Vikublaðið


Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 5
VTKUBLAÐIÐ 16.JULI 1993 Forystuhlutverk Alþýðubandalagsins í utanríkismálum 1993: Endurmat á öllum sviðum s Ifyrri hluta greinar minnar fyall- aði ég um aðdraganda um- breytinganna á síðustu miss- erum. Þar kom fram að Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn hafa aldrei verið samferða í veiga- mestu ákvörðunum í utanríkismál- um, m.a. vegna þess að Alþýðu- flokkurinn samþykkti aldrei út- færslu landhelginnar. Múrinn er hruninn, Sovétríkin eru hrunin og klofin í mörg ríki sem öll leita nú nýrra leiða.Tvö ríki sem voru til fyrir 1989 eru horfin af landakortinu. I staðinn eru komin 16 ný ríki. Stórfellt stríð geisar á milli nýju ríkjanna og innan þeirra þar sem umheimurinn horfir mátt- laus á þjóðarmorð og skipulagðar nauðganir á konum. Þessi veruleiki kallar hvarvetna á endurmat. I Alþýðubandalaginu að sjálfsögðu líka. Þingmannasam- band Atlantshafsbandalagsins er í óða önn að leita að rullu; sagt er að bæði skorti óvin og hlutverk. Það sama er að segja um Atlantshafs- bandalagið sjálft. Eini aðilinn sem ekki hefur enn treyst sér til að end- urmeta umhverfið er Sjálfstæðis- flokkurinn á Islandi. Við þessar aðstæður legg ég á- herslu á eftirfarandi: NATO Alþýðubandalagið heldur fast við stefnu sína uin að það beri að leggja niður hemaðarbandalagið NATO, en áður hélt íhaldið því fram að andstaða okkar við NATO stafaði af því einu að við styddum engan þann sem beindi vopnum sínum gegn Sovétríkjunum. Við erum andvíg NATO því það er gamaldags hernaðarbandalag. Það á að hverfa; það er leifar frá kalda- stríðstímanum eins og Varsjár- bandalagið sem var lagt niður 1. apríl í fyrra - og enginn tók eftir því. Það var þriðja eða fjórða ffétt í fjölmiðlunum og engum datt í hug að brosa út í annað af því að fréttin gat verið aprílgabb. Breyti NATO um hlutverk þá ber að skoða stöðu þess á ný. Eðlilegast er að leggja það niður þannig að á rústum þess - eins og rústum annarra kalda- stríðsleifa - geti risið annað banda- lag, friðarbandalag en ekki hernað- arbandalag. I rauninni er fráleitt að gera ráð fyrir því að NATO geti gegnt því hlutverki að vera óháð friðargæslu- sveit. NATO er alltof bundið hern- aðarhagsmunum Bandaríkjanna. Og það er alveg útilokað að smá- þjóðir geti treyst slíku bandalagi fyrir öryggishagsmunum sínum. Ekki vilja Islendingar bera ábyrgð á hryðjuverkum þeim sem Banda- ríkjamenn framkvæma í nafni al- heimslögreglu í Irak - eða í Norð- ur-Kóreu sem Bandaríkjaforsetinn Clinton hefur hótað að þurrka út. NATO verður því að hverfa. Það er forsenda nýrrar heimsskipunar að leggja NATO niður. Vestur-Evrópubanda- lagið Við höfum einnig lýst andstöðu okkar við að ísland verði aðili að hinu nýja hernaðarbandalagi Evr- ópubandalagsins, Vestur-Evrópu- bandalaginu. Það var þó samþykkt af stjórnarflokkunum síðastliðinn vetur að gerast aukaaðili að Vestur- Evrópubandalaginu. Og það sýnir betur en margt annað breytta tíma að varla nokkur maður hér á landi tók eftir því að alþingi ákvað að troða íslandi inn í hernaðarbanda- lag. Það segir mikið um okkur líka - sem vorum á móti slíkri aðild. Herinn Við höfum einnig þrátt fyrir breytingarnar lýst andstöðu við veru hersins. Bandaríski herinn er nú sem fyrr hluti af alheimslög- reglu Bandaríkjamanna. Og það er óeðlilegt og óheppilegt fyrir smá- þjóð að gerast þannig stoð undir hernaðarveldi stórveldis. Þess vegna óskum við eftir því að herinn fari. Og herinn fer. En við leggjum ofuráherslu á það að atvinnulíf á Suðumesjuin verði byggt upp þau hafa sýnt