24 stundir - 20.09.2008, Qupperneq 21
24stundir LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 21
Þegar Northern Travel Holding
keypti Sterling á 20 milljarða
króna milli jóla og nýárs árið 2006
voru sex milljarðar króna greiddir
með reiðufé. Afgangurinn var í
formi þess sem þá var kallað í til-
kynningum seljendalán til þriggja
ára. Í síðustu tilkynningu Stoða
vegna málsins er lánið hins vegar
kallað hluthafalán. Í sömu til-
kynningu segir að lánið hafi verið
gert upp, en forstöðumaður sam-
skiptasviðs Stoða, Júlíus Þorfinns-
son, vildi ekki gefa upp hversu
mikið fékkst greitt til baka af lán-
inu. Stoðir/FL Group færðu niður
verðmæti eignarhlutarins í NTH í
lok annars ársfjórðungs og end-
urmat virði lánsins. Ekki hefur
heldur fengist uppgefið hvert end-
urmatið á láninu var. Síðustu
skráðu upplýsingar um ætlað virði
láns og hlutar er að finna í ársupp-
gjöri FL Group þar sem kemur
fram að virði þriðjungshlutarins
og lánsins sé 15,3 milljarðar króna.
Sund fékk ekki lánað
Börsen ræddi síðan við Pál
Magnússon, framkvæmdastjóra
Sunds, í frétt sem birtist 7. maí síð-
astliðinn. Þar segir að Sund hafi
fjárfest í NTH fyrir um 300 millj-
ónir danskra króna í árslok 2006,
eða vel á fjórða milljarð króna að
þávirði. Hluturinn, sem var 22 pró-
sent, var síðan seldur NTH síðla árs
2007. Haft er eftir Páli í Börsen að
Sund hafi grætt á hlutnum en hann
vill ekki segja hversu mikið.
Páll sagði ennfremur að Sund
hefði ekki fengið lán frá FL Group
þegar félagið keypti sig inn í NTH
heldur greitt með eigin peningum.
Seljendalánið sem FL Group veitti
var því ekki til Sunds heldur ann-
ars tveggja hinna eigendanna, FL
Group sjálfs eða Fons.
Seljendalán FL Group til Northern Travel
Sund fékk ekki lánað
Hannes Smárason var
forstjóri FL Group þegar
seljendalánið var veitt.
Northern Travel Holding
(NTH) var stofnað síðla árs 2006.
Félagið er til húsa hjá Iceland Ex-
press. Þrátt fyrir að vera móður-
félag nokkurra flugfélaga/
ferðaskrifstofa og hafa yfirtekið
rekstrarlán og ábyrgðir var ekki
ráðinn starfsmaður til félagsins
fyrr en í lok september 2007, þegar
Þorsteinn Örn Hilmarsson var
ráðinn forstjóri þess. Eigendur fé-
lagsins í upphafi voru Fons (43
prósent), FL Group (35 prósent)
og Sund (22 prósent). Eignir fé-
lagsins eru flugfélögin Iceland Ex-
press (allt hlutafé), Sterling Air
(allt hlutafé), Astraeus (allt
hlutafé) og ferðaskrifstofurnar Tic-
ket Travel Group og Hekla Travel.
Ticket Travel Group
Fons keypti hlut í hinu sænska
Ticket í upphafi árs 2006. Ticket var
á þeim tíma afar skuldsett félag og
afkoma þess hafði verið slök. Í síð-
asta mánuði var tilkynnt um að
Fons hefði keypt tæp 30 prósent í
Ticket af NTH á 700 til 800 millj-
ónir íslenskra króna.
Ticket er eina félagið í NTH-
samsteypunni sem er skráð félag og
upplýsingar um það því aðgengileg-
ar. Samkvæmt heimasíðu félagsins
átti NTH ekki hlut í Ticket í lok júlí
2008. Landsbanki Íslands hf. og
Kaupþing Lúxemborg voru hins
vegar skráðir eigendur um þriðj-
ungs hlutafjár í félaginu. Í upphafi
árs 2006 þegar Fons keypti í félag-
inu var gengi þess um 18,5 sænskar
krónur á hlut. Það hélst nokkuð
stöðugt næstu ár og var 16,7 í byrj-
un árs 2008. Gengi félagsins hefur
hins vegar hríðfallið það sem af er
ári og var 7,2 í gær.
Félagið hefur þó skilað rekstr-
arhagnaði á síðustu árum. Árið
2007 var til að mynda besta ár í
sögu félagsins og þá skilaði það 37,7
milljónum sænskra króna í hagnað,
eða rúmum hálfum milljarði króna.
Töluverður samdráttur varð á fyrri
hluta ársins 2008 en Ticket skilaði
þó hagnaði upp
á 1,9 millj-
ónir sænskra
króna, eða um
26 milljónum íslenskra
króna.
Iceland Express
Félagið var stofnað árið 2002 og
fyrsta flug á vegum þess var farið í
lok febrúar 2003. Þá flaug félagið
til London og Kaupmannahafnar.
