Vikublaðið


Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 16

Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 16
Munið áskriftarsímann 17500 Konan sem hafið hampaði s Olafsfirði býr kona sem fyrir rúmum áratug var tæplega fertug, heimavinnandi og móðir fjögurra stráka. Elstu strákamir vildu skellinöðru en mamma gerði samning við þá um að þau í félagi keyptu trillu og gerðu út, svona sér til skemmtunar. Núna er tóm- stundaiðjan orðin að fyrirtæki sem veltir rúmlega 300 milljón- um króna á ári. Konan heitir Sæ- unn Axelsdóttir og hún og strák- amir em enn að. Um áramótin kom pabbinn, Asgeir Asgeirs- son, í fullt starf hjá fyrirtækinu Sæunni Axels hf. sem gerir út línuskip, verkar saltfisk og hefur „útibú“ í Noregi. Fjölskyldan ldauf fyrirtækið úr SÍF og tókst það sem fæstir bjuggust við; að ná markaði fyrir eigin fram- leiðslu. Sæunn hafði aldrei farið á sjó þegar hún og strákarnir keyptu plastbát frá Mótun hf., svokallaðan færeying, árið 1980. Það var heldur ekki ætlunin að gera annað með trilluna en að gutla eitthvað í firð- inum. En það hljóp hugur í mæðginin þegar Kristján OF 51 var kominn á flot og tóm- stundagamanið snerist upp í metn- að að ná góðum afla. Þau voru líka fiskin og þó enginn hafi enn getað skýrt það hvers vegna sumir draga fleiri fiska úr sjó en aðrir þá er þekkt samhengið á milli dugnaðar þeirra sem sjóinn sækja og afla- hragða. Þegar fisk var ekki að fá við ströndina reyndu Sæunn og strák- arnir fyrir sér við Grímsey og smndum fóru þau undir Kolbeins- ey, en þangað er átta tíma sa'm. Túramir gátu verið þetta tveir til þrír dagar. Þetta var sumarvinna strákanna Asgeirs Loga, Axels Pét- urs og Frímanns, en sá yngsti, Kristján Ragnar, var þriggja ára þegar ævintýrið hófst. Þrem árum seinna var sá stutti kominn um borð og rótfiskaði á handfærin þótt hann næði vart upp - hótelið þitt fyrir borðstokkinn. Þau höfðu að- stöðu í gömlum skúr við höfhina og verkuðu fiskinn sjálf, spyrtu í skreið á Nígeríumarkað. Þegar skreiðin féll í verði tók Sæunn það til bragðs að verka í saltfisk. - Þó hafði ég varla séð saltfisk áður, seg- ir hún. Uppgjörið við SÍF Það aflaðist vel á Kristján OF og gott verð fékkst fyrir fiskinn. Fjöl- skyldan ákvað að festa kaup á annarri trillu, nokkru stærri, og gerði þær báðar út með tvo í áhöfn á hvorri. Þau bættu líka aðstöðuna í landi og byggðu fiskverkunarhús árið 1985. Allt kostaði þetta pen- inga og til að fá upp í fjárfestinguna fór Sæunn með stærri bátinn á vetrarvertíð í Grímsey. Hún fékk þrjá menn til að vera með bátinn og saltaði sjálf aflann í landi. Elstu strákamir vom í skóla og þann yngsta hafði Sæunn með sér í Grímsey. Umsvifin jukust ár frá ári. Arið 1989 keyptu þau nýtt húsnæði og ári seinna línuskipið Asgeir Frí- mann. Það gekk ekki andskotalaust að fá leyfi fyrir skipinu. Það var óvenjulegt að sækja um innflutn- ingsleyfi fyrir sérhannað línuskip þar eð slík skip höfðu ekki verið gerð út ffá Islandi áður. I ofanálag var umsækjandinn trilluútgerð með konu í forsvari. Sæunn Axels félck að kenna á vantrú manna á getu og framtakssemi kvenna. - Menn trúðu ekki á þetta. Við vomm ekki fyrr búin að uppfylla eitt skilyrði en þeir fundu upp á öðm, rifjar Sæunn upp. Þau fengu þó leyfi fyrir skipinu og það hefur staðið fyrir sínu sem sést best á því að aðrar útgerðir hafa í kjölfarið orðið sér úti um sérhönnuð línu- skip. Það reyndi á þolrifin að þvæl- ast trekk í trekk í bæinn til að fá leyfi fyrir kaupunum á Asgeiri Frí- mann. Það málastapp bliknar samt sem áður í samanburði við uppgjör Sæunnar við Samband íslenskra fiskframleiðenda, SIF. Sæunn vill ekki segja margt annað um við- skilnaðinn við SIF en að hún hafi ekki getað unnið með á- kveðnum mönnum. Jafnvel