24 stundir - 31.07.2008, Blaðsíða 40
24stundir
? Lengi vel taldi ég mig þolinmóða ogumburðarlynda manneskju. Það er aðsegja þar til ég kynntist Iðnaðarmann-inum. Iðnaðarmaðurinn bauð af sérgóðan þokka til að byrja með. Virtistboðinn og búinn að rétta aumingja, ein-stæðu móðurinni hjálparhönd. Dálítiðóskipulagður reyndar, greyið. Hringdi í
mig korter fyrir lokun um mánaðamót
og varð að fá greitt „med det samme“.
Menn á hans snærum væru að bíða eftir
laununum sínum og svona. Enginn tími
til að útbúa reikning eða svoleiðis. Því
miður. Því yrði hins vegar reddað mjög
fljótlega. Nokkrum mánuðum, óteljandi
símtölum og árangurslausum bílferðum
síðar sprakk ég. Hringdi froðufellandi í
manninn og taldi upp svikin loforð hans
og lygar eins og frústreruð kona í von-
lausu hjónabandi. Minnti hann m.a. á
það þegar vinafólk mitt hringdi í hann
til að biðja hann um að lagfæra smáræði
fyrir sig. „Ekkert mál,“ sagði Iðn-
aðarmaðurinn. „Ég kem á mánudag-
inn!“ Í því heyrðist bænakall múslíma á
bak við hann í símanum. „Ertu í útlönd-
um?“ spurði vinkona mín forviða? Þá
kom upp úr kafinu að Iðnaðarmaðurinn
var staddur í Tyrklandi og ekki vænt-
anlegur heim fyrr en á miðvikudaginn.
Samt sem áður var hann boðinn og bú-
inn að mæta til þeirra á mánudeginum –
tveimur dögum áður hann kæmi heim.
Ekkert mál! Redda þessu!
„Já, það,“ sagði Iðnaðarmaðurinn og
skammaðist sín greinilega ekki neitt. „Ég
viðurkenni það nú reyndar. He, he.“
Mér var ekki hlátur í huga.
Mýtan um iðnaðarmenn
Heiðdís Lilja
Magnúsdóttir skrifar
um svarta sauði
YFIR STRIKIÐ
Eru sumir
siðblindari
en aðrir?
24 LÍFIÐ
Einar Ágúst hringdi beint í Bón-
usvídeó og bauð þeim að selja
diska sína eftir að hann
heyrði af kjörum þeirra.
Einar Ágúst fær
meira fyrir sinn snúð
»34
Önnur kvikmyndin eftir Sex and
the City þáttunum mun snúast um
líf hinnar kynóðu Sam-
önthu Jones.
Hin kynóða Sam-
antha í aðalhlutverki
»36
Í nýja James Bond-laginu syngja
Alicia Keys og Jack White úr The
White Stripes dúett.
Lagið er tilbúið.
Ólíklegur dúett fyrir
James Bond
»35
● Tónleikar
Í dag fara fram
síðustu tónleik-
arnir í tónleika-
röðinni Lifandi
miðbær, í tilefni
aldar afmælis
Hafnarfjarð-
arbæjar. Marta
Dís Stefánsdóttir fer fyrir verkefn-
inu. „Þetta hefur heppnast mjög
vel, veðrið hefur leikið við okkur
og gerir það vonandi í dag líka. Á
svið stíga Dísa, Hraun, Vicky Poll-
art, We Made God, Hooker Swing,
Ten Steps Away og Atómstöðin, en
tónleikarnir hefjast klukkan 18.00
við Súfistann.“
● Hagkvæmust
„Það eru allir að
verða blankir í
þjóðfélaginu,“
segir Franz Gunn-
arsson einn að-
standenda „hag-
kvæmu“
útihátíðarinnar
Jack Live sem haldin verður á Dill-
on skemmtistaðnum í Reykjavík.
„Að öllu jöfnu fara flestir í ferðalag
um verslunarmannahelgina en í ár
verða ófáir sem sitja heima og
passa upp á budduna, þeir geta
komið til okkar, hlustað á hljóm-
sveitir eins og Jeff Who spila og
borðað grillmat fyrir lítinn pening.
Aðgangseyri verður stillt í hóf eða
um 1000 krónur á kvöld.“
● Drekktu betur
Í kvöld verður
keppt í Drekktu
betur í síðasta
skipti á barnum
Langa Manga á
Ísafirði en þetta er
jafnframt seinasta
kvöldið sem bar-
inn er opinn. „Það er ekki laust við
að maður finni fyrir smá-sorg,“
segir Guðmundur Hjaltason
trúbador sem séð hefur alfarið um
rekstur barsins undanfarin þrjú ár
auk þess að vera annar eigenda.
„Hvað framhaldið varðar er það
óráðið en ég á líklega eftir að leggja
mig,“ segir hann.
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við
Gleymdirðu að
kaupa lottómiða?
Njóttu þess að vera í fríinu með áskrift að Lottó!
Farðu strax á næsta sölustað eða á www.lotto.is
og skráðu þínar tölur.
5 Fimmfaldur potturum helgina
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
34
81
7