Vikublaðið


Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 16.JÚLÍ 1993 11 Ævintýrabœr í Þannig hljóðaði fyrirsögn á ferðamannabæklingi sem gefinn var út af ferðamála- ráði Siglufjarðar fyrir um tíu árum. Það má með sanni segja að vöxt- ur og þróun Siglufjarðar á síðustu hundrað árum séu heilt ævintýri. Ævintýri sem hófst þegar farið var að veiða sfld fyrir alvöru við strendur Islands. Þá var Siglu- fjörður lítið þorp á Þormóðseyri. Veruleg kaflaskil verða í sögu bæjarins árið 1903. Snemma í maí það ár sigldi norskt skip inn fjörð- inn með byggingarefni í fyrstu söltunarstöðina. Það varpaði akk- erum og smíðaviðnum var fleytt í land, því engin höfn var þá komin á Siglufirði. Skipið sigldi síðan aftur en eftir urðu þrír smiðir sem áttu að byggja löndunarbryggju, sölt- unarpall og birgðahús. Verkinu var lokið seint í júní. Þann 8. júlí kom síðan annað norskt skip með 60-70 tunnur af sfld. Sfldinni, saltd og tómum tunnum er skipað á land og söltun hefst. Konur eru nú í fyrsta sinn kvaddar út til söltunar. Þáttur skipstjórans Þama áttu sér stað vatnaskil nýja og gamla tímans. Hér voru ekki að- eins kaflaskil í atvinnulífi og at- vinnuháttum Siglufjarðar, heldur einnig í kjaramálum. Að aflokinni söltun var verkafólkinu greidd laun fyrir vinnu sína, þrátt fyrir að full- trúi verslunarinnar hafi boðist til þess að sjá um uppgjör við verka- fólkið með sama hætti og tíðkast hafði, með því að verslunin taki vinnulaunaféð en fólkið fái úttekt Horft yfir bceinn úr SigluJjarðarskarði. Siglufjörður hefur gengið í gegnum dýpri sveiflur en flestir aðrir bæir á landinu, ennú er atvinnulífið á hraðri uppleið. Mynd: Mariska van der Meer úr versluninni. En norski skipstjór- inn hafnaði þessari fyrirgreiðslu verslunarinnar. Og eins og segir í bókinni Brauðstrit og barátta eftir Benedikt Sigurðsson: „Norska skipstjórann, sem sat þama á sfld- arstampinu í lágnættinu um eitt- leytið í upphafi dagsins 9. júh' 1903 hefur sjálfsagt ekki gmnað að með því að hafna íhlutun og forsjá versl- unarinnar og afhenda fólkinu sjálfu aurana sem það hafði unnið fyrir um daginn væri hann að losa fyrsta steininn úr virkismúr aldagamals einokunarvalds og vígja byggðar- lagið nýjuin tíma.“ Þessu fyrsta sfldarævintýri lauk ekki fyrr en 65 ámm síðar. A þessu tímabili skiptust á skin og skúrir í atvinnulífi staðarins. Ibúatalan vex úr 414 árið 1903 í um 3.000 manns um 1940. Mikil uppbygging á sér stað. Byggðar em söltunarstöðvar og sfldarverksmiður. Siglufjörður verður á þessu tímabili oftast önn- ur mesta útflutningshöfn landsins. Árið 1948 er yfir 24% heildarút- flutnings landsins ffá Siglufirði. Fyrsti togarinn kemur svo til bæj- arins árið 1947. Með hnignun sfldveiðanna hnignaði bænum. Trúin á sfldina hélt þó lífi, uns sögukaflanum sem byrjaði 8. júlí 1903 lauk að fullu ár- ið 1968. Þeir sem hagnast höfðu á Peningarnir liggja á botninum Þeir Gunnlaugur Sighvatsson og Steinar Svavarsson, sem em að ljúka námi við sjávar- útvegsdeild Háskólans á Akureyri, safna upplýsingum um sjávargróð- ur og botndýr sem nýtt em til manneldis til að hægt verði að meta möguleika til útflutnings á vannýttum tegundum. - Það hefur háð útflutningi á þömngum og botndýmm hversu lítið er til af upplýsingum, bæði um tegundir og magn sem hægt er að veiða hér við land og um mögu- leika til að markaðssetja þær teg- undir sem við vitum að em til hér Lítið er til af upplýsingum um möguleika til útflutnings á botndýrum og þörungum. Gunnlaugur Sighvatsson og Steinar Svavarsson safna upplýs- ingum um útflutningsmöguleika á vannýttu sjávarfangi. við land, segja Gunnlaugur og Steinar. Þeir segja verkefnið eink- um miðast við að afla gmnnupplýs- inga um erlcndan markað fyrir þömnga og skelfisk. Aðilar sem í framtíðinni kynnu að hafa hug á að nýta þessa stofna ættu að geta stuðst við samantekt Gunnlaugs og Steinars þegar hún liggur fyrir. Verkefnið er unnið fyrir Þróunarsamtök Vestfjarða með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Aðeins fékkst fjár- mögnun til tveggja mánaða og er verkefninu því þrengri stakkur skorinn en til stóð. norðri sfldinni í nokkra áratugi fóm burt um leið og sfldin hvarf. Þeir töldu sér enga skyldu á höndum að halda uppi atvinnurekstri og atvinnu fyr- ir það fólk sem unnið hafði hörð- um höndum við að skapa þeim auð. Atvinnuleysi jókst, fólki tók að fækka. Ymsar leiðir vom reyndar til að auka