24 stundir - 20.09.2008, Side 2
2 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 24stundir
WWW.EBK.DK
Danskir gæðasumarbústaðir
(heilsársbústaðir)
Hafðu samband við okkur fyrir frekari
upplýsingar: Anders Ingemann Jensen
farsími nr. +45 40 20 32 38
netfang: aj@ebk.dk
Ert þú í byggingarhugleiðingum?
Ferðaskrifstofa
Borgarlottó
Dublin Verð frá:
59.900kr.
Á mann miðað við 2 í herbergi í 3 nætur. Flug og
gisting, morgunverður, flugvallaskattar og íslensk
fararstjórn.
Þú velur áfangastaðinn og ferðadaga en tekur þátt í lottóinu
um hvaða gistingu þú lendir á. Viku fyrir brottför staðfestum
við á hvaða gististað þú ferð!
Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Nánari upplýsingar og bókanir
á www.plusferdir.is
VÍÐA UM HEIM
Algarve 22
Amsterdam 16
Alicante 26
Barcelona 21
Berlín 14
Las Palmas 23
Dublin 16
Frankfurt 16
Glasgow 14
Brussel 16
Hamborg 15
Helsinki 10
Kaupmannahöfn 14
London 16
Madrid 27
Mílanó 17
Montreal 17
Lúxemborg 15
New York 20
Nuuk 1
Orlando 26
Osló 11
Genf 9
París 18
Mallorca 23
Stokkhólmur 16
Þórshöfn 12
Sunnudagurinn verður líkur mánudeginum,
suðvestan 10-18 metrar á sekúndu og skúrir,
en skýjað með köflum norðaustantil. Hiti 9-15
stig.
VEÐRIÐ Á MORGUN
10
12
10 11
9
Skúrir og kólnar heldur
Þegar stormurinn er genginn niður verður
suðvestan 10-15 metrar og skúrir sunnan- og
vestantil, en hægari og þurrt að kalla á Norð-
austur- og Austurlandi. Hiti 8-15 stig, hlýjast
norðaustanlands.
VEÐRIÐ Á MORGUN
10
9
11
7 9
Haustveður en hlýtt
Þróunar- og fjárfestingarfélaginu Nýsi hf.
barst í gær tilboð frá Landsbankanum og Kaup-
þingi í allar eignir félagsins. Eins og greint hefur
verið frá í 24 stundum hefur Nýsir rambað á
barmi gjaldþrots. Skuldir félagsins nema um
fimmtíu milljörðum líkt og eignirnar.
Skammtímalán félagsins voru farin að falla í
gjalddaga og hefur verið unnið að fjárhagslegri
endurskipulagningu félagsins undanfarna mán-
uði í von um að rekstur þess geti gengið áfram.
Í tilkynningu sem barst Kauphöll Íslands í
gær kemur fram að ef tilboðunum verður tekið
muni þau hafa veruleg áhrif á efnahagsreikning
félagsins.
Félagið hyggst meta tilboðin og kynna þau
fyrir kröfuhöfum þar með talið kröfuhöfum
verðbréfa sem tekin hafa verið til viðskipta í
kauphöllinni. Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri
Nýsis, vildi ekki gefa upp í hverju tilboð bank-
anna tveggja var fólgið.
Augljós vandamál
Fyrir skemmstu ákvað kauphöllin að áminna
Nýsi hf. og sekta félagið um 1,5 milljónir króna
fyrir brot á reglum um upplýsingagjöf. Kaup-
höllin taldi Nýsi hafa borið að birta tilkynningu
um slæma fjárhagsstöðu félagsins um leið og
ljóst var að dráttur yrði á afborgunum af verð-
bréfum útgefnum af félaginu.
Þá var greint frá því í 24 stundum í gær að
Nýsir skuldaði Trésmiðju Snorra Hjaltasonar
enn 175 milljónir vegna byggingar Egilshallar-
innar í Grafarvogi. Fjármálastjóri trésmiðjunn-
ar, Ásbjörn Jónsson, sagðist ekki gera ráð fyrir
því að fá þá fjármuni.
Miklar eignir
Nýsir ræður samtals yfir meira en 200 þúsund
fermetrum af atvinnuhúsnæði sem það leigir.
Eignirnar eru á Íslandi, í Bretlandi og Dan-
mörku. Ekki náðist í Stefán Þórðarson og Sigfús
Jónsson, eigendur Ńýsis.
magnush@24stundir.is
Bankar koma Nýsi til bjargar eftir nokkurra mánaða vinnu við endurmat á stöðu félagsins
Lánveitendur gera tilboð í eignir Nýsis
Skipum Landhelgisgæslu Ís-
lands hefur verið lagt við
Reykjavíkurhöfn í sparnaðar-
skyni. Þetta staðfesti Sól-
mundur Már Jónsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs
Landhelgisgæslunnar, við 24
stundir í gær. Hár olíu-
kostnaður hefur verið íþyngj-
andi fyrir rekstur Gæslunnar
það sem af er ári. „Það eru
fyrst og fremst miklar
eldsneytishækkarnir sem búa að baki. Skipin eru þó til reiðu og áhafn-
ir eru við vinnu í skipunum, við viðhald og annað. En þetta þýðir að
skipin eru mun meira í höfn í Reykjavík heldur en reiknað var með.“
Sólmundur segir að eldsneytishækkanirnar milli ára séu umtalsverðar.
