24 stundir - 31.07.2008, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 24stundir
Lögmál 1: Bikarinn skal vera tandurhreinn, þveginn
upp úr fitulausri sápu og skolaður í köldu vatni þar
til hann nær sama hitastigi og ölið. Þannig verður
froðan þéttari og heldur hvítum hlífiskildi sínum
lengur yfir hinum dýrmæta vökva. Minnstu óhrein-
indi geta spillt fyrir og mengað fullkomin bragðgæði
Stellu Artois.
Lögmál 2: Þegar byrjað er að hella er bikarnum hallað um
45 gráður. Þá sjáum við hvernig dýrmætur vökvinn hringar
sig ofan í bikarinn og myndar iðuna sem er galdurinn við
fljótandi gullgerðarlist. Þegar ölið kemst í samband við súr-
efni myndast smám saman þétt froða sem innsiglar inni-
haldið og verndar það frá fyrsta sopa til hins síðasta.
Lögmál 3: Þegar bikarinn, sem
hingað til hefur hallað um
45 gráður, hefur verið fylltur að
þremur fjórðu skal hann réttur
við. Með jafnri hreyfingu er hann
samtímis færður niður frá flösku-
opi um sem nemur hæð bikarins.
Þannig krýnum við ölið þéttri
froðu sem skýlir innihaldi bikars-
ins og tryggir ferskleika og líf
þessa fljótandi gulls.
Eftir Hildi E. Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Myndlistarkonurnar Ingunn Fjóla
Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannes-
dóttir opna sýninguna Flökt í Start
Art listamannahúsi í dag klukkan
17. Á sýningunni flétta þær saman
hugmyndir sínar með því að nota
verk hvor annarrar sem efnivið í
nýjar innsetningar, en þær notast
við ólíka miðla í listsköpun sinni.
„Við höfum báðar unnið töluvert
með innsetningar en málverk hefur
alltaf verið útgangspunktur hjá
mér á meðan ljósmyndir eru helsti
útgangspunktur Þórdísar,“ útskýrir
Ingunn Fjóla.
Vinna hlið við hlið
Þórdís og Ingunn kynntust í
myndlistardeild Listaháskóla Ís-
lands þaðan sem þær útskrifuðust í
fyrravor og síðan þá hafa þær verið
með vinnustofur hlið við hlið. „En
svo ákváðum við að opna á milli
stofanna og erum því í raun með
eina sameiginlega vinnustofu
núna,“ útskýra þær, en bæta því við
að þær hafi ekki áður unnið að
sömu verkunum. „Við erum að
prófa í fyrsta skipti að blanda verk-
um og miðlum hvor annarrar sam-
an og erum dálítið að fara út í
óvissuna með það.“
Þær segjast þó ekki beinlínis vera
líkir listamenn. „Verkin okkar eru
allavega langt frá því að vera eins,
en þó er einhver samhljómur á
milli okkar. Það er kannski þess
vegna sem við treystum hvor ann-
arri til þess að vinna áfram í verk-
unum okkar. Það er nokkuð sem ég
gæti aldrei gert með hverjum sem
er, enda eru verkin eiginlega eins
og hálfgerð framlenging af manni
sjálfum,“ segir Þórdís.
Á vinnustofunni Ingunn
Fjóla og Þórdís undirbúa
sýninguna. 24 stundir/G.Rúnar
Ingunn Fjóla og Þórdís sýna í Start Art
Flétta saman
hugmyndir
Tvær myndlistarkonur
flétta saman hugmyndir
sínar og vinna með verk
hvor annarrar á sýningu
sem verður opnuð í Start
Art í dag.
„Keppendurnir í ár eru samtals
átta talsins, þrjár konur keppa um
titilinn Draggkóngur ársins og
fimm karlar keppa um titilinn
Draggdrottning ársins,“ segir
Georg Erlingsson, einn aðstand-
enda Draggkeppni Íslands 2008.
Keppnin fer fram í Íslensku óp-
erunni 6. ágúst og er forsala að-
göngumiða þegar hafin á Q-bar.
Hann segir það vefjast fyrir
mörgum hvers vegna orðið dragg
er skrifað með tveimur g-um í
stað eins en að ástæða þess sé ein-
föld. „Orðið drag er tekið beint úr
ensku en það varð til á 19. öld
meðal samkynhneigðra eða leik-
húsmanna og táknaði þá athöfn
að fara í föt af hinu kyninu. Á ís-
lensku var orðið tekið beint upp
úr ensku þegar sýningar af þessu
tagi urðu vinsælar seint á síðustu
öld. En fyrir nokkrum árum
stungu Þorvaldur Kristinsson,
fyrrverandi formaður Samtakanna
’78, og Mörður Árnason íslensku-
fræðingur upp á rithættinum
dragg, enda réttur ritháttur miðað
við hvernig orðið er borið fram.
Það er nefnilega borið fram eins
og „flagg“ sem þýðir fáni en ekki
eins og „flag“ sem þýðir drulla,“
segir hann. „Þetta er nýyrði í ís-
lensku og það á bara eftir að fest-
ast í sessi.“
Kynnir á Draggkeppni Íslands
2008 verður Haffi Haff. Húsið
verður opnað klukkan 20 og sýn-
ingin hefst klukkan 21.
Átta keppendur í Draggkeppni Íslands 2008
Dragg borið fram eins og flagg
Skrautleg Konur og
karlar keppa í Dragg-
keppni Íslands.
Blandaður kór frá Björneborg
(Pori) í Finnlandi stígur á stokk í
Norræna húsinu á morgun, föstu-
daginn 1. ágúst klukkan 20. Kór-
inn, sem nefnist á finnsku Porin
Laulajat, eða Bjarnarborgarsöngv-
ararnir, var stofnaður árið 1937 og
hélt upp á sjötugsafmæli sitt í fyrra
með hátíðarkonsert í Miðborgar-
kirkjunni í Bjarnarborg. Söngskrá
hans hefur alla tíð verið fjölbreytt
og spannað vítt svið, allt frá kirkju-
tónlist til skemmtitónlistar. Á efn-
isskrá í Norræna húsinu verða
meðal annars finnsk þjóðlög, vals-
ar, finnskir tangóar og margt fleira.
Á sunnudaginn syngur kórinn
við messu í Langholtskirkju klukk-
an 11 og tekur virkan þátt í guðs-
þjónustunni. Þar ætlar kórinn að
syngja tvo finnska sálma og einn
sænskan.
Heimsókn Porin Laulajat hefur
verið undirbúin í samvinnu við
finnska sendiráðið, Norræna hús-
ið, Langholtskirkju og Suomi-fé-
lagið. Stjórnandi kórsins er Leelo
Lipping fiðluleikari. Aðgangur að
hvorum tveggja tónleikunum er
ókeypis og allir velkomnir.
Tvennir kórtónleikar um helgina
Bjarnarborgar-
söngvarar á Íslandi
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Við erum að prófa í fyrsta skipti að blanda
verkum og miðlum hvor annarrar saman og
erum dálítið að fara út í óvissuna með það.
menning