Vikublaðið - 30.12.1992, Síða 12

Vikublaðið - 30.12.1992, Síða 12
VIKUBLAÐIÐ 12 Miðvikudagur 30. desember 1992 I minningu Þorbjamar Magnússonar Horfinn er af heimi framúrskar- andi félagi og fagurkeri ljóðsins um leið. Mér þykir hæfa hér að helga hinum sanna sósíalista örfá fátækleg kveðjuorð en fyrst og fremst bera fram nokkur orð hans sjálfs - orð sem eiga við í dag ekki síður en þeg- ar þau voru ort. Þorbjörn vinur minn var bundinn hjólastól um áratugaskeið, en erfiða fötlun bar hann fágætlega vel, ekki síst eystra í algeru aðstöðuleysi. hann kenndi sig jafnan við æsku- heimilið í Hlíðinni, Mássel, og mjög sterkar taugar bar hann til æsku- stöðvanna alla tíð. Hann var afar góðum gáfum gæddur, vænn verkmaður, dáðríkur drengskaparmaður og dágott skáld. Hugsjón hans um mannúð, jafn- rétti og jöfnuð var styrk og sterk og liðsmaður var hann drjúgur í okkar sveit eystra sem hér. I minningu míns góða vinar bið ég um birtingu þessa ljóðs. Ljóð til næturinnar Fagnandi leita ég faðmlaga þinna, friðsæla, dulheiða júnínótt. Laugaðu sál mína, láttu mig finna lœknandi mátt þinn - svæfðu mig rótt. Vaggaðu draumsjónum vonanna minna, veittu þeim þrek til aðfórna sér. Þjáður í hjarta ég þrái að inna þrekraunir lífsins afhöndum mér. Stari ég hrœrður í stjamhvolið heiða, strengir míns hjarta fá dýpri hljóm. Kliðmjúkir tónarnir sál mína seiða og sœtta mig betur við lífs míns dóm. Þú hefur gefið mér gleymskunnar munað, grœðandi höndum bundið mín sár. Látið mig finna þann Ijúfa unað sem lífið á handan við blóð og tár. Leiddu hvert barn þitt sem langar að gleyma, lyftu þeim smœstu, sem skortir þrótt. Fylgdu þeim yfir til fegurri heima, fœrðu þeim hamingju, góða nótt. Þ.M. Og ekki er síðra ljóð hans við lýð- veldistökuna. Mætti það ekki eiga erindi við okkur? Döggvar á stráum, drúpandi höfði dreymdi hin ungu blóm. Blátœran vafði blíðumfaðmi bernskunnar helgidóm. Léku við ströndu lognvœrar öldur Ijóðrœnan tónaseið. Loftið var þrungið afljúfri angan, landið í draumi beið. Draumsvanir flugu drifhvítum vœngjum djúpt í heiðanna ró. Handan við fjöllin og himinblámann hamingja þeirra bjó. Á hljómkviðu vorsins, heit af gleði, hlustaði þjóðin öll. Island er vaknað af aldanna svefni, ómaði um byggð ogfjöll. Sigur var unninn, sólvefjum slunginn söngur hjartnanna steig. Heimkomin þjóðin, hljómþyrst bergði hamingju sinnar veig. Þ.M. Fáein ljóðbrot valin úr mætu safni þar sem merlar á margt gullkornið. Far heill, félagi og vinur. Helgi Seljan Myndin var tekin á Púlsinum um daginn. Ríkísstjómarblús Það er ekki ofsögum sagt að nú- verandi ríkisstjórn á ekki miklurn vinsældum að fagna meðal þjóðar- innar. Enda hefur hún að undan- förnu boðað eintóman „blús“; skattablús, niðurskurðarblús og vandræðablús af öllu tagi og ræður ekki neitt við neitt. Hún er gersam- lega farin út af laginu og hefur gleymt í hvaða tóntegund hún sagð- ist ætla að spila. Hún er sem sé orðin rammfölsk. Ef hún hefði hinsvegar æft sig betur heima og stundað sitt spil af dugnaði og eljusenti væri bjartara framundan. Ríkisstjómin hefði átt að taka Guðmund Péturs- son, gítarleikarann góðkunna, sér lil fyrirmyndar, þá væri „blúsinn“ hennar hreinn, tær og tilfmninga- næmur eins og hjá honum. Guðmundur er einn þeirra ungu manna sem kunna sitt fag og hann er á heimsmælikvarða á sínu sviði. Blúsmaður fram í fingurgóma. ^éssgfássiösisisss/s o&xss* cgf észsis&ssiösisisss/i ö^ss/s sss& cgs físásss* Mensk framleiðsla eykur atvinnu - Kaupum íslenskt á nýju árí HANS PETERSEN HF

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.