Vikublaðið


Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 1
Samstaða Alþýðubandalagið er einhuga um að núverandi kvótakerfi sé óásættanlegt. Jóhann Ársælsson heldur áfram umræðunni um fiskveiðistefnuna. Sjá bls. 13 Konan og haflð Húsmóðir varð sjómaður sem varð útgerðarntaður sem varð fiskverkandi og sjálfstæður útflytjandi eftir að hafa klofið sig úr SÍF. Baksíða Síldin og Sigló Siglfirðingar gera enn út á sfld- ina. Núna er það minningin um ævintýrið sem fær blóðið til að renna hraðar og líf færist yfir bæinn. Bls. 8 27. tbl. 2. árg. 16. júlí 1993 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Ríkisendurskoðun þorði ekki Iskýrslu Ríkisendurskoðunar um fjárhagsleg samskipti Hrafhs Gunnlaugssonar við ýmsar opinberar stofnanir og sjóði er komist að þeirri nið- urstöðu að Hrafh hafi ekki gerst brotlegur við lög. Þó ríkisendurskoðun sé hvorki dómstóll né rannsóknarlögregia, virðist hún sjálf hafa skilgreint verk sitt á því sviði. Með því dregur hún athyglina frá ineginviðfangsefni sínu sem átti einmitt að vera að kanna fjárstreymi til Hrafns úr opinberum sjóðum og með hvaða hætti það hefur átt sér stað. Enda hefur hvorki Hrafn né fjölmiðlar á borð Morgunblaðið látið ónotað Stór listamiðstöð fyrir lítið fé Gömlu KEA-húsin í Grófargili á Akureyri hafa glæðst lffi á ný eftir nokkurra ára vanhirðu. Með samstilltu átaki hafa Akureyr- ingar byggt upp listamiðstöð í kaupfélagshúsunum þar sem einu sinni var mjólkur- og kjötvinnsla, sápugerð og margt fleira. Menningarsmiðjan hefur aðeins kostað bæjarsjóð um 90 milljónir króna. A forsíðu Norðurlands, blaðs Al- þýðubandalagsins á Akureyri, var fyrir sfðustu sveitarstjómarkosn- ingar reifuð sú hugmynd að glæða Grófargilið lífi að nýju. Húsin voru flest byggð á fyrri hluta aldarinnar og höfðu þjónað sínu hlutverki; KEA hefur flutt starfsemina í hent- ugra húsnæði í útjaðri bæjarins. Hugmyndin gekk út á að gera Grófargilið að miðstöð lista og menningar. Þar mætti hafa „vinnustofur og ým- iskonar handverk- stæði, lidar verslanir sem seldu vandaða handunna muni [og] listasafii, sýningar- sal“ og líka „vinnu- stofuíbúðir fýrir myndlistarmenn, rit- höfunda og tónlist- armenn.“ Þremur árum síð- ar er hugmyndin orðin að vemleika og höfundur grein- arinnar, Guðmund- ur Armann Sigur- jónsson myndlistar- maður, átti ekki ódrjúgan hlut að máli. Hann er for- maður Gilfélagsins og hefur tekið virkan þátt í uppbygging- unni. Bæjaryfirvöld höfðu frumkvæði í málinu og umsjón með ffamkvæmdum. - Bærinn keypti kaupfélagshúsin og seldi síðan hluta þeirra tíl einstak- linga. Gilfélagið fékk hluta húsnæðis- ins til ráðstöfunar og bæjarfélagið tekur afganginn til sinna Framkvæmdagleðin í Grófargili sló á bölsýnina, segir Pröstur Asmunds- son fonnaður menningarmála- nefndar Akureyrar. nota, segir Þröstur Ásmundsson formaður menningarmálanefndar Akureyrar. - Þetta var háfgerð draugagata á tímabili. Húsin vom orðin ljót og ótækt að hafa þetta svona í mið- bænum, segir Þröstur. - Effir að ál- versdraumurinn var úti vildu sumir meina að allt væri að fara til fjand- ans. Framkvæmdirnar í Grófargili hafa slegið á þessa bölsýni. Gilfé- Iagið hefur skipulagt sjálfboða- vinnu og það hefur dregið úr kostnaði við framkvæmdirnar, sem aðeins nemur 90 milljónum króna og em þá húsakaupin talin með. Listamiðstöðin er ekki fullbúin en hún er óðum að taka á sig