Eintak - 07.04.1994, Qupperneq 11
!
„Ég er reidubúinn til að mæta Hall-
varði Einvarðssyni og öðrum þeim sem
komu nálægt rannsókn málsins hve-
nær sem er fyrir dómi. Ég hef engu að
tapa. Segi þeir mig Ijúga þá verða þeir
að sanna það. Ég vil einmitt að þeir
opni á sér munninn því þá get ég rekið
ofan í þá fullyrðingarnar,
Sævar M. Ciesielski
var dæmdur til ævitangrar
fangavistar íSakadómi Reykja-
víkur árið 1977. Sádómur
byggðist á játningum hans og
annarra sakborninga sem þeir
drógu til baka á þeim forsend-
um að þær hafi verið þvingaðar
fram með harðræði.
„Mér fannst ekki skipta neinu
máii þótt ég játaði á mig hinar
ýmsu sakir sem rannsóknar-
mennirnir héldu fram. Það eina
sem ég hugsaði um var að
losna úr einangruninni, þessari
martröð. “
þriggja mánaða einangrun væru
menn ófærir um að svara nokkrum
spurningum játandi eða neitandi
því raunveruleikaskynið hverfur
gjörsamlega. í mínu tilviki bættust
við lyfjagjafír og margs konar harð-
ræði. Mér fannst ekki skipta neinu
máli þótt ég játaði á mig hinar
ýmsu sakir sem rannsóknarmenn-
irnir héldu fram. Það eina sem ég
hugsaði um var að losna úr ein-
angruninni, þessari martröð.“
Þvinguð til að fallast á
tilbúnar sögur
Hvaða leiðir hefurðu til að sýna
ffam á sakleysi þitt? Nú virðist út-
gáfa bókar og greinargerð frá þér
til dómsmálayfirvalda ekki hafa
haft nein áhrif.
„Nei, en maður verður auðvitað
að biðja um að rannsókn fari fram.
Að senda dómsmálayfirvöldum
þessa skýrslu í haust var leið til að
sýna fram á nokkur atriði, að
skýrslur hafi ekki verið teknar af
ákveðnum aðilum sem eðlilegt
hefði verið að gera og að saksóknari
hafi brugðist þeirri skyldu sinni að
rannsaka bæði sekt og sakleysi. Það
gerði hann aldrei.“
Hefurðu eitthvað reynt til að fá
hina sakborningana með þér í
þessa baráttu?
„Nei, við höfum ekki rætt það en
við vitum hvað við gengum saklaus
í gegnum sameiginlega. Mitt álit er
að málatilbúnaðurinn hafi verið
þrælskipulagður af rannsóknar-
mönnunum og þeir vissu nákvæm-
lega hvað þeir voru að gera. Því til
sönnunar má nefna að þegar ég var
handtekinn vegna póstsvikanna þá
voru allar mínar eigur teknar úr
íbúð minni og ég hef aldrei séð þær
aftur. Þar hefðu getað leynst vís-
bendingar um sakleysi mitt. Rann-
sóknarmennirnir gátu heldur aldrei
gefið skýringu á því hvernig þeir
töldu sig hafa fengið vitneskju um
að ég væri viðriðinn hvarf Guð-
mundar. Þessi piltur hafði verið
horfinn í tvö ár þegar byrjað var að
spyrja mig út í hvarf hans og ég
vissi ekki hvað verið var að yfir-
„Ég gat horfst í
augu við hvern sem
var því ég þurfti
ekki að skammast
mín fyrir neitt. Al-
menningsálitið var á
þá leið að ég hefði
orðið manni að
bana en ég vissi
sjálfur betur. Það
var því ekkert að
óttast."
heyra mig um. Málið var bara borið
upp þannig að þeir sögðu að ég
hefði tekið þátt í líkamsárás í Hafn-
arftrði. Þeir nefhdu dagsetningar og
fullyrtu að Tryggvi [Rúnar Leifs-
son] segði þetta og Kristján [Viðar
Viðarsson] hitt. Rannsóknarmenn-
irnir tóku þetta upp hjá sjálfum sér
enda kom í ljós að Tryggvi og Krist-
ján höfðu ekki sagt neitt. A sama
hátt var þeim sagt að ég bæri hitt og
þetta upp á þá. Þetta var ekkert
annað en plat. Þeir bjuggu til sögur
og þvinguðu okkur svo til að fallast
áþær.“
Ertu að segja að þeir hafi tekið
þann hluta af framburði ykkar
sem þeim hentaði og raðað þeim
saman?
„Já. Þeir sáu hvað játningar okk-
ar voru fáránlegar en reyndu samt
að raða þeim saman til að réttlæta
sínar gjörðir. Hallvarði bar skylda
til að leita skýringa."
Hvað ætti að hafa legið til
grundvallar því að verið væri að
bera á ykkur rangar sakir?
„Einhvers konar mannvonska.
Þetta hlýtur að hafa verið þræl-
skipulagt annars hefðu þeir aldrei
farið út í þetta. Hallvarður átti að
hafa yfirumsjón með rannsókninni
og ég er sannfærður um að hann
hafi haft meiri áhrif en nokkur
annar á það að við vorum saklaus
dæmd. Rannsóknarmennirnir
æddu út í óvissuna eins og vitlausir
menn í stað þess að setjast niður og
velta fyrir sér þeim ótal spurning-
um sem komu upp og bentu í þver-
öfuga átt við sekt okkar.“
u