Eigendur Fons keyptu félagið árið
2004 af stofnendum þess á fimm-
tán milljónir króna eftir að stofn-
endurnir höfðu verið í miklum
rekstrarerfiðleikum. Umsvif fé-
lagins hafa vaxið jafnt og þétt og
sumarið 2008 voru áfangastaðir
þess fjórtán talsins, allir í Evrópu.
Iceland Express leigir þær vélar
sem félagið er með í rekstri.
Sterling Air
Félagið var stofnað 1962 og var
þá í leiguflugi. Félagið varð gjald-
þrota árið 1993 en var endurreist
ári síðar. Þá var fraktflugi bætt við
reksturinn. Stjórnendur félagsins
keyptu síðan Sterling árið 1995 og
ári síðar keypti dótturfélag norska
fyrirtækisins Fred Olsen 90 pró-
sent hlutafjár þess. Það félag átti
orðið allt hlutafé Sterling þegar af-
skipti Íslendinga af því hófust á
vordögum 2005. Samkvæmt
heimasíðu félagsins rekur Sterling
alls 26 þotur.
Astraeus Limited
Astraeus er breskt flugfélag sem
var stofnað árið 2002 af starfs-
mönnum British World Airlines
sem hafði lagt niður starfsemi í des-
ember
2001,
og
Aber- deen
Asset Manage-
ment International Investment
Group. 30. október 2006 keypti
Fons 51 prósent í félaginu. Iceland
Express hefur notað vélar frá Astra-
eus-flotanum. Í október 2007 yf-
irtók Fons allt hlutafé í félaginu.
Fyrr á þessu ári breytti Aestreus
viðskiptamódeli sínu og hætti áætl-
unar- og leiguflugi og einbeitti sér
að því að sjá öðrum flugfélögum
fyrir vélum. Höfuðstöðvar félagsins
eru á Gatwick-flugvelli í London.
Samkvæmt upplýsingum frá
flugmálayfirvöldum í Bretlandi á
félagið í dag níu flugvélar, þar af
tvær sem eru notaðar í flug Iceland
Express.
Hekla Travel
Fons keypti dönsku ferðaskrif-
stofuna Hekla Rejser á fyrri hluta
ársins 2006. Kaupverðið var ekki
gefið upp. Fyrirtækið er með höf-
uðstöðvar í Kaupmannahöfn og
einbeitir sér meðal annars að
markaðssetningu ferða til Íslands,
Írlands og Kýpurs.
Northern Travel Holding
Bankar áttu í Ticket
1. júlí 2005 samþykkti Fons að
kaupa rekstur danska flugfélags-
ins Maersk Air og sameina það
Sterling. Í tilkynningu vegna
kaupanna kom ekki fram hvert
kaupverðið hafði verið en Almar
Örn Hilmarsson, forstjóri Sterl-
ing, sagði í fjölmiðlum að reiknað
væri með hagnaði á rekstri hins
sameinaða félags ári síðar. Þotur
Maersk fylgdu ekki með í kaup-
unum en samkomulag var gert
um að Sterling myndi leigja þær
af seljandanum, A.P. Möller Ma-
ersk Group. Pálmi Haraldsson
sagði við Morgunblaðið við þetta
tækifæri að yfirtakan hefði verið
fjármögnuð með eigin fé Fons.
Verðmiðinn sagður ein króna
Viku síðar sagði Viðskiptablað-
ið frá því að heimildarmenn þess
segðu Maersk hafa verið keypt á
eina danska krónu. Pálmi hefur
ætíð neitað því að hafa ekki greitt
fyrir Maersk en hefur ekki viljað
segja hversu mikið var greitt.
Börsen bætti því við skömmu
síðar að fráfarandi eigendur Ma-
ersk Air yrðu að leggja um 3,5
milljarða íslenskra króna til fé-
lagsins til að bæta eiginfjárstöð-
una áður en Fons tæki við flug-
félaginu. Í frétt Börsen kom fram
að rekstur Maersk hefði kostað
fyrri eigendur félagsins um 35
milljarða frá aldamótum og þeir
því áfjáðir í að losna við rekst-
urinn.
FL Group vill sameinað félag
Formlega var síðan gengið frá
samruna Maersk Air og Sterling
13. september 2005. Daginn eftir
birtu fjölmiðlar af því fregnir að
FL Group, sem þá átti Icelandair,
vildi kaupa Sterling. Nokkrum
dögum síðar voru birtar afkomu-
tölur Maersk fyrir árið 2005 og
voru þær mun verri en tilkynnt
hafði verið um í upphafi.
Samkvæmt Morgunblaðinu
höfðu spár gert ráð fyrir því að
taprekstur fyrir árið 2005 í heild
yrði tveir milljarðar króna, eða
200 milljónir danskar krónur.
Samruni Maersk og Sterling
Kaupverð ekki gefið upp