24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 31
Eftir Kristjönu Guðbrandsd.
dista@24stundir.is
Sveinn segist hafa tekið ákvörðun
um að læra leiklist eftir að hafa
farið með veggjum Háskóla Ís-
lands í nokkur ár þar sem hann
nam íslensku og heimspeki.
„Ég hætti í háskólanáminu á
endasprettinum eða þegar ég var
að skrifa lokaritgerðina mína sem
átti að vera um Snorra Hjartarson
ljóðskáld. Við ritgerðarsmíðina
fann ég heimild; Þögnin er eins og
þaninn strengur, eftir Pál Valsson.
Það var eiginlega allt í þessari bók
sem ég vildi skrifa í þessari ritgerð
þannig að ég hætti bara að skrifa
ritgerðina.“
Sveinn segist ekki hafa séð eftir
ákvörðun sinni um að læra leiklist
og hefur fengið mörg spennandi
hlutverk síðustu ár. Fyrir eitt
þeirra, hlutverk Eddies í Fool for
Love, fékk Sveinn tilnefningu til
Grímunnar fyrir bestan leik í að-
alhlutverki. Verkið er nú í sýningu
á fjölum Leikfélags Akureyrar.
Í vetur mun Sveinn Ólafur
Gunnarsson fara lipurlega með
hlutverk Óþellós í uppfærslu
Leikhússins Láka á verkinu í
parkour-stíl. Lipurlega í bókstaf-
legri merkingu, því uppfærsla
leikhússins reynir verulega á fimi,
lipurð og úthald þeirra leikara
sem verða í sýningunni. Sveinn
telur ekki eftir sér að fara í helj-
arstökk og fara með texta Sha-
kespears í loftköstum og segist
líklega verða sannkallaður Spi-
derman Óþelló. „Ég leyni á mér,“
segir Sveinn. „Þess utan hef ég
verið að leika í Hamrinum, saka-
málaseríu í leikstjórn Reynis
Lyngdals, unnið með Guðmundi
Inga í Útvarpsleikhúsinu og vinn
að leikriti mínu Syni guðs sem fer
vonandi á svið í vetur.“
Spiderman-Óþelló
Sveinn er stór vexti en seg-
ist þó vera ótrúlega lipur.
Hvaða vefsíður birtast þegar nafnið þitt er gúglað á netinu?
Sveinn Ólafur
Gunnarsson leikari
STARF: Leikari.
FÆÐINGARDAGUR: 6. janúar 1976.
MENNTUN: Nám í íslensku og
heimspeki í Háskóla Íslands og BA-
gráða í leiklist árið 2006 frá
Listaháskóla Íslands.
HJÚSKAPARSTAÐA: Í sambúð með
Jóhönnu Helgu Þorkelsdóttur
myndlistarkonu.
HNOTSKURNHávaxinn og glæsilegur
leikari, ljóðskáld og leik-
ritahöfundur, fimur og
mun fara í heljarstökk
meðan hann fer með lín-
ur Óþellós í vetur. Ým-
islegt kemur í ljós þegar
rýnt er í netsíður þar sem
nafn Sveins Ólafs Gunn-
arssonar leikara kemur
upp.
24stundir LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 31
SVEINN ÓLAGUR GUNNARSS0N
http://www.ljod.is/viewpo-
em.php?iPoemID=21428&sSe-
arch=authors
Ást
Á netsíðunni ljod.is má finna fjölda
ljóða eftir Svein. Hér til hliðar er birt eitt þeirra sem hann hefur nefnt Ást.
Sveinn segist ávallt hafa skrifað meðfram öðrum verkefnum og ætli sér að
halda áfram að vaxa í hlutverki höfundarins og skáldsins.
KOMMENT:
Ég hef samið ljóð og smásögur síðan ég var lítill strákur og geri enn. Ég hef að
auki áhuga á leikritun og hef samið nokkur leikverk til uppfærslu. Nú er ég
með verk í vinnslu sem ég kalla Sonur guðs. Vonandi fer það upp á svið í vet-
ur.
Ljóð eftir Svein á ljóð.is
Semur ljóð og
sögur
http://www.othelloparkour.blogs-
pot.com/
Liðugur leikhópur
Á netsíðu Leikhússins Láka má líta
leikhópinn sem tekur þátt í upp-
færslu leikhússins á Óþelló í vetur. Þar fara fremst Sveinn og Álfrún Örn-
ólfsdóttir sem munu fara með hlutverk Óþelló og Desdemónu.
KOMMENT:
Þetta er laglegur hópur sem kemur að sýningunni og spennandi verkefni.
Gríðarlega krefjandi þar sem verkið er í parkour-stíl sem krefst mikillar fimi.
Ætli ég verði ekki nokkurs konar Spiderman Óþelló. Ég er ágætur í svona,
þótt ég svo svolítið lufsulegur á velli þá leyni ég á mér.
Lunkinn í áhættuatriðum
Spiderman
Óþelló
http://silfurtunglid.blog.is/blog/
silfurtunglid/entry/43926
Glæsilegur á sviði
Á síðunni silfurtunglid.blog.is er
birt gagnrýni Silju Aðalsteinsdóttur um verkið Fool for Love þar sem hún
lýsir Sveini á eftirfarandi máta: „Sveinn Ólafur er sérlega glæsilegur á
sviði, hávaxinn og flottur, og sniðinn fyrir hlutverk Eddies að öllu leyti.“
KOMMENT:
Ég veit ekki hvað ég á að segja, en þetta er auðvitað mjög gleðilegt. Getur
maður beðið um betri gagnrýni en þetta? Ég held ekki!
Þykir glæsimenni á sviði
Hávaxinn og
flottur
http://griman.is/index.php?op-
tion=com_con-
tent&task=view&id=337&Itemid=1
Gagnrýnendur héldu ekki vatni
Sveinn Ólafur sló í gegn í uppsetn-
ingu Silfurtunglsins á verkinu Fool for Love. Gagnrýnendur fóru fögrum
orðum um frammistöðu hans í verkinu og fyrir hana hlaut hann tilnefn-
ingu til Grímunnar.
KOMMENT:
Ég frétti aðeins fyrr af tilnefningunni og var yfir mig ánægður. Ég þurfti að
halda henni leyndri. Mér leið eins og ég væri óléttur og gat varla á mér setið
að segja frá fréttunum. Ég var í stórkostlegum hópi manna í verkinu Fool for
Love.
Sló í gegn í Fool for Love
Tilnefning til
Grímunnar
Netið býður upp á ótal möguleika og með lítill fyrirhöfn má draga upp
ófullkomið ættartré með aðstoð Íslendingabókar.
Guðmundur Guðmundsson
Fæddur 1797
Guðmundur Guðm.
1767-1825
Guðrún Bjarnadóttir
Fædd 1757
Guðríður Guðmundsdóttir
Fædd 1836
Guðrún Lilja Finnbogadóttir
Fædd 1866
Finnbogi Dalmann Laxdal Sigurðsson
1901-1988
Kolbrún Finnbogadóttir
1938-1994
Sveinn Ólafur Gunnarsson
Fæddur 1976
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Sveinn Ólafur er sérlega glæsilegur á
sviði, hávaxinn og flottur, og sniðinn
fyrir hlutverk Eddies að öllu leyti.
gúglið