Eintak - 07.04.1994, Page 24
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994
Það er ekki fínt að reykja. Það þykir sóðalegt, hættulegt og beinlínis heimskulegt.
Svo heimskulegt að Sameinuðu þjóðirnar eru búnar að samþykkja það fyrir hönd allra jarðarbúa
að hætta að reykja ekki seinna en um næstu aldamót. Stórreykingamaðurinn >
Proppé "Qallar hér um sígarettur og hina forsmáðu nautn að reykja. >
>
&
Seint um kvöld
Ég sat keikur í stólnum, hallaði
mér aftur, dró upp pakkann og
kveikti mér í sígarettu. Ég dró
reykinn ofan í mig og stundi lágt.
Þegar ég andaði frá mér reis grá-
leitt ský fram af munni mér og
huldi um stund veröldina sem stóð
mér fyrir augum. Þá kom þetta í
huga mér:
Tóbakið er fjölær jurt af kart-
öfluætt (solanum á latínu) — skyld
belladonna-jurtinni sem er ban-
vænt eitur líkt og tóbakið er að
sögn. Tóbakið er af tegundinni ni-
kotiana (nefnt eftir Jean Nicot
sem var sendiherra Frakklands í
Lissabon á fyrri hluta sextándu ald-
ar og sendi fræ plöntunnar heim til
drottningar sinnar, Katrínar af
Medici). Heimahagar tóbaksins
eru í nýja heiminum. Indíánarnir
þar reyktu það, tuggðu og tóku í
nefið, og meðal guða nýja heimsins
var tóbakið ein eftirsóttasta fórnin.
Maður getur ímyndað sér samræð-
ur guðanna að lokinni helgistund:
— Fékkst’ í nefið?
— Nei, ég fékk bara geit í dag.
— Hvað segirðu! Ég fékk þetta
fína stykk’ í vörina.
— Lukkunnar pamfíll, þú.
Indíánar í Norður-Ameríku
töldu tóbakið vera helga jurt og
ræktuðu það í sérstökum görðum
sem helgaðir voru guðunum. Yuc-
hi-indíánarnir í suð-austurhluta
Norður-Ameríku töldu tóbakið
sprottið af sæði, en Fox-indíánarn-
ir sögðu hins vegar sögu af manni
sem guðirnir sendu norður á bóg-
inn og sögðu að undir stóru tré
myndi hann ftnna jurt sem honum
bæri að hlynna að og íjölga. Þegar
hann hafði komið sér upp dálítilli
tóbaksekru sendi hann eftir öld-
ungunum og gaf þeim öllum af-
leggjara. Þannig breiddist tóbakið
út. Um ræktun jurtarinnar giltu
ávallt strangar reglur, líkt og nú
gilda um neyslu hennar.
Meðal Crow-indíánanna var
komið upp sérstöku leynifélagi til
að annast tóbaksræktun og -
neyslu. Það hét Leynilega tóbaksfé-
lagið og meðlimir þess ræktuðu
einkum afbrigðið nikotiana multi-
WMtlWf Htm* ******
/vtmMm', ti*MíO0Í>*
*****
****'■» r4SB-
y**» *>r# *y» aweeii
‘éirtimsitm. «
*»# mmrtr?
valvis og þótti það nokkur ný-
breytni, því frá því öndverðu
höfðu menn reykt tóbakið nikoti-
ana qudrivalvis. Reyndar var lítið
reykt í leynifélaginu, heldur upp-
skáru meðlimirnir, héldu fræjun-
um eftir til að planta að ári og
fleygðu blöðum jurtarinnar með
mikilli viðhöfn i ánna og ákölluðu
um leið guðinn Hidasta.
Svo virðist sem indíánarnir hafi
ekki haft mikla ánægju af því að
reykja; fyrir þeim var smókurinn
fyrst og fremst galdur og oft voru
það aðeins töfralæknarnir — sha-
manarnir — sem máttu smóka
sig. I vímunni áttu þeir samræð-
ur við andana.
Samræður
við andann
Þegar hér var komið sögu hafði
ég keðjureykt sjö Gauloises-sígar-
ettur og var kominn í mjög and-
lega stemmningu — orðinn and-
stuttur, eins og töfralæknarnir
orðuðu það. Ég teygði letilega
fram hendina og hrærði með
henni í þykkum reykjarmekkin-
um sem grúfði sig eins og óveð-
ursský yfir skrifborðinu. Þá sá ég
að fyrir framan mig stóð hávax-
inn maður, dökkur á húð og hár,
en einsog grænleitur um liða-
mótin. Ég hóstaði varfærnislega,
teygði meðvitundina upp gegn-
um nikótínvímuna og yrti á að-
komumanninn:
— Sæll, vinur. Viltu rettu?
Hann hristi höfuðið og kveikti
sér í vindli. Ég sá strax að hér var
verðugur andstæðingur. Okkur
nútímamönnunum sem reykja
sígarettur eru vindlareykinga-
mennirnir eitur í beinum, líkt og
færir handverksmenn eru há-
menntuðum verkfræðingum.
