24 stundir - 10.09.2008, Síða 8

24 stundir - 10.09.2008, Síða 8
Draugur við völd? Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Sextugsafmæli Norður-Kóreu var fagnað í gær hersýningu. Athygli vakti að Kim Jong-il, einráður leið- togi landsins, var ekki viðstaddur hátíðina. Orðrómur hefur lengi verið á kreiki um bágt heilsufar hans. Dó hann árið 2003? Í nýútkominni bók segir Tos- himitsu Shigemura, prófessor við Waseda-háskólann í Japan, að Kim hafi látist haustið 2003. Síðan hafi fjöldi tvífara gegnt hlutverki hans. Shigemura bendir á að frá 10. sept- ember 2003 hafi liði 42 dagar þar til Kim kom fyrir almenningssjónir. Telur hann að þá hafi Kim, mikill reykinga- og drykkjumaður, látist úr sykursýki. Shigemura segir að Kim hafi haft tvífara á sínum snærum, þar sem hann óttaðist að vera ráðinn af dögum. Þessir tvífarar hafi fengið veigameira hlutverk þegar fjórir hæstsettu embættismenn stjórnar- innar töldu hagsmunum sínum best borgið með því að hylma yfir dauða Kims. Einn fjórmenning- anna sé þó alltaf við hlið tvífara í opinberum móttökum og stýri honum líkt og leikbrúðu. Tae-shik Jon, talsmaður samtaka Norður-Kóreubúa í Japan, neitar því að staðhæfingar Shigemura eigi við rök að styðjast. „Þetta er helber lygi. Við viljum ekki einu sinni tjá okkur um jafnfáránlega hugmynd.“ Sást síðast í ágúst Sérfræðingum í málefnum Norð- ur-Kóreu ber ekki saman um hvert ástand leiðtogans sé, en ekki hefur spurst til hans í ríkisfjölmiðlunum frá miðjum síðasta mánuði. Suður- kóreska dagblaðið Asia Economy hefur það eftir heimildarmönnum sínum að kínverskir læknar hafi sinnt Kim í Pjongjang í viku. AP-fréttastofan hefur eftir starfs- mönnum bandarísku leyniþjónust- unnar að þar á bæ telji menn að Kim sé alvarlega veikur. Talsmaður suðurkóresku leyniþjónustunnar segir hins vegar ekkert benda til hrakandi heilsu hans.  Fjarvera Kim Jong-il á 60 ára afmælishátíð Norður-Kóreu vekur efasemdir um heilsu hans  Japanskur prófessor segir að einræðisherrann hafi dáið fyrir fimm árum Kim Jong-il? Eða tvífari hans? ➤ Kim Il-sung var leiðtogi Norð-ur-Kóreu frá stofnun ríkisins árið 1948 til dauðadags. ➤ Kim Jong-il, sonur hans, tókvið stjórnartaumunum þegar Kim Il-sung lést árið 1994. ➤ Í stjórnarskrá landsins er KimIl-sung sagður vera eilífur leiðtogi Norður-Kóreu, þrátt fyrir að hann sé farinn yfir móðuna miklu. ➤ Óheimilt er að ræða heilsuKim Jong-il opinberlega í Norður-Kóreu. NORÐUR-KÓREA 8 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 24stundir RV U n iq u e 09 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Svansmerkt RV hreinsiefni með ferskum ilmi - og Lotus Professional pappírsvörur Á kynningarverði Svansmerkt RV hreinsiefni með ferskum ilmi. UM HVERFISMERKI Á tilboði íseptember 2008Svansmerktar Lotus Professional pappírsvörur20 % afsláttur UM HVER FISMERKI Pólskur karlmaður er í haldi lögreglu þar í landi, grunaður um að hafa haldið dóttur sinni fanginni og beitt hana kynferðisofbeldi undanfarin sex ár. Segir dóttirin, sem nú er 21 árs, að hún hafi alið föður sín- um tvo syni, sem hafi verið ættleiddir. „Að vissu leyti gæti þetta verið svipað mál og í Aust- urríki,“ segir Mariusz Sokolowski, talsmaður lögregl- unnar. Vísar hann þar til máls Jósefs Fritzl, sem hélt dóttur sinni við svipaðar aðstæður í 24 ár. Synir feðginanna fæddust í febrúar 2005 og janúar 2007. Segir móðir þeirra að faðirinn