24 stundir - 20.09.2008, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 24stundir
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Laugardagur 20. september 2008
Alma og Bóas hanna fyrir
sig og hjálpa líka öðrum.
» Meira í Morgunblaðinu
Framkvæmdafólk
Útlendingar eru duglegri
að versla á Íslandi en
Íslendingar í útlöndum.
» Meira í Morgunblaðinu
Nú er verslað hér
Myndaröð Ragnars
Axelssonar birt í heild með
athugasemdum lesenda.
» Meira í Morgunblaðinu
Öll röðin í Lesbók
Fjögurra síðna aukablað
um kvennahandboltann.
» Meira í Morgunblaðinu
Kvennaboltinn
Hvaða áhrif hafa
aðgerðir stjórnvalda og
seðlabanka á hinn
almenna borgara?
» Meira í Morgunblaðinu
Viðskipti
Safnast í sarpinn
„Ég veit ekki hvort þetta er góð-
ur þverskurður af því sem ég hef
verið að gera. Ég hef nú alltaf verið
dálítill dugnaðarforkur og það
safnast í sarpinn,“ segir Atli Heimir
um tónleikaröðina.
Veislan hefst í Þjóðleikhúsinu kl.
16 á sunnudag þar sem flutt verða
brot úr leikhúsperlum tónskálds-
ins. Um kvöldið verða hátíðartón-
leikar í Salnum þar sem kammer-
tónlist, rapp og kórtónlist eru á
dagskrá.
Ný fiðlusónata eftir Atla Heimi
verður frumflutt á tónleikum á
Kjarvalsstöðum á mánudagskvöld
auk þess sem flautusónata hans er á
dagskránni.
Hugleiðslutónlist Sigur Rósar
Glæný einsöngslög og íhugul
einleiksverk hljóma síðan í Lista-
safni Íslands á þriðjudagskvöld.
„Þessi einleiksverk eru öll svolítið
innhverf, eins konar hugleiðslu-
tónlist. Kannski getur öll hæg og
veik tónlist flokkast undir það. Ég
býst við að tónlist Sigur Rósar sé
ekki langt frá því að teljast hug-
leiðslutónlist, eða hvað?“
Undanfarin ár hefur Atli Heimir
aðallega verið að semja sinfóníur
og verður sú nýjasta frumflutt
snemma á næsta ári. „Það tekur
svolítinn tíma að setja saman eina
sinfóníu og þær eru yfirleitt langar
hjá mér. Ég veit ekki af hverju. En
það gerir ekkert til. Þær verða bara
að vera svona hafi maður eitthvað
að segja.“
Fjölbreytt höf-
undarverk Boðið
verður upp á allt frá
íhugulum einleiks-
verkum til leik-
hústónlistar.
Tónleikaröð í tilefni sjötugsafmælis Atla Heimis Sveinssonar
Hef alltaf verið
dugnaðarforkur
Vinir Atla Heimis Sveins-
sonar tónskálds fagna
sjötugsafmæli hans með
tónleikaröð þar sem stikl-
að er á stóru í miklu og
fjölbreyttu höfundar-
verki tónskáldsins.
➤ Meðal þeirra sem koma fram ítónleikaröðinni eru leikarar
úr Þjóðleikhúsinu, Víkingur
Heiðar Ólafsson, Bergþór
Pálsson, Una Sveinbjarnar-
dóttir og Áshildur Haralds-
dóttir.
TÓNLEIKARÖÐIN
Hin heimskunna sópransöng-
kona Inesa Galante kemur fram
ásamt Jónasi Ingimundarsyni í
Salnum í Kópavogi í dag. Á efnis-
skrá er Ave María eftir Caccini og
söngvar eftir Stradella, Händel,
Tsjaikovskíj og Rachmaninoff og
glæsilegar sópranaríur úr þekktum
óperum meftir Catalany, Puccini
og Verdi.
Tónleikarnir marka upphaf
nýrrar tónleikaraðar innan Tíbrár-
tónleikaraðarinnar sem hlotið hef-
ur heitið Töfrar í Tíbrá. Tónleik-
arnir verða alls tíu talsins og fara
fram síðdegis á laugardögum. Sér-
staklega verður vandað til tónleika-
haldsins en hálftíma áður en tón-
leikarnir hefjast eru gestir boðnir
velkomnir með fordrykk og kynn-
ingu.
ej
Galante í Salnum
Heimskunn sópransöngkona
Söngkonan fræga Inesa Galante
syngur í Salnum í dag.
24stundir/G. Rúnar
Sjónþing um víd-
eólistakonuna
Steinu Vasulka
fer fram í Menn-
ingarmiðstöðinni
Gerðubergi
sunnudaginn 21.
september kl.
13.30. Í tengslum
við sjónþingið verður opnuð yf-
irlitssýning á verkum hennar.
Verkin eru frá ýmsum tímabilum
á listferli Steinu og meðal annars
er sýnd innsetningin Geomania
frá árinu 1987.
Sjónþingið stendur frá kl. 13.30
til 16. Stjórnandi er Þorbjörg Br.
Gunnarsdóttir, sýningarstjóri en
spyrlar eru Halldór Björn Run-
ólfsson, safnstjóri Listasafns Ís-
lands, og Margrét Elísabet Ólafs-
dóttir fagurfræðingur.
Sýningin stendur til 2. nóvember
og er opin virka daga kl. 11-17 og
um helgar kl. 13-16. Aðgangur er
ókeypis.
ej
Sjónþing um
Steinu Vasulka
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is menning
24stundir/G. Rúnar
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
Atli Heimir Sveinsson tónskáld
fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnu-
dag og af því tilefni efna nokkrir
vinir hans til tónleikaraðar þar sem
margir af helstu tónlistarmönnum
þjóðarinnar leika verk tónskálds-
ins.
Í tónleikaröðinni er komið víða
við og meðal annars boðið upp á
leikhústónlist, kammertónlist, són-
ötur, einsöngslög og íhugul ein-
leiksverk.