viðleitni. A sama tíma blasa við stórfelld vandamál í Vestur-Evrópu. At- vinnulausir em nú 20 miljónir. Og það er vissulega ekki einfalt fyrir leiðtoga Vesturlanda að skýra það út fyrir kjósendum sínum að þeir verði að verja verulegum fjármun- um vegna Austur-Evrópu og opna markaði fyrir Austur-Evrópu líka. RÖSE ístaðNATO Loft í Evrópu (allri Evrópu) er lævi blandið. Því er lífsnauðsyn fyr- ir friðvænlega framþróun í heimin- um að friðar- og öryggiskerfi þróist upp úr ROSE-ráðstefhunni um samvinnu og öryggi í Evrópu. Það á ekki að byggja upp nýtt hernaðar- bandalag við þessar aðstæður, Vestur-Evrópubandalagið, sem hefur það hlutverk að verja forrétt- indi vesturhlutans gagnvart þjóð- unum í Mið og Austur-Evrópu. ísland á við þessar aðstæður að beita sér myndarlega fyrir fram- þróun mála innan RÖSE; Island á ekki að gerast meðlimur í klúbbn- um, Evrópubandalaginu. Um það er samstaða á íslandi. Tillögur Verslunarráðsins em ómagaorð - ennþá - og verða vonandi áfram. Verkefni Islendinga I ljósi þessara gífurlegu hræringa eiga íslendingar - að beita sér fyrir breytingum á Sameinudu þjóöunum í bandalagi við önnur smáríki. Breytdngarnar hafi að markmiði að draga úr valdaein- okun Bandaríkjamanna í Samein- uðu þjóðunum þannig að samtökin verði raunverulegur samnefhari friðar og öryggis, jákvæðrar um- Hnin múrsins og vaxandi ólga og átök íjyrrum austantjaldsríkjunum knýja á um að Sameinuðu þjóðimar verði raunverulegt pólitískt bakland nýsjriðar- og öryggisketjis í heimium. Forsenda þess er að dregið verði úr úr valda- einokun Bandaríkjanna innan S.Þ. og að NATO verði lagt niður. hverfisstefnu og nýrrar skipunar efnahagsmála í heiminum.Þannig verði skapaðar forsendur til þess að Sameinuðu þjóðirnar verði hið pól- itíska bakland jyrir nýtt öryggis og jriðarkerft í heiminum. - að beita sér fyrir því að NATO verði lagt niður en í staðinn verði til ný skipan öryggismála í Evrópu með öllum Evrópuríkjum, en ekki bara sumum á vettvangi RÖSE. - að beita sér fyrir því að Evrópu- samstatjið í viðskiptum verði í mörg- um hólfúm; Evrópa verði mörg her- bergi eins og danskir sósíalistar komast að orði. Þar verði teldð til- lit til sérþarfa og séraðstæðna. A þeim grundvelli leiti Island meðal annars eftir tvíhliða samningi við Evrópubandalagið eins og alþingi hefur reyndar þegar samþykkt. - að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir alþjóðlegum umhverfissáttmála sem byggi á sömu grundvallarat- riðum og hafréttarsáttmálinn - að beita sér á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna og annarra hlið- stæðra samtaka fyrir reglulegri, samfelldri untræðu um nýskipan ejnahagsmála í heiminum. Fátæktin í þriðja heiminum skapar stærstu ófriðarhættuna í heiminum til skemmri og lengri tíma litið. A því þarf að taka með skipulegum hætti. Verður þá til yfirþjóðlegt vald? Það verður kannski ekki til yfir- þjóðlegt vald, en samningar byggja á því einmitt að þjóðir láti eitthvað af valdi sínu í sameiginlegan pott. Forsenda þess af hálfu Islands hlýt- ur að vera sú að þjóðirnar geti sjálf- stætt sagt sig frá þeim samningum ef þær svo ákveða. En forsenda þess að samstarfið geri gagn er sú að þjóðimar staðfesti samningana og ákveði að halda þá. Og þá emm við komin að við- kvæmu máli, því í umræðu um efhahags- og viðskiptamál hefst ágreiningurinn með þjóðinni og þjóðunum. Þar verður að draga markalínur eftir því sem hentar hverri þjóð á hverju svæði og það getur einnig verið ntismunandi hvað hentar þjóðunum eftir tíma- bilum. Þess vegna þarf slík nýskip- an efnahagsmála að vera byggð á