24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 24stundir
Síðustu daga hefur staðið yfir
samgönguvika í Reykjavík að
frumkvæði Reykjavíkurborgar og
var fimmtudagurinn til að mynda
helgaður Strætó og strætisvagna-
samgöngum og á föstudeginum
vígði borgarstjóri og samgöngu-
ráðherra nýja forgangsakrein fyrir
strætó, rauða dregilinn. Ennfremur
er vert að minnast á að einnig var
haldin einkar athyglisverð og fram-
sýn ráðstefna – Driving Sustainabi-
lity – um alþjóðlegan vettvang fyrir
orkulausnir í samgöngum. Báðir
þessir atburðir hafa verið okkur hjá
Strætó bs. hvatning til að skoða
vandlega hvort og með hvaða hætti
Strætó bs. geti stigið stór skref fram
á við á sviði umhverfismála með
því að draga stórlega úr losun gróð-
urhúsalofttegunda frá vagnaflota
fyrirtækisins. Í ársbyrjun lögðum
við fram raunhæfar áætlanir um
endurnýjun strætisvagnaflotans
þannig að innan fárra ára væru ein-
göngu í þjónustu Strætó bs. vagnar
sem nota innlenda og vistvæna
orkugjafa. Mörg fyrirtæki og stofn-
anir hafa markað sér stefnu á þessu
sviði og unnið sambærilegar áætl-
anir en framkvæmd þeirra er van-
máttug og fáa bíla er að finna á göt-
um borgarinnar sem knúnir eru
vistvænum orkugjöfum.
Nú er rétti tíminn
Íslendingar hafa ákveðið forskot
á sviði vistvænna orkugjafa en
margar þjóðir munu sigla fram úr
okkur í þeim efnum á allra næstu
árum ef við leggjum ekki meiri
áherslu á þennan málaflokk. Því er
mikilvægt að bæði ríki og sveitar-
félög leggist á eitt við að gera okkur
óháð erlendum orkugjöfum og
framkvæmi metnaðarfulla áætlun
um fullt orkusjálfstæði. Sú athygli
og forysta sem við myndum ná
hefði í för með sér margvíslegan
ávinning, umhverfislegan sem
efnahagslegan. Það er ekki auðvelt
að vera brautryðjandi á þessu sviði,
enda getur það verið bæði kostn-
aðarsamt og flókið að setja af stað
slík verkefni. Engu að síður teljum
við hjá Strætó bs. að nú sé lag til að
hefja metnaðarfullar aðgerðir sem
miða að því að innan nokkurra ára
muni stór hluti strætisvagna á höf-
uðborgarsvæðinu verða knúinn
öðrum orkugjöfum en olíu. Áætl-
anir Strætó bs. hafa hlotið góðar
undirtektir eigenda okkar og ann-
arra hagsmunaaðila enda er stað-
reyndin sú að hinir nýju orkugjafar
eru framleiddir af fyrirtækjum sem
eru að mestu leyti í eigu sömu aðila
er standa að rekstri Strætó bs., þ.e.
sveitarfélaganna. Þannig myndu
þeir sem framleiða og selja orkuna
kaupa eigin framleiðslu.
