Vikublaðið - 30.12.1992, Síða 6

Vikublaðið - 30.12.1992, Síða 6
I 6 VIKUBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. desember 1992 SPÁÐ í ÁRÍD 1993 EFTIR KRISTJÁN JÓHANN JÓNSSON Fjöld veit hún fræða... Sjór var þungur á Þorláksmessu. Það sn jóaði og í snörpustu hryðj- unum varð himinninn ýmist grásvartur eða svargrár og undarlega tengdur sægrænni eða dimmgrænni, hvítfextri öldunni á Faxaflóa. Akraborgin stökk og skoppaði borginmannlega til og frá eins og korktappi. Eg sigldi til fundar við spákonu á Skipaskaga. Þegar þangað var komið herti bylinn til mikilla muna en ég setti undir mig hausinn og keifaði áfram í gegnum kófið. Það var engin leið til baka. Ég varð að fá að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér. Þegar ég komst á áfangastað settumst við saman, ég og spákonan Ragna Steinunn, undir gamalli klukku sem áratugum saman hefur mælt þann tíma sem liðinn er og spákonan leyfði mér að gægjast úr honum og inn í þann tíma sem er í vændum. Hún leggur spilin sín af nœrfærni, les og túlkar. Hún notar spil með myndum úr Islendingasögum. Hún beitir þeirri alþýðlegu og rammís- lensku aðferð að draga úr stokknum og spá síðan í það sem upp kemur eftir tákngildi einstakra spila og því hvernig þau raðast saman. Ég spurði um framtíð Viku- blaðsins. - Næsta ár virðist alla vegana ganga vel hjá þeim. Hér sé ég óvænta velgengni. Það er ánægja með fjár- málin. Þetta er reyndar verulega gott ár hjá þessu blaði. Því verða færðar gjafir og óskir manna munu rætast. En hvernig fer fyrir ríkisstjórn- inni? - Ríkisstjórnin mun að öllum lík- indum sitja en það verður ansi erfitt hjá henni. Það verður svo erfitt að stundum munu þeir hugsa með sjálf- um sér að þeim hefði verið nær að hætta. Ríkisstjómin á eftir að lenda í mjög slæmri ósannindaflækju. Það mun draga langan hala á eftir sér. Ríkisstjómin á sér vini en hún tekur ekki nógu mikið tillit til þeirra. Það em slæm mistök. A því ári sem framundan er ber mest á karlmanni og konu í stjómar- liðinu. Hún stelur senunni og dregur að sér alla athygli. Þetta er mjög dugleg kona. Hún vinnur mikið og er hagsýn enda sér hún oft árangur verka sinna. Karlmaðurinn sem mest er í sviðs- ljósinu með henni tengist verslunar- málum. Hvað er framundan hjá Al- þýðuflokknum? - Þar er ungur maður sem vill breyta áherslum. En þau þrengja mjög að honum. Þetta verður reynd- ar mjög erfitt ár hjá Alþýðuflokkn- um. Hann verður fyrir fjárhagstjóni og það kemur upp í honum veila. Það er í einhverjum tengslum við það að flokksforystan vill ekki leyfa þessum unga manni að komast að. Ég held það sé langmest vitið í hon- um. Þetta virðist vera heiðarleg og hreinskilin manneskja en það er illa þrengt að honum. Hvað geturðu sagt mér um framtíð forsætisráðherrans? - Hann þarf að vinna mjög mikið og hefur ekki úr miklum peningum að spila. Samt sem áður kemur hann ýmsu í verk. Það er eins og spilin séu að segja að hann eigi í örðugleikum í sínu einkalífi og sennilega verður hann áður en árið er liðið farinn að efast um ýmislegt af því sem hann taldi áður óskeikulan sannleik. Úr því að við nefndum Alþýðu- flokkinn verðum við líka að spá fyrir Alþýðubandalaginu. - Eins og þú sérð koma hér tveir kóngar, hvor sínu megin í spilaröð- inni og skipta nánast öllu í tvennt. Þetta eru tveir menn og hjá öðrum þeirra er velgengni en erfiðleikar hjá hinum. Allt sem úrskeiðis fer lendir á öðrum manninum og ég gæti best trúað að það væri formaðurinn. Hann er með völdin og þræðina og á honum lenda öll erfiðu verkin. Hér er hins vegar annar maður sem ég veit ekki hver er. Þetta er maður um fertugt, - bjartsýnn