Eintak - 07.04.1994, Qupperneq 33
Það er nóg til af
niðurdrabbaðri
rónatónlist þó að
alvöruséní séu ekki
að rembast við að
velta sér upp úr
henni.
með kabbojhatt og gerviskegg,
hann er alltaf eins. Annars er gúdd-
ígæjatríóið allt í svörtu og bófarnir
með rauða klúta, svipað og löggan
og gengin í Los Angeles. Bófarnir
eru líka dópistar eins og eiginkona
Wyatts Earp og réttlætir það að
hann gefur skít í hana og skýtur
bófana. Ljósi punkturinn við
myndina er leikur Val Kilmers
en hann skapar eftirminnilega per-
sónu sem Doc Holliday og hann er
það eina í myndinni sem ekki er
tekið úr klisjusaíhinu.
Upp með hendur eða niður með
brækur. Bang! ©
Popp
ÓTTARR PROPPÉ
Hikk hikk hikk osfrv
Tom Waits:
Thf. Black Rider
★
Tom Waits hefur sérhæft sig í
viskílegri búllumúsík í tuttugu ár.
Tónlistin þróaðist hægt og rólega
upp í það að vera hress rokkmúsík í
anda Rolling Stones enda Keith Ri-
chards með í för um tíma. Og viti
menn, þessi druslulega viskírödd,
illa hirtur hýjungurinn, þessi Dag-
ur Sigurðar Bandaríkjanna sló
loksins í gegn. Nú fór kappinn að
leika sjálfan sig í bíómyndum og
það síaðist inn í tónlistina. Plötum-
ar þróuðust alltaf lengra niður í
ræsið þangað til að hún var orðin
svo blindfull að auðheyrt var að
enginn gat spilað hana undir áhrif-
um, hvað þá hlustað á hana. Waits
hafði afrekað að flytja fylleríið inn í
stofu broddborgaranna. Á nýju
plötunni gengur Waits skrefið til
fúlls. Hlustandinn er kominn niður
úr ræsinu í móðukenndan undra-
heim götuleikhúsavímunnar. Plat-
an er samin við leikrit og fer ekki á
milli mála. Persónurnar taka völdin
af tónlistinni, Waits er sögumaður
sem segir óskiljanlega sögu. The
Black Rider er tónlistarlegt hámark
þeirrar niðurníddu liststefnu fyller-
íisins sem rithöfundurinn Charies
Bukowski gerði alræmda. Þetta er
platan fyrir þá sem vilja skella sér
kvöldstund í ræsið án þess að missa
úr vinnu. Undirritaður er þó einn
af þeim sem bíða eftir að Tom Wa-
its kíki aðeins upp á yfirborðið. Það
er nóg til af niðurdrabbaðri róna-
tónlist þó að alvöruséní séu ekki að
rembast við að velta sér upp úr
henni.©
Nafn: Eiríkur Rafn Jónsson (Eilab)
Fæðingardagur: 2. febrúar 1952
Hæð: 186 sm
Þyngd:75 kg
Háralitur: Ljósskolleitur
Augnlitur: Ljósblár
Sérkenni: Léttgeggjaður
Hmer?
Hm
rAÐAN?
Hv
AÐ?
Hmers
VEGNA?
Hmernio? Hmeht?
Eiríkur Rafn Magnús-
SON er listhönnuður sem
vakið hefúr athygli fyrir
markverða smíðagripi úr
jámi sem hann býr til og sel-
ur í Smíðagalleríinu að Æg-
isgötu 4 í Vesturbænum.
Hann opnaði Smíðagalleríið
árið 1989 sem verður því
fimm ára á þessu ári. Orðstír
Eiríks hefur borist víða og
nýlega heimsóttu hann með-
al annarra blaðamaður og
ljósmyndari ffá tískublaðinu
Elle og mun afraksturinn
birtast í nóvemberhefti
blaðsins.
Eiríkur hefúr verið að smíða
allt ffá því hann klambraði
saman fyrsta kassabílnum í
Blesugrófinni. Hann lærði
verkfæra- og stansasmíði í
Svíþjóð en að því loknu kom
hann heim og býr nú í Hafú-
arfirði.
„Smíðagalleríið er verkstæði
og verslun þar sem fólk get-
ur komið og látið smíða fyr-
ir sig hvað sem hugurinn
gimist og fæst ekki annars
staðar. Þetta em ýmiss kon-
ar húsgögn, innréttingar og
skrautmunir, að viðbættum
utanhússgripum eins og
garðshliðum og fleiru,“ segir
Eiríkur. „Viðskiptavinirnir
eru þverskurður af þjóðfé-
laginu, allt ffá ráðhermm og
upp úr,“ eins og hann orðar
það.
„Upphaflega var ég að vinna
í járnsmiðju og það var alltaf
verið að biðja mig um að
smíða hitt og þetta,“ segir Ei-
ríkur. „Fólk var að koma í
finum fötum inn í skítuga
smiðjuna og þar fæddist hug-
myndin að opna snyrtilega
smiðju. Til að byrja með var
ég með teppi á gólfúnum, en
ég geng ekki alveg svo langt í
snyrtimennskunni lengur.“
„Markmið okkar er að fúll-
nægja óskum viðskiptavin-
anna sem best, sama hvað
þær eru ffíkaðar. Við höfum
reynt að ffamleiða staðlaða
smíðagripi en það gengur
ekki og því smíðum við aldr-
ei tvo hluti sem eru nákvæm-
lega eins. Til að byrja með
var þetta svolítið hark en í
dag þurfum við ekkert að
auglýsa því verkefúin
streyma inn.“
Eiríkur er stórhuga og er að
reisa pýramídalagaða bygg-
ingu undir verkstæðið og
verslunina í Straumi í Hafú-
arfirði en hugmyndin er að
reka áffam útibú í miðbæn-
um í Reykjavík. Hafnarfjarð-
arbær stendur að þvf að
skipuleggja listiðnaðarsvæði
í Straumsvík þar sem ýmsir
hönnuðir munu búa og selja
ffamleiðslu sína í nágrenni
við álverið.
EINAR MEÐ OLLUM
það er ekki einleikið hvað það er
gaman að leika sér í snjónum en
gamanið kárnar þegar kokkurinn haffi
spyr hvort þetta sé súkkat.
„ertu viss um að þetta er ekki súkkat
einar, sagði haffi við mig, mjög
undrandi yfir tilburðum mínum hvar ég
lá á jörðinni og reyndi að rúlla upp
snjókalli úr snjó páskahretsins.
auðvitað var ég handviss. þetta er
snjór, á leiðinni að verða að bolta og
snjókalli elsku haffi minn. sérðu það
ekki, það er ekkert súkkat hér minn
kæri kokkur. „en einar þú hlýtur að
vera með súkkat vél á þér?"
„upp með hendur!" sagði kokkurinn.
en það er ekkert hérna. í alvöru þetta
er snjóbolti á leiðinni að verða snjókall
nema ég smassi honum á hausnum á
þér.
ég reyndi að útskýra fyrir kokknum
hvernig snjónum er rúllað hring eftir
hring þangað til hann stækkar. hann
trúði mér ekki fyrr en hann hafði
reiknað út eðiislægu eiginleika
ómöguleikans að gera þetta við súkkat.
á meðan skyldi hann sykurmolann eftir
á hvolfi.
FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994
33