Samstaða nauðsynleg
Við hvetjum forsvarsmenn sveit-
arfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
til að sýna samstöðu og ná sam-
komulagi við samgöngu-, um-
hverfis- og fjármálaráðuneyti undir
forystu borgarstjóra Reykjavíkur
og forsætisráðherra um að móta og
framkvæma metnaðarfulla áætlun
um orkusjálfstæði. Einstaka stjórn-
málamenn hafa tjáð sig í þessa
veru. Má þar nefna Össur Skarp-
héðinsson iðnaðarráðherra sem
léði máls á þessari þróun í grein í
Fréttablaðinu 7. september sl. þar
sem hann sagði að í iðnaðarráðu-
neytinu væri búið að skilgreina
orkuskipti bílaflotans ásamt inn-
lendri framleiðslu á eldsneyti sem
eitt af meginmarkmiðum ráðu-
neytisins næsta áratuginn. Enn-
fremur Þórunni Sveinbjarnardótt-
ur umhverfisráðherra sem lýsti
þeirri skoðun sinni að til greina
kæmi að ríkið styddi betur við
strætósamgöngur með ýmsum
hætti í Fréttablaðinu þann 13. sept-
ember sl. Að okkar mati má tengja
þær aðgerðir við verkefni af þess-
um toga með því að stuðla að
skjótri endurnýjun vagnaflotans yf-
ir í vistvæn ökutæki með því að
veita sveitarfélögunum skattaíviln-
anir við kaup og rekstur slíkra öku-
tækja. En eins og allar háleitar hug-
myndir krefst verkefni á borð við
þetta þess að allir hlutaðeigandi séu
tilbúnir til að takast á við það, færa
ákveðnar fórnir í upphafi og fjár-
festa í margvíslegum innviðum
sem slík verkefni kalla á. Sem dæmi
má nefna að ef við kysum að notast
við innlent metangas eða vetni
þyrfti að bæta afgreiðslugetu slíkra
orkugjafa fyrir stórnotendur. Enn-
fremur koma upp rafhleðslukerfi á
helstu akstursleiðum ef við kjósum
að knýja vagna okkar með raf-
magni. Jafnframt þarf að kanna
ýmis atriði er snúa að gæðum slíkr-
ar þjónustu sem myndu hvetja til
notkunar á henni. Þetta eru þó
fyrst og fremst tæknileg úrlausn-
arefni sem hægt er að leysa með
góðum vilja. Tækifærin eru fyrir
hendi. Nú ríður á að standa við
stóru orðin og taka fyrstu alvöru
skrefin í átt að orkusjálfstæði Ís-
lands. Þar getur Strætó verið í
framvarðasveit sjálfstæðisbarátt-
unnar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Strætó bs.
Strætó
í framvarðasveit
UMRÆÐAN aReynir Jónsson
En eins og
allar háleitar
hugmyndir
krefst verk-
efni á borð
við þetta
þess að allir
hlutaðeigandi séu til-
búnir til að takast á við
það, færa ákveðnar fórnir
í upphafi og fjárfesta í
margvíslegum innviðum
sem slík verkefni kalla á.
Strætó Íslendingar hafa
ákveðið forskot á sviði
vistvænna orkugjafa.
Frá lokum síðustu þingkosninga
og fram á þennan dag hef ég sann-
færst meir og meir um að ákveðinn
hópur fólks vinnur að því að yf-
irtaka Frjálslynda flokkinn og not-
ar ákaflega ógeðfelld meðöl til þess.
Vinnuaðferðin er á þann veg að
grafa fyrst leynt og svo núna ljóst
undan því fólki sem er í forystu
fyrir flokkinn. Sérstaklega hefur
þingflokksformaðurinn, Kristinn
H. Gunnarsson, fengið það óþveg-
ið. En mörgum er það ljóst núna
að þær ómaklegu árásir á Kristin
sem byrjuðu á fyrsta miðstjórnar-
fundi eftir alþingiskosningar voru í
raun árásir á Guðjón Arnar Krist-
jánsson. Þessi hópur fólks hefur
verið ákaflega hávaðasamur og yf-
irgangssamur á öllum miðstjórnar-
fundum sem undirritaður hefur
verið viðstaddur.
Árásir en ekki pólitík
Margir félagar okkar sem ekki
tilheyra þessum hópi eru sammála
um að frá því að þetta lið „gekk til
liðs“ við Frjálslynda flokkinn er
varla hægt að segja að miðstjórn-
arfundir hafi snúist um pólitík.
