24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 27ATVINNAstundir Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is Norðurál er eftirsóttur vinnustaður. Starfsmenn eru á fimmta hundrað talsins, verkefnin margvísleg og störfin fjölþætt. Hjá fyrirtækinu starfa m.a. verkfræðingar, tæknifræðingar, viðskiptafræðingar, sálfræðingar, efnafræðingar, eðlisfræðingar, líffræðingar, tölvunarfræðingar, rafvirkjar, vélvirkjar, vélstjórar & rafsuðumenn, auk ófaglærða starfsmanna sem öðlast dýrmæta sérhæfingu við störf sín og nám hjá fyrirtækinu. Verksvið og ábyrgð Umsjón með rekstrartengdum verkefnum varðandi viðhald og endurbætur á vélbúnaði og framleiðslukerfum álversins. Einnig verkefnastjórnun stærri nýverkefna, gerð framkvæmda- og fjárhagsáætlana auk samskipta við verktaka og framleiðendur búnaðar. Hvaða kröfur gerum við? Við leitum að vélaverkfræðingi með nokkurra ára starfsreynslu, helst að viðkomandi hafi starfað í iðnaðarumhverfi. Aðrar hæfniskröfur: l Metnaður l Góð samskipta- og samstarfshæfni l Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum l Góð enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli Nánari upplýsingar veita Óskar Jónsson, framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs og Rakel Heiðmarsdóttir framkvæmdastjóri starfsmannasviðs í síma 430-1000. Hvernig sækir þú um? Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir 6. október n.k. Þú getur sótt um á vef fyrir- tækisins, www.nordural.is, sent umsókn þína á netfangið umsokn@nordual.is eða póstlagt umsóknina merkta: Vélaverkfræðingur. Jafnrétti Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna til starfa hjá Norðuráli. Trúnaður Við förum með umsókn þína sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Við óskum að ráða vélaverkfræðing til starfa hjá Norðuráli á Grundartanga Vélaverkfræðingur Bílamálari óskast ! Bílasprautun Sævars óskar eftir að ráða bílamálara. Uppl í síma: 568 9620 eða 897 3041 Auglýsingasíminn er 510 3728 og 510 3726 Margir leita sér hjálpar ráðn- ingarskrifstofa þegar þeir leita eft- ir starfi. HH Ráðgjöf er ráðning- arþjónusta sem þjónustar atvinnurekendur með að finna starfsfólk og fólk í atvinnuleit. Hulda Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri HH Ráðgjafar, segir ívið fleiri umsóknir í ár en á sama tíma í fyrra en þó ríki betra jafn- vægi milli framboðs og eftir- spurnar á atvinnumarkaðnum. „Nú er t.d. auðveldara að manna viss störf sem áður gekk illa að fá fólk í,“ segir hún. Um það hvort ákveðnir hópar leiti frekar til þeirra en aðrir, þá miðað við kyn, aldur og menntun, segir Hulda þau fá alla flóruna. „Þetta er nokkurn veginn í samræmi við framboðið á atvinnumarkaðn- um.“ Hulda segir það mjög misjafnt um hversu langan biðtíma sé yf- irleitt að ræða. „Það veltur mjög mikið á umsækjandanum og hversu virkur hann er í atvinnu- leitinni.“ HH Ráðgjöf er með mörg þúsund umsækjendur á skrá, töluverður hluti þeirra er í starfi og hefur hug á að skipta um starf en aðrir eru án atvinnu. Þjónusta HH Ráðgjafar er m.a. fólgin í því að vinna úr umsókn- um, leita að kandidötum í gagna- grunni, taka forviðtöl, afla með- mæla og velja þá einstaklinga sem best uppfylla hæfniskröfur og ósk- ir atvinnurekanda. Í heildina segir hún ástandið á atvinnumarkaðn- um gott enn sem komið er enda ekki nema 1,2% atvinnuleysi í ágúst á þessu ári samkvæmt töl- um Vinnumálastofnunar. Atvinnumiðlanir geta létt fólki atvinnuleitina Ráðgjöf og vinnumiðlun Hulda Helgadóttir Í heildina er ástandið á atvinnumarkaðnum gott enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.