atvinnu. Sfldarverk- smiður ríkisins keyptu fluminga- skipið Haförninn til sfldarflutn- inga. Niðurlagningaverksmiðja var starfrækt af S.R., sem síðar var breytt í Lagmetisiðjan Siglósfld. Um og upp úr 1970 verða tölu- verð umskipti í atvinnulífi bæjar- ins. Með tilkomu Þormóðs ramma h.f. jókst bjartsýni fólks. Hafin var bygging nýs frystihúss og tveir skuttogarar keyptir. Ymis iðnaður starfaði með blóma svo sem bygg- ingaiðnaður og þjónustuiðnaður við útgerðina og fiskvinnsluna, starfsemin hefur þó tekið sveiflum í takt við undirstöðuatvinnuvegina. Um tíma starfaði saumastofan Sal- ína og Húseiningaverksmiðja. Loðnubræðsla hefst. Atvinnulífið og bæjarfélagið em á uppleið. Arið 1973 fjölgar íbúum í fyrsta sinn í fjórtán á á Siglufirði. Róttæk meðul til endur- reisnar Hagur bæjarsjóðs hefur farið upp og niður efrir almennu gengi í atvinnulífinu. Framkvæmdir vom litlar framan af og mörg verkefrii biðu óleyst. Arið 1973 er ráðist í stækkun Skeiðsfossvirkjunar og tveimur ámm síðar er hafin virkjun á heitu vami til húshitunar. Stórir áfangar í varanlegri gatnagerð og fegmn umhverfis hefjast upp úr 1980, en þá var Siglufjörður langt á eftir öðmm bæjarfélögum í þessum efrium. Árið 1990 er svo komið að með minnkandi tekjum og hækkandi skuldum bæjarsjóðs er staðan orðin nálægt hættumörkum. Nettóskuld- ir bæjarins og fyrirtækja hans em 650 milljónir króna eða 375.000,- kr. á íbúa. Ráðist var í fjárhagslega endurskipulagningu á fjármálum bæjarins sem fólst fyrst og fremst í því að stöðva allar ffamkvæmdir, skera niður útgjöld og selja eignir. Að aðgerðum loknum 1992 em nettóskuldir bæjarins og fyrirtækja hans 50 milljónir króna, eða 25.000,- kr. á íbúa. Þessi árangur náðist fyrst og fremst með sölu raf- veitu og hitaveitu til RARIK og samningum við ríkissjóð um upp- gjör á fjármálum veitnanna og rík- isins, stöðvun ffamkvæmda í hálft annað ár, aðhaldi og sparseini. Á þessum sama tíma bjó at- vinnulífið við nokkuð mikla óvissu. Rflrissjóður hafði keypt Sigló hf. á nauðungamppboði og sem 98% eignaraðili og helsti lánadrottinn Þormóðs ramma hf. stóð fjármála- ráðherra ffammi fyrir því, annað hvort að lýsa fyrirtækið gjaldþrota eða breyta skuldum félagsins í hlutafé. Það má segja að það hafi verið gæfa Siglfirðinga að þeir stjórnmálamenn sem vora við völd höfðu ffamsýni og pólitískan kjark til að velja þá leið er heimamönn- um var fyrir besm. Sigló hf. var selt til Ingimundar hf. sem rekur þar rækjuverksmiðju og Þormóður rammi hf. var seldur dugmiklum heimamönnum sem hafa aukið og bætt reksmr fyrirtækisins, þannig að það er nú í hópi bemr stæðra fiskvinnslufyrirtækja í landinu. Atvinnulífið stendur vel. A sama tíma og launagreiðslur á landsvísu dragast saman um 2% fyrsm þrjá mánuði ársins borið saman við fyrsm þrjá mánuði í fyrra, þá hafa launagreiðslur á Siglufirði aukist um 8% miðað við sama tíma. Þá hefur atvinnuleysi minnkað um 30% frá í fyrra og fer minnkandi. Það má því segja að það sé nokkuð bjart yfir atvinnulífinu í Siglufirði um þessar mundir. Bæjarsjóður hefur á síðustu ár- um lítið þurft að koma nálægt at- vinnumálum í Siglufirði. Aðal- áherslan hefur verið lögð á að smðla að uppbyggingu ferða- mannaþjónusm. Sfldarminjasafn er í uppbyggingu og unnið að því að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn sem leggja leið sína til bæjarins. Staðið er fyrir „Síldarævintýri“, árlegri fjölskylduhátíð um verslunar- mannahelgina. Þetta em fyrsm skrefin af mörgum til að auka ferðamannaþjónusm á Siglufirði. Uppi era athyglisverðar hugmynd- ir um uppbyggingu ferðaþjónusm sem vonandi komast í ffamkvæmd. Það má því segja að Siglufjörður sé um þessar mundir sannkallaður „ævintýrabær í norðri“ þar sem fólkið er fullt bjartsýni og von um gróskumikið atvinnulíf og mannlíf. Höfrindur er tæknifræðingur á Siglufirði. Yantar bíla á staðínn Yantar bíla BÍilASALlNN MMC Space Wagon 4x4 árg. 92. Ekinn 2S.000. Verð 1.750.000 MMC Lancer 4x4 st. árg. 88. Ekinn 70.000. Verð 700.000 Subaru Justy 4x4 5 dyra árg. 90. Ekinn 40.000. Verð 730.000. tööldur hf. BÍLASALA Suzuki Swift 4x4 árg. 91. Ekinn 69.000. Verð 700.000 við Hvannavelli Símar 241 19 og 24170 MMC Lancer GLX árg. 89. Ekinn 84.000. Verð 750.000. MMC Lancer 4x4HBárg.9l. Ekinn 26.000. Verð 1.200.000 MMC Galant 100 GLárg. 90. Ekinn 50.000. Verð 930.000 Toyota Carina árg. 88. Ekin 44.000. Verð 670.000.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.