24 stundir - 20.09.2008, Qupperneq 13
ingamenn þeirra hafa eftir sér að ríkið væri að ýta
þeim út í aðgerðir. Betra hefði fyrir ríkið að ljúka
samningum við læknana áður en miðlunartillagan
kom fram. Böðvar Jónsson segir að auðvitað hafi allir
samningar áhrif á kröfugerðir og þannig hafi það alltaf
verið. Að öðru leyti telur hann ekki rétt að tjá sig um
samningshorfur vegna þeirra sjö félaga sem eftir eru.
Samningarnir eru allir stuttir og því styttri sem seinna
er samið. Samningar við félög hjá ríkinu renna út um
mánaðamótin mars/apríl, svo ekki eru líkur á að langt
hlé fáist á milli þessarar samningalotu og þeirrar
næstu. Miðað við hljóðið í lögreglumönnum síðustu
daga má búast við mikilli hörku þar, ekki síður en hjá
læknum, en minna hefur heyrst í hinum stéttunum.
Enda er sjálfsagt algjörlega þýðingarlaust hjá búninga-
og leikmyndahönnuðum að hóta verkfalli.
Leiðrétt fyrir nám en ekki kyn
„Þetta eru orðnir svo miklir vinir okkar, samn-
ingamenn ríkisins, að okkur fannst rétt að kveðja þá
fallega,“ segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Félags
ljósmæðra. „Niðurstaðan sem nú fékkst er kannski
leiðrétting fyrir námið en alls ekki fyrir kynið, sá pakki
er alveg eftir. Þess vegna bindum við miklar vonir við
nefndir ríkisstjórnarinnar. Niðurstaðan á að koma á
haustmánuðum. Ríkissáttasemjari kom ekki lengra til
móts við okkur en fjármálaráðherra. Þetta var það
sem hann treysti sér til að leggja fram. Við fögnum því
að þetta er búið. Törnin var löng og ströng, sumarfríin
fóru fyrir lítið. Við erum fyrst og fremst að fagna sam-
stöðunni og einingunni og því að þetta sé búið. Við
höfum lært mikið af þessari baráttu og búum að því í
næstu samningum.“ Guðlaug bendir á að ekkert sé
mikilvægara í heilbrigðiskerfinu en mannauðurinn.
Það fá vonandi allar stéttir viðurkennt.
aBjörg Eva Erlendsdóttir
Árangurinn sem ljós-
mæður náðu er mikill.
Ekki aðeins í krónum og
aurum. Þær njóta líka
virðingar í baráttu sinni
fyrir réttlátari kjörum.
Öfugt við ríkisstjórnina sem ræður
hvorki við óhóflegu eftirlaunin sín
né sjálfvirkar kauphækkanir.
24stundir LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 13
Handarskjálfti getur tíðum leitt
til þess að rangt er slegið inn á
reiknivélum og svo virðist nú farið
þeim aðildarsinnum sem reiknað
hafa út að aldrei hafi fleiri Íslend-
ingar verið hlynntir ESB-aðild en
nú. Ef litið er á tölur á heimasíðu
Samtaka iðnaðarins sést að þetta er
rangt. Fylgið við aðild að ESB náði
meiri hæðum í netbólukreppunni í
byrjun þessarar aldar en rénaði fljótt
um leið og um hægðist á mörkuð-
um.
Þannig töldu 67 prósent þeirra
sem tóku afstöðu í febrúar 2002 að
Ísland ætti að ganga í ESB en nú er
sambærileg tala 60 prósent. Frænd-
ur okkar Svíar gengu í ESB í krafti
einnar atkvæðagreiðslu sem sýndi
meirihlutafylgi við aðild. Bæði fyrir
og eftir þá kosningu hefur meiri-
hlutinn verið andvígur ESB-aðild
þar í landi en úr ESB er engin leið
út.