þeg- ar maður nuddar í henni segir hún það eitt að saltfiskmarkað- urinn sé grimmur og menn verði að halda vöku sinni. Skömmu síðar opnast flóðgátt, röddin verður eilítið hás og hún grípur báðum hönduin um stól- röndina á eldhúskollinum eins og til að varna því að hún stökkvi á fætur. - Það gengur ekki að um- gangast okkur eins og skynlaus- ar skepnur. Þeir voru að spila með mína lífsafkomu og áttu ekk- ert með það að setja okkur út í horn. Þetta var hroki og yfirgangur hjá SIF. A meðan hún talar er hægt eitt andartak að skynja járnbent stoltið og ósveigjanlegt sjálfstæðið sem ásamt athafnaorkunni gerir Sæunni að því sem hún er. Fjölskyldan safnar liði Þeir eru fáir sem hafa boðið SIF birginn og staðið uppréttir á eftir. Og þó að samtökin hafi ekki lengur formlega einokun á saltfiskútflum- ingi þá gera menn sér það ekki að leik að egna SIF upp á móti sér. Enginn kostur var góður. Annað hvort var að fara úr SIF og leggja ffamtíð fyrirtækisins að veði eða að þrauka í samtökunum og láta það yfir sig ganga sem ákveðið var í höfúðstöðvunum. - Ef þú sofnar fullur af gremju og vaknar fullur af gremju og það nagar þig að innan þá émr það þig upp. Þannig lýsir Sæunn tilfinn- ingum sínum þegar hún braut heil- ann um hvað kúrs hún ætti að taka. Teningunum var kastað. I febrúar 1992 sagði Sæunn sig úr SIF. Kveðjurnar sem hún fékk ffá sam- tökunum voru: Þú kemur aftur og sleikir á okkur skóna, eins og hinir sem hafa reynt að standa á eigin fómm. Sæunn vissi að það kostaði bar- áttu að taka afurðasöluna í sínar hendur. Margir hafa farið flatt á því að selja saltfisk beint til er- lendra kaupenda og tapað öllu sínu. Aður en Sæunn tók ákvörðun um að hætta í SIF talaði hún um það við eiginmann sinn, Asgeir As- geirsson, og strákana. - Þeir smddu mig, segir hún. Þegar skrefið var stigið varð fjöl- skyldan að endurskipuleggja sín mál. Þrír elstu strákarnir voru farn- ir að heiman en þrátt fyrir erlið við að byggja upp fyrirtæki höfðu Sæ- unn og Asgeir kappkostað að koma bömunum til mennta. Þeir luku stúdentsprófi og fóru á unglingsár- unum sem skiptinemar til útlanda. I fyrravemr var Axel Pémr við nám í kvikmyndagerð í Frakklandi, Frí- mann lærði lögfræði í Háskólanum og Asgeir Logi lagði smnd á sjávar- útvegsffæði í Tromsö í Noregi. Fjölskyldan lagðist á eitt til að það mætti takast að koma saltfiski frá Sæunni Axels hf. á markað í út- löndum og láta ekki kveðjur SIF- manna verða að áhrínsorðum. Axel Pétur tók sér ffí frá kvikmynda- gerðanáminu og hafði með hönd- um sölumálin erlendis. Frímann lagði lögfræðiskmdd- urnar á hilluna í bili og tók að sér umsjón útflutningsins frá Reykja- vík auk þess sem hann kaupir hrá- efhi á fiskmörkuðum fyrir sunnan og sendir heim í Olafsfjörð til verkunar. Sæunn metur allan sinn fisk sjálf og er stt'f á matinu. Hún leggur memað sinn í að senda að- eins frá sér gæðaafurð. Hráefnið er eingöngu línufiskur, sem að hluta kemur frá línuskipinu Ásgeiri Frí- manns og að hluta af á fiskmörkuð- um. Alúðin sem Sæunn leggur við verkunina skilaði sér þegar hún fór að selja fisk í eigin nafni. Axel Pét- ur reyndist lúnkinn sölumaður og síðast liðið sumar fór fiskur ffá Sæ- unni Axels hf. til Brasilíu, Portúgal, Spánar, Frakklands, Grikklands og Italíu. I Noregi fór Asgeir Logi á stúfana og keypti hlut í fiskverkun í Andenes í Norður-Noregi. Afli úti fyrir Noregi er að aukast og fjölskyldan mat dæmið þannig að saltfiskinn sem verkaður væri þar mætti selja i gegnum sama sölukerfi og þann ólafsfirska. Sæ- unn fór til Noregs í janúar í vemr til að aðstoða Ásgeir Loga sem stýrir fyrirtækinu. - Norðmenn eru 30 til 40 árum á eftir okkur í saltfiskverkun. Þeir hafa eingöngu selt á Portúgal á lægsta verði enda með