Þeir hafa fremur snúist um árásir á
persónu Kristins H. Gunnarssonar
og kröfu þessa fólks um hlutdeild í
völdum og fjárráðum flokksins.
Þegar aðrir gera athugasemdir við
málflutning þessa hóps eða athuga-
semdir við það að hugsanlega sé
ekki verið að fara eftir réttum
fundarsköpum á miðstjórnarfund-
um þá eru þeir hinir sömu á móti
lýðræðinu. Með froðusnakki og
kverúlantaskap er reynt að fæla
fólk frá starfi í flokknum. Ég hef til
dæmis oftar en einu sinni heyrt
miðstjórnarfulltrúa utan af landi
lýsa því að þeir hafi fengið áfall eft-
ir miðstjórnarfund. Þetta fólk er
yfirleitt gamalgróið í flokknum og
hefur samanburð á því þegar mið-
stjórnarfundir voru fundir þar sem
samheldni ríkti og mál voru rædd
af yfirvegun og skynsemi. Er nema
von að fólk spyrji sig að því hvort
það hafi nennu til að standa í þess-
ari vitleysu.
Ráða sínum ráðum
Nú eru miðstjórnarfundir not-
aðir, af þessum hópi, til þess að
ráðast á ákveðna einstaklinga í for-
ystu flokksins, Guðjón Arnar
Kristjánsson, Kristin H. Gunnars-
son, Kolbrúnu Stefánsdóttur og
Magnús Reyni Guðmundsson,
framkvæmdastjóra flokksins.
Framkvæmdastjórann vildi hópur-
inn láta reka og fá einn úr sínum
hópi í starfið. Undirritaður hefur
heldur ekki verið skilinn útundan
og fengið sinn skammt fyrir það
eitt að taka að sér heimasíðu
flokksins. Glæpurinn er sá að þetta
fólk vildi fá einhvern úr sínum
hópi til þess að stjórna heimasíð-
unni. Það hefur vakið athygli mína
að þó þessi hópur sé í sérstöku vin-
fengi við einn ákveðinn alþingis-
mann flokksins sem sækir mið-
stjórnarfundina, þá heldur
þingmaðurinn sig alltaf til hlés eins
og draugur í rykfrakka og fylgist
með. Út á við þykist hann svo ekk-
ert vita. Þó hef ég áreiðanlegar
fréttir af því að hópurinn hittist oft
á veitingastað eftir miðstjórnar-
fundi, og þess á milli, til þess að
ráða ráðum sínum. Eftir síðasta
mistjórnarfund var einni ágætri
konu úr hópnum falið að koma
síðustu atburðum í fjölmiðla. Ekki
er hægt að segja annað en að hún
hafi unnið sitt verk.
Stöndum saman
Ágætu flokksfélagar! Nú þurfum
við að standa saman. Þegar ég lít
yfir farinn veg styrkist ég í þeirri
skoðun að lævíslega sé verið að
reyna að yfirtaka Frjálslynda flokk-
inn. Eftir síðasta miðstjórnarfund
er mér nóg boðið. Héðan í frá áskil
ég mér allan rétt til þess að koma
mínum sjónarmiðum á framfæri
þegar mér finnst augljóst að halli á
sannleikann í málflutningi þessa
hóps sem rær nú öllum árum að
því að grafa undan stöðu núver-
andi forystu Frjálslynda flokksins.
Ég skora á flokksfólk að standa
með núverandi formanni, Guðjóni
Arnar Kristjánssyni.
Ég get ekki stillt mig um að bæta
við að lokum: Lítur nú sennilega
margur maðurinn skömmustulega
í gaupnir sér er hann minnist orða
Margrétar Sverrisdóttur sem hann
trúði ekki.
Höfundur er varamaður í miðstjórn og
formaður Frjálslynda flokksins
í Kópavogi
Yfirtaka á Frjálslynda
flokknum?
