24 stundir - 20.09.2008, Qupperneq 49
24stundir LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 49
Hjá okkur fáið þið mikið
úrval af barnabílstólum
Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200
www.babysam.is
Mikki Mús
Dýragarðurinn
HVAÐ VILJIÐ
ÞIÐ BORÐA Í
HÁDEGISMAT
Í DAG,
STRÁKAR?
HVAÐ SEGIÐ
ÞIÐ UM NOKKUR
ARNAREGG?
ARNAREGG? JÁ, ÞAU ERU MJÖG
GÓMSÆT! ÉG VEIT HVAR ÉG
GET FUNDIÐ ÞAU!
SKÖMMU SEINNA...
FÁIÐ YKKUR
BARA AÐ BORÐA...
ÉG VERÐ AÐEINS
OF SEINN
Nemendur í Hlíðaskóla eru
kannski svolítið heppnir vegna þess
að rétt hjá skólanum þeirra er
Öskjuhlíðin og á hverju hausti eru
haldnir svokallaðir Öskjuhlíðar-
dagar í skólanum. Þeir voru ein-
mitt haldnir fyrir stuttu.
„Öskjuhlíðardagurinn er gömul
hefð í skólanum okkar. Við veljum
okkur tvo daga í september og
brjótum skólastarfið aðeins upp.
Þá förum upp í Öskjuhlíð og
vinnum að allskyns verkefnum,“
segir Ásthildur S. Þorsteinsdóttir,
kennari í 2. bekk í Hlíðaskóla.
„Núna vann fyrsti bekkur t.d. með
reynitré og skógarþresti en við í
öðrum bekk fræddumst um kan-
ínuna og hennar líferni.“
Kanínurnar voru í felum
Kanínur sjást oft Öskjuhlíðinni
en í þetta skipti hafði 2. bekkur
ekki heppnina með sér að því leyti.
„Hlíðaskóli á grenndarskóg í
Öskjuhlíð og við sjáum yfirleitt
kanínur þegar við förum þangað.
En í þetta skipti sáum við engar. En
við fundum hins vegar kanínu-
skít!“
Læra um kartöfluna
Krakkarnir í 2. bekk hafa líka
verið að kynna sér margt annað í
sambandi við náttúruna.
„Við höfum lært um blaðgrænu
og það hvers vegna laufin falla af
trjánum og skipta um lit. Og vegna
þess að nú er ár kartöflunnar höf-
um við verið að fræðast um kart-
öflur. Ég tók upp kartöflugras og
við skoðuðum hvernig kartöflurn-
ar vaxa í moldinni. Svo horfðum
við á skemmtilegt myndband um
Kartöfluna undursamlegu. Seinna
ætlum við líka að þrykkja með
kartöflum, búa til kartöflufólk og
skrifa svo stuttar sögur um það.“
Það er því ýmislegt skemmtilegt
framundan hjá krökkunum í 2.
bekk í Hlíðaskóla.
haukurj@24stundir.is
Öskjuhlíðardagar voru nýlega haldnir í Hlíðaskóla
Læra um kanínur og kartöflur
Hvernig verða kartöflur til?
Krakkarnir fengu að skoða kart-
öflugrasið í þaula.
DÝR VIKUNNAR
VÍSINDAHORNIÐ
-Tungan í gíröffum er svört á lit-
inn og er næstum 50 cm löng.
-Fallhlífin var fundin upp á und-
an flugvélinni.
-Öll fullorðin skordýr eru með
sex fætur. Kóngulær eru með átta
fætur og teljast ekki til skordýra
heldur áttfætlna.
-Yfir 20 þjóðir í heiminum tala
spænsku.
-Síberíutígurinn er stærsta katt-
ardýr í heiminum. Hann getur
orðið yfir 300 kg.
Vissir þú þetta?
Er kóngulóin
skordýr?
Fjórar sprækar andarnefjur hafa
verið í fréttunum á Íslandi upp á
síðkastið en þær hafa hafst við í
Pollinum á Akureyri.
Andarnefjur eru hvalir en þær
eru með mjótt trýni sem minnir á
andarnef. Karldýrin kallast tarfar
og kvendýrin kýr. Tarfarnir verða
oft um átta metra langir og 3600 kg
þungir en kýrnar ná um sjö metr-
um og 3000 kg. Þær eru spendýr og
verða kynþroska á aldrinum 9-12
ára. Meðgöngutíminn er um það
bil 12 mánuðir.
Andarnefjur eru mjög forvitnar
og fara oft mjög nálægt skipum til
að skoða þau. Og ef skipin gefa frá
sér hljóð þá kafa þær oft undir þau
til að athuga hvaðan hljóðið kem-
ur.
Einnig eru þær einstaklega fé-
lagslyndar og tryggar og yfirgefa
t.d. ekki særðan félaga fyrr en hann
deyr. Þær eru grásvartar á litinn og
ljósari að neðan en að ofan. Og oft
lýsast þær með aldrinum.
Hverjir eru gestirnir í Pollinum á Akureyri?
Andarnefjur
a
Af hverju fljúga farfuglar til útlanda á
veturna?
Svar: Af því það er svo langt að labba.
Ský eru safn örsmárra vatns-
dropa. Þau myndast þegar
vatnsgufa í andrúmsloftinu
kólnar. Við það þéttist hún og
skýin verða til.
Þegar loft streymir upp á við
lækkar bæði þrýstingur og hiti.
Uppstreymi
verður til dæm-
is þegar vindur
lendir á fjöllum
en þá þvingast loftið upp á við. Þegar það gerist
kólnar loftið, vatnsgufan þéttist og ský mynd-
ast.
Þegar skýin eru alveg við jörðina þá köllum við
þau þoku. Helsti munurinn á þoku og skýjum
er að þokan verður ekki til við uppstreymi
heldur oftast við kólnun vegna snertingar lofts-
ins við kalt yfirborð jarðarinnar.
Margir hafa heyrt talað um Austfjarðaþokuna. Hún er svoköll-
uð aðstreymisþoka sem verður til þegar rakt loft streymir yfir
kalt yfirborð lands eða sjávar. Aðstreymisþoka er mjög algeng
hér við land að vetrarlagi þegar hlýtt loft sunnan úr höfum
streymir hingað norður yfir kaldari sjó eða þegar fremur milt
loft af sjó streymir inn á kalt
land.
Emilíla Rut spyr:
Hver er munurinn á þoku og skýi?
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is krakkar