24 stundir - 10.09.2008, Page 9

24 stundir - 10.09.2008, Page 9
24stundir MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 9 ÁSTAND HEIMSINS frettir@24stundir.is a Núna er mikilvægast að við einbeitum okkur að björgunarstörfum. Við verðum að leggja okkur 100% fram til að bjarga lífi fólks. Meng Xuenong héraðsstjóri. Aur- og grjótskriða féll á námabæ í norðurhluta Kína á mánudag. Stjórnvöld hafa staðfest að 34 hafi látist í skriðunni og 35 slas- ast, en heimamenn óttast að fjöldi látinna geti verið allt að 500. Er talið að skriðan hafi farið af stað þegar bakkar affallslóns leyf- islausrar námu brustu vegna rigninga. Elgurinn, sem var sam- bland af rigningavatni og ná- maúrgangi, æddi inn í 23.000 manna bæinn Taoshi. Þar varð þriggja hæða skrifstofubygging, markaðstorg og fjöldi húsa skrið- unni að bráð. „Þetta var hræðilegt,“ segir verkamaðurinn Wei Guanghui við Xinhua-fréttastofuna. „Leðju- og grjótflóðið virtist vera sjö metrar á hæð.“ Ríflega 1.000 manna lið lögreglu, hers og slökkviliðs voru að björg- unarstörfum í gær. „Við vitum í rauninni ekki hversu margir voru þarna þegar skriðan féll,“ hefur AFP- fréttastofan eftir einum stjórn- enda leitarhópsins. aij Aur- og grjótskriða fellur í Kína NordicPhotos/AFPLeitað Björgunarmenn leita eftirlifenda í aurflóðinu í Kína. Bjargað Þessu svíni var komið í öruggt skjól áður en fellibylurinn Ike reið yfir Playa Giron á Kúbu. Sælkeri Samak Sundaravej, forsætisráðherra Taílands, skoðar sig um á grænmet- ismarkaði áður en hann heldur á ríkisstjórnarfund í Udon Thani-héraði. Atvinnuleit Burðarmenn keppast við að komast um borð í farþegaskip sem leggur að hafnarbakka í Djakarta í Indónesíu. Rannsókn Sérsveit lögreglunnar í Srí Lanka kannar verksumerki eftir sprengju sem sprakk í höfuðborginni Kólombó. Tíu særðust í sprengingunni.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.