lélegustu gæðin. En við erum að ná tökum á þessu og tekist að bæta ffamleiðsl- una verulega, segir Sæunn. Þegar fjölskyldan keypti fiskverkunina sögðu sumir að það væri ósæmilegt að flytja út þekkingu íslendinga á saltfiskverkun og kenna Norð- mönnum sem síðan kepptu við okkur á sömu mörkuðum. - Það væri glópska að flengjast um Noreg og kenna þeim okkar vinnubrögð. Það er heldur ekki ætlunin. Við kennum okkar fólki að vinna fiskinn og hleypum ekki hverjum sem er að, fúllyrðir Sæ- unn. Allt sem við gerum Um síðustu áramót kom Asgeir Asgeirsson í fullt starf hjá Sæunni Axels hf. Hann starfaði áður hjá út- gerðarfyrirtækinu Sæbergi í Olafs- firði. Ásgeir sér um skrifstofuna og bókhaldið. Það má segja að hringnum hafi verið lokað þegar Asgeir tók við skrifstofunni því þá var öll fjölskyldan komin á launa- skrá fyrirtækisins. Reyndar var það fyrst í fyrra að Sæunn fékk fast kaup og hún segist fá svona rúm- Iega verkamannalaun. Þegar mað- ur spyr hvort það sé nálægt hund- raðþúsundkalli tekur hún því ekki fjarri. Hún vaknar klukkan fimin á morgnana til að baka bakkelsi fyrir starfsfólkið sem telur um 20 manns. Sæunn leggur töluvert upp úr því að starfsfólkið hennar sé á- nægt í vinnunni. Og hún skúrar sjálf gólfin. Þegar hún er spurð hvað reki hana áfram segist hún ekki vita það. Hún þurfi bara alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og það hafi verið tilviljun að hún fór út í útgerð og fiskvinnslu. Svo hefúr hún afslappað viðhorf til umsvif- anna. - Þetta er upp og niður í sjávar- útvegi. Ef þetta gengur ekki þá bara hætti ég. Hún leynir þó ekki stoltinu þegar uppgjörið við SIF ber á góma. - Við höfum verið í þessu af lífi og sál. Reksturinn hefur fært okkur mikla gleði, eklci síst að segja okkur úr SIF og láta það takast. Allt sem við gerum reynum við að láta blessast, en ef það tekst ekki þá veltum við okkur ekki upp úr mis- tökunum. En hvað nú? Sæunn vill á sjóinn. Hún sjá sjónvarpsmyndina um trillukarlinn þar sem Arni Tryggva lék sjálfan sig og fékk gæsahúð. Trillan sem var upphafið að þessu öllu er í láni útí Grímsey og Sæunn gemr ekki beðið efdr því að komast á skak. Hún dregur andann djúpt og andvarpar sælubrosi. Hafið heillar. pv Breski íhaldsflokkurinn hafnar Thatcherismanum Ríkisstjóm John Majors í Bretlandi ætlar að taka virkan þátt í uppbygg- ingu atvinnulífsins þar í Iandi og hafnar stefnu afskiptaleysis sem einkenndi stjómarár Margrétar Thatchers, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Atvinnumálaráðherra Breta, David Hunt, lýsti yfir á fundi með íhaldsmönnum í Oxford fyrr í þessum mánuði að umræðunni um hvort ríkisvaldið ætti að skipta sér af þróun atvinnulífsins væri lokið. Hunt boðaði „félagslega mark- aðsstefnu" þar sem ríkisvaldið tæki höndum saman við stjórnendur fyrirtækja með það að markmiði að bæta rekstrarskilyrði þeirra. Sam- kvæmt því eiga fyrirtæki að taka á sig aukna ábyrgð á starfsmönnum og félagslegu umhverfi. Atvinnumálaráðherrann sagði að stefna Thatchers hafi átt við á síð- asta áratug en áhersluatriðin nú væru ábyrgð, valfrelsi og samvinna. Stefnubreyting breska Ihalds- flokksins nær einnig til Evrópu- mála. Ríkisstjóm Majors er mun hlyntari evrópskri samvinnu en Thatcher var. A fundinum í Oxford lagði David Hunt áherslu á að Ihalds- flokkurinn ætti margt sameiginlegt með hægriflokkum á meginlandi Evrópu, sérstaklega Kristilegum demókrötum í Þýskalandi. I Bretlandi er ræða Hunts túlkuð sem endanlegt uppgjör íhalds- manna við Margréti Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, sem hélt um stjórnartaumana í rúman áratug. pv/The Sunday Times Margréti Thatcher er endanlega úthýst úr lhalds- flokknum.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.