24 stundir - 31.07.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 31.07.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 24stundir Alla daga frá10til 22 800 5555 Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@24stundir Það eru margir sem halda að Hel- ena sé dóttir Árna golfkennara Jónssonar á Akureyri. „Nei, ég er sko ekki dóttir hans, en þú ert ekki sá fyrsti sem spyrð mig að þessu. Ég var einu sinni rangfeðruð í beinni útsendingu í sjónvarpi og ég var voða sár yfir því og pabbi enn meira. Pabbi minn er Árni Árna- son, ekki Jónsson,“ segir Helena og brosir blítt, enda aldrei langt í bros- ið og kímnina hjá henni. Hún er fædd í Reykjavík, flutti ung til Akureyrar og var þar til tví- tugs en þá hélt hún til Skotlands í St. Andrews-háskólann samfara því að leika golf á styrk þar. Hún var þar í eitt ár en kom þá heim og sett- ist að í Reykjavík þar sem hún gekk til liðs við GR. Hún er búin að vera í klúbbnum í fjögur ár og ná tveimur Íslandsmeistaratitlum í höggleik. „Það er ekki svo slæmt, er það?!“ hlær Helena. Ævintýraferð með bakpoka Hún lauk BA í sálfræði í vor og vinnur í sumar hjá BYR í Árbænum og fer í skóla aftur í haust, eða hvað? „Nei, ég ætla að taka mér pásu í vet- ur og ferðast aðeins og golfsettið verður ekki með í för. Það er ekki oft sem maður skilur það eftir, en það verður gert núna. Ég og Þórdís Edda Jóhannesdóttir vinkona mín ætlum að láta gamlan draum rætast um að ferðast með bakpoka og setj- um stefnuna á Suður-Asíu og Ástr- alíu. Við verðum á ferðinni í tæpa þrjá mánuði, frá lokum október og fram yfir áramótin,“ segir Helena sem verður 24 ára í lok október. „Þetta verður ógeðslega skemmtilegt og ég er mjög spennt. Við fljúgum til Bangkok, förum síð- an upp til Laos og þaðan niður til Malasíu og ætlum að læra að kafa þar og fara síðan til Ástralíu og kafa í kóralrifjunum,“ segir Helena og er komin hálfa leiðina þangað. Miður mín yfir landsliðinu Það kemur annar svipur á Hel- enu þegar hún er spurð út í lands- liðið. „Mér skilst að það verði ekki sent lið á Heimsmeistaramótið og mér finnst það bara virkilega slæmt mál. Við erum búnar að keppa að þessu í tvö ár. Við erum ógeðslega svekktar enda hafa ekki verið nein verkefni fyrir okkur í sumar og þetta var það sem við höfðum hlakkað til og stefnt að. Þetta hefur verið þvílíkt keppikefli hjá manni að komast í liðið en svo verður ekki farið. Ég er miður mín út af þessu,“ sagði Helena og bætir við: „Þetta er meira en eitthvert hobbý hjá manni. Við eyðum brjáluðum tíma í golfið þannig að þetta voru mjög leiðinlegar fréttir sem maður fékk í gær,“ segir Helena. 18. á Jaðri í uppáhaldi Þegar hún er spurð hvort hún eigi sér einhvern uppáhaldsgolfvöll á landinu færist bros yfir andlit hennar. „Jaaaá, það er Grafarholtið og völlurinn heima á Akureyri.“ En uppáhaldsholur – kannski sú 16. í Eyjum þar sem hún fékk örn einn daginn? „Já, hún er í fínu uppáhaldi núna. Annars eru þær nokkrar. Átjánda heima á Akureyri er æðisleg, frábær lokahola,“ segir Helena. Spurð um hvernig taugarnar hafi verið í umspilinu og bráðabanan- um í Eyjum segir Helena: „Það er eiginlega allt í móðu. Ég einbeitti mér svo rosalega að því að vera í núinu og missa mig ekki. Ég andaði djúpt og talaði við kaddýinn minn um eitthvað allt annað á milli högga,“ segir Helena og segir að- spurð að líklega hafi sér þótt ljúfara að vinna um helgina en þegar hún vann í fyrsta sinn 2006. „Núna er maður kannski að stimpla sig betur inn, að vinna þetta í annað sinn,“ segir Íslandsmeistarinn. Meistarataktar Helena Árnadóttir er ósátt við að kvennalandsliðið fer ekki á heimsmeistaramótið í Ástralíu í haust. Ætla að læra að kafa í Malasíu  Íslandsmeistarinn og vinkona hennar fara í þriggja mánaða bakpokaferðalag Það er engin lognmolla hjá nýkrýndum Íslands- meistara kvenna í högg- leik, Helenu Árnadóttur úr Golfklúbbi Reykjavík- ur. Hún fagnaði sigri í Vestmannaeyjum á sunnudaginn, er miður sín vegna þess að kvennalandsliðið verður ekki sent á Heimsmeist- aramótið og ætlar í haust með vinkonu sinni í bak- pokaferðalag til Suður- Asíu og Ástralíu. Pása Helena ætlar í þriggja mánaða bakpokaferðalag í haust. ➤ Lokaholurnar á Landsmótinuí Eyjum eru enn í móðu hjá Helenu sem reyndi að ein- beita sér að núinu og ræddi við kaddýinn milli högga um eitthvað allt annað en golf. ➤ Kristín Margrét Axelsdóttir,móðir hennar, úlnliðsbrotn- aði illa á þrettándu holu á öðrum degi. MEISTARINN 24stundir/Brynjar Gauti 24 st un di r/ Á rn i S æ b er g ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Þetta hefur verið þvílíkt keppikefli hjá manni að komast í landsliðið en svo verður ekki farið. Ég er miður mín út af þessu.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.