hafi fylgt sér á sjúkrahúsið og neytt sig til að gefa drengina frá sér. Leitar lögregla sonanna nú. „Við höfum skýrslur sjúkrahússins um börnin og reynum að hafa uppi á þeim til að geta gert DNA-prófanir,“ segir Sokolowski. Dóttirin segir lögreglu að sér hafi ítrekað verið nauðgað af föður sínum og haldið í gluggalausu, læstu herbergi í sex ár. „Aðalvandamálið er það gífurlega andlega álag sem á henni var – ógnin,“ segir Soko- lowski. „Það kvikna mjög margar spurningar í þessu máli, en það er enn erfitt að ræða við konuna vegna þess í hversu miklu uppnámi hún er.“ aij Pólskur faðir þykir minna á Jósef Fritzl Hélt dóttur fanginni í sex ár Leiðum að líkjast Pólverjar óttast að þeir hafi fundið sína eigin útgáfu af Jósef Fritzl Hollendingar hafa tekið í notk- un heimsins stærsta orkuver sem notar lífmassa sem orkugjafa. Orkuverið nýtir úrgang frá hænsnabúum til að framleiða raf- orku og getur séð um 90.000 heim- ilum fyrir rafmagni. Árlega mun bruni á ríflega 440.000 tonnum af hænsnaskít – um þriðjungur þess sem fellur til í Hollandi – knýja vélar orkuversins. Framleiðslugeta vélanna er 36,5 megavött af raforku og er gert ráð fyrir að orkuverið muni skila af sér 270 milljónum kílóvattstunda á ári. Talsmenn orkufyrirtækisins Delta segja að orkuverið hafi já- kvæð umhverfisáhrif í för með sér. Förgun á hænsnaskít sé kostnaðar- söm, auk þess sem hún verður til þess að losa gróðurhúsalofttegund- ir. Með því að brenna skítinn sé hægt að minnka þá losun, auk þess sem askan sem fellur til við brun- ann nýtist vel til áburðarfram- leiðslu. Til að lyktarmengun verði sem minnst er skíturinn fluttur í loft- þéttum tankbílum í orkuverið, sem losaðir eru í loftþéttu rými. aij Virkjaðar Skít frá búr- hænum má nýta til raf- orkuframleiðslu. Hollendingar opna lífmassaorkuver 90.000 heimili rafvædd með hænsnaskít George Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að hermönnum verði hrókerað á milli Íraks og Afg- anistans. Verða um 8.000 manns kallaðir heim frá Írak, en 4.500 manns bætt í lið Bandaríkjanna í Afganistan. Nú eru 146.000 banda- rískir hermenn í Írak, en 33.000 í Afganistan. Segir Bush að batnandi ástand í Írak geri hernum í auknum mæli kleift að beina sjónum sínum að átökunum í Afganistan. Harry Reid, sem fer fyrir demó- krötum í öldungadeild Bandaríkja- þings, segist undrast ákvörðun for- setans. Segir Reid koma á óvart „að hann sæki svo fáa hermenn til Íraks og sendi svo lítið til Afganistans“. Ike Skelton, formaður demó- krata í hermálanefnd fulltrúadeild- ar þingsins, tekur í sama streng. „Meira þarf til að við getum lokið baráttunni í Afganistan.“ aij Bandaríkjamenn í Írak og Afganistan Herliði hrókerað Rannsókn vísindamanna í Þránd- heimi á 1.500 tegundum flösku- vatns víðs vegar að úr Evrópu hefur leitt í ljós að antímon, eitr- að frumefni, getur smitast úr plastflöskum í vatnið. Segir Cle- mens Reimann almennt ekki um mikið magn að ræða. aij Eiturefni bland- ast vatni Það gerir ekki aðeins vaxtarlagi kyrrsetufólks gott að fara út í göngutúr, heldur getur það bætt sjónina hjá þeim sem sitja lengi við lestur. Þetta er niðurstaða rannsóknar við Kaupmannahafn- arháskóla. Segir Nina Jacobsen, læknirinn sem stýrði rannsókn- inni, að útiveran geti minnkað líkurnar á því að kúristar þrói með sér nærsýni. aij Hreyfing góð fyrir sjónina

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.