24 stundir - 31.07.2008, Blaðsíða 2
„Þessi aðstaða fyrir listamenn á
Skagaströnd er líka alveg framúr-
skarandi. Ofsalega vel gert af litlu
bæjarfélagi,“ segir hann.
thorakristin@24stundir.is
unar að þörf á hjónabandsráðgjöf
sé ekki meiri á Skagaströnd en ann-
ars staðar en sumir benda þó á að
góð vísa sé aldrei of oft kveðin.
Heimilisgestum á dvalarheim-
ilinu Sæborg kom gjöfin þó líklega
mest á óvart. „Karlarnir hér urðu
fyrst mjög hissa á gjöfinni, svo
glaðir og þakklátir fyrir að vera
teknir með þrátt fyrir háan aldur.
Það er ljóst að miklar umræður
munu spinnast hér á næstu vik-
um,“ segir Jökulrós Grímsdóttir,
forstöðukona Sæborgar.
Þorgrímur Þráinsson segist hafa
fengið mjög hlýjar viðtökur á
Skagaströnd og þess vegna hafi
hann viljað skilja eitthvað eftir.
Gantast er með það á Skaga-
strönd að karlar bæjarins séu nú
uppteknir við lestur í öllum horn-
um og eiginkonur þeirra bíði á
meðan því bókin Hvernig á að gera
konuna þína hamingjusama datt
inn um lúguna á hverju heimili á
Skagaströnd í fyrradag. Er þar Þor-
grímur Þráinsson að þakka fyrir
góðar viðtökur en í júnímánuði
dvaldist hann við skriftir í Neslista-
miðstöðinni og varð þar með fyrsti
listamaðurinn til að nýta sér að-
stöðuna þar.
Þeir bæjarbúar sem 24 stundir
náðu tali af eru allir afskaplega
þakklátir Þorgrími fyrir gjöfina.
Virðast þeir almennt þeirrar skoð-
Skagstrendingar fá hjónabandsráðgjöf ókeypis inn um lúguna
Karlarnir lesa – konurnar bíða
Hamingjan Þorgrímur ráðleggur m.a. að
konum séu gefin blóm.
2 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 24stundir
flugfelag.is
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
FÆREYJARVESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
GRÆNLAND
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
NARSARSSUAQ
KULUSUK
CONSTABLE POINT
NUUK
- fyrir þá sem vilja
vera fyrstir
Til/frá Reykjavík
Akureyri 8-12 ferðir á dag
Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag
Ísafjörður 2-3 ferðir á dag
Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag
Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt.
VÍÐA UM HEIM
Algarve 23
Amsterdam 24
Alicante 29
Barcelona 29
Berlín 25
Las Palmas 25
Dublin 20
Frankfurt 31
Glasgow 19
Brussel 27
Hamborg 25
Helsinki 18
Kaupmannahöfn 23
London 24
Madrid 33
Mílanó 26
Montreal 24
Lúxemborg 127
New York 23
Nuuk 8
Orlando 24
Osló 22
Genf 30
París 16
Mallorca 37
Stokkhólmur 25
Þórshöfn 13
Áfram norðaustlæg átt og þokuloft við norður-
og austurströndina. Skýjað að mestu og sums
staðar lítilsháttar rigning eða súld sunnantil,
en annars bjartviðri. Heldur svalara.
VEÐRIÐ Í DAG
13
17
13
15 18
Heldur svalara
Norðaustlæg átt, 5-10 m/s og smáskúrir um
landið sunnanvert. Skýjað og þurrt norðantil,
en sums staðar þokubakkar við ströndina.
Hiti 14 til 22 stig, hlýjast vestanlands.
VEÐRIÐ Á MORGUN
13
20
16
20 19
Hlýjast vestanlands
Talsmaður neytenda hefur boðið
fulltrúa olíufélaganna á fund við
sig í byrjun ágúst til að ræða verð-
myndun á bensíni og díselolíu. Í
fréttatilkynningu frá Gísla Tryggva-
syni, talsmanni neytenda, segir að
boðað hafi verið til fundarins „í
ljósi umræðu sem lengi hefur stað-
ið og fer vaxandi með flökti á gengi
og heimsmarkaðsverði á olíu.“
Sérstaklega verður spurt að því
hvernig verðmyndun eigi sér stað,
og hvort samkvæmni sé í því hversu fljótt verði hér á landi er breytt
vegna breytinga á gengi og heimsmarkaðsverði.
Í lögum um embætti talsmanns neytenda er kveðið á um að fyr-
irtækjum sé skylt að veita talsmanninum allar upplýsingar sem að
hans mati eru nauðsynlegar til að geta sinnt því lögbundna hlutverki
sínu að bregðast við þegar hann telur brotið gegn réttindum og hags-
munum neytenda. hos
Vill fund um bensínverð
Hitamet voru slegin
víða um landið í gær
m.a. á Þingvöllum þar
sem hitinn mældist
29.3 gráður kl 15:00 en
fyrra hitamet var 29,0
gráður árið 2004.
„Hlýindin núna skýr-
ast af lægð sem er suð-
ur af landinu, hún
sendir til okkar hlýtt
loft úr austri,“ segir
Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Um 300 manns mættu á ylströndina í Nauthólsvík, enda margir í sum-
arfríi og aðrir sem fóru fyrr úr vinnu til að njóta besta dags sumarsins.
Þeir sem reyndu að ná í opinbera starfsmenn Kópavogsbæjar fengu
símsvarakveðju þess efnis að lokað væri eftir hádegi vegna veðurs.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar fylgdu í kjölfarið því þeir pökkuðu
saman klukkan þrjú. „Veðurstofan hefur nú aldrei lokað vegna veðurs,
það er búið að vera mjög mikið að gera hérna í góða veðrinu,“ segir
Helga.
