24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 24stundir
RÝNIR
frettir@24stundir.is a
Því yngri sem menn eru þegar þeir kaupa
kynlífsþjónustu í fyrsta sinn, þeim mun
meiri hætta er á að þeir verði fastakúnnar þegar
þeir verða eldri.
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@24stundir.is
Rúmlega fimmti hver strákur á
aldrinum 15 til 19 ára í Dan-
mörku hefur hugleitt að fara til
vændiskonu, að því er ný könnun
á vegum danskra yfirvalda sýnir.
„Þetta var eins og að hringja og
panta pitsu,“ segir S¢ren Westh í
viðtali við fréttavef metroXpress.
Hann var 18 ára þegar hann
pantaði tíma hjá lúxusmellu í
fyrsta sinn. Nú er hann 24 ára og
hefur keypt sér kynlífsþjónustu
fimm til sex sinnum.
Ekkert athugavert við kaupin
S¢ren þykir ekkert athugavert
við slík kaup og þeir eru fleiri
sem eru sömu skoðunar, sam-
kvæmt nýrri könnun á vegum
ráðuneytis velferðarmála í Dan-
mörku.
Rétt rúmlega helmingi stráka
sem þátt tóku í könnuninni þykir
það vera í lagi að fara til vænd-
iskonu en 19 prósent stelpna eru
þeirrar skoðunar. Alls eru 37 pró-
sent stráka og 10 prósent stelpna
þeirrar skoðunar að í lagi sé að
stelpur fái greitt fyrir eða þiggi
gjafir fyrir munnmök.
Herferð yfirvalda
Ráðuneyti velferðarmála hefur
nú hrundið af stað herferð gegn
viðskiptum ungra manna við
vændiskonur. „Það vekur athygli
hversu margir íhuga að kaupa
kynlífsþjónustu. Við ætlum að ná
til þeirra á unga aldri. Því yngri
sem menn eru þegar þeir kaupa
kynlífsþjónustu í fyrsta sinn,
þeim mun meiri hætta er á að
þeir verði fastakúnnar þegar þeir
verða eldri,“ segir ráðherrann
Karen Jespersen.
Segja bann árangursríkara
Í herferðinni er bent á nið-
urstöður margra rannsókna sem
sýna að meirihluti vændiskvenna
hefur í bernsku búið við ofbeldi,
kynferðislegt ofbeldi og annað
harðræði. Þessar staðreyndir eiga
að fá unga karla til þess að fletta
framhjá síðum með kynlífsaug-
lýsingum í dagblöðum. Jafnframt
er bent á niðurstöður kannana
sem sýna að 78 prósent stelpna
geta ekki hugsað sér að vera með
strák sem hefur farið til vænd-
iskonu.
Ýmsir sérfræðingar hafa dregið
í efa áhrifamátt herferðarinnar og
segja að stjórnmálamenn eigi að
ná samkomulagi um bann við
kaupum á kynlífsþjónustu.
Gríðarleg fjölgun
Erlendum vændiskonum í
Kaupmannahöfn hefur fjölgað
gríðarlega á undanförnum árum,
að því er tölur frá Hreiðrinu, at-
hvarfi fyrir vændiskonur í Kaup-
mannahöfn, sýna. Á fyrri helm-
ingi þessa árs hafa verið skráðar í
Hreiðrinu heimsóknir 3000 er-
lendra kvenna en það eru 44 pró-
sent allra heimsókna á tíma-
bilinu, að því er greint er frá í
dönskum fjölmiðlum. Árið 2006
voru erlendar konur 18 prósent
þeirra sem leituðu til athvarfsins.
Í meirihluta í fangelsum
Erlendum konum í fangelsum
hefur einnig fjölgað. Nær helm-
ingur kvennanna sem sátu í upp-
hafi þessa mánaðar í gæsluvarð-
haldi í Vestra fangelsinu í
Kaupmannahöfn, eða alls 13
konur, kom frá Austur-Evrópu,
einkum Rúmeníu, Póllandi og
Slóvakíu. Hinar konurnar voru
frá Danmörku, Svíþjóð og Víet-
nam.