UMRÆÐAN aHelgi Helgason
Þegar ég lít
yfir farinn
veg styrkist
ég í þeirri
skoðun að
lævíslega sé
verið að
reyna að yfirtaka Frjáls-
lynda flokkinn.
Frjálslyndi flokkurinn
Á að yfirtaka flokkinn?
Að setjast að í nýju landi er bæði
gefandi og erfitt. Hindranir og
tækifæri haldast hönd í hönd en
flestir landnemar eiga það sameig-
inlegt að þykja aðgengi að upplýs-
ingum oft á tíðum ekki nógu gott.
Greinarhöfundar sitja í ráðgjafa-
hópi Norræna menningarsjóðsins,
Nordisk Kultur Fond, en honum er
ætlað að finna leiðir til að fjölga
innflytjendum í hópi umsækjenda
um menningartengd verkefni.
Sagan hefur sýnt að fáir innflytj-
endur sækja um styrki til Norræna
menningarsjóðsins. Ástæður þess
geta verið margar og margvíslegar.
Lítil þekking á tilvist sjóðsins al-
mennt, lítil þekking á hefð nor-
rænnar samvinnu og skortur á
tengslaneti. Úr þessu vill stjórn
sjóðsins bæta og nú þegar hefur
ráðgjafahópurinn fundað tvisvar
og margt er á döfinni til að ná at-
hygli nýrra Norðurlandabúa.
Umsóknir frá öllu listafólki
En hvað styrkir Norræni menn-
ingarsjóðurinn? Markmið sjóðsins
er að styðja við samnorræn menn-
ingarverkefni og styrkja samband
norrænna þjóða í gegnum menn-
ingu og listir. Verkefni sem sjóð-
urinn styrkir geta bæði farið fram
innan Norðurlandanna og utan
þeirra. Sjóðurinn fagnar umsókn-
um frá öllu listafólki, bæði at-
vinnufólki og áhugafólki. Verkefni
sem sjóðurinn hefur styrkt hafa
verið valin út frá gæðum, aðgengi-
leika og fjölbreytni og verkefnin
hafa verið jafnt hefðbundin og ný-
stárleg. Sjóðurinn hefur líka styrkt
ráðstefnur, tónleika, sýningar, há-
tíðir, nám og rannsóknir. Fleiri
upplýsingar er að finna á:
www.nordiskkulturfond.org.
Á Íslandi eru fjölmargir listrænir
landnemar sem við viljum ná til og
kynna fyrir þeim þann öfluga sjóð
sem Norðurlöndin hafa byggt upp
í þágu menningar og lista. Næst-
komandi mánudag, 22. september,
verður opinn kynningarfundur
klukkan 20 fyrir innflytjendur í Al-
þjóðahúsinu þar sem Norræni
menningarsjóðurinn, Reykjavíkur-
borg, Norræna húsið og mennta-
málaráðuneytið kynna styrki sína.
Ertu með góða hugmynd að menn-
ingartengdu verkefni? Vertu vel-
komin/nn!
Höfundar sitja í ráðgjafahópi Norræna
Menningarsjóðsins fyrir Íslands hönd
The Nordic Culture Fund has an
open meeting for foreigners living in
Iceland to learn more about its
grants and application process. The
meeting is organized in cooperation
with The Nordic House, the Inter-
cultural Centre, Reykjavik’s Depart-
ment of Culture and Tourism and
the Ministry of Education and Cult-
ure. The object of the meeting is to
explain ways to apply for public
grants. The meeting will be in Engl-
ish and Icelandic. The meeting will
take place in Alþjóðahús at Lauga-
vegur 37 on Monday the 22nd of
September at 8 pm.
Styrkir til menningarmála
Grants for Cultural Projects
UMRÆÐAN aEinar SkúlasonOddný Sturludóttir
Markmið
sjóðsins er að
styðja við
samnorræn
menningar-
verkefni og
styrkja sam-
band nor-
rænna þjóða í
gegnum
menningu og listir.