Vikublaðið


Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 13

Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 13
VIKUBLAÐIÐ 9.JÚLÍ 1993 SJá¥arát¥egnriim 13 Miðstjórnarfundurinn og sjávarútvegsstefnan: Yfirgnæfandi samstaða Afundi miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins á Sauðárkróki 12.-13. júní urðu töluverðar umræður um sjávarútvegsmál og samþykkt ályktun sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Frá- sagnir fjölmiðla og einstaklinga sem tóku þátt í störfum fundarins hafa verið ósamhljóða og gefið al- menningi mismunandi myndir af því sem gerðist og mikilvægi þeirr- ar stefnuinörkunar sem í ályktun- inni felst. Miðstjómin ítrekaði samþykktir síðasta landsfundar. I þeirri sam- þykkt var þeim dómi landsfundar- fulltrúa lýst að stjórnkerfi fiskveiða hefði brugðist og og brýnt væri að ná samstöðu með þjóðinni um heildstæða stefhu í sjávarútvegs- málum. Sérstaklega var fjallað um sam- eign þjóðarinnar á fiskistofnum. Vegna umræðunar í kjölfar fundar- ins er rétt að leggja áherslu á að í Alþýðubandalaginu er yfirgnæf- andi samstaða um að það ígildi eignarréttar á fiskistofnunum sem felst í núgildandi aflamarkskerfi sé gersamlega óásættanlegt. Það er samstaða í Alþýðubandalaginu um að núgildandi kvótakerfi sé ónot- hæft til frambúðar nema því verði stórlega breytt. Deilt um skammtíma- lausn. I ályktun iniðstjórnar er klausa þar sem fúndurinn leggur áherslu á eftirfarandi. „Að meðan á endurskoðun fisk- veiðistefhunnar standi yfir verði tekið á þeim vandamálum sem ffjálst framsal kvóta hefur skapað með reglum sem takmarka það, m.a. þannig að forkaupsréttur sveitarfélaga verði einnig látinn ná til aflaheimilda en ekki einungis til skipa og athugað verði hvort afla- heimildir skuli renna til ríldsins við gjaldþrot til nýrrar ráðstöfunar með tilliti til atvinnusjónarmiða. Einnig verði núverandi kerfi fisk- veiðistjórnunar strax breytt á þann veg að skorið verði á tengslin milli veiðiréttar og nýtingarréttar þann- ig að útgerðin verði skylduð til að selja fiskafla á innlendum fisk- mörkuðum, nema hann fari beint til innlendrar vinnslu." Aftar í ályktuninni stendur efdr- farandi: „Að strax verði hafist handa við mótun framtíðarstefnu í stjórn fiskveiða í nánu samráði allra stjórnmálaflokka og hagsmunaað- ila og stefht að því að lögfesta nýja fiskveiðistjórn og grundvöll nýrrar sjávarútvegsstefnu fyrir lok næsta fiskveiðiárs." I fyrri málsgreininni var upphaf- lega lagt til að framsal kvóta yrði strax afnumið en að útgerðin fengi sérstakt aðlögunartímabil að breyttri fiskveiðistjórn, þrjú til fjögur ár. Um þetta varð ágrein- ingur, þ.e.a.s. hvaða ástand ætti að ríkja tímabundið þar til nýsldpan í stjórn fiskveiða tæki gildi. Þessi ágreiningur var síðan túlk- aður í fjölmiðlum og skilinn af inörgum eins og að þarna hefðu farið fram átök um hvort það ætti að vera framtíðarstcfha við stjórn fiskveiða að kaupa og selja veiði- heimildir. Þetta er afskaplega óheppilegur misskilningur sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Þarna var verið að ræða um fyrirkomulag sem átti að gilda til bráðabirgða og eðlilegt að urn það yrði ágreining- Jóhann Ársælsson ur hvort ætti að gera þær brcyting- ar sem þarna voru lagðar til sem millistig þar til nýskipan kæmist á við stjórn veiðanna. Takmarkanir á óeðlileg viðskipti og brask í ályktuninni er tekin afstaða til margra mikilvægra mála en þing- flokkur og framkvæmdastjórn munu hafa með höndum nánari uinfjöllun og undirbúning þing- inála í ffamhaldi af því. Þau atriði sem snerta beint sjálft fiskveiðistjómunarkerfið munu ef þau ná fram að ganga takmarka mjög allt sem hægt er að kalla óeðlileg viðskipti eða brask með veiðiheimildir. Þau atriði