Vikublaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 30.12.1992, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 30. desember 1992 VIKUBLAÐiÐ 9 hefur svikið þjóðina tekur hann ákvörðun unt veigamiklar breytingar á heildarstei'nunni. Leifur: Verkalýðshreyfingin þarf að móta sér stefnu í velferðarmálum. En það er erfitt að mynda sér skoðun þegar ríkisstjómin skiptir um stefnu yfir nótt. Það er engin leið að vita hvað þessir menn eru að fara. Ég treysti engum ráðherra ríkisstjómar- innar með barn yfir læk þótt hann væri vatnslaus; þeir myndu ábyggi- lega geta drekkt baminu. Það er ekki Þetta er blaut tuska framan í okkur. Guðmundur: Þegar svo verð- bólgan fer af stað eftir áramót má búast við fjöldagjaldþroti heimila í landinu. Það er þrengt að fólki á öll- um sviðum og ekkert er að gert. Það er talað um álver einhvem tíma í framtíðinni og að EES eigi að redda svo og svo miklu og þar fram eftir götunum. I gærkvöldi heyrðum við félagsmálaráðherra segja að aðgerðir ríkisstjómarinnar væru í takt við það tengivagni eða krana og hefur unnið í 15 ár hjá sama fyrirtækinu, hann fær 56 þúsund krónur á mánuði. En tölum áfram um bætumar sem eru rétt rúmar 46 þúsund á mánuði og með hverju bami eru borgaðar 85 krónur á dag. Ég fór úl í búð í gær og sá að ef bam biður um eina hangi- kjötssneið í dag þá verður það að bíða til morguns eftir smjöri og brauði; 30 grömm af hangikjöti kosta 85 krónur. Við erum að tala um skrá að skerða kjörin, afnema rétt- indi og loka sjúkrahúsum. Það var allt annað sagt í kosningunum og þegar ríkisstjómin svíkur þjóðina á þennan hátt verðum við að bregðast við því og fara í þennan slag. Eiríkur: Það má líkja þessu við fararstjóra sem hefur tekið að sér að fara á tiltekinn áfangastað. Ef farar- stjórinn fer eitthvað allt annað en um var samið verður að kasta honurn út og hópurinn ræður sér nýjan farar- langt þá er henni vikið frá. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þessu ferlíki frá. Blaðamaður: Hvaða meðöl hefur verkalýðshreyfingin til knýja fram breytingar? Guðmundur: Það verða bara átök, stríð. Ég sé ekki að við fáum breytingar með því að skrifa bæna- skjöl. Ríkisstjómin - sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn - er búin að Sigríður Kristinsdóttir Þegar Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að þetta lagist ekki fyrr en EES tekur gildi þá skil ég ekki hvað hún er að fara. Leifur Guðjónsson Mér skilst að það sé orðin hálfs mánaðar bið eftir viðtali hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Eiríkur Jónsson Aðstoðarmaður forsœtisráðherra sagði við okkur að aðgerðir ríkisstjórnarinnar snerust ekki um peninga heldur prinsipp. hægt að vinna með þessum mönn- um. En það er annað sem við þurfunt að taka inn í umræðuna og það er at- vinnuleysið. A borðinu hjá okkur í Dagsbrún eru núna 100 umsóknir um atvinnuleysisbætur og í dag eru tíu atvinnuiausir Dagsbrúnarmcnn að fara í 16 vikna bið og fá engar bætur þann tíma. I yfirlýsingu forsætisráð- herra frá síðustu samningum stendur skýrum stöfum að það skuli strax á þessu ári unnið að því að draga úr at- vinnuleysi. En hvað hefur verið gert? Þeir settu peninga í vegafram- kvæmdir en eru núna að taka þá til baka í botnlausan kassann. Atvinnuleysið alvarlegast Guðmundur: Öll vandamál eru lítil miðað við atvinnuleysið. Fólk missir vinnuna og allar áætlanir þess fara úr skorðum, það missir sjálfs- virðinguna og þegar atvinnuleysis- bætumar er teknar af verður fólkið að leita til félagsmálastofnunar, segja sig til sveitar. Við þurfunt fyrst og fremsl að vinna bug á atvinnu- leysinu. Guðrún: Og þegar við erum að ræða þetta þá stendur ríkisstjórnin upp og hreykir sér af því að við séum samt undir Evrópumeðaltali í at- vinnuleysi. Þessi þjóð er ekki undir það búin að hafa hér atvinnulcysi. sem Alþýðusambandið hafði sagt, en það er algjörlega út í hött. Guðrún: Jafnframt sagði hún að stjómarandstaðan hefði engar tillög- ur fram að færa, en Alþýðubandalag- ið var með tillögur sem á margan hátt voru góðar. Sigríður: Félagsmálastofnun Reykjavíkur stærir sig af því að það sé svo gott skipulag hjá þeim að þeir noti ekki alla þá peninga sem eru til ráðstöfunar. Skipulagið virðist mið- ast við að reisa girðingar þannig að fólk