form og verður miðpunktur Listasum- arsins á Akureyri sem hófst í júlí og stendur yfir til ágústloka. tækifærið til að benda almenningi, upphaflegum eigendum þessara 140 milljóna sem Hrafn hefur þegið, á að málið sé búið og hafi reyndar aldrei verið til. Engu að síður er Bleik bragðið svo mjög, að Ríkisendurskoðun kemst ekki hjá því að vetkja athygli á að hæfisreglur stjórnsýslunnar hafi verið þverbrotnar æ ofan í æ, einkum í Kvikmyndasjóði. A sama tíma og Hrafh sat þar í stjórn fékk hann lungann úr þeirri 91,5 millj- ón króna sem til hans hefúr mnnið úr þeim sjóði - og á sama tíma og hann sjálfur gerði athugasemdir við hæfi annarra án þess nokkurn tíma að vefengja sitt eigið. Hafa ber í huga að í skýrslu Ríkisendurskoðunar er ekkert fjall- að um aðrar sérreglur sem virðast gilda þegar Hrafn á í hlut, svo sem vegna ffamkvæmda hans við hús sitt á ffiðlýstu svæði á Laugar- nestanga sem borgaryfirvöld hafa látið óátalin. Sjá nánar á bls. 3. Atvinnulíf í Eyjafirði Vikublaðið er að þessu sinni að verulegu leyti helg- að nýsköpun í atvinnulífi við Eyjafjörð og verður blaðinu af því tilefni dreifit í hvert hús á Eyjafjarðarsvæðinu. Ibúum á þessu svæði er jafnffamt boðið að fá kynn- ingaráskriff að Vikublaðinu í einn mánuð án endurgjalds. Hafið samband við af- greiðslu Vikublaðsins í síma 91-17500. Vasapeningunum haldið niðri Vi rasapeningar sem greidd- ir eru til fólks á sjúkra- stofinunum og dvalar- heimilum hafa ekkert hækkað í rúmlega tvö ár, eða síðan í apríl 1991. Upphæðin nemur 10.170 krónum á mánuði og er yfirleitt eina ráðstöfunarfé þessa fólks, því hfeyrisgreiðslur frá Trygg- ingastofhun og tekjutrygging þess rennur beint til viðkomandi stofnana. Láglaunabætur, jólabónus og or- lofsuppbót sem leggjast ofan á líf- eyrisgreiðslumar em því líka tekn- ar upp í dvalarkostnað, meðan vasapeningamir em látnir standa í stað. Nú í júli Iögðust 28% láglauna- bætur ofan á tekjutryggingu og í á- gúst verða lífeyrisþegum greiddar orlofsuppbætur sem nema 20%. Desemberuppbótin, eða svokallað- ur jólabónus, nemur 30% og í des- ember koma einnig til útborgunar 28% láglaunabætur. Þeir sem dvelja á sjúkrastofnun- unum og dvalarheiinilum njóta í engu þessara uppbóta, þó tilgangur þeirra sé að auka ráðstöfúnarfé líf- eyrisþega og bæta þeim upp lágar tekjur eins og almennu láglauna- fólki. Að sögn Astu R. Jóhannes- dóttur, upplýsingafulltrúa Trygg- ingastofnunar, berst mikið af kvörmnum þessa dagana til stofú- unarinnar vegna vasapeninganna, enda hafa þeir rýrnað veralega að raungildi síðustu tvö ár. á mann miðað við 4 í bíl og 32.200 kr. á mann miðað við tvo í bíl. Innifalið í verði: Flug, bíll í A flokki í eina viku, ótakmarkaður kílómetrafjöldi, kaskótrygging, flugvallaskattur, forfallagjald og innritunargjald í Keflavík. Barnaafsláttur 2-11 ára 4000 kr. Samviniuiferúir Lantisýn Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 -69 10 10* Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 -2 77 96/69 10 95 «1616x2241 • Hótel Sögu við Hagalorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Halnartjörður: Reykjavíkurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55 Keflavik: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Símbréf 92-13 490 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Símbréf 98 -1 27 92 OATfiAS-*

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.