24 stundir - 20.09.2008, Síða 47

24 stundir - 20.09.2008, Síða 47
24stundir LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 47 vin. Hann er töluvert sterkari skákmaður en ég. Mestu vonbrigðin? LOST. Hvernig tilfinning er ástin? Ástin er eins og sinueldur. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Það er reyndar mjög erfitt að svara þessari spurn- ingu. Flokkast það sem lífsreynsla? Hefurðu einhvern tíma lent í lífshættu? Já. Svo hef ég líka haldið að ég væri í lífshættu – þó ég hafi ekki verið það. Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest? Lopapeysuna sem konan mín prjónaði handa mér í tilhugalífinu, Vídalínspostilluna hans langafa míns og lituðu flenniljósmyndina af Hvítserk. Hverjir eru styrkleikar þínir? Ég var nú alltaf ansi sleipur í Green- house-tölvuspilinu. Hvaða galla hefurðu? Ég á það til að stökkva upp á nef mér af litlu tilefni. Mjög litlu meira að segja. Ef þú byggir yfir ofurmann- legum hæfileikum, hverjir væru þeir? Ég myndi gjarnan vilja geta ferðast í tíma. Og verið á mörg- um stöðum í einu. Vá hvað það kæmi sér vel! Fallegasti staður á Íslandi? Vesturbærinn. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Er heima. Hefurðu einhvern tíma bjargað lífi einhvers? Það gæti verið, já. Skrýtnasta starfið? Það er eiginlega of ógeðslegt til að ég geti lýst því í svona víð- lesnum fjölmiðli. Hvað myndi ævisagan þín heita? Ævisaga Guðmundar Pálssonar, 1. bindi. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Freyr Eyjólfsson. Guðmundur Pálsson, útvarps- og Baggalútsmaður Guðmundur Pálsson undirbýr sig nú fyrir útgáfu nýjustu plötunnar með Baggalúti milli þess sem landinn hlýð- ir á hann í Síðdegisútvarpi Rásar 2. Í yfirheyrslunni segir hann okkur með- al annars að sínar fyrstu minningar tengist flestar gólefnum. Enda eyði menn fyrstu árunum meira og minna á gólfinu. LOST mestu vonbrigðin Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is Hvað er á döfinni hjá þér? Nú er ég að búa mig andlega og líkamlega undir útgáfu plötunnar Nýjasta nýtt með Baggalúti og brjálæðið sem henni fylgir. Hvert fórstu í sumarfríinu? Ég fór í stórkostlega tímamótaferð á Íslendinga- slóðir í Norður-Ameríku. Svo sólaði ég mig aðeins á Portúgalsströndum, í faðmi fjölskyldunnar. Hver er þín fyrsta minning? Sýkadelíski gólfdúkurinn í herberginu mínu, græna gólfteppið í stofunni og rauðu flísarnar hjá fólkinu á hæðinni fyrir ofan. Maður var meira og minna á gólfinu fyrstu árin. Hvað langaði þig til að verða þegar þú varst lít- ill? Mig langaði til að verða prestur, af einhverjum undarlegum ástæðum. Held það hafi verið hvíti lampaskermskraginn sem heillaði. Þetta var sem sagt þegar ég var lítill. Mesta skammarstrikið fyrr og síðar? Það var sennilega þegar ég kveikti í stofuteppinu – og næstum því í öllu húsinu. Maður á ekki að fikta með bensín inni í stofu. Allavega ekki þegar maður er líka að fikta með eldspýtur. Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og hvers vegna? Ég lít alltaf upp til Sigurðar Guðmundssonar barítónsöngvara og bassaleikara Baggalúts – annað er bara ekki hægt. Stærsti sigurinn? Það er sennilega þegar mér tókst að máta Valda Agnar Jón Eg- ilsson leikari er æskuvinur Guð- mundar ú́r Mos- fellsbænum. „Hann er afar geð- þekkur maður í alla staði og með mjög yndislegt lundarfar. Hann er sjúklega fyndinn. Og þó það fari oft ekki mikið fyrir honum þá nær hann alltaf að lauma ein- hverju fyndnu að. Svo er hann traustur vinur.“ Er með ynd- islegt lundarfar „Við erum búnir að þekkjast of lengi,“ segir Bragi Valdimar Skúla- son, samstarfs- maður Guð- mundar úr Baggalúti en þeir voru saman í MH auk þess sem þeir lærðu báðir íslensku við HÍ. „Gummi ætti að vera til á hverju heimili.