kcmst ekki að hjá stofnuninni. Fólk sem hefur ekkert að borða og er sagt að það geli komið til félags- málastofnunar eftir þrjár vikur, það hefur ekkert á meðan. Fólk er auð- mýkt á öllum vígstöðvum, það fær ekki einu sinni það sem það á rétt á. Guðmundur: Nú er farið að gefa súpu.. . Sigríður: Já, þetta er orðið eins og í Ameríku. Þegar Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra, segir að þetta lagist ekki fyrr en EES tekur gildi þá skil ég ekki hvað hún er að fara. í Evrópu eru tíu milljónir at- vinnulausra. Leifur: Við erum að tala hér um atvinnuleysisbætur upp á 46 þúsund krónur á mánuði. En þeir sem eru á berstrípuðum taxta fá ekki miklu tneira. Dagsbrúnannaður á hæsta taxta hjá okkur, sem starfar á stórum sjö til átta þúsund manns og þetta at- vinnulausa fólk á sama rétt til að lifa og við hin. Verkalýðshreyfingin verður að taka á þessu máli og við verðum að nota janúar til að stilla saman krafta okkar og nota allar lög- legar aðferðir til að breyta þessu ástandi. Alþýðan hefur ekki efni á ríkis- stjórninni Blaðamaður: Benedikt Davíðs- son, forseti ASÍ, sagði í sjónvarps- viðtali fyrir skömrnu að hann gæti vel hugsað sér að taka þátt í því að koma ríkisstjóm frá sem væri and- stæð verkalýðshreyfingunni. Rökin á móti þessu sjónarmiði eru að þjóðin hefur kosið þessa stjómmáiaflokka lil að fara með ríkisstjómarvald. Guðmundur: Þessi ríkisstjóm á að fara frá. Það er í sjálfu sér ekki markmið að koma ríkisstjóminni frá, heldur að hafa áhrif á afgreiðslu mála og þótt ein ríksstjóm fjúki þá er engin eftirsjá í þvt. Okkar kjör ráðast ekki í samningum við atvinnurek- endur, kannski að minnstu leyti þar. Öll okkar stærstu kjaratnál hafa komið í gegnutn löggjafann sem hef- ur hlustað á kröfur verkalýðshreyf- ingarinnar á mörgum sviðutn. Stjómarflokkarnir fóru ekki út í þessar kosningar með það á stefnu- stjóra. Það er ekki markmið verka- lýðshreyfingarinnar að standa fyrir stjórnarskiptum, en það getur verið nauðsynlegt. Leifur: Engin stjómmálaskoðun er svo heilög að ekki megi hafna henni fyrir hagsmuni verkalýðsins. Sigríður: Það er engin ástæða fyrir verkalýðshreyfinguna að gang- ast inn á trúarbrögð ríkisstjómarinn- ar. Fólkið í landinu hefur byggt upp þetta þjóðfélag, en ekki ríkisstjómin. Ef ríkisstjórn reynir að eyðileggja þetta þjóðfélag verður að koma henni frá. Eiríkur: Aðstoðannaður forsæt- isráðherra sagði við okkur að að- gerðir ríkisstjómarinnar snerust ekki unt peninga heldur prinsipp. Sigríður: Það var Ólafur Davíðs- son sem sagði þetta þegar við rædd- um um velferðarkerfið. Prinsippið var það að þegar við vorum búin að semja um að ekki skyldi hróflað við velferðarkerfinu þá skrúfuðu þeir í sundur lappimar á rúmum gamal- menna og sendu þau á Vífilsstaði. Prinsippið var að loka sjúkradeildum til að sýna að Jreir hefðu valdið. Guðrún: Islensk alþýða hefur ekki efni á að hafa þessa ríkisstjóm lengur. Hún var kosin á allt öðrum forsendutn heldur en hún hefur starf- að á. Það eru fordæmi fyrir því að þegar ríkisstjóm hefur gengið of svíkja allt sem lofað var í kosningun- um. Skattar hafa hækkað og þeir lof- uðu stöðugleika, en hvaða stöðug- leiki er það þegar 500 manns missa vinnuna í hverjum mánuði. Verka- lýðshreyfingin getur aðeins farið út í baráttu, hún hefur ekki efni á öðru. Sigríður: Fólk hefur engu að tapa. Það er alltaf verið að hóta, það á að taka barnabætur af fólki, hækka lyfin, hækka skatta og svo má áfratn telja. Okkur er sífellt hótað til að halda okkur í hræðslu og óvissu, en fólk lætur ekki bjóða sér þetta leng- ur. Eina von okkar er að öll verka- lýðshreyfingin standi saman. Blaðamaður: Er von til þess? Eiríkur: Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það. Stjómvöld reyna að vísu alltaf að setja eitthvað fram sem splundrar samstöðunni. Við verðutn bara að sýna þá skynsemi að láta rík- isstjómina ekki komast upp með slíkt. Leifur: Ef við snúum okkur ekki að þessurn málum strax eftir áramót eru við illa stödd. Verkalýðshreyf- ingin verður að standa saman sem einn maður, annars verður valtað yftr okkur. Guðmundur: Það er andskotans ábyrgðarleysi að láta þetta yfir okkur ganga án þess að bregðast við með öllum t'áðum. Páll Vilhjálmsson

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.