24 stundir - 10.09.2008, Page 4
➤ Sá spennir sem nú var reynt að koma ígang bilaði í nóvember í fyrra.
➤ Hinn spennirinn bilaði síðan á að-fangadag. Engin framleiðsla hefur ver-
ið í virkjuninni síðan þá.
➤ Framleiðsla hefst í fyrsta lagi á nýjanleik upp úr áramótum.
SULTARTANGAVIRKJUN„Það varð bilun þegar reynt var að setja
spenninn inn,“ segir Þorsteinn Hilmars-
son, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar,
um bilun sem varð í Sultatangarvirkjun í
fyrradag. Báðir spennar virkjunarinnar
eru óstarfhæfir sem stendur. Sá fyrri bilaði
í nóvember og sá síðari á aðfangadag. Síð-
an þá hefur virkjunin ekki framleitt neitt
rafmagn, en hún framleiðir vanalega um
120 megavött.
200 milljónir í kostnað
Áætlaður heildarkostnaður vegna við-
gerða á báðum spennunum er um 200
milljónir króna. Þorsteinn segir líkur á því
að sú tala geti hækkað en að tap Lands-
virkjunar vegna rekstrarstöðvunarinnar
verði óverulegt. „Það eru ekki háar upp-
gegn því að hægt sé að rjúfa straum á þá
við aðstæður sem þessar.
Loðnubræðslur eru dæmigerðir af-
gangskaupendur þar sem þær eru með
katla sem ganga fyrir rafmagni en eru til
vara með olíukatla. Því gæti farið svo að
rafmagn verði framleitt með olíu hér-
lendis á álagstímum. Þorsteinn segir að
enn liggi ekki alveg fyrir hvað hafi gerst.
„Þetta er náttúrlega alvarlegt mál því hinn
spennirinn kemst líklega ekki í rekstur
fyrr en upp úr áramótum. Það sem þarna
gerðist þýðir margra mánaða töf á að
koma þessum spenni aftur í gang. Þetta
hefur verið svolítil hrakfallasaga og við
verðum að taka það til skoðunar af hverju
þetta gerist aftur og aftur.“
thordur@24stundir.is
Spennir sem hefur verið óstarfhæfur frá því í nóvember bilaði á ný þegar reynt var að setja hann aftur í gang
Spennirinn Einn spennanna
tveggja sem eru bilaðir.
Enn engin framleiðsla í Sultartangavirkjun
hæðir í sjálfu sér en þetta veikir raf-
orkukerfið. Við teljum okkur hafa næga
orku fyrir viðskiptavini okkar í vetur, en
það að missa út þessa stöð getur þýtt að
það verði aflskortur. Þá gætum við þurft
að skerða sölu til afgangskaupenda.“ Af-
gangskaupendur fá orkuna á lægra verði
4 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 24stundir
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
Blokkirnar í fyrsta áfanga Skugga-
hverfisins verða endurklæddar.
Nokkrar flísar hafa fallið af þeim á
undanförnum árum og í kjölfarið
voru um 200 flísar fjarlægðar sem
varrúðarráðstöfun. Klæðning
blokkanna, sem eru svokallaðar
„lúxusíbúðir“, hefur því verið
nokkuð götótt í á annað ár.
Framkvæmdirnar hefjast í haust
og standa fram á vor. Þetta stað-
festir Ágúst Kr. Björnsson, fram-
kvæmdastjóri 101 Skuggahverfis.
„Við erum að leita leiða til að gera
við þessi hús á sem bestan hátt og
höfum lagt ríka áherslu á það við
lagfæringuna að það verði engin
ásýndarbreyting á húsunum. Flís-
arnar verða því eins en með nýju
upphengjukerfi. Við höfum náð
samkomulagi við forsvarsmenn
húseigenda um hvaða leið sé far-
sælust í þessu. Á grundvelli þess
samkomulags erum við að fara að
hefja framkvæmdir.“
Ágúst segir að vandkvæðunum
varðandi klæðninguna hafi fylgt
eitthvert tjón, svo sem leka-
skemmdir.
Dómkvaddir skila á næstunni
Ekki liggur enn fyrir hver mun
bera kostnaðinn af framkvæmdun-
um þar sem dómsmál milli 101
Skuggahverfis og Eyktar, sem var
aðalverktaki við byggingu fyrsta
áfanga Skuggahverfisins, hefur enn
ekki verið til lykta leitt. Dóm-
kvaddir matsmenn hafa verið
kvaddir til og eiga þeir að skila nið-
urstöðu sinni á næstunni. Upphaf-
legar kröfur og gagnkröfur deilu-
aðila voru upp á um 200 milljónir
króna en Ágúst vill ekki uppljóstra
hversu hár kostnaður vegna end-
urbótanna er. Hann sé þó allnokk-
ur.
Óskaði eftir skýringum
Í desember 2006 féllu þrjár flísar
af blokkunum og í kjölfarið voru
hátt í 200 til viðbótar fjarlægðar. Í
maí síðastliðnum var sagt frá því í
24 stundum að tvær til viðbótar
hefðu fallið af úr nokkurri hæð og
brotnað á gangstéttinni fyrir neð-
an. Hver flísanna er um fimm kíló
að þyngd.