sem þarna voru sam- þykkt og mesm máli skipta eru: Að öll þátttaka sjómanna í viðskiptum sem tengjast veiðiheiinildum verði bönnuð nema þeir séu eignaraðilar að viðkomandi útgerð. Þetta atriði niyndi koma í veg fýrir að útgerð- araðilar gæm eins og nú tíðkast lát- ið sjómenn standa undir kvóta- kaupum og einnig að kvótaeigend- ur geti látið fiska fyrir sig á óeðli- lega lágu verði á kostnað sjómanna. Það að skylda útgerðir til að selja fisk á innlendum markaði nema að hann fari beint til vinnslu í landi stuðlar líka að eðilegri verðmynd- un og styrkir hag sjómanna og fisk- vinnslu í landi. Þarna er þeirri hugmynd hreyft að við gjaldþrot fyrirtækja skufi veiðiheimildir renna affur til ríkis- ins. Þetta er mjög athyglisverð hugmynd sem leiðir hugann að hinni raunverulegu sameign þjóð- arinnar á auðlindinni og hversu mótsagnakennt það er að halda því fram annars vegar að þjóðin eigi auðlindina og hins vegar að út- gerðaraðilar geti veðsett þessi rétt- indi sem leiðir til þess að auðlindin fer á uppboð við gjaldþrot og verður gullnáma braskara sem auðgast á kostnað sjómanna og kvótalítilla útgerða. Aflaskerðingin á ncesta fiskveiðiári og viðbrögð við henni Tekin var afstaða til hvernig ætti að jafna niður aflasamdrættinum í þorskveiðum á næsta ári og sam- þykkt að miða skuli við að allur flotinn taki á sig sainbærilegar skerðingar í þorskígildum fyrir nú- gildandi og næsta fiskveiðiár. Þetta má gera með því að halda eftir nægilegum veiðiheimildum við úthlutun sem ásamt veiðiheim- ildum Hagræðingarsjóðs nægja til að uppfylla þessi markmið. Þetta er mikið réttlætismál. I fyrra var úthlutað með þeirn hætti að sumar útgerðir fengu uppí 6% viðbætur en aðrar upp í 8% skerð- ingar. Ef hugmyndir sjávarútvegs- ráðherra ná frarn að ganga bætist 9% skerðing ofan á þá sem fyrir mestu skerðingunni hafa orðið þannig að fjölmargar útgerðir munu sitja uppi með 16-17% sam- drátt á þessum tveim árum en aðr- ar sleppa án þess að þurfa að taka á sig nokkurn skell. Lagt er til að gert verði átak til að auka tekjur greinarinnar með því að auka sókn í vannýtta stofha. Rannsóknir á nýjum veiðislóðum verði stórauknar og stærstu og öfl- ugustu skipunum gert að veiða til- tekinn hluta ársins utan hefðbund- inna miða. Þarna er kveðið upp úr með mjög mikilvægt atriði, þ.e. að hið opinbera skuli hlutast til um að flytja sókn af hefðbundnum miðum en sótt skuli um leið meiri björg í bú af öðrum veiðislóðum. Allt of hægt hefur gengið í þessu efni og í ljósi þess ástands sem hef- ur skapast vegna samdráttar í þorskafla er fýllilega verjandi að hlutast til um málefni útgerðanna með þessurn hætti. Mikilvægt er, sérstaklega nú, að sá afli sem á- kveðið er að veiða berist að landi. Vegna kvótakerfisins er misbrestur á því í ýmsum tilvikum. Því er lagt til að ákvæði um aflakvóta á þeim tegundum sem ekki hafa verið að fullu nýttar verði tekin til endur- skoðunar, þau rýmkvuð eða kvót- inn aflagður svo sem í úthafsrækju. Þá er bent á ýmis atriði til að auð- velda og hvetja útgerðaraðila til þátttöku í útgerð utan landhelgi. I ljósi þeirra rekstrarerfiðleika sem sjávarútvegsfýrirtæki eiga við að glíma, sem er uppsafnaður vandi margra ára en líka nýr vandi vegna samdráttar í þorskafla, er lagt til að hið opinbera beitd sér fýrir fjár- hagslegri endurskipulagningu í sjávarútvegi með lengingu lána, að skuldum verði breytt í hlutafé eða víkjandi lán, ásamt því að nýtt fé, svo sem frá lífeyrissjóðunum, verði laðað að greininni. Oll eru þessi at- riði hugsuð til að taka á þeim bráða vanda sem nú er í sjávarútveginum og hefur skapast vegna aflasam- dráttar og er mun erfiðari viðfangs vegna þeirrar slæmu stöðu sem fýr- ir var í greininni. Ahyggjur af áhrifum veiðarfera á