24 stundir - 31.07.2008, Blaðsíða 21

24 stundir - 31.07.2008, Blaðsíða 21
Í góðu formi Eiríkur byrjaði að undirbúa sig í maí og er kominn í gott hlaupaform. „Ég er að undirbúa mig fyrir hálfmaraþon en ég hef tekið 10 km nokkrum sinnum, t.d. í fyrra, en alltaf verið í alveg glötuðu formi,“ segir Eiríkur Ásþór Ragn- arsson tónlistarmaður en hann stefnir á þátttöku í Reykjavíkur- maraþoni Glitnis 23. ágúst næst- komandi. Segist hann hafa byrjað að undirbúa sig í maí en það var mamma hans sem manaði hann að taka þátt, enda hefur hún sjálf tekið þátt oft áður. Segir hann mikilvægt að fara ekki of geyst við upphaf undirbúnings. „Maður byrjar náttúrlega bara á því að hlaupa en ég gúglaði bara eitthvert plan sem hjálpaði mér að ná góðum tíma. Svo byrjarðu að hlaupa hraðar en síðast og svo enn hraðar í næsta skipti. Maður má samt ekki ofgera sér því mað- ur getur farið illa með sig. Ég er t.d. strax kominn með svokallað hlauparahné og það kemur bara til af því að ég er óvanur og ég hita ekki nóg upp. En það er ekki neitt alvarlegt. Ég þarf bara að hvíla mig í rúma viku.“ Margar mismunandi leiðir Margar sögur fara af því hvern- ig best sé að undirbúa sig fyrir slík hlaup. „Mamma mín segir mér eitt, vinur minn annað og fagmanna- síður á netinu eitthvað allt annað. En auðvitað gengur þetta allt bara út á það sama; að hlaupa.“ Hann ætlar því að halda ótrauður áfram eftir smá hvíld en stefnir á að hlaupa heilt maraþon síðar. „Það verður ekki seinna en eftir tvö ár. Maður þarf að vera vel undirbúinn andlega og líkamlega og ef ég verð í góðu hlaupaformi þarf ég vonandi ekki nema um 18 vikur til að undirbúa mig fyrir heilt maraþon.“ haukurj@24stundir.is Eiríkur Ásþór Ragnarsson ætlar að hlaupa hálfmaraþon í ágúst Snýst auðvitað bara um að hlaupa 24stundir/Allan Sigurðsson 24stundir FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 21 Lögmál 4: Bikarinn er fullur og froðutoppurinn rís upp yfir brúnina. Þá er froðusveðjan tekin. Henni er beint frá líkamanum og strokið lárétt með 45 gráðu halla, hársbreidd yfir brúninni. Stærstu loftbólurnar hafa leitað efst í froðuna og mistakist þetta skref munu þær springa þeim afleiðingum að froðan fellur hratt. Án froðunnar er ölið varnar- laust og verður flatt á skammri stundu. Lögmál 5: Að lokum verður að tryggja að froðu- toppurinn sé af nákvæmlega réttri þykkt. Fullkomnunin felst í smáatriðunum: Í 33 cl bikar skal froðan vera nákvæmlega 3 cm. Hvorki meira né minna. Þetta samsvarar samanlagðri breidd vísifingurs og löngutangar þess sem njóta skal. Jeantex Bike TransAlp-fjalla- hjólakeppnin fór fram í 11. skipti dagana 19.- 26. júlí. Leiðin liggur frá Füssen í Þýskalandi til Riva del Garda á Ítalíu. Tveir hjól- reiðamenn keppa saman í liði og hét lið Íslendinganna Freys og Darra því skemmtilega nafni „Brekkubanarnir“. Að þessu sinni hófu 587 lið keppni og 500 luku henni. ej TransAlp-keppnin Hjólreiðakapparnir Freyr Franksson og Darri Mikaelsson ráðast yfirleitt ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Fyrir þremur árum hjóluðu þeir um Nepal og Tíbet þar sem þeir komu meðal annars við í grunnbúðum Everest- fjalls. Á dögunum voru þeir síðan fyrstir Íslendinga til að ljúka TransAlp-fjallahjólakeppninni sem þykir mikil þrekraun. Hálft Everest á einum degi Í TransAlp-keppninni hjóla þátttakendur frá Þýskalandi til Ítalíu, alls um 666 km leið og nem- ur samanlögð hækkun tæpum 22.000 metrum. „Þetta eru svaka- legar hækkanir. Þær samsvara sem nemur tíu Hvannadalshnúkum. Mesta hækkunin á einum degi var tæpir 4000 metrar sem er um það bil helmingur af Everest,“ segir Freyr og bætir við að hækkanirnar séu langerfiðasti hluti keppninnar. Ekki er auðvelt að finna hentug æfingasvæði undir slík átök í ná- grenni höfuðborgarinnar. „Við höfum yfirleitt hjólað hér í bæn- um. Það eru í raun engin almenni- leg æfingasvæði hér nema þá helst Kambarnir og Reykjadalurinn,“ segir Freyr. Lítil hvíld í átta daga Keppnin skiptist í átta leggi sem dreifast á jafnmarga daga. Hjól- reiðakapparnir eru því undir gríð- arlegu álagi meðan á keppni stend- ur. „Menn sváfu ekki meira en fjóra til fimm tíma. Svo var morg- unmatur kl. 6 á morgnana, lagt í hann kl. 9 og hjólað í 6-10 tíma á dag,“ segir Freyr og bætir við að þó nokkrir hafi dottið út úr keppni. „Það er mikið af slóðum þarna þar sem ýmsar hættur leynast og menn voru að slasa sig. En þetta var gríðarlega vel skipulagt og menn á mótorhjólum, þar á meðal læknar, sem voru alltaf til staðar ef eitthvað kom upp á,“ segir Freyr. Magnað umhverfi Þrátt fyrir álagið gafst mönnum færi á að njóta náttúrufegurðar- innar á leiðinni. „Þetta er alveg magnað umhverfi. Maður kemst ekki í tæri við neitt flottara en þetta,“ segir Freyr. „Maður ein- beitir sér samt mest á slóðana og reynir að hafa athygli á því sem maður er að gera. Ef maður ætlaði að njóta einhvers annars en bara að hjóla þyrfti maður að gefa sér lengri tíma í þetta,“ bætir hann við. einarj@24stundir.is Luku TransAlp-fjallahjólakeppninni fyrstir Íslendinga Hækkun á við tíu Hvannadalshnúka Þrekvirki Freyr Franks- son og Darri Mikaelsson luku TransAlp-hjólakeppn- inni fyrstir Íslendinga. Ef menn verða á ferðalagi um helgina er tilvalið að staldra við öðru hverju til að hreyfa sig. Það er góð hugmynd að hafa hand- hæg leiktæki með í farangrinum sem hægt er að grípa í nánast hvar sem er. Boltar, frisbídiskar, sippubönd, tennis- og badmin- tonspaðar henta til dæmis vel og taka lítið pláss í farangursgeymsl- unni. Þá er einnig tilvalið að bregða sér í langar sem stuttar gönguferðir í íslenskri náttúru og þvo af sér ferðarykið í einni af mörgum sundlaugum landsins. ej Hreyfing á ferðalaginu LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Þetta eru svakalegar hækkanir. Þær samsvara sem nemur tíu Hvannadalshnúkum. Mesta hækkunin á einum degi var tæpir 4000 metrar sem er um það bil helmingur af Everest. heilsa

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.