„Hækkanirnar hlaupa á tugum milljóna á ársgrundvelli og við þurfum
að bregðast við þessu. Eldsneytisverð hefur þó verið að sveiflast mikið
og að undanförnu hefur það verið að fara niður á við á heimsmörk-
uðum.“ mh
Skipum lagt til að spara
landssamtakanna kemur fram að
málskostnaður hafi ítrekað verið
úrskurðaður svo lágur að land-
eigendur hafi þurft að bera mik-
inn kostnað vegna þess sem útaf
stendur. Forsætisráðherra hefur
ekki svarað erindinu. fr
Landssamtök landeigenda hafa
sent Geir H. Haarde bréf þar sem
farið er fram á að stjórnvöld
standi við loforð um að landeig-
endur þurfi ekki að bera kostnað
af málarekstri vegna þjóð-
lendukrafna ríkisins. Lög um
þjóðlendur voru sett fyrir áratug
og hefur fjöldi mála farið fyrir
dómstóla. Eru hæstaréttardómar
í þjóðlendumálum orðnir 36 tals-
ins auk þess sem sex málum hef-
ur verið vísað til Mannréttinda-
dómstóls Evrópu. Í bréfi
Ríkið greiði
málskostnað
Eftir Kristínu Ýri Gunnarsdóttur
kristing@24stundir.is
„Ég man eftir einu máli á þessu ári
hér í Reykjavík fyrr á árinu þar sem
við þurftum að biðja um lögreglu-
rannsókn sökum alvarleika þess,“
segir Halldóra Gunnarsdóttir,
framkvæmdarstjóri Barnaverndar.
„Málin sem koma inn á borð hjá
Barnavernd eru misjöfn en alvarleg
ofbeldismál gegn börnum eru ekki
algeng. Um 100 börn eru í varan-
legu fóstri hér í Reykjavík og hefur
sú tala að mestu haldist ár frá ári.“
Ferlið er misjafnt
„Við fáum tilkynningar til okkar
frá fólki og oftast nær eru þær um
að foreldrar séu að niðurlægja börn
sín með orðum. Í þeim tilvikum
skoðum við málið og bjóðum for-
eldrum oft upp á foreldranám-
skeið.“
Halldóra segir að þegar erfið mál
koma upp og það þarf að fjarlægja
barn af heimili vegna ofbeldis þá
fari ákveðið ferli í gang. „Við bjóð-
um öllum börnum upp á aðstoð.
Það er öðruvísi þegar börn eru
beitt kynferðisofbeldi því margir
sérfræðingar veigra sér við að taka
að sér þau börn því viðeigandi
menntun er ekki til staðar. Barna-
hús tekur að sér börn sé grunur um
kynferðisofbeldi. Þegar börn eru
beitt líkamlegu ofbeldi eða grunur
er um það eru þau send í lækn-
isskoðun og fá viðeigandi sálræna
aðstoð. Þurfi lögregla að koma að
málinu þá er barn fjarlægt svo
brotamaður geti ekki hitt barnið og
reynt að hafa áhrif á framburð þess
við skýrslutöku.“
Reynt að sameina fjölskyldur
Halldóra segir tilgang barna-
verndarlaga vera svolítið ákveðinn
að því leyti að þeim ber að stuðla
að sameiningu barna og fjöl-
skyldna. Þar gildir sú meginregla
að það sé nánast fullreynt með all-
an hugsanlegan stuðning áður en
foreldri er svipt forsjá. Í neyslumál-
um er þetta oft flókið því þá geta
foreldra átt góða daga meðan þeir
eru edrú og verið fínustu foreldra,
en svo falla þeir þá þarf að grípa
inn í. Ítrekuð tækifæri geta verið
gefin en síðan þarf að meta hvenær
er komið nóg.
Andlegt ofbeldi
algengast
Margar tilkynningar til barnaverndar eru sökum niðurlægingar
foreldris Alvarleg líkamleg ofbeldismál eru ekki algeng
Andlegt ofbeldi Al-
gengast er að foreldrar
tali illa til barna sinna.
➤ Staðfesti barn ofbeldi í við-tali eru viðeigandi ráðstafanir
gerðar í kjölfarið.
➤ Árið 2007 var í málum 14barna gripið til neyð-
arráðstöfunar á grundvelli
31. gr. barnaverndarlaga hér í
Reykjavík sem segir að
barnaverndarnefnd taki
forsjá í sínar hendur.
BARNAVERND
STUTT
● Samningafundur lækna og
ríkisins hjá ríkissáttasemjara
varð árangurslaus í gær.
Læknar ætla ekki að sætta sig
við lægri laun en ljósmæður.
● Kristinn H. Gunnarsson
þingmaður Frjálslynda flokks-
ins leiðir hjá sér vantrausts-
yfirlýsingu sem kom frá ungum
Frjálslyndum í gær, því hún sé
persónuleg og ekki málefnaleg
á nokkurn hátt. Hann segir fé-
lagið stofnað að undirlagi Jóns
Magnússonar.
● 24 stundir Næsta tölublað
24 stunda kemur út þriðjudag-
inn 23. september.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Bretinn Roland Grimm er sár
og reiður. Honum hefur verið
meinaður aðgangur að hverf-
islauginni með kafaragler-
augun sín. „Ég hef notað þessi
gleraugu í yfir 100 sundlaug-
um um allan heim og enginn
hefur kvartað,“ segir Grimm.
Laugarstarfsmenn segja gler-
augun hættuleg þar sem þau
hylji nef hans. jmv
Sár sundkappi
Reglufesta
SKONDIÐ