24 stundir - 20.09.2008, Síða 43

24 stundir - 20.09.2008, Síða 43
24stundir LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 43 Fullt af flottum greinum um hönnun og allt sem tengist heimilinu og umhverfi þess. Hauststemningin og rómantíkin, hvernig á að fegra heimilið fyrir haustið, kertin, teppin og fallegir litir. Heimili & hönnun Hafðu samband og fáðu gott pláss fyrir auglýsinguna þína Upplýsingar gefur: Kolbrún s 510 3722 kolla@24stundir.is Glæsilegt aukablað um fylgir 24 stundum miðvikudaginn 24. september. Elísabet Alba Valdimars- dóttir vínþjónn mælir með Grahaḿs Tawny 10 Years Old. Opinn ilmur af kanil, jarðarberjum og þurrkuðum ávöxtum. Hlynsýróp í munni með sedrusvið og lakkrís ásamt skemmtilegum hnetu- keim. Langt eftirbragð af ávöxtum og karamellu. Þrúg- ur: Portvín geta verið með hátt í 40 þrúgur. Land: Portú- gal. Hérað: Douro. 3.699 kr. Hráefni: 400 grömm súkkulaði 300 grömm smjör 225 grömm sykur 60 grömm kakó 10 egg Aðferð: Súkkulaði og smjör er brætt yfir vatnsbaði. Síðan er sykri og kakói hrært saman við. Eggin eru aðskil- in, eggjarauðunum er blandað saman við súkkulaðiblönduna einni og einni í senn. Á meðan eru eggjahvíturnar þeyttar þar til þær eru stífar. Gæta verður þess að þeyta þær ekki of mikið. Því næst er hvítunum bætt varlega saman við. Deigið er sett í vel smurt smellu- mót og bakað við 180°C í 35 mín- útur. Borin fram með þeyttum rjóma og fullt af ferskum berjum. EFTIRRÉTTUR Himnesk súkkulaðiterta 24stundir/Ellert Grétarsson Hráefni: 800 grömm skötuselur Marinering: 50 grömm engiferrót 4 hvítlauksgeirar 2 fersk rautt chili 4 msk. hunang 1lime Aðferð: Allt hráefnið í marineringuna er maukað í drykkjarblandara og sett yfir vel hreinsaðan fiskinn. Þetta er gert daginn áður og fiskurinn geymdur í kæli yfir nótt. Áður en fisknum er pakkað inn í tortilla-kökurnar er hann þerraður á papp- írsþurrku, skorinn í lengjur eftir endilöngu og steiktur létt á pönnu. Því næst er hann lagður á kökurnar með sveppum og blaðlauk sem svitað hefur ver- ið á pönnu og rúllað upp, bakað í 180 gráðu heitum ofni í 10 mínútur. Þessi réttur fer frábærlega vel með balsamic glace sem finnst í öllum betri versl- unum og þurrkaðri hrásk- inku. Hráskinka er einfaldlega lögð á smjörpappír og þurrkuð í 80 gráðu heitum ofni í um það bil klukkustund. AÐALRÉTTUR Marineraður skötuselur Elísabet Alba Valdimarsdóttir vínþjónn mælir með Franck Millet Sancerre Rouge 2006. Ríkur ilmur af rauðum skógarberjum með vott af reyk. Gómsæt kirsuber og rifsber í munni með mjúk rúnnuð tannín. Létt flauelsfylling með langan endi. Þrúga: Pinot Noir. Land: Frakkland. Hérað: Loire. 1.990 kr. 24stundir/Ellert Grétarsson

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.