24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 24stundir Á matseðli Vocal gætir áhrifa úr ýmsum áttum. „Þetta er algerlega fjölþjóðlegt hjá okkur. Við erum að koma til móts við markaðinn með því enda er þetta alþjóðlegt hótel,“ segir Kristján og bætir við að einnig sé reynt að höfða til heimamanna og annarra sem leið eigi um svæðið. Fiskur og fiskmeti skipar stóran sess á seðlinum. „Við fáum dag- lega fisk enda stutt að sækja hann. Maður á aldrei í vandræðum með að fá ferskan fisk í Keflavík.“ Einfaldleikinn er oft bestur Fiskur kemur einmitt við sögu í réttunum sem Kristján lætur les- endum 24 stunda í té. Annars veg- ar er bleikja með wasabi-krydd- hjúpi og appelsínusalati og hins vegar marineraður skötuselur. Í eftirrétt býður hann svo upp á himneska súkkulaðitertu. Upp- skriftirnar ættu ekki að reynast neinum ofviða enda tekur Krist- ján undir að galdurinn við góða matargerð felist oft í einfaldleik- anum. „Maður á ekki að blanda of mörgum bragðefnum saman heldur láta hráefnið njóta sín sem best. Þá er höfuðatriði að vera með réttan eldunartíma.“ Skrýtið og framandi Þó að fiskurinn á Vocal sé ekki langt að kominn verður það sama ekki sagt um allt á matseðlinum. „Við vorum með kengúru á seðl- inum um daginn og ætlum að halda áfram að vera með framandi rétti og bjóða upp á eitthvað skrýtið. Kengúran er alveg gríð- arlega góður matur og mæltist rosalega vel fyrir,“ segir Kristján sem lærði að elda kengúruna á heimavelli hennar. „Ég var fjögur ár í Ástralíu og lærði töluvert þar og aflaði mér reynslu,“ segir Krist- ján Gunnarsson á Vocal að lokum. Kristján Gunnarsson stendur vaktina á Vocal Ferskur fiskur og framandi réttir Kristján Gunnarsson á Vocal er hrifinn af fersk- um íslenskum fiski sem hann matreiðir gjarnan á framandi hátt. Hann er einnig laginn við að elda framandi hráefni á borð við kengúru enda vann hann lengi í Ástralíu þar sem hann lærði sitthvað af heimamönnum. Ferskt og framandi Kristján Gunnarsson á Vocal matreiðir ferskan fisk á framandi hátt. ➤ Kristján Gunnarsson lærði tilkokks á veitingastaðnum Lækjarbrekku. ➤ Hann hefur unnið í Ástralíuog á ýmsum veitingastöðum á Suðurnesjum. KRISTJÁN GUNNARSSON Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Flughótel í Reykjanesbæ hefur ný- lega gengist undir miklar endur- bætur. Meðal nýjunga í hótelinu er veitingastaðurinn Vocal þar sem Kristján Gunnarsson ræður ríkjum Kristján er Suðurnesja- mönnum að góður kunnur enda hefur hann unnið á ýmsum stöð- um í Keflavík og nágrenni á und- anförnum árum. „Ég held tryggð við heimamennina,“ segir Krist- ján. Félagið Matur–saga–menning efnir til sýningar um mat og mat- aræði Reykvíkinga á 20. öld sem ber nafnið „Reykvíska eldhúsið – matur og mannlíf í hundrað ár.“ Sýningin verður formlega opnuð föstudaginn 26. september í Að- alstræti 10. Markmið með sýningunni er að bjóða Reykvíkingum og öðrum gestum að fræðast, njóta og bragða á lítt þekktri matarsögu höfuðborgarinnar. Í tengslum við sýninguna verður haldin ráðstefnan Af hlaðborði aldarinnar – Áfangar og áræði í íslenskri matarmenningu í Iðnó laugardaginn 27. september kl. 14-17. Í lok ráðstefnunnar efna aðstand- endur sýningarinnar til hátíð- arkvöldverðar í Iðnó. Á boð- stólum verða sýnishorn af hátíðarréttum liðinnar aldar svo sem dádýracarpaccio með furu- hnetum og fetaosti, rækjukokteill