24 stundir - 20.09.2008, Side 12

24 stundir - 20.09.2008, Side 12
12 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Mun Seðlabankinn standa á bak við íslensku viðskiptabankana verði þeir fyrir skakkaföllum? spurði fréttamaður seðlabankastjóra í ítarlegu við- tali í Íslandi í dag. Svar bankastjórans var eftirfarandi: „Ég get ekki séð fyrir mér það ástand að íslensk yfirvöld myndu ekki tryggja innlendar innistæður í bönkum, því ef þú gerir það ekki ertu búinn að tapa niður vilja manna til að spara næstu tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árin. Ég er sannfærður um það að menn mættu vera orðnir mjög aumir ef þeir myndu ekki tryggja það að íslenskir innistæðueigendur í bönkum hérlendis myndu ekki tapa sínum fjármunum. Ég sé ekki fyrir mér að það gæti gerst.“ Í lögum um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta stendur að Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta beri einnig ábyrgð gagn- vart útibúum íslensku bankanna á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildar- ríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og í Færeyjum. Inn- lánin í þessum útibúum eru því tryggð rétt eins og þau væru á Íslandi. Það þýðir að hver viðskiptavinur í hverjum banka fyrir sig er tryggður fyrir gjaldþroti íslensku bankanna að upphæð um það bil 2,5 milljónir króna, það er hrökkvi eignir Tryggingasjóðsins ekki til að greiða meira. Ekki er hægt að undanskilja útlendinga frá þeirri reglu. Íslensku bankarnir hafa síðustu misseri opnað fjölda útibúa erlendis og fengið fólk til að leggja inn spariféð sitt. Misjafnt er milli landa og banka hvort þau teljast til útibúa bankanna hér eða erlendra dótturfélaga þeirra en fyrir þá erlendu sparifjáreigendur sem tilheyra íslenskum bankaútibú- um eru orð seðlabankastjórans ekki góðar fréttir. Hvað með þá? Það er lífsspursmál fyrir íslensku bankana að eigendur þeirra hundraða milljarða sem liggja til dæmis inni í Icesave og Kaupþingi Edge beri til þeirra traust og taki fjármunina ekki út. Orð seðlabankastjóra heimsins eru máttug og skila- boð þeirra þurfa að vera skýr. Þótt gott sé að vita til þess að ævisparnaðurinn tapist ekki fari bankarnir í þrot valda orðin áhyggjum. Átti okkar maður við að tryggja ætti innstæður Íslendinga umfram útlendinga? Sætta erlendir sig við að vera annars flokks? Ef svarið er nei, gæti staðan verið alvarlegri en fyrir viðtalið. Íslensku bankarnir þurfa að endurfjármagna sig. Það hafa þeir meðal annars gert með þessum inn- lánum. Þeir mega því ekki við vantrausti erlendra sparifjáreigenda. Heyrði nokkur að seðlabankastjórinn gaf í skyn að aðeins íslensku innlánunum yrði bjargað að fullu? Trygga spariféð Eru taugarnar að bresta á Kalk- ofnsveginum í vikunni þegar krónan hrapar í nýjar lægðir? Er hrapið vegna atlögu – atlögu hverra? Það hefur verið talað um að bankarnir séu að lækka krónuna vísvitandi vegna ársfjórðungs- uppgjöra – jú, við þurfum að fá úr því skorið, helst á morgun. En hefur óvarlegt og gáleysislegt tal líka átt þátt í að fella hana? Tal hverra? Hvernig finnst mönnum það standast sem hagfræðiskýr- ing? Það er líka einhver tónn í þessu sem segir að brátt sé komið að leiðarlokum hjá Davíð í emb- ætti seðlabankastjóra. Egill Helgason eyjan.is/silfuregils BLOGGARINN Leiðarlok? Skiptir engu þótt við séum með krónu? Djöfulsins bull er þetta. Það