24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 24stundir
Hjá okkur fáið þið mikið úrval af
kerrum og vögnum fyrir börnin
Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200
www.babysam.is
Bandarískir læknar hafa komist
að þeirri niðurstöðu að ekki eigi að
fjarlægja eyrnamerg hjá börnum
með bómullarpinnum. Læknarnir
segja að það eigi einfaldlega að láta
merginn eiga sig. Alls ekki má
stinga eyrnapinnum inn í eyrun
því það getur skaðað meira en það
gerir gagn.
Eyrnamergur er ekki af hinu
vonda og ekki á að fjarlægja hann,
segir Peter Roland, kennari við
læknadeildina í háskólanum í Tex-
as. Þvert á móti hafa hann og koll-
egar hans við læknadeildina fundið
út að eyrnamergurinn gerir gagn.
Eyrnamergurinn er náttúruleg leið
líkamans til að hreinsa eyrnagang-
inn.
Tólf milljónir Bandaríkjamanna
heimsækja lækni árlega vegna þess
að eyrnamergur hefur safnast sam-
an neðst í eyrnagöngunum og
skapað óþægindi, til dæmis heyrn-
arskerðingu. Bómullarpinnar hafa
þá ýtt eyrnamergnum lengra inn
göngin þar sem hann festist. Að-
eins læknar geta fjarlægt merginn
þegar þannig er komið. Það er gert
með vatnsupplausn hjá lækni,
einnig getur læknirinn fjarlægt
merginn með sérstökum töngum
eða hann lætur sjúklinginn fá
eyrnadropa með sér heim.
Fólk á ekki að hafa áhyggjur þótt
það sé með eyrnamerg. Eyrun á að
þrífa eins og aðra líkamsparta þeg-
ar farið er í bað en alls ekki pota
bómullarpinnum eða öðrum hlut-
um inn í eyrun.
Mjög mikilvægt er að pota ekki
pinna í eyrun á litlum börnum.
Eyrun á ekki að þrífa með bómullarpinnum
Gera meira ógagn en gagn
Eyrnapinnar
Þeir geta ver-
ið varasamir
og gert mikið
ógagn.
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@24stundir.is
Hægt er að koma í veg fyrir kyn-
ferðislegt ofbeldi með fræðslu og
forvörnum og einn liður í því er
brúðuleikhússýningin Krakkarnir
í hverfinu sem Blátt áfram stendur
fyrir í grunn- og leikskólum.
Hallveig Thorlacius brúðuleik-
ari hefur ferðast víða með sýn-
inguna og segir ótrúlegt hvað
börnin þurfa að spyrja mikið eftir
sýninguna. „Það er nánast eins og
þau hafi verið að bíða eftir tæki-
færi til að tala um þetta.
Sýningin okkar er upprunalega
bandarísk en þetta er fræðslusýn-
ing frá Kids on the Block sem er
fyrirtæki sem framleiðir svona efni
um eitthvað sem getur verið erfitt
fyrir börn að tala um.“
Hvött til að segja frá
Í leikþættinum sem fjallar um
kynferðislegt ofbeldi eru tvær
brúður að tala saman, að sögn
Hallveigar. „Við sjáumst alveg á
bak við brúðurnar en krakkarnir
gleyma okkur mjög fljótt og beina
orðum sínum að brúðunum. Þetta
fer þannig fram að það eru alltaf
tvær brúður á sviðinu í einu.
Önnur þeirra varð fyrir kynferð-
islegu ofbeldi og er að útskýra fyr-
ir hinni alls konar hluti. Hún segir
frá því sem kom fyrir hana og
jafnframt frá því hvernig hún fór
að því að segja frá ofbeldinu og
hvernig hún fékk hjálp. Að því
loknu býður brúðan börnunum
að spyrja spurninga ef þau langar
til að vita meira, sem er oftast til-
fellið og brúðan sér þá um að
svara,“ segir Hallveig og bætir við
að á staðnum sé alltaf sálfræð-
ingur eða félagsráðgjafi til að
beina málum í réttan farveg ef
eitthvað kemur upp á. „Í sýning-
unni eru börn hvött til að segja frá
ef eitthvað skrýtið eða óþægilegt
gerist, sérstaklega ef þeim er sagt
að þau megi ekki segja frá því. Það
þarf ekki endilega að vera að barn-
ið segi frá ofbeldinu á staðnum,
því oft segir barnið frá því seinna.“
Skilar árangri
Sýningin virðist hafa mikil áhrif
á börnin því Hallveig veit dæmi
þess að átta tilkynningar hafi
komið inn á borð barnavernd-
arnefndar eftir að sýningin var
haldin í einum bæ hér á landi.