Yfirfangavörðurinn, Thomas
Fredh¢j, segir í viðtali við Krist-
eligt Dagblad að konum frá Aust-
ur-Evrópu hafi fjölgað stöðugt í
fangelsinu undanfarin fimm til
sex ár og séu nú að staðaldri í
meirihluta á kvennadeildinni.
Stunda vændi á vöktum
Fjöldi austurevrópskra kvenna
í Vestra fangelsinu í Kaupmanna-
höfn er talinn vera vegna skyndi-
leitar lögreglu í vændishúsum eða
vegna stuttra fangelsisdóma fyrir
þjófnað. Þegar gæsluvarðhaldinu
lýkur enda þær aftur á götunni.
„Maður þarf ekki annað en að
líta út um gluggann til að sjá að á
undanförnum árum hefur vænd-
iskonum frá Austur-Evrópu
fjölgað mikið. Það er urmull af
þeim, einkum frá Rúmeníu, og
þær vinna á þrískiptum vöktum
allan sólarhringinn. Á meðan
landamærin eru opin og ekki eru
lög í Danmörku gegn vændi mun
þessi þróun halda áfram,“ segir
Henrik Orye, yfirmaður þeirrar
deildar lögreglunnar sem fylgist
með vændi.
Arðvænlegur markaður
Doriz Otzen, forstöðukona
Hreiðursins, er einnig þeirrar
skoðunar að erlendum konum,
sem selja kynlífsþjónustu, muni
halda áfram að fjölga í Dan-
mörku. Hún segir landið arð-
vænlegan markað fyrir hór-
mangara vegna laga um
vændiskaup í Svíþjóð, í Finnlandi
og í Noregi. Frá og með 1. októ-
ber næstkomandi verður bannað
að kaupa vændi í Noregi en slíkt
bann hefur verið í gildi í Svíþjóð
frá árinu 1999. Í Finnlandi hefur
verið refsivert að kaupa vændi frá
2006.
Ruslakista kynlífsþjónust-
unnar
„Þegar nágrannar okkar þrýsta
með þessum hætti á þá sem
standa á bak við vændið og við-
skiptavinina er augljóst að þeir
fara að líta í kringum sig eftir
arðvænlegri markaði. Þess vegna
er ástæða til að óttast að innan
fárra ára verði Danmörk rusla-
kista kynlífsþjónustunnar á
Norðurlöndum,“ hefur Kristeligt
Dagblad eftir forstöðukonunni.
Hjá hinu opinbera, sem á
hverju ári reynir að reikna út
hversu margar konur stunda
vændi og hvernig högum þeirra
er háttað, er bent á að erlendar
vændiskonur séu ekki bara úti á
götum stórborga, heldur starfi
þær einnig á nuddstofum um
landið.
Svelta sig fyrir kúnnana
Rannsóknir danskra yfirvalda á
vændiskonum sem komið hafa
frá Taílandi til Kaupmannahafnar
hafa leitt í ljós að þær svelta sig
til þess að ganga í augun á þeim
viðskiptavinum sem vilja litlar og
grannar stúlkur. Margar
kvennanna eru þess vegna van-
nærðar. Þær borða bara einu
sinni á sólarhring og taka megr-
unarpillur og lyf til að halda sér
grönnum, að því er greint var frá
í Jyllands-Posten í fyrra.
Þetta var eins og
að panta pitsu
Meirihluta danskra stráka þykir í lagi að fara til vændiskonu
Gríðarleg fjölgun erlendra vændiskvenna í Danmörku
➤ Yfirvöld í Kaupmannahöfntelja að þar starfi rúmlega
2000 vændiskonur.
