24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 24stundir Það er dýrmætt fyrir unglinga að eiga val BORGARALEG FERMING 2009 Skráning er í fullum gangi Upplýsingar á heimasíðu félagsins: www.sidmennt.is og í símum 567 7752, 557 3734 eða 553 0877. Skráning í sömu símum eða á eyðublaði á heimasíðunni. Boðið verður upp á helgarnámskeið, ætlað landsbyggðarfólki. 10 47 82 5 Verðlaunabyggingin umdeilda sem teiknuð var við Laugaveginn er samstarfsverkefni +Arki- tekta og Adepts Architects í Kaupmannahöfn. Hún er því hálfdönsk, þótt lítið hafi borið á því í fréttum á Íslandi. Danska arkitektastofan vinnur áfram að verkefninu með +Arkitektum og borgaryfirvöldum, en verið er að reyna að koma húsinu heim og saman við skipulagið og pólitík- ina. Skammarleg kynning Martin Krahg, arkitekt á Adept Arcitects-stof- unni í Kaupmannahöfn, segir að stofurnar tvær hafi unnið verkið sem jafningjar, höfundarréttur og öll skipting sé 50% - 50%. „Það er alveg á hreinu og algjörlega til skammar að beggja höf- unda skuli ekki ævinlega hafa verið getið í um- fjöllun um verðlaunahúsið. Páll Hjaltason, arki- tekt á íslensku stofunni, segir að +Arkitektar hafi ævinlega gætt þess að halda nafni Adept Arki- tekta fram í öllum kynningum. Það hafi hins vegar ekki alltaf skilað sér í fjölmiðlum. „Kynn- ingin var skýr frá okkar hendi frá fyrstu tíð, þótt dönsku höfundarnir hafi fengið minni athygli fjölmiðla. Ætli þeir hafi ekki aðallega verið að hugsa um aðrar fréttir í tengslum við málið. Póli- tíkina og deilur,“ segir Hjalti. Danska arkitekta- stofan hefur nú ráðið Íslending til starfa til að aðstoða við að halda vinnu við verkefnið áfram. Beðið eftir borgarstjóra Arkitektarnir eru nú að vinna með skipulags- stjóra og skiplulagsráði Reykjavíkur að frekari útfærslu á byggingu Listaháskólans við Lauga- veg. Hjalti segir ótímabært að segja neitt um hver lokaniðurstaða þeirrar vinnu verður. Höfundar verðlaunahússins, Júlíus Vífill Ingvarsson for- maður skipulagsráðs og Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarstjóri áttu boðaðan fund í vikunni. Honum var frestað en Hjalti segir unnið þétt og dagleg samskipti séu við borgina. beva@24stundir.is Dönsk arkitektastofa sem teiknaði Listaháskólann með +Arkitektum féll í skuggann Hálfdanskur Listaháskóli við Laugaveg Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Sauðfjárbændur eru margir hverjir æfir yfir mikilli útflutningsskyldu á dilkakjöti. Í sumar ákvað landbún- aðarráðherra eftir tillögu Markaðs- ráðs kindakjöts að 28 prósent lambakjöts skyldu eyrnamerkt til útflutnings. Var ákvörðunin byggð á birgða- og sölutölum en ljóst þótti að umtalsvert meiri birgðir yrðu til í landinu við upphaf slát- urtíðar í ár heldur en í fyrra. Hins vegar glæddist sala á lambakjöti mjög seinnipart sumars og því voru birgðir í ár mjög svipaðar og í fyrra. Því eru bændur mjög óánægðir með að útflutningsskyld- an nú skuli vera svo miklu meiri en í fyrra en þá var hún 16 prósent. Bændur fá ríflega eitt hundrað krónum hærra verð fyrir hvert kíló af kjöti sem slátrað er á innan- landsmarkað. Útflutningsskyldan minnkuð Gunnar Sæmundsson, sauðfjár- bóndi í Hrútatungu í Hrútafirði og fyrrverandi varaformaður Bænda- samtaka Íslands, segir að