24 stundir - 10.09.2008, Side 30

24 stundir - 10.09.2008, Side 30
Eftir Trausta S. Kristjánsson traustis@24stundir.is „Þetta gengur bara nokkuð vel. Ég er enn taplaus eftir sex bardaga, eftir jafntefli í þeim fyrsta,“ segir hinn tvítugi Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttamaður Ís- lands, en hann hefur tekið hvern andstæðing sinn á fætur öðrum í karphúsið undanfarið. Faðirinn fyrirmyndin „Ég fór í karate eins og pabbi, sem var líka í kickboxi, og svo fór ég smám saman að prófa þessar blönduðu bardagaíþróttir og festist algerlega í þessu. Ekki skemmdi fyrir þegar við pabbi horfðum á Bruce Lee- og Jackie Chan-myndir þegar ég var lítill. Ég held við höfum séð þær allar oftar en einu sinni,“ segir Gunn- ar, sem skartar tveimur við- urnefnum í hringnum. „Já, ég er víst kallaður Shotgun af einhverjum, en þjálfarinn kallar mig Silfurbak, sem er górilluteg- und, en við þykjum hafa álíkar hreyfingar,“ segir Gunnar sem leist illa á viðurnefnishugmynd blaða- manns, Mandela, enda Afr- íkumaðurinn alþekktur frið- arsinni. Styður strákinn sinn „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er harðger íþrótt, en ég styð hann alveg í þessu. Þetta er hans ástríða og ég reyni að styðja hann eftir fremsta megni. Það er frekar móðir hans sem er svolítið smeyk, hún horfir aldrei á bardaga í beinni útsendingu, bara eftir á , þegar hún veit úrslitin. Ég byrjaði auðvitað að athuga slysatíðnina þegar hann byrjaði í þessu og komst að því að hún er lægri en í íshokkíi, ruðningi og boxi, þar sem fleiri höfuðhögg líðast,“ segir Haraldur Dean Nel- son, faðir Gunnars. Hefur fundið ævistarfið „Ég sé ekki að ég fari að vinna við eitthvað annað. Þetta er ástríða mín númer eitt, tvö og þrjú og mér gengur vel í þessu. Ég ætti að geta barist til 35-40 ára aldurs, en þá mun ég eflaust fara út í þjálfun, sem er fín vinna,“ segir Gunnar, sem berst aðeins inni í hringnum. „Það er auðvelt að halda sér ut- an vandræða ef maður vill það. Það eru einstaka vitleysingar sem leita vandræðin uppi, en ég er ekki einn af þeim.“ Gunnar „Silverback“ Nelson kýlir þá kalda í hringnum Lærði af Bruce Lee og pabba Gunnar Nelson er at- vinnumaður í blönduðum bardagaíþróttum, aðeins tvítugur að aldri. Hann er enn taplaus eftir sex bar- daga og þykir gríðarlega efnilegur. Hvíta vonin Gunnar gerist þjóðlegur Lætur hnefana tala Gunnar berst við breska sérsveitarmanninn Barry Mairs í desember. Gunnar sigraði á rothöggi. 30 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 24stundir „Ég byrjaði ævina svarthærður, var á tímabili sköllóttur, síðar skolhærður, þá brúnhrokk- inhærður og loks hálfkollóttur og fúlskeggjaður. Sumir tala um bad hairday. Ég hef átt við bad hairlife að stríða. En ég varð þó ekki rauðhærður, Guði sé lof.“ Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson postdoc.blog.is „Nú er sem sagt búið að gera söng- leik byggðan á Evil Dead. Ekki nóg með það heldur er Sam Raimi nú beðinn um að gefa leyfi fyrir því að kvikmynd verði gerð eftir söng- leiknum. Ég ætla að reyna að kom- ast á Evil Dead: The Musical ef tækifæri gefst. Skilst að uppvakn- ingarnir fái öll bestu lögin!“ Hannes Birgir Hjálmarsson mojo.blog.is „Fyrsti tíminn í súludansinum búinn og þetta er bara alveg fer- lega skemmtilegt. En vá hvað þetta er erfitt. Það er ekki beint hægt að segja að maður hafi verið neitt sérlega glæsilegur á súlunni – stirð og klaufaleg – eins og belja á... súlu.