sveigjanlegum reglum. Niðurstaða mín er því sú að Al- þýðubandalagið hljóti að leggja vaxandi áherslu á utanríkismál í baráttu sinni á komandi ámm. Þar Móta þarf stefhu sem tekur mið af innlendum aðstæðum og alþjóð- legri þróun í senn, stefhu sem byggist annars vegar á reynslunni, bæði því sem tókst og mistókst, og stefnu sem í raun getur sameinað stóran hluta landsmanna. Mín sannfæring er reyndar sú að stefn- an sem hér hefur verið lýst geti sameinað mjög stóran hluta, kannski meirihluta landsmanna ef rétt er á málum haldið. Íslendingar geta haft áhrif á al- þjóðavettvangi í þessa átt. Það sýn- ir reynslan í landhelgismálinu þar sem íslendingar gengu fram með sjálfstæðum hætti. Reynslan af annarri þátttöku okkar á alþjóða- vettvangi er lakari. Þar hafa stjórn- völd oft kosið að hengja sig aftan í stórveldi og ríkjabandalög. Þá kafnar rödd smáþjóðar í valda- skvaldri stórrisanna. Höfundur er fyrrverandi for- maður Alþýðubandalagsins. Þetta er seinni hluti greinar um utanrikisstejim Alþýðubandalagsins. Fyrri hlutinn hirtist í síðasta tölublaði Vikublaðsins. þannig að fólkið sem þar býr þurfi ekki enn frekar að gjalda fyrir her- setuna með atvinnuleysi og lífs- kjaraskerðingu. En eins og áður segir: Auðvitað getur eitthvað af búnaði Banda- ríkjamanna hér gagnast sem hluti af alþjóðlegu öryggiskerfi. Evrópusamstarfið Og hvað með Evrópusamstarf- ið? Þegar breytingarnar urðu í Austur-Evrópu sögðu leiðtogar Vesturveldanna tvennt við þá sem stýrðu för í Austur-Evrópu: I fyrsta lagi verðið þið að tryggja fjölflokka lýðræði og f öðru lagi verði þið að tryggja að komið verði á - og það hratt - markaðs- og samkeppnisbú- skap í efnahagsmálum. Ef þið gerið það fáið þið bæði gull og græna skóga; þið fáið veruleg framlög frá Vesturlöndum og fyrirtækin vestra munu keppast við að fjárfesta hjá ykkur. Allt þetta hefur látið á sér standa. Framlögin hafa verið minni en gert var ráð fyrir. Fjárfesting fyrirtækja mikið minni. Og það sem verra er: Mörkuðum Vestur- Evrópu hefur verið lokað fyrir af- urðum landbúnaðar, stáliðnaðar og vefjariðnaðar eystra. Þannig hafa Vesturveldin ekki staðið við sín fyrirheit - raunar þvert á móti. En Alþýðubandalagið í Reykjaneskjördœmi Sumarhappdrœtti Öndvegisrit íslenskra bókmennta og sögu. Menning - þjóðhættir - listir - fróð- leikur. 35 vinningar - 2000 miðar. Dregið 31. ágúst 1993 1. Islenska alfræðiorðabókin. Örn & Örlygur. 2. Landið þitt ísland, 6 bindi. Örn & Örlygur. 3.-5. íslendingasögur, 3 bindi. Mál og menning. 6. Ensk-íslensk orðabók. Örn & Örlygur. 7.-9. Sturlunga, 3. bindi. Mál og menning. 10.-12. Heimskringla Snorra Sturlusonar, 3 bindi. Mál og menning. 13. íslandshandbókin, 2. bindi. Örn & Örlygur. 14. Samtíðarmenn. 2000 íslendingar. Vaka-Helgafell. 15. íslenskt þjóðlíf f þúsund ár, 2 bindi. Örn & Örlygur. 16. Þjóðlíf og þjóðhætfir. Örn & Öriygur. 17.-19. Jónas Hallgrímsson, ritsafn. Mál og menning. 20. Sigurður Nordal og íslensk höfuðskáld. Vaka-Helgafell. 21. Fegurð íslands. Örn & Örlygur. 22.-24. Grágás. Lagasafn þjóðveldisaldar. Mál og menning. 25. Allt um inniplöntur, 10 bindi. Vaka-Helgafell. 26.-28. íslensk orðabók. Mál og menning. 29.-30. Reisubók Jóns Indíafara. Mál og menning. 31 .-32. íslensk bókmenntasaga. Mál og menning. 33. islandseldar. Vaka-Helgafell. 34. Landið, sagan og sögurnar. Vaka-Helgafell. 35. Van Gogh og list hans. Vaka-Helgafell. Miðaverð kr. 1000 - Heildarverðmæti vinninga kr. 450.000 Númer vinninga verða birt í Vikublaðinu. Upplýsingar um vinninga í síma 91-17500.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.