og glaðlyndur heimsmaður, - hann er léttur í lund. Ég kannast ekki við þennan mann en hann getur verið til fyrir því. Hann kemur með nýja strauma inn í Alþýðubandalagið. Þama koma óþreyttar hendur og sjálfsagt engin vanþörf á því. Þessi ungi maður er enginn vinur for- mannsins en ekki óvinur heldur. Þeir starfa hvor á sínum væng næsta árið. Annar er boðberi bjartsýni og hug- sjóna en hinn glímir við erfiðleika. Hvað er fleira framundan hjá formanni Alþýðubandalagsins? - Ekki dansar hann á rósum þetta árið. Hann er mjög áhrifamikill og kannski áhrifameiri en hann veit um sjálfur, - bæði hér og þar. Hann verð- ur vafalaust í áhrifastöðum og hann á fyrir höndum gríðarlanga ferð. Einkamál Olafs Ragnars Gríms- sonar verða jákvæð og hagstæð þetta árið en þó eru miklar sviptingar í kringum hann og þær eru ekki ein- ungis á opinberum vettvangi. Ferðir eru mjög áberandi þáttur í þessu ári hjá honum, bæði stuttar og langar. Hvað bíður Guðrúnar Helga- dóttur á árinu? - Henni verður að ósk sinni. Hún vinnur sigur yfir einhverjum manni sem hún vill gjaman vinna sigur yfir. Hún heldur sínum vinsældum hjá bömunum en það er eins og lítil böm séu hrifnust af henni. Ég gæti trúað því að hún ætti eftir að skrifa eitt- hvað fyrir allra minnstu bömin á því ári sem í hönd fer. í Skipaskagaspádómi kemur fram að: Vikublaðið blómstrar á árinu sem er að byrja. Óvœnt velgengni þess byggist m.a. á gjafafé. Einkalíf Ólafs Ragnars Grímssonar verður far- sœlt á þessu ári, - en það er ungur, bjartsýnn og spennandi heimsmað■ ur á uppleið íAlþýðu- bandalaginu. Alþýðuflokkurinn mun slást við fjárhagsvanda og veilur í innra starfi. Ríkisstjórnin lendir í ósannindaflœkju sem dregur dilk á eftir sér. Athafnamaður mun bjarga Suðurlandi frá volœði. Konur sölsa undir sig áhrifastöður! Lesið Skipaskagaspá dóminn Ur sveitinni og inn í Evrópu eftir Pál Vilhjálmsson ^ Næsta haust eru liðin þrjátíu ár síðan Indriði G. Þorsteinsson sendi frá sér bókina Land og synir þar sem sveitapilturinn Einar gerir upp við átthagana og flyst á mölina. í byrjun bókar er kreppa í sveitinni og Einar vill þaðan. Faðir hans segir að kreppan sé nú líka í kaupstöðum. „Auðvitað, en þar eru meiri þægindi,“ svarar Einar. Sögur Indriða frá sjötta og sjö- unda áratugnum segja frá umskipt- um í lífi þjóðar sem fyrirvaralaust kemst í kynni við vestræna iðn- menningu um og eftir seinni heims- styrjöld. Sveitafólk brá búi og leit- aði í þéttbýlið með von um betri kjör og meira fjör. Það er viðtekin skoðun að fólksflutningar um mið- bik aldarinnar hafi breytt Islending- um úr sveitaþjóð í borgarböm. Þrátt fyrir búferlaflutninga og þéttbýlismyndun héldust mörg ein- kenni sveitaþjóðfélags sem löngum studdist við sjálfsþurftabúskap og bjó við íhaldssama þjóðafélagsgerð. Víðast í Evrópu mynduðust borgir með aukinni verslun og tóku sér nokkur hundruð ár að þróast. Iðn- væðing var drifkraftur þéttbýlis- myndunar á íslandi og hún var flutt inn í heilu lagi, tilbúin til notkunar, í samfélag sem í mörgu var skyldara miðöldum en nútímanum. Borgarsamfélagið á Islandi var ekki búið að slíta bamsskónum þeg- ar ríkisstjómin gaf út reglugerð, ár- ið 1931, „um takmörkun á innflutn- ingi á óþörfum vamingi". Þama var mörkuð stefna sem enn á sér öfluga talsmenn, en hún gengur út á það að hér á Islandi skulu menn gera sitt besta til að vera sjálfum sér nógir. Óbein áhrif þessarar stefnu voru þau að hér á Iandi var efnahagslegur jöfn- uður manna mun meiri en víðast ann- arsstaðar í okkar heimshluta. Fylgi- fiskur borgarmenningar hefur löng- um verið efnahagslegur ójöfnuður. Miðstjómarvaldið í Reykjavík sá til þess