Skrýtla í skrifræðinu
Í nýjum Lissabonsáttmála er
reyndar ein skrýtla um úrsögn þar
sem gert er ráð fyrir að þjóð megi
ganga úr ESB en verði þá fyrst að
sæta því að vera í gíslingu hinna
ESB-landanna í tvö ár án þess að
ráða nokkru um sín mál eða koma
nokkuð að ákvörðunum innan
sambandsins. Í öllu skrifræði sam-
bandsins er þetta eitt af örfáum
dæmum um skopskyn og enn
fyndnara þegar einhver tekur reglu
sem þessa alvarlega.
En áfram um talnafræðin. Þegar
horft er til sögu Svía og niðurstöður
skoðanakannana á Íslandi síðustu ár
er handarskjálfti ESB-sinna hér
heima ofur skiljanlegur. Reynslan
kennir þeim að meirihlutafylgi við
ESB-aðild er mjög hverfult. Fæstir
hafa skoðað málið til þrautar og fyr-
ir flestum rennur upp önnur mynd
þegar þeir átta sig á að með aðild að
ESB hefur Ísland glatað nýfengnu
fullveldi um alla framtíð. Fullveldi
sem hefur skilað okkur svo fram á
brautina að frá því að vera frum-
stæðust og fátækust allra Evrópu-
ríkja erum við nú þau efnamestu.
Reynsla Norðmanna bendir
raunar til að við kosningar sé þjóð-
leg hollusta og skynsemi mun meiri
en í yfirborðslegum skoðanakönn-
unum. Meirihluti Norðmanna hef-
ur samþykkt ESB-aðild í könnunum
en hafnað hinu sama í kosningum.
En hinu er ekki að neita að ef fjár-
málakreppan dýpkar enn og verð-
bólgan heldur áfram er líklegt að
fylgi við ESB-aðild eigi jafnvel enn
eftir að aukast – áður en það hjaðn-
ar hratt á ný, líkt og gerðist á árinu
2002. Þá gerðist það að fylgi við ESB
féll mjög hratt um mitt ár 2002 og
hefur síðan lónað í 40 prósent allt
fram til ársins 2006 að það fór að
skríða hægt upp undir helming en
sú þróun stöðvaðist í raun og veru
fyrir ári. Munurinn á ágústtölum
Samtaka iðnaðarins nú (48,8%) og
ágústtölunum frá 2007 (47,9%) er
innan skekkjumarka.
Almenningur á að hlýða!
ESB-sinnar eiga ekki langt að
sækja það að vera ónákvæmir á
reiknivélum þegar kemur að skoð-
unum almennings. Hjá sjálfu Bruss-
elvaldinu hefur aldrei tíðkast að far-
ið sé eftir skoðunum almennings –
það er almenningur sem á að fara
eftir skoðunum valdsins. Kosningar
eru til að staðfesta þegar markaða
stefnu og ef almenningur hafnar því
sem fyrir hann er lagt er það vegna
þess að sami almenningur hefur
ekki skilið kosningarnar. Þessu er nú
haldið fram um Lissabonkosningar
Íra.
Frakkar höfðu hafnað sömu til-
lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu með
mjög afgerandi hætti og sama gerðu
Hollendingar. Í stað þess að farið
væri að vilja almennings var nafni á
hinni nýju stjórnarskrá breytt og
hún kölluð Lissabonsamningur.
Síðan sjá þjóðþingin um að keyra
það í gegn sem almenningur hafði
hafnað. Andstaða almennings við
Evrópusamrunann innan ESB-
landanna er orðin áþreifanleg og
feigðarmerki sambandsins flestum
augljós.
Höfundur er alþingismaður.
Reikniskekkjur
skjálfhentra ESB-sinna
VIÐHORF aBjarni Harðarson
Andstaða al-
mennings við
Evrópusam-
runann innan
ESB-land-
anna er orðin
áþreifanleg
og feigðarmerki sam-
bandsins flestum augljós.
Borgarveisla
í haust & vetur
Fullt af frábærum sértilboðum!
www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Allt verð er netverð á mann.
