24 stundir - 20.09.2008, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 24stundir
Stelpnasveitin Spice Girls var
verðlaunuð á nýafstaðinni Voda-
fone Live tónlistarverðlaunahátíð
fyrir bestu endurkomu síðasta
árs. Hinar vel krydduðu hnátur
þóttu hafa haldið betri end-
urkomutónleika en sveitir á borð
við Led Zeppelin og The Verve
sem einnig voru tilnefndar til
verðlaunanna.
Emma Bunton var eina kryddpí-
an sem sá sér fært að mæta á há-
tíðina. Hún var mjög hissa að
stúlkurnar skyldu hafa skákað
rokkgoðunum í Led Zeppelin en
var eigi að síður ánægð með að
hafa hreppt verðlaunin. „Við
skemmtum okkur konunglega.
Mér finnst ég hafa verið svo
heppin að fá tækifæri til að gera
þetta aftur,“ sagði Bunton í við-
tali við BBC. vij
Betri en Led Zeppelin?
Hollywood-leikkonan Hilary
Swank er að jafna sig eftir skurð-
aðgerð þar sem góðkynja æxli var
fjarlægt úr ónefndum líkams-
hluta hennar. „Frú Swank fann til
óþæginda og var strax flutt á spít-
ala þar sem æxlið var fjarlægt. Nú
þarf hún aðeins nokkra daga til
að jafna sig að fullu,“ sagði um-
boðsmaður hennar, Jason Wein-
berg.
Hilary Swank
laus við æxli
Leikkonan Michelle Rodriguez
situr þessa stundina við skriftir á
kvikmyndahandriti sem hún seg-
ir vera einskonar blöndu af
barna- og unglingamyndunum
Jumanji og Goonies. „Hún gerist
2012, þegar regnskógarnir eru
farnir og dýrin gera uppreisn
gegn þeim sem ekki eru hjarta-
hreinir. Ég hef haft þessa hug-
mynd síðan ég var 15 ára.“
Vill búa til
barnamynd
ert að vera alvarlegt.“
Eitt af því sem ung skáldin
munu fjalla um er hvort verk Hall-
dórs Laxness eigi erindi til unga
fólksins nú til dags. Skyldu hinar
ástsælu bækur Nóbelsskáldsins
vera orðin börn síns tíma?
„Verk Laxness eiga fullt erindi til
unga fólksins í dag og ég held að
það sé búið að standa mjög vel að
því að halda þeim á lofti,“ segir
Bergur. Hann játar þó að hann
þurfi að fara að endurnýja kynnin
við Heimsljós áður en hann fer að
ræða um bókina við gesti Gljúfra-
steins.
„Ég þarf nú að fara að lesa hana
aftur, það eru mörg ár síðan ég las
þessa bók,“ segir Bergur. vij
„Ég mun bara flytja góða fram-
sögu um verkið en það þarf ekki að
vera neitt fræðilegt. Þetta er bara
mín upplifun á verkinu, hvernig
það kemur mér fyrir sjónir,“ segir
tónlistarmaðurinn Bergur Ebbi
Benediktsson en hann mun stýra
dagskrárliðnum Verk mánaðarins
á Gljúfrasteini 28. september. Þar
mun hann fjalla um bók Halldórs
Laxness, Heimsljós.
Bergur mun verða fyrstur af
þremur ungum listamönnum til
að rýna í verk Nóbelsskáldsins en
einnig munu ljóðskáldið Ingunn
Snædal og rímnakóngurinn Erpur
Eyvindarson rýna í bækur meist-
arans. Ingunn tekur fyrir Sjálfstætt
fólk en Erpur fjallar um Atómstöð-
ina.
Aðspurður segist Bergur vera
passlega mikill aðdáandi verka
Laxness, hafi lesið öll helstu verk
hans og líkað vel.
Hversdagslegt spjall
Bergur segir að þótt vettvangur
fyrirlestrar hans virki kannski
fræðilegur þá þýði það ekkert endi-
lega að fyrirlesturinn verði á þeim
nótum.
