24 stundir


24 stundir - 10.09.2008, Qupperneq 27

24 stundir - 10.09.2008, Qupperneq 27
Leikstjóri: Paul W.S. Anderson. Aðalhlutverk: Jason Statham, Joan Allen, Ian McShane. Death Race Eftir Trausta S. Kristjánsson traustis@24stundir.is Þegar hasarmyndunum Mad Max, The Running Man og Fast and the Furious er blandað saman, er út- koman Death Race. Hún er kannski ekki merkilegasta kvik- mynd sögunnar, en henni tekst ætlunarverk sitt fullkomlega, að skemmta áhorfendum með því að sprengja bíla og allskyns drasl í loft upp. Frjálshyggjuframtíð Árið er 2012. Fangelsi í BNA eru yfirfull, og hafa öll verið einka- vædd. Hin illa Hennessey er fang- elsisstjóri í Terminal Island, harðgerasta fangelsi í heimi. Þar keppa fangar til frelsis í Dauða- kappakstrinum en Hennessey græðir á sjónvarpstekjunum. Stælti stálverkamaðurinn sem Statham leikur, er einnig fyrrver- andi ökuþór og fær Hennessey hann til að taka þátt, og hljóta þar með frelsi. Angar af pungsvita Helsti kostur myndarinnar eru áhættuatriðin, sem voru gerð í raun og veru, en ekki teiknuð í tölvu. Það er ekki er verið að flækja hlutina með óþarfa dýpt, persónu- sköpun eða einhverju listrænu bulli. Myndin er hrá, ofbeldisfull og hröð. Þetta er mynd um bíla með byssur og hluti sem springa í tætlur. Myndin angar af pungsvita, er full af kvenrembu og homma- bröndurum. En það er allt í lagi, því það eru allir að fylgjast með bílunum hvort eð er. Einkavæðum Litla-Hraun og það strax! Ýkt kúl Hvað er flottara en 850 hestafla Must- ang með vélbyssu, sprengjuvörpu og slöngvisæti, ha, strák- ar!? (Og stelpur.) – allt á 70% afslætti... Við vinnum á verðbólgunni Höfum opnað FATÓ á allri 2. hæðinni Merkjavara á ótrúlegu verði Opið í dag frá 7 til 7 Laugavegi 91 s. 512 1717 www.ntc.is – fyrstur kemur fyrstur fær... Gallabuxur 4900 kr 24stundir MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 27 Hollywood-framleiðandinn Scott Faye afhjúpaði í spjalli við tölvu- leikjavefsíðuna Kotaku.com að hann væri að undirbúa gerð kvik- myndar um hina klassísku tölvu- leikjapersónu Duke Nukem. Faye, sem hefur meðal annars unnið við að koma tölvuleikjapersón- unni Max Payne á hvíta tjaldið, vinnur nú náið með framleið- endum Duke Nukem-leikjanna, 3D Realms, við að leggja drög að söguþræði og fjármögnun mynd- arinnar. vij Bíómynd um Duke Nukem Í öllu því æði sem fylgir sam- félagsvefjum á borð við Facebook er ekkert skrýtið að fleiri aðilar vilji koma á fót sínum eigin sam- félagsvefjum. A-Space er einn slíkra vefja en hann mun verða samstarfsvettvangur 16 stofnana sem vinna með upplýsingar, stofnana á borð við CIA, FBI og NSA. Að sjálfsögðu fær almenn- ingur ekki aðgang að vefnum. vij Er James Bond á A-Space? Leikkonan Mischa Barton virðist vera búin að sætta sig við það að leiklistarferillinn sé fyrir bí og leitar nú á önnur mið. Fyrir skömmu kynnti hún sína eigin línu af handtöskum en nú hefur hún gengið skrefinu lengra. Bar- ton kynnti á dögunum nýjustu línu sína en það munu vera hár- fylgihlutir á borð við spangir og hárbönd. Línan er unnin í sam- starfi við fylgihlutamógúlinn Sta- cey Lapidus. vij Fer í hártískuna Sony-fyrirtækið hefur tilkynnt að nýr SingStar sé á leiðinni fyrir PS2-leikjatölvuna. Leikurinn mun þó seint höfða til allra þar sem leikurinn ber nafnið SingStar Co- untry og eins og nafnið gefur til kynna er kántríinu gert hátt undir höfði. Á meðal flytjenda í leiknum eru Keith Urban, Kellie Pickler og margir fleiri flytjendur sem eng- inn utan Nashville þekkir. vij SingStar snýr sér að kántríinu

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.