“ Guðlaug Birna Björnsdóttir godpool.blog.is BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Þær sorgarfregnir hafa borist að vestan að áhuga- verðasta fegurðarsamkeppni landsins, Óbeisluð feg- urð, verði ekki haldin á nýjan leik. Keppnin var haldin í fyrsta sinn í mars á síðasta ári á Ísafirði. Þá þótti Ásta Dóra Egilsdóttir bera höfuð og herðar yfir keppinauta sína og bar hún sigur úr býtum. Það er því ljóst að Ásta mun halda titli sínum um ókomin ár enda er hún vel að honum komin. vij Hárgreiðslu- og ljósastofur höfuðborgarsvæðisins ættu að gleðjast, því það er aldrei of seint að fá sér strípur og gervibrúnku fyrir Skímó-ball. Tilkynning barst frá Einari Bárðarsyni til fjölmiðla í gær, um að sveitin, ásamt Ingó úr Veðurguðunum og fær- eyingnum Jogvan, spilaði á balli á NASA á laug- ardaginn. Hefur sveitin ekki spilað í Reykjavík í 2 ár, og því full ástæða til að mæta. tsk Fjölmiðlar landsins eru nú loks búnir að átta sig á því að landsmenn hanga tímum saman á samfélags- vefnum Facebook. Því hafa bæði mbl.is og visir.is tekið sig til og gert lesendum sinna miðla kleift að senda fréttir beint yfir í Facebook. Nú hefur áreið- anlegasti netmiðillinn gert slíkt hið sama og les- endur Karls Sigurðssonar og félaga hans í Baggalút geta nú sent „fréttir“ þaðan beint á fésbókina. vij „Þetta myndi ég segja að væri framtíðin. Að vígsluathafnir inn í framhaldsskóla breytist úr nið- urlægjandi innvígslu yfir í vinalegt handtak,“ segir Jón Jósep Snæ- björnsson, félagsmálafrömuður Tækniskólans, en skólinn bauð í gær nýnema skólans velkomna til starfa. Nýnemavígslan var býsna frábrugðin því sem þekkist í öðr- um framhaldsskólum enda svívirð- ingar og valdníðsla fjarri góðu gamni. „Í stað þess að við séum að láta fólk þamba mysu og drattast í gegnum drullupytt þá aðgreindum við eldri nemendur frá yngri nem- endum. Eldri nemendur voru allir klæddir í svarta boli og að stuttu ræðuhöldum loknum voru yngri nemendum afhentir svartir bolir. Við notum þetta sem sameining- arhátíð.“ Þá voru Veðurguðirnir fengnir til að leika á hátíðinni til að gera þessi tímamót enn eft- irminnilegri. Busavígslan deyjandi hugtak Jónsi segir að hinar hefðbundnu busavígslur séu þess eðlis að þær fari gjarnan úr böndunum. „Busa- vígsla er deyjandi hugtak. Það er búið að fara svo oft úrskeiðis að við þurfum að fara að hugsa þetta öðruvísi.“ Honum er enn minnisstæð sín eigin busavígsla en hún gekk ekki eins og best væri á kosið. „Hún var bara af hefðbundnara taginu í Menntaskólanum á Akureyri og ég minnist þess enn að bæði í minni busavígslu og þegar ég var að taka þátt í busun, þá slasaðist fólk.“ viggo@24stundir.is Nýnemar ekki beittir neinu harðræði Vinaleg busavígsla í Tækniskólanum Allir vinir Það fór ekki mikið fyrir svívirð- ingum í garð nýnema. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 5 8 2 3 6 1 7 9 4 6 4 3 7 8 9 1 2 5 7 9 1 2 4 5 6 8 3 3 1 7 4 5 2 8 6 9 2 5 4 6 9 8 3 1 7 8 6 9 1 3 7 4 5 2 9 3 6 5 1 4 2 7 8 4 7 5 8 2 6 9 3 1 1 2 8 9 7 3 5 4 6 Flúin? Nei nei, hana langar stundum bara svo rosalega í ostborgarara og franskar. a Miðað við stöðu krónunnar gagnvart pundinu, þá verður þeim ekki skotaskuld úr því. Ómar, tímdu skotarnir að kaupa miða á leikinn? Ómar Smárason er markaðsstjóri KSÍ, en í dag fer fram landsleikur Íslands og Skot- lands í undankeppni HM.FÓLK 24@24stundir.is fréttir HAFNAFJARÐARLEIKHÚSINU „Fær hugann til að fljúga og kemur tilfinningum á rót“ M.K MBL „Falleg, fyndin,sönn og kvenleg“ V.G Bylgjunni „Ég hvet fólk til að drífa sig á leikinn og njóta“ Jón Viðar DV FÆRRI KOMUST AÐ EN VILDU Í VOR EN NÚ GEFST TÆKFIFÆRI Á NÝ TIL AÐ SJÁ ÞESSA EINSTÖKU OG SKEMMTILEGU SÝNINGU ÖRFÁAR SÝNINGAR EFTIR FIM 11. SEPTEMBER SUN 14. SEPTEMBER FIM 18. SEPTEMBER mammamamma.netwww.midi.is TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Feim-Lene Bjerre • Bæjarlind 6 • Kóp. Sími 534 7470 • Vefverslun www.feim.is Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16. Erum að taka upp nýjar vörur

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.