24 stundir - 20.09.2008, Qupperneq 36
HELGARVIÐTAL
Þ
að má þó um Valgerði
segja, að hún hefur að
minnsta kosti klær – öf-
ugt við ýmsa þá sem telja
sig snjallasta óratora og
skriffinna stjórnarandstöðunnar.
Valgerður Sverrisdóttir er beittasti
penni stjórnarandstöðunnar, og
líklega eitraðasti stjórnarandstæð-
ingurinn,“ sagði Össur Skarphéð-
insson á heimasíðu sinni í vikunni
og þegar þessi orð eru borin undir
Valgerði brosir hún út í annað og
verður íbyggin á svip. ,,Ja, sagði
Össur þetta? Hann segir nú ým-
islegt. Ætli það verði ekki bara að
teljast heiður fyrir mig,“ segir hún
svo þegar við setjumst niður á
heimili hennar númer tvö í Vest-
urbæ Reykjavíkur. Efnahagsmál,
atvinnumál og krónan, evran og
ESB, allt er þetta henni ofarlega í
huga, konunni með klærnar, eins
og Össur orðar það.
Alþingi kom saman á stuttum
haustfundi í byrjun september og
verður síðan sett að nýju eftir
nokkra daga, 1. október. „Þetta
verður harður vetur á þinginu.
Ástandið í þjóðfélaginu skapar
óróa. Það sem mér er þó efst í huga
er hvort við höfum okkur í gegn-
um þetta. Ástandið í efnahagsmál-
um er mjög erfitt og ég vildi gjarn-
an koma að því að stjórna þeim
aðgerðum sem nauðsynlegt er að
framkvæma.“
En væri hér öðruvísi ástand ef
Framsóknarflokkurinn hefði setið
áfram við völd?
„Ég held því fram. Við erum t.d.
nýbúin að kynna skýrslu er varðar
gjaldmiðilinn okkar. Það er alllangt
síðan ég vakti fyrst máls á því hvort
krónan gæti gagnast okkur áfram.
Ég setti þá fram ákveðna valkosti
um stöðuna. Einn kosturinn þá var
aðild að Efnahags- og myntbanda-
lagi Evrópu án inngöngu í ESB sem
Björn Bjarnason hefur vakið aftur
til umræðu núna. Sá valkostur var
hins vegar sleginn út af borðinu
strax þá af sendiherra ESB gagnvart
Íslandi. Fleiri ráðamenn í ESB hafa
talað í sömu veru. Mér finnst þess
vegna miður að það sé verið að
eyða orku í þær umræður í dag.
Framsóknarmenn fóru í mikla
vinnu við að útbúa þessa gjaldmið-
ilsskýrslu einfaldlega vegna þess að
gengisfall krónunnar og smæð
hennar er eitt af meginvandamál-
um efnahagskerfisins og stór
spurning hvort hún sé nothæf til
frambúðar. Niðurstaða nefndar-
innar er sú að við höfum tvo kosti,
að styrkja krónuna sem myndi
kosta okkur óhemjufé, þar sem þá
þarf að styrkja gjaldeyrisforðann
verulega, eða taka upp evru. Þetta
er langt í frá einfalt mál. Við erum
hins vegar tilbúin að taka upp um-
ræðuna um þessa tvo kosti,“ segir
Valgerður.
Ákveðin mistök voru gerð
„Við viðurkennum að það voru
gerð ákveðin mistök í efnahags-
stjórn landsins á meðan við sátum í
ríkisstjórn enda fylgja miklum og
hröðum vexti í efnahagslífinu
hagstjórnarvandamál sem taka þarf
föstum tökum. Við gagnrýndum
fjárlagafrumvarpið sem kom fram
fyrir ári þar sem augljóst var að það
myndi ýta undir þenslu. Frum-
varpið sýndi 20% aukningu á út-
gjöldum frá því árinu áður sem var
kosningaár og allir vita að þá er
meiri eyðsla í gangi. Okkur fannst
þetta glannalegt sem reyndist rétt.
Núna bíða allir eftir að sjá nýtt
fjárlagafrumvarp 1. október. Hver
verður hallinn á ríkissjóði? Það
verður halli – við vitum það – en ég
vona sannarlega að menn gæti að-
halds. Þar að auki eigum við eftir
að sjá aukafjárlög sem geta stund-
um verið skrautleg. Það er því mik-
ill losarabragur á stjórn landsins.