Vigdís Garðarsdóttir, starfsmaður í Sólheimum í Grímsnesi segir að
fólkið hafi unnið útivið í gær. „Við sátum úti í sólinni, það var um 29
stiga hiti en við berum að sjálfsögðu á okkur náttúrulega sólarvörn,“
segir hún. Heitast var á Suðurlandinu enda var hitinn á bilinu 27–29
gráður í gær. Hlýtt verður í veðri um verslunarmannahelgina, hiti víða
14 til 22 stig, einna hlýjast vestanlands. áb
Hitinn fór upp í 29,3 á Þingvöllum
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@24stundir.is
Samanlögð álagning útsvars og
tekjuskatts á tekjur ársins 2007
nemur 213,6 milljörðum króna og
hækkar um 15,1% á milli ára, sam-
kvæmt tölum sem fjármálaráðu-
neytið birti í gær.
Tekjur ríkisins vegna fjármagns-
tekjuskatts eru 25,3 milljarðar og
hækka um tæp 55% á milli ára,
sem er mesta hækkun á milli ára
fyrr og síðar. Hlutur fjármagns-
tekjuskatts af tekjusköttum ein-
staklinga til ríkissjóðs hækkaði
einnig, úr 16,6% í 22,6%.
Auknar tekjur af fjármagns-
tekjuskatti skýrast af því að hluta-
bréfaverð var hátt á fyrri hluta árs-
ins 2007 og eins af því að nokkuð
var um stórar sölur á árinu, segir
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt-
stjóri. Söluhagnaður skýrir 58% af
skattstofni fjármagnstekjuskatts á
árinu, en arður og vaxtatekjur tæp-
an fimmtung hvor liður.
Almennur tekjuskattur nemur
86,4 milljörðum. „Það sem er at-
hyglisvert í þessu er að skattstofn-
inn hækkar mun meira en tekju-
skatturinn sjálfur,“ segir Skúli
Eggert, en tekjuskattsstofninn
hækkar um 13,8% en tekjuskatt-
urinn um 5,5%. Ástæða þessa
munar er sú að skatthlutfallið var
lækkað úr 23,75% í 22,75% í upp-
hafi árs 2007 og persónuafsláttur-
inn hækkaði um 10,75%.
Útsvar til sveitarfélaga nemur
101,9 milljörðum og hækkar um
16,8%. Hefur hækkunin aldrei ver-
ið meiri á milli ára að óbreyttri út-
svarsprósentu.
Á morgun gleðjast margir
Á morgun verða greiddir 11,3
milljarðar úr ríkissjóði. Vega þar
mest vaxtabætur, en þær nema 6,6
milljörðum króna vegna ársins
2007 og verða 5,5 milljarðar
greiddir á morgun. Meðalvaxta-
bætur eru 114 þúsund krónur á
hvern bótaþega og hafa hækkað
um 7,3% á milli ára. Vaxtabætur
hækkuðu um 6% á milli ára og við-
miðunarmörk þar sem bætur byrja
að skerðast um 47%.
Á árinu verða greiddir 8,4 millj-
arðar í barnabætur, þar af 2,1 millj-
arður á morgun, en þá verða einnig
greiddir til baka 3,7 milljarðar
vegna oftekinna skatta.
Hið opinbera
naut góðærisins
Álagning útsvars og tekjuskatts eykst um 15,1% Álagður fjár-
magnstekjuskattur eykst um 55% Útsvar hækkar um 16,8%
Náðu hámarki Hlutabréf
voru verðmæt á fyrri hluta árs
í fyrra, sem skýrir að hluta
aukna fjármagnstekjuskatta.
➤ Heildarfjöldi framteljenda er264.766 og eykst um 4,3% frá
árinu 2007.
➤ Tekjuskattar og útsvar nemur213,6 milljörðum.
➤ Á morgun verða greiddir 11,3milljarðar á móti ofgreiddum
sköttum.
TÖLURNAR
STUTT
● Árborg Sveitarfélagið hefur
samið við Sláturfélag Suður-
lands um heimsendingu mat-
ar til eldri borgara og öryrkja
frá og með 1. ágúst næstkom-
andi, en hingað til hefur Heil-
brigðisstofnun Suðurlands
séð um þessa þjónustu.
● Þorlákshöfn Undirbúningur
fyrir Unglingalandsmót, sem
verður um helgina, er óðum að
klárast. Er búist við allt að tólf
þúsund gestum til bæjarins.
● Ísafjörður Á fyrstu sex mán-
uðum ársins fjölgaði farþeg-
um um Ísafjarðarflugvöll um
átta prósent, miðað við sama
tíma í fyrra. þkþ
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Tveir lögreglumen sem bönk-
uðu uppá í gleðskap í þýska
þorpinu Simmern hlutu höfð-
inglegar móttökur veislugesta
– nokkuð sem þeir eiga ekki
að venjast þegar þeir biðja
fólk um að lækka í hljómtækj-
unum. Í ljós kom að konurnar
í veislunni töldu einhvern
hafa sent afmælisglaðning:
tvær fatafellur. aij
Veislugestir misskilja
Strípilöggur?
SKONDIÐ
Stjórnvöld hafa vegna sumarleyfa
fengið frest til að svara bráða-
birgðaniðurstöðu ESA um Íbúða-
lánasjóð, en í niðurstöðunni segir
að ríkisaðstoð til Íbúðalánasjóðs
standist ekki EES-samninginn.
Upphaflega áttu stjórnvöld að
svara í síðustu viku, en hafa feng-
ið frest til 8. september. hos
Stjórnvöld fá
frest til að svara