Vikublaðið


Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 16.JÚLÍ 1993 Handverkskonur milli heiða s Ifyrra var það tilraun, núna al- vara. Um níutíu konur f Fnjóskadal, Bárðardal og Kinn, byggðunum milli Vaðlaheiðar og Fljótsheiðar, tóku höndum saman um að skapa sér atvinnu með fram- leiðslu og sölu á minjagripum. Þær kalla félagsskapinn Handverkskomir milli heiða og eru með höfuðstöðv- ar við Goðafoss. I fyrra gerðu konurnar tilraun tíl að selja framleiðslu sína í bráða- birgðahúsnæði við fossinn. Það gafst vel og bæði útlendingar og landinn sýndi vamingnum áhuga. Konumar gerðu viðeigandi ráð- stafanir, létu smíða fyrir sig hús á Mógili á Svalbarðsströnd og fluttu austur að Goðafossi þar sem þær stofnuðu hlutafélagið Goðafoss- markaðurinn í apríl í vor. I vetur var kraftur í framleiðsl- unni og handverkskonumar bjóða allar gerðir af lopavörum og muni unnum úr leðri, birki, grjóti og gleri. Framleiðslan byggir að hluta til á gömlum hugmyndum. Til dæmis er að finna á Goðafossmarkaðnum samskonar leikföng og börn til sveita hafa löngum sýslað með. Handverkskonurnar hafa opið alla daga vikunnar yfir ferða- mannatímann og kvörtuðu ekki undan aðsókninni þótt veðrið hafi ekki beinlínis leikið við ferðamenn á Norðurlandi í sumar. pv Þessar koiiur stóðu vaktina á Goða- fossmarkaðnum í síðustu viku: Frá vitistri Þóra Flosadóttir, Amý Garðarsdóttir, Hólmfrtður Eiríks- dóttir, Svanhildur Hermannsdóttir og Helga Erlingsdóttir. EFLUM ífLEIim /IUKUM ffmmu Búnaðarfélag Ólafsfjarðar Kálfsá Sæberg hf. Útgerðarfélag Aðalgötu 16, Ólafsfírði Bifreiðastöð Dalvíkur DBÖFN söluskáli ESSO SHELL Dalvík Bliki hf. Útgerðarfyrirtæki Ránarbraut 5, Dalvík Vandi smœðarinnar Katrín Þorstcinsdóttir framkvanndastjóri Teru: Vinnum jafnt ogþétt að vöruþróun og kynningu á framleiðslunni. @n | I r: Leðuriðjan Tera í Grenivík framleiðir flíkur og smávör- ur úr leðri. Þrjár konur hafa atvinnu af starfseminni sem hófst haustið 1987. Framleiðslan hefur líkað vel en smæð fyrirtækisins stendur því fyrir þrifum. Það kostar mikið að auglýsa og langtímaskipulagning í litlu fyrir- tæki er hlutfallslega dýr. I Teru hefur verið reynt að hafa jafnt hlut- fall á milli sérsaums og seríufram- leiðslu. Með þeim hætti verður framleiðslan jafnari og stöðugri. Seríuframleiðslan er seld í um- boðssölu og þá bætist við kostnað- ur sem gerir vöruna dýrari. Það er þess vegna freistandi að selja flíkurnar beint til viðskipta- vina, eins og hingað til hefur tíðkast. Við það myndast persónu- legt sambandi milli ffamleiðanda og kaupanda og það er styrkur lít- illa framleiðslufyrirtækja. Það kostar um 40 þúsund krónur að fá saumaðan leðurjakka eftir máli hjá Teru og dragtin leggur sig á um 60 þúsund krónur. Af- greiðslutíminn er um það bil ein vika. Katrín Þorsteinsdóttir tók við framkvæmdastjórn Teru í sumar, en hún er menntuð í hönnun og iðnrekstrarffæðum í Danmörku og á Akureyri. Hún segir það mikilvægt að fara ekki of geyst og reyna ekki að gera of mikið í einu. Markmiðið sé að vinna jafht og þétt að vöruþróun samhliða því að kynna almenningi framleiðsluna. fP Útboö Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygg- ingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboð- um í sjúkrakallkerfi í þjónustuíbúðir aldraðra við FurugerðiL Verkið felst í uppsetningu kerfis og árlegu viðhaldi. Verklok eru 30. október 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 29. júlí 1993 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 pv

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.