lífríkið Samþykkt var að leggja til að margskonar rannsóknir á fiski- stofnum, mismunandi veiðiaðferð- um og ólíkum útgerðarháttum á lífríkið í sjónum verði stórauknar og skoðað verði hvort setja eigi sér- stakar hömlur á veiðar með bom- vörpu, til dæmis að banna veiðar á grunnslóð á hrygningartímanum svo sem á Reykjaneshrygg þegar hrygningarfiskur gengur á miðin, að þær sæti sömu takmörkunum um páska og aðrar veiðar og að þær verði bannaðar innan 12 rnílna. Því miður er vitneskja okkar um þau mikilvægu atriði sem hér eru nefnd mjög takmörkuð og okkur sem lif- um á að nýta lífríkið í hafinu til mikils vansa að hafa ekki aflað okk- ur meiri þekkingar á þessu sviði. Hvatt til samstöðu um að vinnafiskinn í landi og styrkja pjónustu- greinar sjavarútvegsins Hvatt er til að ríkisvaldið, hags- munasamtök í sjávarútvegi, verka- lýðshreyfing og sveitarfélög taki höndum saman um framkvæmd landvinnslu-fullvinnslustefnu. I Alþýðubandctlaginu er yfirgnafandi samstaða um að það ígildi eignaréttar semfelst i núgildandi aflamarksketfi sé óáseettanlegt. Mynd: Einar Ola Þessi stefna á að hafa að mark- miði að þróa markaðsstarf, há- marka framleiðsluverðmæti sjávar- afurða, auka atvinnu og gæta byggðasjónarmiða eftir föngum. Aðstöðumunur fiskvinnslu í landi og úti á sjó verði jafnaður í þessu skyni. Starfsskilyrði þjónustugreina sjávarútvegsins verði bætt og sam- keppnisstaða skipasmíða jöfnuð. Á þessum sviðum eru fólgnir helstu möguleikar okkar til að vinna hratt bug á atvinnuleysinu, við eigum at- vinnutækin, fiskvinnslustöðvar, ffystihús og skipasmíðastöðvar. Þrátt fýrir allt tal um að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf okkar hljótum við að einbeita okk- ur að því sem augljóslega er væn- legast til skjóts árangurs. Lokaorð Það er mildð umhugsunarefni þegar ff éttir og túlkanir af umræðu eins og þeirri sem fór ffam á Sauð- árkróki rugla fólk í ríminu og um- ræðu um skammtímalausnir er ruglað saman við afstöðu í grund- vallaratriðum til eignarréttar á auðlindinni. Ef ályktun miðstjórnar frá Sauð- árkróki er lesin og sett í samhengi við þá umræðu sem hefúr farið ffam í Alþýðubandalaginu um sjáv- arútvegsmál er meiri ástæða til bjartsýni uin samstöðu en áður. Sjónarmið þeirra sem hafa tekið þátt í umræðunni hafa nálgast verulega sem sést best á því að ein- ungis var deilt um lausn sem átti að gilda í mjög takmarkaðan tíma. Þingflokkur og framkvæmda- stjórn verða nú að taka við og fýlgja eftir þeirri stefhumörkun sem þarna hefur farið fram. A lands- fundi í haust verður vettvangur til framhaldsumræðu og mats á þeirri þróun sem orðin er ffá síðasta landsfundi. Höfúndur er þingmaður Alþýðubandalagsins fýrir Vesturlandskjördæmi. Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá nafn á skáldsögu. - Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Kolffeyja. / 2 3 7 s í 3 ? 3 3 7 9 IO II 2 8 S? / 19- 3 2 V ur II /6 * 18 12 y 12 !<i 3 '5 20 13 21 V 22 L> 3 8 s? 7 19 17 té> 3 S? 23 2 3 13' S? 22 19 12 27 2 <o T~ T 23 19 12 sr 75 29 !& V 13 2t> 15 V S? 27- iú> 3 Zl !o s? II 12 IZ s? 15 23 8 20 6 28 (o 10 3 JT~ llo s? 25 22 2T~ V 9 TT~ 20 17 13 S? 2X 19 SP 13 // 17 Z SP 12 8 3 29 30 T~ V T~ 3/ V 17 Z 2/ 22 2 V 20 17 T~ V 2! 3 T~ 6 2/ T~ SP 77 25 15 15 $2 <3 & (o 3o 2 SP 2 T~ V 2 SP (o 10 23 1T~ 8 S? )l T~ iV )t> S? 17 21 15 23 SP 3 25 s? ú ZO " 0 2V- K V 17 12 /6 23 V 2V 19 6 3 7 3/ & 9 )/ lé> — A = 1 = Á = 2 = B = 3 = D = 4 = Ð = 5 = E = 6 = É = 7 = F = 8 = G = 9 = H = 10 = 1 = 11 = í = 12 = J = 13 = K = 14 = L = 15 = M = 16 = N = 17 = o = 18 = Ó = 19 = P = 20 = R = 21 = S = 22 = T = 23 = U = 24 = Ú = 25 = v = 26 = x = 27 = Y = 28 = Ý = 29 = Þ = 30 = Æ = 31 = Ö = II co

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.