24 stundir - 20.09.2008, Síða 8

24 stundir - 20.09.2008, Síða 8
Mótmælandi í Svíþjóð Mótmælt var fyrir utan Aimpoint-verksmiðjuna í Málmey sem framleiðir íhluti í riffla sem notaðir eru af bandarískum her í Írak. Hræddar mæður Kínverskar konur bíða eftir að börn þeirra verði meðhöndluð vegna neyslu á eitraðri þurrmjólk. Klámblaðabrenna Lögreglumaður sýnir klámblöð og efni sem hefur verið gert upptækt í Manila á Filippseyjum. Borgarstjóri í baráttu Klámefni gert upptækt á Filippseyjum Alfredo Lim, borgarstjóri Manila-borgar á Filippseyjum, hefur hert baráttu borgaryfirvalda gegn klámefni til muna. Klámefni fjölfald- að á ólöglegan máta var gert upptækt og því dreift á götur borg- arinnar áður en það var eyðilagt í eldi. Alfredo Lim sór embættiseið sinn þann 30. júní árið 2007 eftir að hafa háð baráttu sína undir slagorðunum: Linisin, Ibangon, Maynila (Hreinsum og byggjum upp Manila-borg). Borgarstjórinn hefur látið hafa eftir sér að hann muni sýna festu í baráttu sinni gegn ólöglegu klámefni. dista@24stundir.is Sauðfjárganga Bannað að fara með sauðfé yfir Londonbrú en sá siður að færa sauðféð ferskt inn á markaði til slátrunar um brúna hefur verið í gildi frá 12. öld. 8 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 24stundir Desmond Tutu, Nóbelsverðlaunahafi og erkibiskup í Suður-Afríku, hefur sakað Vesturlönd um að láta þjáningar Palestínumanna viðgangast þar sem þau vilji ekki gagnrýna Ísraela vegna helfararinnar. „Ég held að Vesturlönd séu með réttu yfirbuguð af sekt og iðrun vegna þess hvernig þau litu framhjá hel- förinni á skelfilegan hátt,“ sagði hann. „Það eru Palest- ínumenn sem gjalda þessa. Ég held í vonina um að al- mennir borgarar á Vesturlöndum vakni og neiti að taka þátt í þessu.“ Fram kemur á hebreska fréttavefnum Ha’aretz, að Tutu hafi sagt þetta er hann kynnti skýrslu Sameinuðu þjóðanna um árás Ísraelshers á bæinn Beit Hanun á Gasasvæðinu í nóvember árið 2006. Sagði hann hugs- anlegt að skilgreina mætti árásina sem stríðsglæp og að Ísraelar hefðu neitað að vinna með rannsóknarnefnd, sem hann fór fyrir. Tutu gagnrýndi einnig Hamas-samtök Palestínu- manna og sagði þeim bera skylda til að virða þann rétt sem ísraelskir borgarar hafi samkvæmt alþjóðalögum. „Fjölskyldurnar sem búa í Sderot eiga rétt á að lifa án ótta við að flugskeyti, sama hversu ófullkomin þau eru, komi niður úr skýjunum,“ sagði hann. sibb@24stundir.is Vesturlönd sökuð um sinnuleysi gagnvart Palestínumönnum Helförin enn áhrifavaldur Eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttur sibb@24stundir Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísr- aels og nýkjörinn formaður Ka- dima flokksins, vinnur nú að því að kanna hvort grundvöllur sé til myndunar ríkisstjórnar undir hennar forystu í landinu. Livni tók við formennsku flokksins af Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, eftir nauman sigur hennar á Shaul Mofaz í prófkjöri flokksins á fimmtudag. Ekki er hins vegar sjálfgefið að hún verði forsætisráðherra. Til þess þarf hún að mynda sína eigin ríkisstjórn en takist henni það ekki verður boðað til kosninga í landinu. Livni hefur enn ekki fengið formlegt umboð til stjórnarmynd- unar en hún hefur þó lýst því yfir að hún hafi áhuga á áframhald- andi samstarfi þeirra fjögurra flokka sem mynda ríkisstjórn Ol- merts. Fréttaskýrendur telja nokkuð öruggt að tveir þeirra, Verka- mannaflokkurinn og flokkur aldr- aðra séu tilbúnir til samstarfs við hana. Afstaða Shas flokksins, sem er flokkur gyðinga af miðaust- urlenskum uppruna, er hins vegar óljósari. Jerúsalem í brennidepli Talið er að hugsanlegir samn- ingar Ísraela við Palestínumenn muni helst standa í vegi fyrir þátttöku Shas í ríkisstjórn undir forystu Livni. Hún hefur verið aðalsamningamaður Ísraela í við- ræðum við Palestínumenn og tal- ið er að hún muni leggja mikla áherslu á framhald friðarferlisins. Talsmenn Shas hafa hins vegar lýst því yfir að þeir muni ekki fallast á neinar málamiðlanir varðandi stöðu Jerúsalem. Nær ómögulegt er talið að samningar náist án einhverra slíkra mála- miðlana. Þá segir Ariel Attias, ráðherra Shas, að flokkurinn muni krefjast þess að meiri fjár- munum verði varið til velferð- armála. Amira Dotan, þingmaður Ka- dima, segist bjartsýn á að samn- ingar náist við Shas en gangi það ekki eftir hafi Livni einnig aðra möguleika. „Kadima er miðju- flokkur og því geta nokkrir flokk- ar auðveldlega unnið með Ka- dima,“ segir hún og nefnir til dæmis Meretz-flokkinn og nokkra flokka bókstafstrúaðra. Einnig er hugsanlegt að Livni myndi minni- hlutastjórn sem reiði sig á stuðn- ing flokka ísraelskra araba. Ólík- legt er þó að hún reyni að ganga frá samkomulagi við Palestínu- menn á grundvelli slíks samstarfs. Netanyahu krefst kosninga Takist Livni ekki að mynda rík- isstjórn er líklegt að kosið verði í Ísrael í upphafi næsta árs. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Likud flokkurinn nú mest fylgi og hefur Benjamin Net- anyahu, formaður hans, krafist þess að boðað verði til kosninga. „Það væri hreinlegast og lýðræð- islegast,“ segir hann. Við borðið Leita friðar. Friðarferlið í brennidepli  Utanríkisráðherra Ísraels stendur frammi fyrir því erfiða verk- efni að samræma sjónarmið að minnsta kosti fjögurra flokka ➤ Óformlegar viðræður eruhafnar um myndun nýrrar rík- isstjórnar í Ísrael. ➤ Ehud Olmert mun verða starf-andi forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. ➤ Hugsanlegt er að boðað verðitil kosninga í landinu í upp- hafi næsta árs. ÓFORMLEGAR VIÐRÆÐUR HEIMSÁSTAND frettir@24stundir.is myndir/AFP

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.