„Svipaða sögu má segja um árang-
ur sýningarinnar í Bandaríkjunum
því nýleg rannsókn leiddi í ljós
fylgni á milli tilkynninga um kyn-
ferðisleg brot og sýninga brúðu-
leikhússins. Um það bil eina af
hverjum þremur tilkynningunum
er hægt að tengja við brúðuleik-
hússýninguna,“ segir Hallveig og
bætir við að hún sé virkilega þakk-
lát fyrir að fá að taka þátt í svona
verkefni. „Ég finn það greinilega
að verkefnið skilar miklum árangri
á sviði þar sem þarf að vera árang-
ur.“
Brúðuleikhússýning um kynferðislegt ofbeldi vekur umræðu
Börnin bíða eftir
tækifæri til að tala
➤ Sýningin Krakkarnir í hverf-inu hefur slegið í gegn víða
um heim.
➤ Ásamt Hallveigu sjá HelgaArnalds og Sigríður Sunna
Reynisdóttir um brúðuleik-
hússýninguna.
➤ Skólar og foreldrafélag getapantað sýninguna en haust-
starfið er um það bil að hefj-
ast.
KRAKKARNIR Í HVERFINUBrúðuleikhússýning þar
sem brúður tala um
kynferðislegt ofbeldi
virðist hafa þau áhrif að
börn tali frekar um of-
beldi sem þau hafa ver-
ið beitt. Eftir sýningu
úti á landi komu átta
tilkynningar til barna-
verndarnefndar.
Krakkarnir í hverfinu
Hallveig Thorlacius og
Helga Arnalds með
brúðunum góðu.
Börn og uppeldi
Umsjónarmenn:
Svanhvít
Ljósbjörg
svanhvit@24stundir.is
Kristjana
Guðbrandsdóttir
dista@24stundir.is
María
Ólafsdóttir
maria@24stundir.is
Ef barnið er órólegt getur verið
gott ráð að nudda það blíðlega.
Þetta eykur líka tengsl við barnið
og getur til dæmis verið afar góð
leið fyrir systkini að kynnast því
betur. Best er að gefa sér góðan
tíma í nuddið þegar verið er heima
með barnið í rólegheitum og ekki
þörf á að mæta neins staðar á til-
teknum tíma. Þá er best að barnið
sé hæfilega satt, hvorki pakksatt né
svangt þegar það er nuddað.
Pínulítið af olíu
Láttu fara vel um þig og sittu á
rúminu eða gólfinu eða með barn-
ið í fanginu. Hafðu hlýtt í herberg-
inu og jafnvel einhverja þægilega
tónlist í bakgrunninum. Taktu vel
eftir því hvernig barnið bregst við
nuddinu en aðeins nokkrar mín-
útur geta nægt nýfæddu barni. Ef
þér finnst betra að nota nuddolíu
skaltu nota barnaolíu eða þá ein-
faldlega nokkra dropa af ólífuolíu.
Notaðu olíuna aðeins á búk barns-
ins og ekki á höfuð eða andlit.
maria@24stundir.is
Gott að auka tengslin með nuddi
Róar barnið til muna
Námskeið fyrir börn sem eiga,
foreldri, systkini, ömmu, afa eða
nákominn aðstandanda sem hef-
ur greinst með krabbamein verða
haldin í Ljósinu nú um miðjan
mánuðinn. Ljósið er endurhæf-
ingar- og stuðningsmiðstöð fyrir
krabbameinsgreinda og aðstand-
endur þeirra og hefjast þar tvö
námskeið 16. september. Annað
er fyrir börn á aldrinum 7-9 ára
og hitt fyrir 10-12 ára.
Kvíði og dapurleiki
Þegar nákominn ættingi grein-
ist með krabbamein gerist það
oft að kvíði og dapurleiki gerir
vart við sig hjá barninu. Þetta
getur valdið því að stoðir tilver-
unnar bresta og barnið verður
óöruggt. Á námskeiðinu geta
börn sem slíkt hafa upplifað hitt
börn í svipuðum aðstæðum og
fengið tækifæri til að tjá sig í
þeim hópi. Umræðan í hóp-
unum snýst ekki endilega um
krabbamein, heldur er leitast við
að efla börnin og gera þau
öruggari. Unnið er með sjálfs-
myndina, samskipti, úrlausn
vanda og bjargráð og er mark-
miðið að börnin fái aukið sjálfs-
traust og að þau geti treyst að-
stæðum.
Leiðbeinendurnir á námskeið-
inu hafa allir margra ára starfs-
reynslu í að vinna með börnum
en þeir eru Ósk Sigurðardóttir,
iðjuþjálfi með sérmenntun í æv-
intýrameðferð fyrir börn, El-
ísabet Lorange listmeðferð-
arfræðingur og Hrafndís Tekla
Pétursdóttir sálfræðingur.
Stuðningsnámskeið fyrir börn
Unnið með sjálfsmyndina