veittar viðurkenningar fyrir skreyt- ingar á húsum og hverfum. „Við ætlum að leyfa öllum sem taka þátt í hátíðinni að endurnefna götur bæjarins með skírskotun til galdra. Göturnar fá þá undirtitil eins og á Fáskrúðsfirði þar sem þær bera frönsk heiti,“ segir Brynja og nefnir Ástargaldursstræti og Tilberastíg sem dæmi. Öskur og skítkast Hamingjudagar hefjast í dag og lýkur á sunnudag með Furðuleik- unum á Sauðfjársetrinu á Sævangi. „Þar er meðal annars keppt í öskri og skítkasti,“ segir Brynja og árétt- ar að þar sé átt við skítkast í eig- inlegri merkingu orðsins. „Fólk fær hanska og svo kastar það skít í ein- hvern sem hefur boðist til að sitja fyrir. Síðast var það framkvæmda- stjóri hátíðarinnar en ég veit ekki hvort mig langi til að láta kasta skít í mig,“ segir Brynja Bjarnfjörð Magnúsdóttir að lokum. Hamingjan ríkir á Hólmavík Öskur, skítkast og eintóm hamingja Keppni í öskri og skít- kasti er meðal annars á dagskrá Hamingjudaga á Hólmavík. Brottfluttir Hólmvíkingar setja sterk- an svip sinn á hátíðina enda margir sem nota tækifærið til að vitja æskuslóðanna. Kassabílarall Meðal annars verður keppt í kassabílaralli á Ham- ingjudögum á Hólmavík. Mynd/hamingjudagar.is/ Ingimundur Pálsson ➤ Hamingjudagar á Hólmavikhafa verið haldnir á hverju ári frá árinu 2005. ➤ Dagskrá hátíðarinnar og frek-ari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.ham- ingjudagar.is. HAMINGJUDAGAR „Það er yfirleitt sami kjarninn sem kemur á hátíðina á hverju ári og maður er farin að kannast við andlitin mörg hver. Þetta eru þessir hörðu blúsarar sem koma þó að við séum hérna lengst norður við heimskautsbaug,“ segir Gísli Rúnar Gylfason sem heldur Blúshátíð á Ólafsfirði í níunda skipti nú um helgina. „Þetta er í rauninni elsta blúshátíðin sem haldin er á land- inu. Við fögnum tíu ára afmæli á næsta ári og það er nokkuð ljóst að þá verður gaman,“ bætir hann við. Sterk tónlistarhefð Það ætti heldur engum að leiðast á hátíðinni í ár enda margir góðir listamenn sem koma fram á henni. Þar á meðal eru Ellen Kristjáns- dóttir og Gunnar Eyþórsson, Gæðablóð, Margrét Guðrúnar og Bandið hans pabba að ógleymdu KK bandinu. „Tónlistarhefðin hér í Ólafsfirði er alveg gríðarlega sterk og mikil hefð fyrir henni. Við höf- um náttúrlega mikið notað heima- menn á hátíðinni líka. Við eigum það mikið af góðu tónlistarfólki hérna og við leyfum því að vera með,“ segir Gísli. Auk tónleika verður efnt til úti- markaðar á laugardeginum og þá veður brasilíski gítarsnillingurinn Thiago Trinsi með blúsnámskeið í tengslum við hátíðina. Nánari upplýsingar má nálgast á blues.fjallabyggd.is. Eintómur blús á Ólafsfirði Blúsað fyrir norðan Tónleikar fyrir náttúrunna Það verður án efa þéttsetinn bekkurinn í Laugardalnum á laug- ardag þar sem Björk, Sigur Rós og Ólöf Arnalds halda stórtónleika í þágu íslenskrar náttúru. Gleðin hefst kl. 17 og stendur fram á kvöld. Siggi og mafían Sigurður Guðmundsson og Memfismafían fagna útgáfu plöt- unnar Oft spurði ég mömmu á Græna hattinum á Akureyri á laug- ardagskvöld. Fluttar verða gamlar og góðar dægurperlur. Allir á Esjuna Esjudagur Ferðafélags Íslands og SPRON fer fram laugardaginn 28. júní. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna verður í boði svo sem ratleikur, gönguferðir, Esjuhlaup, leikir og sprell. Dagskrá hefst kl. 13. Þátttaka er ókeypis og allir vel- komnir. Föstudagsfiðrildi Skapandi hópar Hins hússins setja svip sinn á miðbæinn í dag kl. 12-14. Boðið verður upp á gjörn- inga, dans og tónlist af ýmsu tagi svo fátt eitt sé nefnt. Jafningja- fræðsla Hins hússins verður síðan með uppákomu á Austurvelli kl. 16 í tilefni af opnun nýrrar heimasíðu. Það besta í bænum Gamlir glæsivagnar lífga upp á götur bílabæjarins Selfoss um helgina þar sem Fornbílaklúbb- urinn heldur landsmót sitt. Mót- ið hefst með akstri um bæinn í kvöld kl. 20 þar sem sýslumað- urinn Ólafur Helgi Kjartansson leiðir. Slegið verður upp sýningu á svæðinu á morgun kl. 13-18 auk þess sem ýmiss konar afþreying fyrir börnin verður í boði. Ökuferð aftur í tímann

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.