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
Barcelona
Frá kr. 24.900
Flugsæti báðar leiðir m. sköttum
Prag
Frá kr. 24.900
Flugsæti báðar leiðir m. sköttum
Búdapest
Frá kr. 59.990
Flug og gisting
Brottför 23. okt., m.v. gistingu í tvíbýli á
Mercure Duna í 3 nætur.
Kraká
Frá kr. 24.900
Flugsæti báðar leiðir m. sköttum
Róm
Frá kr.19.900
Flugsæti aðra leið m. sköttum,
7. eða 10. okt.
Montreal
Frá kr. 29.990
Flugsæti báðar leið m. sköttum,
2 fyrir 1, 26. sept.
Gisting frá kr. 4.900
Netverð á mann á nótt, m.v. gistingu
í tvíbýli á Travelodge Montreal með
morgunverði. Gisting á Best Western
Ville Marie kr. 5.900 á mann á nótt.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
3
53
95
Fjárlagagerð er vandasamt verkefni þetta árið
vegna óvissu um tekjur og þrengingar í efna-
hagslífi. Kröfur á fjárlaganefnd Alþingis eru
mótsagnakenndar, því krafist er aðhalds-
sparnaðarfjárlaga á sama tíma og ríkið er hvatt
til framkvæmda svo að hjól atvinnulífsins
stöðvist ekki.
Það er ekki öfundsvert að hnoða þessu saman
þegar ríkisstjórnin veit ekkert hvað hún vill
hafa í fjárlögum. Það á bæði að spara og auka
útgjöld, þetta er enn eitt dæmið um hvað rík-
isstjórnin er ráðvillt.
Jakob Kristinsson
http://jakobk.blog.is/blog/jakobk/entry/646721/
BLOGGAÐ UM ÞYNGRI RÓÐUR Í RÍKISREKSTRI
Fjárlög
24stundir 19. september
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur
beva@24stundir.is
Fjárlagagerð er vandasamt verkefni
þetta árið vegna óvissu um tekjur
og þrenginga í efnahagslífi. Kröfur
á fjárlaganefnd Alþingis eru mót-
sagnakenndar, því krafist er að-
halds- sparnaðarfjárlaga á sama
tíma og ríkið er hvatt til fram-
kvæmda svo að hjól atvinnulífsins
stöðvist ekki.
Sjálfvirkar hækkanir víða
„Auðvitað munu breytingar á
tekjum og ýmsar sjálfvirkar hækk-
anir auka umfangið og gera verk-
efnið yfirgripsmeira en það var í
fyrra. Rýna þarf í tölurnar mjög ná-
kvæmlega, vegna óvissu,“ segir
Gunnar Svavarsson, formaður fjár-
laganefndar sem fundar nú dagana
langa,
já l ð k á
á að fjárlögin hafi ekki gert ráð fyrir
honum.“
Svipaður halli fyrri hluta árs
Þyngri róður
í ríkisrekstri
119 ríkisstofnanir fóru meira en 4% fram úr fjárheimildum fyrri
hluta árs Forstöðumenn segja laun hærri og tekjur lægri
Fjárlaganefnd Margar
hugmyndir um verkefni
koma á hennar borð.
100 milljarða króna afgangur
FJÁRLAGAVINNAN
Þessari tilraun með þennan (ó)frjálslynda
flokk fer nú brátt að verða lokið, enda eins
máls flokkur sem hefur ekki tekist að finna
sinn hugmyndafræðilega grunn, hann er að
minnsta kosti ekki frjálslyndur.
Flokkurinn reyndi að skipta „eina málinu
sínu“ úr kvótakerfi í neikvæðni gagnvart út-
lendingum en það tókst ekki því Íslendingar
eru ekki þannig þenkjandi.