skiptir öllu hvort einn dollar er 60 krónur eða 95. Spyrðu bara krakkana í námi erlendis. Spyrðu fólkið úti í búð. Spyrðu bankana, eru þeir ekki alltaf vælandi um að fá að gera upp í evr- um? Hver græðir eiginlega á því að það sé króna? Hvaða rugl er þetta í þessu liði? Við verðum fyrir stórkostlegri kjararýrnun akkúrat um þessar mundir þegar gjaldmiðillinn flýg- ur svona upp enda ekki sjálfbært samfélag. Þurfum að kaupa allt að utan. „Íslenskur“ fiskur og kjöt hækkar meira að segja … Gunnar Hjálmarsson eyjan.is/goto/drgunni Allt hækkar Davíð Oddsson talar ekki eins og seðlabankastjóri. Hann er kom- inn út á torg og hreytir ókvæð- isorðum í þá, sem eru honum ekki sammála um gjaldmiðilinn. Kallar þá ógæfu- lega og óskilj- anlega. Og nefnir þá lýðskrumara, sem kalli á mikla skömm og mikla fyrirlitningu. Óheflað orðbragð getur gengið hjá þeim, sem kall- aðir eru álitsgjafar. Venjulega fylgja því þá einhverjar röksemd- ir, sem leiða til þessarar nið- urstöðu. Svo er þó ekki hjá seðla- bankastjóranum. Hann vandist sem forsætisráðherra á órökstutt skítkast. Jónas Kristjánsson jonas.is Óheflaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Ljósmæður gengu að miðl- unartillögu ríkissáttasemjara í gær. Mikill meirihluti þeirra samþykkti og þær eru sáttar. Ljósmæður fá líka þokkalega launahækkun, sem getur ekki talist annað en gott á tímum þar sem algengara er að menn fái launalækkun eða missi vinn- una. En efnahagsþrengingarnar breyta ekki því að þjóðin stóð með ljósmæðrum og ríkisstjórnin bar ekki gæfu til þess að leysa kjaradeiluna. Kvennastéttin sem allir viðurkenna að sinni einu almikilvægasta starfi veraldar þurfti að reiða sig á Ásmund Stefánsson rík- issáttasemjara sem kom með tillöguna. Hann getur verið ánægður með afrekið í lok starfsferils síns. Ljósmæður fagna áfanganum Takmörkuð umræða fæst í fjölmiðlum um hvort Árni Mathiesen fjármálaráðherra sé ánægður. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, vildi ekki ræða við fjölmiðla og ráðherrann lét ekki ná sér heldur. Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður Árna, segir hins vegar liggja í augum uppi að við miðlunartillögur séu báðir aðilar mátulega sáttir. Ljósmæður sýndust mjög sáttar og fögnuðu árangrinum með stæl. Rík- issáttasemjari bakar vöfflur þegar erfiðum kjaradeil- um lýkur. En ljósmæður bættu um betur og mættu með freyðivín. Þótt þær segist enn vatna 10% upp á sambærileg laun og aðrar BHM-stéttir, miðað við menntun. En árangurinn sem þær náðu er mikill. Ekki aðeins í krónum og aurum. Þær njóta líka virð- ingar fyrir baráttu sína fyrir réttlátari kjörum. Öfugt við ríkisstjórnina sem ræður ekkert við óhófleg eft- irlaun sín, né sjálfvirkar kauphækkanir sem ná langt aftur í tímann. Nú hefur vegur ljósmæðra enn vaxið. Þær eru áfram samstiga í baráttunni, sýna ábyrgð og gleðjast yfir þeim árangri sem náðist. Svona liðsheild myndi sóma sér vel í ríkisstjórn. Sjö félög eiga ósamið Nú eiga sjö stéttarfélög ríkisstarfsmanna eftir að semja. Það eru læknar, prófessorar, Sinfóníuhljóm- sveitin, lögreglan, tollverðir, leikstjórar og leikmynda- og búningahönnuðir. Læknarnir hafa þegar lýst því yf- ir að þeir ætli ekki að sætta sig við lakari kjör en ljós- mæður. Eftir árangurslausan fund í gær létu samn- Ljósmæður í ráðherrastólana SKÝRING

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.