Þeir eru óþolandi púristar — eins
og jazzfrík.
Ég stundi óþolinmóður:
— Hver ertu?
— Vertu rólegur, svaraði hann
og blés framan í mig vindla-
reyknum. — Þú mátt kalla mig
Hidda ef þú vilt, en ég er kominn
hingað til að segja þér sögu.
„Enn eitt helvítis ungskáldið,“
hugsaði ég, en var þó var um
mig. Það var eitthvað við þennan
hávaxna mann sem heillaði mig
og mér fannst ég heyra rödd í
brjósti mér sem segði mér að fýlgja
honum, líkt og tjaran í lungum
mínum iðaði og fengi rödd. Ég
fékk mér smók og lagði við hlustir.
Saga tóbakguðsins
Lengi var tóbakið aðeins guða-
fæða, en þegar Kólumbus kom til
Ameríku varð breyting á. Það var
Spánverjinn Rodrigo de Xeres
sem fyrstur Vesturlandabúa varð
tóbaksins var. Kólumbus sendi
hann upp í land til að leita að gulli,
en Rodrigo sneri aftur með þær
fréttir að í stað gulls hefði hann
fundið heimkynni strompmann-
anna. Þar búa, sagði hann, menn
sem halda að þeir séu strompar og
reykja allan daginn — eins og
strompar. Kólumbus hélt sjálfur
upp í land til sjá þessi undur en
ánetjaðist ekki. Hann hélt aftur af
sér.
Guðirnir voru þó enn hliðhollir
tóbakinu og vaninn breiddist hratt
út í Evrópu. Það var í fyrstu eink-
um notað þurrt í nefið, enda var
hætt við að það þornaði í laufun-
um á leiðinni yfir hafið. En fljót-
lega fóru menn að hafa tóbakið sitt
í pípu og sá siður varð svo út-
breiddur að Karl II Bretakonungur
fann sig knúinn til að skrifa bæk-
ling gegn tóbakinu sem hann taldi
sljóvgandi og jafnvel óheilsusam-
legt.
Um svipað leyti og Karl hóf
áróður gegn tóbakinu í Evrópu var
notkun þess að breiðast út uppi á
tóbakið ört.
Hin nýja hagfræði ní-
tjándu aldar fann fyrir
örvandi áhrifum tóbaks-
ins og flestir helstu hag-
fræðingar þessa tíma voru
forfallnir reykingarmenn.
Hinn ungi Liebknecht
sagði vini sínum í bréfi frá
reykingum Karls Marx:
Marx er ákafur reyk-
ingamaður. En þar sem
hann er alltafblankurþarf
hann alltaf að leita uppi
ódýrustu vindlana í Lund-
AUrAMB
-»94:
They JCTj éh ie&x
'l&a'.t »3* c
Bww»» vm’! n.
«*MK(V&Kt *
tíw ffíanw frc
«# ért*« ix
tSw «o*
*&f.
■dhtrsráiaia trM. "ÍS*
HtMtTt&a, tta/K ftu
***** i*.
msriNum Snmim
Mwpww'*,. »«4 1,'W
5*
fimwrf m; **maS «0** **t*mðiJ
á'
JL
-y
I ««*»
Islandi. Það varð fljótlega mjög eft-
irsótt í afdölum þessa norðlæga
lands, en það voru ekki síst draug-
ar, útilegumenn og álfar sem heill-
uðust afþessu nýstárlega nautna-
lyfi — það þótti á átjándu öld
óbrigðult ráð við ásókn að bjóða
draugnum í nefið. Fyrsti mann-
skaði af tóbaksvöldum sem skráð-
ur er á íslandi varð eina nótt eftir
Þorrann árið 1751. Þá kviknaði eld-
ur af tóbakspípu í bænum á Hvít-
árvöllum og brunnu þrír inni en
draugi var eignaður bruninn.
Hagfræði tóbaksins
Það varð fljótlega ljóst, hélt guð-
inn áfram, að tóbaksbrúkunin væri
gróðafyrirtæki. Eftirspurn kallar á
framboð eins og lungun á reyk og
fljótlega var komið á fót arðvæn-
legum bissniss í nýja heiminum til
að svala þörf þess gamla eftir ni-
kotiana. Þó fór það svo að offram-
leiðsla varð að vandamáli, enda vex
únum. Þegar hann
hefur keypt sér
kassa tekur hann
fyrsta vindilinn, ét-
ur helminginn af
honum og kveikir
svo í restinni. Eitt
sinn átti hann er-
indi niður í Hol-
born ograkstþá á
vindla í búð sem
kostuðu aðeins þrjá
skildinga kassinn, en hann hafði þá
reykt vindla sem kostuðu þrjá og
hálfan. Hatin keypti marga kassa og
var montinn af því að grœða sexpens
á hverjum kassa sem hann reykti.
