24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 51

24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 51
24stundir LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 51 Það þóttu miklar fréttir þegar fregnir bárust af því að tölvufyr- irtækið Microsoft hefði ráðið grínistann Jerry Seinfeld til að auglýsa þjónustu þess og misgóð- an hugbúnað. Fyrir vikið fékk Seinfeld greiddar 10 milljónir dollara. Seinfeld hefur, ásamt auðmann- inum Bill Gates, birst í tveimur auglýsingum fyrir Microsoft en þessar auglýsingar hafa fallið í afar grýtta jörð, reyndar svo grýtta að Microsoft hefur ákveðið að sýna ekki fleiri auglýsingar með þeim félögum. Fyrirtækið hefur þar að auki tjáð Seinfeld að það þurfi ekki lengur á hæfileikum hans að halda. „Fólk hefði verið hamingjusam- ara ef allir hefðu elskað auglýsing- arnar en þetta kom okkur ekkert endilega á óvart,“ sagði Frank Shaw, fulltrúi almannatengslafyr- irtækisins Waggener Edstrom, þegar tilkynnt var um brotthvarf Seinfelds. En Microsoft er síður en svo á flæðiskeri statt hvað peningamál varðar og hefur þegar ráðið fólk í stað Seinfelds en það munu vera Eva Longoria, Pharrell Williams og rithöfundurinn Deepak Chopra sem auglýsa Microsoft næst. vij Jerry Seinfeld rek- inn frá Microsoft Forsvarsmenn tölvuris- ans Microsoft hafa sagt grínistanum Jerry Sein- feld upp störfum en hann var ráðinn til að auglýsa Microsoft og vörur þess. Í stað Seinfelds koma leik- konan Eva Longoria og rapparinn Pharrell Willi- ams. Kveður Microsoft Sein- feld auglýsir ekki lengur Microsoft en fékk samt 10 milljónir dollara. Mynd/Getty Images Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar helsta dagskrártromp RÚV í vetur, hasarþáttaröðin Svartir Englar, voru settir á sama tíma og gullkálfur Stöðvar 2, Dagvaktin. Pálmi Guðmundsson, dagskrár- stjóri Stöðvar 2, gagnrýndi kollega sinn hjá RÚV, Þórhall Gunn- arsson, fyrir vikið og sagði meðal annars við vísi.is: „Ríkissjónvarpið er að skipuleggja dagskrá sína eins og sjónvarpsstöð sem er í bullandi samkeppni og lifir á auglýsingum einum saman, einsog þetta dæmi sannar.“ Komið annað hljóð í strokkinn „Við Þórhallur ræddum saman og fundum lausn á þessu vanda- máli. Dagvaktin verður á sama tíma og í fyrra, 20.30, en Svartir Englar færast framar, til 19.40. Það hefði líka skotið skökku við að stilla þáttunum upp sem sam- keppnisaðilum, því báðir eru styrktir af Kvikmyndamiðstöð Ís- lands, með hagsmuni áhorfenda að leiðarljósi,“ sagði Pálmi í gær. Undir þetta tók Þórhallur Gunnarsson. „Þessi niðurstaða er gerð með hagsmuni áhorfenda að leiðarljósi. Það er nauðsynlegt að áhorfendur geti notið leikinnar ís- lenskrar dagskrárgerðar og með því að víxla Svörtum Englum við þátt Evu Maríu á sunnudögum er þeim möguleika komið á fram- færi,“ sagði Þórhallur. Eva María segist sátt Eva María Jónsdóttir, sem hugs- anlega verður fórnarlamb í sam- keppni dagskrárstjóranna um áhorfendur, segist þó alveg sátt við sitt hlutskipti. „Ég er mjög ánægð ef fólk sér Svarta Engla, ég tel mig ekki svikna neitt. Ég er bara í dag- skrárgerð, það er annarra að hafa áhyggjur að auglýsingum og áhorfi.“ traustis@24stundir.is Dagskrárstjórar miðla málum Ánægjuleg málalok Jón Gnarr og Ragnar Bragason geta nú bæði horft á Dag- vaktina og Svarta Engla, ef þeir eru með Stöð 2. 24stundir/Árni Sæberg Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is FRÍ LEGUGREINING og fagleg ráðgjöf á heilsu- og sjúkradýnum BYLTING Í SVEFNLAUSNUM EITT BESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM HAUSTTILBOÐ 10 -50 % AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.