í ljósi birgðastöðu lambakjöts nú sé borðleggjandi að minnka beri út- flutningsskylduna. „Birgðir sem til eru af lambakjöti í landinu eru komnar niður í 713 tonn sem er 1,4 prósentum minna en í fyrra. Þetta segir okkur bara að það hefði ekki átt að hækka útflutningspró- sentuna frá síðasta ári. Ég segi það núna að ég geri kröfu til þess að Landssamband sauðfjárbænda, Bændasamtökin og sláturleyfishaf- ar beiti sér fyrir því við ráðherra að útflutningsprósentan verði lækkuð í um 18 prósent. Það þarf að gerast hratt. Ég veit að Markaðsráðið fundar í næstu viku en mér finnst það fullseint. Þessi ákvörðun þarf að taka gildi um miðja næstu viku og hún þarf að gilda fyrir allt haustið. Þetta munar umtalsverðu fyrir bændur.“ Jóhannes Sigfússon, formaður Landssambands sauðfjárbænda og formaður Markaðsráðs kindakjöts, segir að hann sé alls ekki viss um að birgðatölur nú segi alla söguna. „Ég er ansi hræddur um að kjöt- vinnslurnar séu nú að tryggja sér kjöt til vinnslu og það er alveg óvíst að það kjöt sé selt þó það teljist þannig í þessu reikningum.“ Jó- hannes segir að það sé ekkert ákveðið um að málið verði tekið upp á fundi Markaðsráðs í næstu viku. Spurður hvort hann telji ástæðu til þess að útflutningsskyld- unni verði breytt segir Jóhannes: „Ég útiloka það ekki. Þetta hefur verið nefnt við mig en engin ákvörðun hefur verið tekin um það. Ég vil hins vegar fara mun bet- ur yfir þær tölur sem standa að baki þessu áður en ég tjái mig um málið.“ Bændur æfir  Bændur telja að útflutningsskylda á lambakjöti sé allt of mikil  Fá ríflega 100 krónum meira fyrir kílóið á innanlandsmarkað Slátrun Mun minna er greitt fyrir lambakjöt sem skylt er að slátra til útflutnings. ➤ Einar K. Guðfinnsson land-búnaðarráðherra segir að ekki hafi verið farið fram á það við sig að minnka út- flutningsskylduna. ➤ Ef Markaðsráð kindakjötsgerði tillögu um slíkt myndi hann meta hana og taka ákvörðun á sínum for- sendum. RÁÐHERRA Íslenska krónan styrktist um 3,55 prósent í gær og stóð gengisvísitalan í 172 stigum við opnun markaða í gær- morgun. Daginn áður stóð gengisvísitalan í rúmlega 178 stigum í lok dags og hafði þá aldrei verið veikari. Við lok dags í gær var gengi Bandaríkjadals rúmlega 91 króna en hafði verið rúmlega 93 daginn áður. Sterlings- pundið var tæplega 67 krónur í lok dags og evran rúmlega 131 króna. Hún var tæplega 134 krónur daginn áður. mh Krónan styrktist Styrktist en er ennþá veik Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Ís- lands, sagði í viðtali við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2, á fimmtudagskvöld að vandamál í íslensku efnahagslífi hefðu ekkert með íslensku krón- una að gera. „Sá vandi sem við erum að glíma við núna hefur ekki nokkurn skapaðan hlut með krónuna að gera […] Atlagan gegn krónunni sem verið hefur er afskaplega ógæfuleg og óskiljan- leg í rauninni og menn eiga ekki að leyfa sér hana um þessar mundir. Sjálfsagt er að ræða öll mál, Evrópumál, gjaldmiðlamál og þess háttar mál, en menn eiga ekki að láta það trufla sig og gefa í skyn og gefa fólki til kynna að menn geti leyst úr einhverjum vandamálum, sem menn eru með núna, með einhverjum töfraráðum af því bragði. Það eru lýðskrumarar af versta tagi sem þannig haga sér og maður hlýtur að hafa á þeim mikla skömm og fyrirlitningu.