Það var svo lœknir hans sem batt
enda á þessa gróðastarfsemi.
Tóbakshagfræðin varð þó ekki
langlíf, enda vita allir að maður
græðir ekkert á því að reykja ódýrt
tóbak: tóbaks ber að njóta tilfulls og
þá dugir ekkert neina það besta.
Guðinn tekur sér
málhvíld
Þegar hér var komið sögu
tók guðinn sér málhvíld og
fór höndum um vasana,
vandræðalegur á svip.
— Heyrðu, sagði hann. Ég
er víst lens; þú átt’ ekki rettu?
Ég reif upp nýjan pakka,
bauð guðinum sígarettu og
fékk mér eina sjálfur. Þegar
við höfðum kveikt í og fengið
okkur fyrsta smókinn sagði
hann:
— Það er langt síðan ég hef
reykt þessa tegund. Ég þarf
I annars að segja þér söguna af
j því hvernig sígaretturnar
urðu til...
Hvernig sígarettur
urðu tíí og guðirn-
ir hættu að reykja
Það var end-
ur fyrir löngu,
þegar Puebló-
indíánarnir
réðu vesturslétt-
unum, að farið
var að rækta ni-
kotiana rustica
sem menn
höfðu áður tínt
villta. Þessi teg-
und var í uppá-
haldi hjá mörg-
um af valda-
mestu þjóðun-
um á sléttunum
um þetta leyti,
en hún hefur
þann galla að blöðin eru götótt og
það er erfitt að vefja úr þeim góða
vindla. Þá var það að hugvitsöm-
um indíánastrák kom í hug að
vefja tóbakið í kornblað. Hann
skar tóbakið sitt smátt, reif sér
hæfilega stórt stykki úr þurru
kornblaði og rúllaði fyrstu rettuna.
Hinir strákarnir vildu að sjálfsögðu
ekki vera minni menn og fýrr en
varði voru allir í þorpinu púandi
sígarettur.
Þessar frumstæðu sígarettur
náðu þó ekki mikilli útbreiðslu og
á endanum þurfti að
enduruppgötva þær í
Evrópu. Það voru fá-
tæklingar á Spáni sem
fóru að veíja sér rettur
með pappír úr ódýrum
tóbaksúrgangi og köll-
uðu þetta papeletes eða
cigarillos. Franskir og
enskir soldátar kynnt-
ust svo þessum sið
þegar þeir börðust á
Spáni í Napóleóns-
stríðinu árið 1814.
Fyrsta sígarettuverk-
smiðjan var þó byggð í
heimalandi vindlanna,
Kúbu, árið 1853. Mark-
hópurinn var einkum
bandarískar konur,
enda var strax árið eftir
farið að kvarta yfir
þessu í New York:
„Tískudrósirnar apa
það upp eftir útlend-
ingum að reykja tóbak
úr pappír, en það er
veikari og um leið
kvenlegri útgáfa af
vindlum.“
Á næstu árum fjölg-
aði sígarettuverksmiðjunum.
Breskir hermenn komust í tæri við
tyrkneskar sígarettur í Krímsstríð-
inu og komu allir reykjandi heim.
Afkomendur þeirra urður nær allir
stórreykingamenn. Árið 1880 voru
framleiddar 500.000.000 sígarettur
og áttatíu árum síðar var ársfram-
leiðslan komin upp í
500.000.000.000 rettur.
Tóbakslaust
1 guðaheimum
Það var upp úr þessu, sagði guð-
inn, að þeir hættu að fórna okkur
tóbakinu og fóru að reykja það allt
sjálfir. Þetta var erfiður tími hjá
okkur guðunum. Sumir urðu svo
stressaðir að þeir eyddu heilum
þjóðflokkum í tómu ergelsi, en
aðrir fóru að sækjast eftir matfórn-
um og hlupu í spik. Flestir hættu
alveg að reykja og urðu svo heilagir
að það mátti ekki fá sér smók ef
þeir voru nærri. Á endanum vor-
um við reykingarguðirnir útskúf-
aðir algjörlega og þannig byggðist
helvíti.
Eru reykinaar
af hinu illa?
Þegar guðinn sagði þetta var eins
og rofaði til í huga mér. Ég drap í
og spurði hvassyrtur:
— Ertu að segja mér að sígarett-
urnar séu af hinu illa?
— Nei, nei. En það var samt yfir
þessu reykingamáli að við fórum
að greina milli góðs og ills. Áður
reyktu þeir sem vildu en aðrir átu
sveppi eða geitur eða þáðu mann-
fórnir. Allir voru sáttir og undu
hver öðrum sína nautn, en þegar
hallærið kom var eins og enginn
gæti séð annan í friði. Þá var hver
með nefíð ofan í annars koppi og
ef það fannst reykingalykt úr kopp-
inum þá var fjandinn laus.
— Éáttu mig þekkja það! Nú er
áróðurinn orðinn svo mikill gegn
reykingum að það þarf sterkan ka-
rakter til að hætta ekki.0
i