➤ Talið er að í allri Danmörkuséu vændiskonurnar að
minnsta kosti 5.500 og að um
helmingur þeirra sé erlendar
vændiskonur.
➤ Víst þykir að margar erlenduvændiskvennanna séu fórn-
arlömb mansals.
➤ Skiptar skoðanir eru meðalstjórnmálamanna um hvort
banna skuli kaup á kynlífs-
þjónustu.
VÆNDI Í DANMÖRKU
Vændiskonur Erlendar
vændiskonur vinna á
vöktum, að sögn dönsku
lögreglunnar.
a
Það er urmull af
þeim, einkum frá
Rúmeníu, og þær vinna á
þrískiptum vöktum allan
sólarhringinn.
Ungar rúmenskar stúlkur, sem
seldar hafa verið til kynlífsþjón-
ustu erlendis, eru farnar að snúa
heim. Sumar þeirra, allt niður í
13 ára, hafa fengið skjól á end-
urhæfingarheimilinu Reaching
Out.
Samkvæmt opinberum tölum
voru 415 rúmenskar konur seldar
til kynlífsþjónustu á síðasta ári.
Forsvarsmenn athvarfa fyrir kon-
ur, þaðan sem stúlkum sem hafa
leitað skjóls er meira að segja
rænt, segja raunverulegan fjölda
kvenna sem seldar eru frá Rúm-
eníu á hverju ári miklu meiri. Þeir
segja jafnframt að fórnarlömbun-
um hafi fjölgað eftir að Rúmenía
gekk í Evrópusambandið 1. jan-
úar 2007, að því er greint er frá á
fréttavef Kristeligt Dagblad í
Danmörku.
Auðveld fórnarlömb
Konurnar koma yfirleitt frá fá-
tækum, sundruðum fjölskyldum
þar sem ofbeldi er daglegt brauð.
Skólaganga þeirra hefur verið
stutt. Með þennan bakgrunn eru
þær auðveld fórnarlömb þeirra
sem bjóða þeim gull og græna
skóga í útlöndum.
Þeim eru til dæmis boðin störf
sem þjónar eða herbergisþernur
en fljótlega kemur í ljós að þær
eiga hvorki að bera fram mat né
búa um rúm. Þær eiga að borga
farseðilinn til útlanda með kyn-
lífsþjónustu. Geri þær ekki eins
og hórmangararnir vilja eru þær
beittar andlegu og líkamlegu of-
beldi.
Björgun úr óvæntri átt
Björgunaraðgerðirnar geta
komið úr óvæntri átt. Í sumum
tilfellum frá viðskiptavini sem
þær hafa trúað fyrir raunum sín-
um.
Þess vegna setur forstöðukona
athvarfsins Reaching Out spurn-
ingarmerki við ágæti þess að refsa
viðskiptavinunum.
Hættulegt að hjálpa
„Það er hættulegt að hjálpa
konu við að flýja. Þeir sem stunda
mansal eru engin lömb að leika
sér við. En þurfi viðskiptavinirnir
jafnframt að óttast refsingar yf-
irvalda munu fáir tilkynna um
mansal eða reyna að hjálpa fórn-
arlömbunum,“ segir Ianata
Matais í viðtali við Kristeligt Dag-
blad.
Samkvæmt dönskum reglum
er hægt að vísa erlendum vænd-
iskonum strax úr landi. Velji þær
að aðstoða yfirvöld við rannsókn
á þeim sem smygluðu þeim inn í
landið fá þær dvalarleyfi í 100
daga. Sumir stjórnmálamenn eru
þeirrar skoðunar að þær eigi að fá
dvalarleyfi til framtíðar í Dan-
mörku.
ingibjorg@24stundir.is
Hundruð rúmenskra stúlkna árlega seld úr landi
Fórnarlömbin frá 13 ára
Bjargað Þessar stúlkur eru meðal
þeirra sem hefur verið bjargað.