“ Annar tónn Orð Davíðs, þess efnis að vandamál sem íslenskt efnahags- líf glímir við nú séu ekkert tengd krónunni, eru í öðrum tóni en þau sem Arnór Sighvatsson, aðal- hagfræðingur Seðlabanka Ís- lands, hefur látið hafa eftir sér á opinberum vettvangi. Í viðtali við fréttavef þýska blaðsins Frankfur- ter Algemeine Zeitung hinn 9. maí á þessu ári sagði Arnór að upptaka evru yrði til þess fallin að skapa stöðugleika í íslensku efna- hagslífi. „Við erum í mjög hættu- legum aðstæðum. Aðalvandi okkar er að ná stöðugleika í gengi gjaldmiðilsins, til þess þurfum við að skapa traust á íslensku krónunni.“ Aðspurður hvort lítið land eins og Ísland þurfi á sjálfstæðum gjaldmiðli að halda sagði Arnór: „Það kostar okkur talsvert að halda gjaldmiðlinum í jafnvægi. Gengið er mjög óstöðugt, sem gerir það líka að verkum að neyslan sveiflast mjög eftir verði. Gjaldmiðillinn er frekar upp- spretta óstöðugleika en að hann geti dregið úr utanaðkomandi sveiflum.“ Sammála um vexti Þó að áherslur Davíðs og Arn- órs varðandi krónuna séu ólíkar, og viðhorf þeirra til hennar sem gjaldmiðils séu augljóslega ekki þau sömu, þá eru þeir báðir á einu máli um að ekki komi til greina að lækka stýrivexti á með- an verðbólgan er há og mikil. Þeir eru nú 15,5 prósent. Um vaxta- stefnu ríkir einhugur en ekki um krónu. Magnús Halldórsson magnush@24stundir.is FRÉTTASKÝRING Ólíkir tónar í Seðlabanka Íslands Ljósmæður og fjármálaráðherra samþykktu miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Kjarasamningur ljós- mæðrafélagsins gildir til 31. mars á næsta ári. Grunnlaun hækka um allt að 22,6%. Þar af 5% í stofn- anasamningum. Meðallaunahækk- un er á bilinu 60 til 90 þúsund. Vís- indasjóður ljósmæðra verður lagður af en í hann hafa vinnuveit- endur greitt 1,5% af launum. 191 ljósmóðir, 82,68 % fé- lagsmanna, greiddi atkvæði um til- löguna, 162 greiddu atkvæði með henni, 22 ljósmæður vildu fella hana og 7 skiluðu auðu. Ljósmæður boða áframhaldandi baráttu þegar samningurinn renn- ur út 1. mars, enda vanti enn 10% upp á markmiðið um laun í sam- ræmi við menntun. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti sáttatillögu Stjórn Reykjavík Energy Invest (REI) smþykkti á fundi sínum í gær að kanna möguleikann á því að ganga til samstarfs við fagaðila um stofn- un opins fjárfestingarsjóðs sem hafi með höndum fjármögnun verk- efna félagsins. Stjórn REI, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, ákvað jafnframt að skipuð yrði sérstök ráðgjafanefnd sem mun hafa það verkefni að finna heppilega útfærslu og aðferð til þess að innleiða fyrrnefndar breytingar. Áður en endanlega verður ákveðið að breyta REI kemur málið til kasta stjórnar Orkuveitunnar. mh REI verði opinn fjárfestingarsjóður Hjörleifur Kvaran hef- ur verið ráðinn for- stjóri Orku- veitunnar. Þetta var samþykkt á fundi stjórnar í gær. Hjör- leifur hefur verið starf- andi for- stjóri frá í vor, þegar Guðmundur Þórodds- son var látinn víkja. Átján sóttu um starf forstjóra Orkuveit- unnar, en Hjörleifur var sá eini sem opinbert var að sóttist eftir starfinu. bee Hjörleifur for- stjóri Orkuveitu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.