Í kjölfarið skrifaði Magnús Sæ-
dal Svavarsson, byggingafulltrúi
Reykjavíkurborgar, 101 Skugga-
hverfi bréf og óskaði eftir skýring-
um á málinu. Hann segist hafa
fengið þær skýringar. „Þetta voru
hitabreytingar sem ollu þessum
skemmdum. Það varð misjöfn
þensla í festingarkerfinu hjá þeim.“
Hann segir ekkert sérstakt eftirlit
með þessum húsum í dag. „Þeir
bera náttúrlega ábyrgð á því að
þetta valdi ekki skaða á fólki og
passa sig á því sjálfir. Þeir vita
hvaða galli var á ferðinni og brenna
sig ekki á sama soðinu tvisvar.“
Magnús mun þó óska eftir upplýs-
ingum um nýja festingarkerfið.
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Lúxusblokkir verða
endurklæddar
Blokkir í Skuggahverfinu verða endurklæddar að fullu Framkvæmdir standa fram á
vor Enn óljóst hver ber kostnað Byggingafulltrúi hafði samband vegna fallandi flísa
Götótt Nokkrar flísar hafa dottið af
blokkunum og um 200 voru fjar-
lægðar í varúðarskyni.
➤ Í fyrsta áfanga Skuggahverfisvoru byggð fjögur hús með
alls 79 íbúðum.
➤ Í öðrum áfanga sem nú er ver-ið að byggja eru fleiri íbúðir,
eða 97 talsins. Áætlað heild-
söluvirði þeirra var í byrjun
árs 5,4 milljarðar.
SKUGGAHVERFIÐ
Nýtt göngudeildarhús barna- og
unglingageðdeildar Landspítalans
var tekið formlega í notkun í gær.
Viðbyggingin er 1244 fm og er hún
tengd núverandi húsi með glerjuð-
um tengigangi.
Fjölmargir hafa lagt sitt af mörk-
um við uppbyggingu nýja húsnæð-
isins. Til dæmis gaf Hringurinn 50
milljónir króna til byggingarinnar
á sínum tíma. Auk þess hafa Thor-
valdsenkonur, Kiwanismenn,
Lionsmenn, kvenfélagasamtök og
margir aðrir lagt verkefninu lið
með drjúgu framlagi, að því er seg-
ir á vef heilbrigðisráðuneytisins.
Starfsmenn BUGL eru nú rúm-
lega 100. Komur á göngudeildina
hafa verið allt að 7000 á ári.
ingibjorg@24stundir.is
Aðstæður skjólstæðinga BUGL batna
Nýtt hús í notkun
Hæstiréttur hefur staðfest úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur
um að maður, sem grunaður er um
að hafa tekið þátt í að stela skart-
gripum að verðmæti 1,5 milljónir
króna í skartgripabúð við Laugaveg
í síðustu viku, sæti gæsluvarðhaldi
til dagsins í dag. Annar maður var
einnig úrskurðaður í gæsluvarð-
hald vegna málsins.
Fram kemur í úrskurði héraðs-
dóms að maður hafi komið inn í
verslunina og kíkt í einn glerskáp
þar sem voru ýmsir skartgripir.
Hann hafi síðan gengið rakleiðis út
en komið fljótlega aftur og beðið
um að fá að sjá armbönd. Af-
greiðslukona gat ekki sinnt mann-
inum þar sem hún var að sinna
öðrum manni, sem þannig dró að
sér athygli hennar. Samkvæmt
myndavélaupptökum, sem liggja
fyrir í málinu, sést hvar hinn mað-
urinn teygir sig yfir afgreiðsluborð
verslunarinnar og tekur þaðan
skartgripi. Áætlað verðmæti þeirra
hluta, sem stolið var, er 1,5 millj-
ónir króna og eru þeir ófundnir.
mbl.is
Skartgripaþjófnaður í Reykjavík
Gæsluvarðhald staðfest
Úr umferð Skart-
gripaþjófur hefur verið
settur í gæsluvarðhald.
Eftir var að veiða 148 hreindýr
á mánudagskvöld þegar rétt
vika var eftir af veiði-
tímabilinu. Því lýkur að
kvöldi 15. september. Alls er
því búið að fella 1185 hrein-
dýr af útgefnum 1333 dýra
heildarkvóta þessa árs en
hann er sá stærsti sem gefinn
hefur verið út.
„Ég hef trú á að þetta fari
langt með að nást, ef veðrið
skánar undir næstu helgi eins
og spáð er,“ sagði Jóhann G.
Gunnarsson, starfsmaður
Umhverfisstofnunar á Egils-
stöðum.
mbl.is
1185 hreindýr felld
Þoka og rign-
ing á veiðislóð
Árni
Johnsen
alþing-
ismaður
hefur
fallið frá
stefnu
gegn
Agnesi
Braga-
dóttur
vegna ummæla sem Agnes við-
hafði um Árna í útvarpsþætti á
Bylgjunni fyrr á þessu ári. Til
stóð að þingfesta stefnuna í
Héraðsdómi Reykjavíkur í vik-
unni en Árni krafðist 5 millj-
óna króna í miskabætur. Í yf-
irlýsingu segist Árni fyrirgefa
Agnesi
ósmekklegt orðaval en hún
kallaði hann m.a. stórslys. mbl.is
Árni Johnsen
Hættur við að
stefna Agnesi