með ristuðu brauði og fjallalamb níunda áratugarins. ej Reykvískt eldhús liðinnar aldar Saga Jacob’s Creek hefst með landnámi Suður-Ástralíu, þegar William Light ofursti nefndi árið 1837 dal nokkurn eftir sigri Englendinga á Barossa-svæðinu á Suður-Spáni. Þegar Jacob-bræðurnir, William og John, voru í könnunarleiðangri um Barossa-dalinn tveimur árum síðar, eignuðu þeir sér landareign á svæði sem kall- ast Hundred of Moorooroo. Moorooroo kemur úr máli frumbyggjanna og merkir í beinni þýðingu „tvö vötn mætast“. Vatnið sem um er að ræða er í raun Norður-Para-áin og lækurinn sem í hana rennur. Hitt vatnið gekk undir nafninu Cowieaurita og þýðir „gulbrúnt vatn“ en liturinn er vegna járnmagnsins í jarðveg- inum. Nafninu var síðar meir breytt í Jacob́s Creek í höfuðið á William Jacob en kofi þeirra bræðra stendur enn við lækjarbakkann. Tæplega áratug síðar keypti Johann Gramp, þýskur innflytjandi, landskika og hóf ræktun víngarðs sem var upphafið á einu helsta víngerðarhúsi og útflutnings- fyrirtæki Ástralíu. Aðlaðandi ilmur af bláberjum og brómberjum með undirliggjandi votti af fjólum, mokka og krydduðum eikartónum. Munnurinn er ríkur af svörtum skógarberjum, plómum og bökunarkryddum. Mjúk, gómsæt tannín með byggingu í góðu jafnvægi. Langur endir með súkkulaði- og lakkríseinkennum. Vínið fær að þroskast á bandarískum og frönskum eikartunnum í 18– 22 mánuði og tilvalið að drekka með lambakjöti, nautakjöti, villibráð og veigameiri ostum. Tilbúið strax en mætti geyma í 2–3 ár í viðbót. Þrúga: Shiraz. Land: Ástralía. Hérað: Suður-Ástralía – Barossa Valley. 1.990 kr. Vín vikunnar Elísabet Alba Valdimarsdóttir vínþjónn. Jacob’s Creek Reserve Shiraz 2001 Fyrir 4 Kryddhjúpur (hráefni): 2 bollar hreint brauðrasp (Kötlu) 2 tsk. wasabi (japönsk piparrót) 50 grömm heslihnetur 50 grömm smjör eitt knippi steinselja nokkrir stórir hvítlauksgeirar Aðferð: Allt þetta er sett í matvinnsluvél og maukað þar til iðgrænt og þétt. Fiskurinn: Reiknið með 80-100 grömmum af fiski á mann. Raðið fiskibitunum á vel smurðan ofnabakka, stráið því næst wa- sabi-maukinu yfir örlítið af grófu náttúrusalti og pipar. Hitið ofn upp í 200 gráður, bakið því næst fiskinn í 8 mínútur. Salat (hráefni): klettasalat lollo rosso appelsínulauf kóríander rauðlaukur Aðferð: Skolið salat og kóríander mjög vel, skerið appelsínur í lauf og rauðlauk í sneiðar. Sósa (hráefni): 6 msk. Dijon-sinnep safi úr 1 appelsínu 1 msk. sesamfræ 1 bolli olía Aðferð: Sítrónusafi og salt eftir smekk, allt sett í drykkjarblandara og hann látinn ganga þangað til sós- an er jöfn. Rétt áður en bleikjan er bökuð þá er sósunni blandað við salatið og látið á diskana og örlítið af sósunni sett með á diskinn skreytt með kryddjurtum að vild. FORRÉTTUR Bleikja með wasabi og appelsínusalati 24stundir/Ellert Grétarsson Elísabet Alba Valdimars- dóttir vínþjónn mælir með Banfi San Angelo Pinot Gri- gio 2005. Ávaxtaríkur ilmur af sítrus og hvítum blómum. Þroskað greipaldin í munni ásamt perum, eplum og létt- um steinefnakeim. Létt og fersk sýra í þægilegu jafn- vægi. Þrúga: Pinot Grigio. Land: Ítalía. Hérað: Toscana. 1.994 kr. LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Við fáum daglega fisk enda stutt að sækja hann. Maður á aldrei í vandræð- um með að fá ferskan fisk í Keflavík. matur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.