„Þetta þarf ekkert að vera mjög
alvarlegt. Á Gljúfrasteini fá þau oft
fræðimenn til að koma og tala,
bókmenntafræðinga og þess háttar.
Ég held að hugmyndin með þessu
sé að þetta sé bara venjulegur
borgari, í þessu tilfelli ungt fólk.
Þetta er kannski ekkert grín og glys
en ég held samt að þetta þurfi ekk-
Bergur Ebbi, Erpur og Ingunn Snædal fjalla um verk Halldórs Laxness
24 stundir/Ómar
Rýnir í Laxness Bergur Ebbi mun halda fyrirlestur um Heimsljós 28. september.
Hann þarf þó fyrst að lesa bókina á nýjan leik.
Eiga enn fullt erindi til æsku landsins
Í gær lauk svokölluðum Bíla-
dögum í Borgó í boði Toyota,
þriggja daga bílahátíð á vegum
Borgarholtsskóla.
„Borgarholtsskóli er með bestu
bílanámsbrautina á landinu og
þarna gafst færi til að skoða flotta
bíla, keppa í kvartmílu, prufukeyra
nýja bíla og gera flest sem við-
kemur bílum,“ sagði Valentína
Tinganelli, skipuleggjandi hátíð-
arinnar og nemandi í skólanum.
Flestir nemar á bíl
„Bíladagarnir hafa einnig ákveð-
ið forvarnargildi, því það fylgir því
auðvitað ábyrgð að aka. Það eru
um 90% nemenda skólans sem
koma á bíl í skólann og því var
einnig boðið upp á fyrirlestra um
akstur og VÍS minnti á hörmulegar
afleiðingar bílslysa,“ sagði Valent-
ína sem sjálf ekur um á Toyotu Co-
rolla 9́9 árgerð. „Þetta er fínn bíll,
en ég er samt enginn glanni!“
Bílasýning nemenda fór einnig
fram í gær, þar sem hver glæsi-
bifreiðin af annarri skartaði sínu
fegursta. Var mál manna að sjálfur
Verslunarskólinn ætti jafnvel undir
högg að sækja, en bílafloti vers-
linga hefur löngum þótt afar glæs-
legur.
traustis@24stundir.is
Bíladagar í Borgarholtsskóla
Fjölmiðla- og fréttamaðurinn
Kristinn Hrafnsson og leikarinn
Campbell Scott eru nauðalíkir.
Kristin þekkja flestir úr fréttum
Stöðvar 2 og Kompási, en Camp-
bell Scott hefur leikið í mörgum
bíómyndum, til dæmis Singles,
The Spanish Prisoner, The Exorc-
ism of Emily Rose og Music and
Lyrics. Þá leikur hann í sjón-
varpsþáttunum Six Degrees, sem
sýndir eru á RÚV.
Kristinn og Campbell lygilega líkir
FÓLK
24@24stundir.is a
Ég þarf nú að fara að lesa hana
aftur, það eru mörg ár síðan ég
las þessa bók,“ segir Bergur.
fréttir
Aðþrengdur Afsakið að ég er til!
ELSKAN, ER Í LAGI ÞÍN VEGNA
AÐ ÉG FARI NÚNA ÚT Á SVIÐ OG
TALI VIÐ ALLT ÞE TTA NOTALEGA
FÓLK SEM ER Í SALNUM
NÆRGÆTNIS
NÁMSKEID FYRIR
ALLA
LEITT AÐ ÞURFA AÐ TRUFLA ÞIG EINU SINNI
ENN. EN Á LEIÐINNI HEIM STAKK HANN
HAUSNUM ÚT UM GLUGGANN
Bizzaró
Konan mín hefur alveg
einstakt lag á plöntum
margar þeirra hafa tekið
hana meira að segja sér til
fyrirmyndar
MYNDASÖGUR
TVÍFARINN