Síðan auka misvísandi skilaboð frá
flokkunum ekki álit fólks á efna-
hagsstjórninni. Utanríkisráðherra
sagði á Alþingi að gjaldmiðillinn
nyti ekki trausts og því get ég verið
sammála. Ég tel hins vegar ekki
heppilegt að Ingibjörg Sólrún skuli
setja þetta fram á Alþingi þar sem
orð hennar eru þýdd og fara víða
um heim. Geir heldur því hins veg-
ar fram að krónan sé í góðu lagi.
Ég hef lengi verið þeirrar skoð-
unar að það séu mjög miklar líkur
á því að við lendum inni í Evrópu-
sambandinu og þá er spurningin
hvort það sé nokkuð til bóta að
fresta því að taka ákvörðun. Það er
engin áhætta í því falin að taka
ákvörðun um aðildarviðræður.
Þjóðin mun alltaf eiga síðasta orðið
í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild-
arsamninginn og getur þá fellt
hann ef niðurstöðurnar teljast ekki
hagstæðar.
Ég var mjög ánægð með þá
ákvörðun sem tekin var á mið-
stjórnarfundi okkar í vor að það
væri eðlilegt að ákvörðun um að
ganga til aðildarviðræðna við ESB
verði borin undir þjóðaratkvæði,
óháð öðrum kosningum. Við vilj-
um með þessu koma málinu á
hreyfingu. Framkvæmdastjórn
flokksins er einhuga um að það
þurfi að ræða Evrópumál og við er-
um að útbúa ýmislegt fræðsluefni
um málið fyrir flokksmenn.“
Þurfum að breyta pen-
ingastefnunni
Allir vita að þú ert hlynnt ESB
en eru ekki margir á móti aðild í
Framsóknarflokknum, t.d. for-
maðurinn?
„Aðalatriðið er að við komumst
að samkomulagi á miðstjórnar-
fundinum um að fara þessa leið. Ég
vil ekki svara fyrir Guðna Ágústs-
son en hann var sammála þessari
niðurstöðu og átti frumkvæði að
því að þessi niðurstaða fékkst.
Framsóknarflokkurinn er búinn að
vinna í fjölmörg ár að ýmsu
fræðsluefni um Evrópusambandið,
sérstaklega í tíð Halldórs Ásgríms-
sonar. Fleiri vel unnar skýrslur eru
til um t.d. ESB og landbúnaðinn og
ESB og sjávarútveginn. Við ætlum
að gera þetta efni aðgengilegt á net-
inu á heimasíðu flokksins. Einnig
hafa greinar Jóns Sigurðssonar í
Morgunblaðinu verið mjög upp-
lýsandi um þessi mál.
Samfylkingin er búin að vera
með á stefnuskrá sinni að ganga í
ESB en hefur ekki unnið neitt í
þeim málum. Engin skýrsla hefur
komið frá þeim flokki um hvernig
sambandsaðild muni virka á at-
Valgerður Sverrisdóttir er ötull fylgismaður
hugmynda um aðild að Evrópusambandinu
og upptöku evru
Eftir Elínu
Albertsdóttur
elin@24stundir.is
a
… það voru
gerð ákveðin
mistök í efna-
hagsstjórn landsins á
meðan við sátum í ríkis-
stjórn …
,,Eitraðasti“ stjórnar-
andstæðingurinn
Stærstu málin Þessi vetur mun
ráða miklu um stór mál, efnahags-
málin og stöðu gjaldmiðilsins. Þetta
verða stærstu málin á þinginu í vet-
ur,“ segir Valgerður Sverrisdóttir.
Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður og varafor-
maður Framsóknarflokksins, var einn umdeildasti
stjórnmálamaður landsins sem iðnaðar- og við-
skiptaráðherra á árunum 2000 til 2006, enda gekk
þjóðin þá í gegnum miklar breytingar í viðskiptalíf-
inu, m.a. með einkavæðingu bankanna. Auk þess var
farið í stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi og
stækkun í Hvalfirði. Valgerður var fyrst kvenna til að
stýra þessum ráðuneytum og jafnframt var hún fyrsta
konan sem varð utanríkisráðherra. Nú er hún í stjórn-
arandstöðu í fyrsta skipti og kann því ekki illa.
36 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 24stundir