24 stundir - 20.09.2008, Side 51

24 stundir - 20.09.2008, Side 51
24stundir LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 51 Það þóttu miklar fréttir þegar fregnir bárust af því að tölvufyr- irtækið Microsoft hefði ráðið grínistann Jerry Seinfeld til að auglýsa þjónustu þess og misgóð- an hugbúnað. Fyrir vikið fékk Seinfeld greiddar 10 milljónir dollara. Seinfeld hefur, ásamt auðmann- inum Bill Gates, birst í tveimur auglýsingum fyrir Microsoft en þessar auglýsingar hafa fallið í afar grýtta jörð, reyndar svo grýtta að Microsoft hefur ákveðið að sýna ekki fleiri auglýsingar með þeim félögum. Fyrirtækið hefur þar að auki tjáð Seinfeld að það þurfi ekki lengur á hæfileikum hans að halda. „Fólk hefði verið hamingjusam- ara ef allir hefðu elskað auglýsing- arnar en þetta kom okkur ekkert endilega á óvart,“ sagði Frank Shaw, fulltrúi almannatengslafyr- irtækisins Waggener Edstrom, þegar tilkynnt var um brotthvarf Seinfelds. En Microsoft er síður en svo á flæðiskeri statt hvað peningamál varðar og hefur þegar ráðið fólk í stað Seinfelds en það munu vera Eva Longoria, Pharrell Williams og rithöfundurinn Deepak Chopra sem auglýsa Microsoft næst. vij Jerry Seinfeld rek- inn frá Microsoft Forsvarsmenn tölvuris- ans Microsoft hafa sagt grínistanum Jerry Sein- feld upp störfum en hann var ráðinn til að auglýsa Microsoft og vörur þess. Í stað Seinfelds koma leik- konan Eva Longoria og rapparinn Pharrell Willi- ams. Kveður Microsoft Sein- feld auglýsir ekki lengur Microsoft en fékk samt 10 milljónir dollara. Mynd/Getty Images Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar helsta dagskrártromp RÚV í vetur, hasarþáttaröðin Svartir Englar, voru settir á sama tíma og gullkálfur Stöðvar 2, Dagvaktin. Pálmi Guðmundsson, dagskrár- stjóri Stöðvar 2, gagnrýndi kollega sinn hjá RÚV, Þórhall Gunn- arsson, fyrir vikið og sagði meðal annars við vísi.is: „Ríkissjónvarpið er að skipuleggja dagskrá sína eins og sjónvarpsstöð sem er í bullandi samkeppni og lifir á auglýsingum einum saman, einsog þetta dæmi sannar.“ Komið annað hljóð í strokkinn „Við Þórhallur ræddum saman og fundum lausn á þessu vanda- máli. Dagvaktin verður á sama tíma og í fyrra, 20.30, en Svartir Englar færast framar, til 19.40. Það hefði líka skotið skökku við að stilla þáttunum upp sem sam- keppnisaðilum, því báðir eru styrktir af Kvikmyndamiðstöð Ís- lands, með hagsmuni áhorfenda að leiðarljósi,“ sagði Pálmi í gær. Undir þetta tók Þórhallur Gunnarsson. „Þessi niðurstaða er gerð með hagsmuni áhorfenda að leiðarljósi. Það er nauðsynlegt að áhorfendur geti notið leikinnar ís- lenskrar dagskrárgerðar og með því að víxla Svörtum Englum við þátt Evu Maríu á sunnudögum er þeim möguleika komið á fram- færi,“ sagði Þórhallur. Eva María segist sátt Eva María Jónsdóttir, sem hugs- anlega verður fórnarlamb í sam- keppni dagskrárstjóranna um áhorfendur, segist þó alveg sátt við sitt hlutskipti. „Ég er mjög ánægð ef fólk sér Svarta Engla, ég tel mig ekki svikna neitt. Ég er bara í dag- skrárgerð, það er annarra að hafa áhyggjur að auglýsingum og áhorfi.“ traustis@24stundir.is Dagskrárstjórar miðla málum Ánægjuleg málalok Jón Gnarr og Ragnar Bragason geta nú bæði horft á Dag- vaktina og Svarta Engla, ef þeir eru með Stöð 2. 24stundir/Árni Sæberg Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is FRÍ LEGUGREINING og fagleg ráðgjöf á heilsu- og sjúkradýnum BYLTING Í SVEFNLAUSNUM EITT BESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM HAUSTTILBOÐ 10 -50 % AFSLÁTTUR

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.