24 stundir - 20.09.2008, Síða 56

24 stundir - 20.09.2008, Síða 56
24stundir ? Senn lætur Bush af embætti forsetaBandaríkjanna. Hann segist útvalinn afguði til að leiða mannkynið til ljóssins, –og er þá líklega að tala um hið skæra ljóskjarnorkusprengjunnar. GáfnaljósiðBush hefur ekki drepið nema um nokkratugi þúsunda óbreyttra borgara í Írak,sem þykir frekar slappur árangur hjá svo trúuðum leiðtoga. Næsti forseti USA verður McCain sál- ugi sem er með annan fótinn í gröfinni. Þegar báðir fæturnir verða komnir þang- að þá tekur varaforsetinn Sarah Palin við en hún er sannkristin mannvitsbrekka eins og Bússi. Hún vill engin höft á byssueign. Segir að stríðið í Írak sé verk Guðs. (Það er reyndar verk Bússa en hann er hand- bendi guðs). Hún hafnar gróðurhúsa- áhrifunum. Er á móti hjónaböndum samkynhneigðra. Er fylgjandi dauðarefs- ingum. Er afar stolt af því að sonur hennar sé slátrari í Írak. Er skilyrðislaust á móti fóstureyðingum. Vill bara drepa fædda einstaklinga, enda sannkristin kona. Segir að stríð við Rússa komi vel til greina. Hafnar þróunarkenningunni og vill að við förum 200 ár aftur í tímann og förum að kenna sköpunarsögu Bibl- íunnar sem vísindi í skólum. (Ætli hún sé Íslendingur?) Hún sagðist hafa notað Gamla testamentið sem leiðarvísi um það hvernig hún ætti að stjórna Alaska. (Er Palin galin?) Þetta kallast víst í USA að vera til hægri. Ég kalla þetta að vera með hausinn á bólakafi uppi í borunni á sér. Sannkristnir krimmar í Hvíta Húsinu Sverrir Stormsker vill ekki fleiri þroska- hefta Bússa YFIR STRIKIÐ Hvenær verður Hómer forseti USA? 24 LÍFIÐ Poppsöngvarinn og rapparinn mæta á Gljúfrastein og fjalla hvor um sig um eina af bók- um Nóbelsskáldsins. Bergur Ebbi og Erp- ur fjalla um Laxness »50 Dagskrárstjórar RÚV ákváðu að sættast við Stöð 2 og færa þáttinn til svo að hann rekist ekki á við Dagvaktina. Svartir englar færðir á dagskrá RÚV »51 Nemendur Borgarholtsskóla eru með bíladellu og héldu bíladaga í vikunni. Nemendur kepptu m.a. í kvartmílu. Bíladagar í Borg- arholtsskóla »50 ● Lætur gamm- inn geisa „Ég legg upp með að þátt- urinn verði ívið kröftugri um- ræðuþáttur en hefur verið. Til að byrja með fæ ég til mín gesti og síðan sé ég til hvort tími gefst til að opna símann. Það leggst vel í mig að vakna á sunnudögum í vetur til að setjast á bak við míkrófóninn, enda er þetta nú ekki svo snemmt og ég vaknaður fyrir allar aldir,“ segir Sigurjón M Egilsson um þátt sinn Sprengisand, nýjan þjóða- málaþátt sem hefur göngu sína á Bylgjunni á sunnudaginn kl. 10:30. ● Hjónaplata Dúettinn Pikk- nikk sam- anstendur af hjónakornunum Þorsteini Ein- arssyni og Sigríði Eyþórsdóttur, sem vinna nú að fyrstu breiðskífu sinni, Galdri. „Þetta er svona póstmódernísk nýendur- reisnarsveitarómantíkurballöðu- tónlist,“ segir Þorsteinn til útskýr- ingar, aðspurður hverskyns galdratónlist prýði plötuna. Hann segir samvinnuna ekki hafa boðið upp á fleiri rifrildi. „Alltjent ekki sem ég man eftir í svipinn. Það er voða þægilegt að vinna þetta svona heima hjá sér.“ ● Bara að plata? „Við erum að vinna á fullu,“ segir Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi, um vinnslu á fyrstu plötu sinni í áraraðir með nýjum lögum er kemur út fyrir jól. „Við erum ekki komnir í hljóðverið ennþá en ég er að vinna í textagerð og pæla í lögunum og svona. Það er kominn slatti en við ætlum að velja úr.“ Laddi segir að hljóðvinnsla verði hröð þegar hún hefst og að „ein- hverjir úr fjölskyldunni“ fái vissu- lega að fljóta með. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.