“ Ætti að vera til á hverju heimili „Hann var virki- lega háður mér. Ég komst ekkert án hans. En það var gott að alast upp með hon- um,“ segir Guð- rún Björg Páls- dóttir, stóra systir Guðmundar. „Hann er alveg ótrúlega tryggur, einlægur og góður drengur. Hann er líka mjög skemmtilegur. Léttur og mikill húmoristi. Og það er mjög gott og gaman að vera í kringum hann.“ Sótti mikið í stóru systur LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Mig langaði til að verða prestur, af einhverjum undarlegum ástæðum. Held það hafi verið hvíti lampaskermsk- raginn sem heillaði. Spennandi námskeið í október www.tskoli.is Stafræn ljósmyndun og myndvinnsla Farið verður í eftirfarandi þætti: Grunnatriði myndatöku og myndavéla, samspil ljósops, hraða, ISO og áhrif þess á myndir, áhrif linsa á rýmið, eftirvinnslu og leiðréttingar í myndvinnslu- forritum, aðferðir við flokkun, skráningu og geymslu. Tími: 21., 22. og 23. okt. Námskeiðsgjald: 23.000 kr. Undirbúningsnámskeið fyrir skemmtibátapróf Kennd verða bókleg atriði, sem krafist er skv. námskrá til skemmtibátaprófs, í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika. Bóklegt og verklegt próf veitir siglingaréttindi á 24 metra skemmtibáta. Tími: 4., 5., 8. og 9. okt. Námskeiðsgjald: 28.500 kr. Hásetafræðsla - námskeið fyrir aðstoðarmenn í brú Markmið með námskeiðinu er að nemendur öðlist fræðslu og þjálfun í að uppfylla sett lágmarks- skilyrði til útgáfu skírteinis til varðstöðu í brú á stoðsviði, sbr. staðal STCW-A, II/4. Tími: 6. – 7. okt. Námskeiðsgjald: 65.000 kr. Málmsuða Almennt námskeið fyrir þá sem ekki hafa lært málmsuðu en eru að fást við það og langar að læra meira. Tími: 6. – 8. okt. Námskeiðsgjald: 21.500 kr. Vélgæslunámskeið Námskeiðið er A-námskeið fyrir vélgæslumenn skv. reglugerð 246/2003 og grunnur að 375kW atvinnuréttindum vélgæslumanna á minni bátum. Tími: 27. okt. – 7. nóv. Námskeiðsgjald: 88.000 kr. Notkun trésmíðavéla Á námskeiðinu verða kennd rétt vinnubrögð við vélar og handverkfæri fyrir trésmíði. Tími: 25. okt., 1. nóv. og 8. nóv. kl. 9:00 – 13:00. Námskeiðsgjald: 22.000 kr. Lesið í skóginn – tálgað í tré Þátttakendur kynnast tálgunartækni og ferskum viðarnytjum. Hönnun grænna viðarnytja, þurrkun og fullvinnslu smíðisgripa, viðarfræði, skógarvist- fræði, skógarhirðu og -grisjun. Tími: 9., 11. og 16. okt. Námskeiðsgjald: 15.000 kr. Haustkrans – efniviður skógarins Þátttakendur fá sýnikennslu í vinnslu kransa úr trjágreinum og leiðsögn við gerð kransa úr efnivið skógarins. Allt efni er innifalið en þátttakendur eru beðnir um að hafa með sér verkfæri til kransagerðar. Tími: 25. okt. Námskeiðsgjald: 9.000 kr. Smíði rafeindarása Námskeiðið er ætlað ungmennum á aldursbilinu 12 – 16 ára. Á námskeiðinu eru kennd helstu atriði við smíði einfaldra rafeindarása. Tími: 23., 30. okt. og 6. nóv. Námskeiðsgjald: 9.500 kr. Steinaslípun Námskeið í sögun, mótun og slípun náttúrusteina. Þátttakendur taki með sér steina. Hámarksöldi þátttakenda er 12. Tími: 1. okt. – 5. nóv., á miðvikudagskvöldum. Námskeiðsgjald: 20.000 kr. Endurnýjun vélstjórnarréttinda Ætlað vélstjórnarmönnum sem hafa ekki siglt í nokkurn tíma og vilja endurnýja vélstjórnar- réttindin og kynna sér nýjungar í vélstjórn. Inntökuskilyrði eru þau að þátttakandi hafi lokið 3. stigi vélstjórnar og hafi vélstjórnarréttindi. Tími: 8. – 10. okt. Námskeiðsgjald: 72.000 kr. ARPA-ratsjárnámskeið Námskeiðið uppfyllir kröfur Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar (IMO) í töflum A-II/1 og II/2 í STCW-bálknum um þekkingu, skilning og færni í notkun ratsjár og ARPA. Tími: 27. – 29. okt. Námskeiðsgjald: 72.000 kr. ARPA-ratsjárnámskeið - endurnýjun Námskeiðið er haldið skv. staðli STCW- A-II/1 og II/2 og reglum um endurnýjun skírteinis. Tími: 28. – 29. okt. Námskeiðsgjald: 33.000 kr. Upplýsingar og skráning á námskeiðin eru á www.tskoli.is, í síma 514 9000 eða á ave@tskoli.is. yfirheyrslan

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.