að sveitaþjóðin léti ekki fom gildi fyrir róða þótt það sé í anda borgarmenningar að taka upp frjáls- ari siðu og háttu. Kjördæmafyrir- komulagið gerði það að verkum að málsvarar sveitarinnar voru sterkari en kjömir fulltrúar þéttbýlis. Ólafur Ásgeirsson sagnfræðingur bendir á í bók sinni, Iðnbylting hugarfarsins, að sjónarmið sveitamenningar náðu langt inn í raðir verkalýðs og for- ystumenn verkalýðshreyfingarinnar vom tortryggnir gagnvart borgar- myndun. Opinber vemdarstefna var í fullu gildi fram á áttunda áratuginn, þar sem þjóðin var vemduð gegn því að hafa of mikinn erlendan gjaldeyri milli handanna. Enn þann dag í dag eru útlendar landbúnaðarvörur tald- ar „óþarfur varningur". Þegar Islendingar stóðu frammi fyrir aukinni þéttbýlismyndun ákváðu þeir að hægja á þróuninni með stjómvaldsaðgerðum. Þessar aðgerðir vom víðtækar og áhrifin svo langvinn að fullyrðingin um borgarbörnin er hæpin. Hinsvegar getur vel verið að næsta ár marki þau tímamót sem áður vom sett um miðja öldina; .sveitaþjóðin er á leið- inni inn í Evrópu. Það er engin tilviljun að það skuli einmitt vera Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur sem gangast fyrir því að Island tengist Evrópu með þátttöku í Evrópska efnahagssvæð- inu, EES. Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur hafa öðmm flokkum fremur stuðlað að alþjóðasamstarfi Islendinga. I þessum flokkum var eindregnasti stuðningurinn við að- ild Islands að Nato og herstöðin á Miðnesheiði þótti sjálfsögð á þess- um bæjum. Og Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur em stóriðju- flokkamir á Alþingi. í Ijósi fortíðarinnar er það nánast sögulegt hlutverk Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks að knýja á um aukin samskipti við aðrar þjóðir. Jafn náttúrlegt er það Framsóknar- flokki, Alþýðubandalagi og Kvennalista að andæfa og efast um skynsemi þess að Island skrifi upp á samninga sem fela í sér erlendan íhlutunarrétt um íslensk málefni. Atvinnuleysið Á krossgötum sveitasamfélags og borgarþjóðfélags verða augljósir ýmsir brestir í íslenskri þjóðfélags- gerð. Fyrir tæpum þrem árum trúðu menn hér að hægt væri að gera hvorttveggja, ganga frá verðbólg- unni en halda um leið fullri atvinnu. I vestrænum ríkjum er lág verð- bólga „keypt“ með nokkm atvinnu- leysi og það sama er uppi á tening- num hér. Á komandi ári verður kveðin í kútinn goðsögnin um að Is- land þoli ekki atvinnuleysi. At- vinnuleysi mun aukast því leiðin til að draga úr því að marki mun gangsetja verðbólguhjólið og eng- inn vilji er í samfélaginu til að halda í þá átt. Það sem ber á milli íslendinga sem ganga um atvinnulausir og, til dæmis, annarra Norðurlandabúa er að það er miklu betur búið að þeim síðamefndu. Atvinnulaus íslend- ingur fær bætur, 46 þúsund krónur á mánuði, samkvæmt taxta fisk- vinnslufólks, taxta sem í venjulegu árferði er ekki í gildi því engum dettur í hug að ráða sig á svo lág laun. Atvinnulaus Islendingur fær 85 krónur á dag fyrir hvert bam á heimili, en sú upphæð dugir fyrir einni hangikjötsneið út úr búð. At- vinnulaus Islendingur missir at- vinnuleysisbætur í 16 vikur á ári, því að þá á hann að leita sér að vinnu, og það þótt allir viti að enga vinnu er að fá. Reglur um atvinnu- leysisbætur vom samdar fyrir þjóð- félag sem þekkti aðeins tíma- og svæðisbundið atvinnuleysi. I vel- ferðarríkjum Vestur-Evrópu er mun betur búið að atvinnulausum, ekki aðeins hvað varðar beinar greiðslur heldur hefur hið opinbera gengist fyrir starfsemi sem miðar að því að byggja upp einstaklinga á meðan þeir eru án atvinnu.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.