Guðjón Arnar er svo sem ágætur og öfgalaus en
hann er líka það eina í flokknum sem er skynsamt. Þegar hann hættir
eða er bolað frá þá er ekkert eftir, enda voru það hans atkvæði á Vest-
fjörðum sem drógu hina inn á þing og þeir eiga allt undir Guðjóni
Arnari.
Það eru í raun einungis 3 stjórnmálaöfl á Íslandi sem eru stjórntæk.
Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkurinn. Vinstri grænir
eru ekki bara óstjórntækir hér á landi heldur í flestum öðrum þjóðþing-
um sem hafa slíkan flokk innanborðs.
Sterkur Framsóknarflokkur er þjóðinni til heilla, það vita flestir sem
hafa kynnt sér söguna og þá skynsamlegu stefnu sem hann rekur fyrir
land og þjóð.
Ritstj. Alfreðs, Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík
http://fufalfred.blog.is/blog/fufalfred/
BLOGGAÐ UM NÝTT AFL MEÐAL FRJÁLSLYNDRA
3 stjórntæk öfl á Íslandi
24stundir 19. september
inga sem fari utan í atvinnuleit fari
til Norðurlandanna og flestir til
Danmerkur. „Langflestir sem koma
hingað koma jafnframt frá Dan-
mörku og eru íslenskir námsmenn
eða fyrrverandi námsmenn, stærsti
hlutinn. Með því að ganga í svo-
kallaðan A-kassa á síðasta náms-
árinu geta þeir fengið lágmarksbæt-
ur að loknu náminu í Danmörku
og þetta hafa Íslendingar notfært
greiddar danskar bætur í allt að 3
mánuði eftir að þeir koma heim.“
Fleiri út þegar vinna er lítil
Að sögn Jóngeirs virðist sem
fjöldi útgefinna vottorða hér hald-
ist í hendur við umfang atvinnu-
leysis. „Við höfum ekki borið þetta
nákvæmlega saman en það má sjá
að árið 1995 fóru 263 út en þá var
atvinnuleysi verulega mikið.
Til að halda bótum sínum í at-vinnuleit í öðru EES-landi þarf
að sækja um svokallað E-303
vottorð hjá Vinnumálastofn-
un.
Fylgja þarf reglum um at-vinnuleysisskráningu í því
landi sem dvalist er í.
„Þetta kemur mér ekkert á óvart.
Ég var að reyna að segja þetta, “
segir Margrét Sverrisdóttir sem
gekk úr Frjálslynda flokknum eftir
varaformannsslag við Magnús Þór
Hafsteinsson fyrir tveimur árum.
Þá sagði Margrét að Nýtt afl væri
að reyna að leggja undir sig Frjáls-
lynda flokksins og það telur hún nú
vera að rætast. Margrét telur skiln-
ing Kristins H. Gunnarssonar
þingflokksformanns sem mið-
stjórnin vill víkja alveg hárréttan.
„Ég skil bara ekki hvernig Guð-
jón Arnar bregst við þegar fram
kemur tillaga á miðstjórnarfundi
sem er ótæk. Sigurjón Þórðarson,
sem íhugar formannsframboð í
Frjálslynda flokknum telur Kristin
fara með rugl og ósannindi. Sjálfur
segist Sigurjón vilja frið og hann
neitar því að hann sé í bandalagi
við Jón Magnússon og Magnús Þór
um að koma formanninum frá.
Kristinn hafi komið sér þannig í
flokknum að hann óttist allar
breytingar. Sigurjón vill frekar sjá
Jón Magnússon í sæti þingflokks-
formans. „Kristinn hangir í Guð-
jóni Arnari eins og bjarghring.“
beva@24stundir.is
Margrét telur sínar spár hafa ræst
Nýtt afl meðal Frjálslynda
Guðjón Arnar
Frjálslyndir Í
ólgusjó.
www.ellingsen.is
TB
W
A\
RE
YK
JA
V
ÍK
\
SÍ
A
Ullarnærfatnaður frá
Devold í miklu úrvali.
Gæðavörur á góðu verði.