Vikublaðið


Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 7
Eyjafjorftur VIKUBLAÐIÐ 16. JÚLÍ 1993 7 Sæplast hf. á Dalvík: Hefur staðið samdráttinn af sér Þótt iðnaðurinn hafi átt erfitt uppdráttar við Eyjafjörð undanfarin ár má þó finna nokkur iðníyrirtæki sem hafa blómstrað. Meðal þeirra er Sæplast á Dalvík. Þar hefur mönnum tekist að vega upp áhrifin af samdrætti og minnkandi eftirspurn á innan- landsmarkaði með því að auka út- fluming. í fyrra varð meirihluti tekna fyrirtækisins í fyrsta sinn til í útflutningi. Sæplast er ágætt dærni um fyrir- tæki sem byggt er á þeirri sérþekk- ingu sem íslendingum er nærtæk- ust: sjávarútveginum. Fiskkör úr plasti eru helsta framleiðsluvaran en af þeim hefur fyrirtækið fram- leitt yfir 100.000 stykki frá því það var keypt og flutt úr Garðabænum til Dalvíkur fyrir tæpum áratug. Eftir að hafa komið sér vel fyrir á innlendum markaði var ráðist til adögu við heiminn og hún hefur gengið svo vel að nú má líta fiskkör ffá Sæplasti í svo fjarlægum pláss- um sem Nýja-Sjálandi og Suðaust- ur-Asíu. Evrópa er þó stærsta markaðssvæðið, einkum Danmörk, Frakkland, Skodand og Holland. Eftir ágætís árangur í Frakklandi hefur dregið úr sölu þangað upp á síðkastíð en á móti kemur mikil söluaukning í Danmörku. Raunar segir Þórir Matthíasson sölustjóri að allir markaðir í Evrópu séu góð- ir að Frakklandi undanskildu þar sem menn eiga við einhverja erfið- leika að stríða. Netakúlur og rotþrær Önnur framleiðsluvara Sæplasts eru netakúlur. Salan á þeim hefur glæðst hér innanlands að undan- förnu og þakka Sæplastsmenn það einkurn því að nú er farið að veiða á nýjum miðum. Menn sækja dýpra og reyna fyrir sér með nýjum veið- arfærum. Og þá þurfa þeir að sjálf- sögðu netakúlur. Allar vörur eiga sinn takmarkaða líftíma. Það vita þeir hjá Sæplasti og eru því stöðugt að þreifa fyrir sér með nýjar vörur á nýjum mark- aði. 1 fyrra hóf fyrirtækið ffam- leiðslu á rotþróm fyrir sumarbú- staði og íbúðarhús. Sala þeirra hef- ur gengið framar vonum, að sögn Þóris. „Við erum búnir að selja hátt í 200 þrær. Þar af seldum við um 130 á einu bretti með samningi sem við gerðum við sex hreppa í Borgarfirði. Þeir eru að taka sig á í umhverfismálunum og þrærnar verða settar upp við sveitabæi og sumarhús. Við höfum fengið upp- hringingar frá oddvitum og hreppsnefndarmönnum víða um land því alls staðar er verið að gh'ina við umhverfismálin. Við höf- um greinilega hitt í mark með þessum þróm því þær henta vel í sveitum, enda getum við sérsmíðað þær eftir máli. Sú stærsta sem við höfum framleitt tók 20 tonn, en stöðluðu gerðirnar taka 1.800 og 3.600 lítra.“ Bjart framundan Þótt Sæplasti hafi tekist að standa af sér samdráttinn hefur fyr- irtækið vissulega fundið fyrir hon- um. Uppgjör eftír fjóra fyrsm mán- uði þessa árs sýndi að hagnaður af reglulegri starfsemi var 13 milljón- ir króna. Hins vegar varð fyrirtæk- ið að afskrifa allt hlutafé sitt í nið- ursuðuverksmiðju K. Jónsson á Akureyri sem fór á hausinn í vemr. Þar með hafði hagnaðurinn snúist upp í einna milljónar króna tap. Fyrirtækið ætti þó að geta axlað þetta tap. Um síðustu áramót var eigið fé Sæplasts 228 milljónir króna sem er harla gott í ljósi þess að veltan á árinu var tæpar 300 milljónir króna. Utlitið fyrir þetta ár er gott. Að vísu varð lítilsháttar samdrátmr í veltu fyrsm fjóra mánuði ársins, en nú hefur salan tekið mikinn fjörkipp, að sögn Þóris. „Við ætl- uðum að loka verksmiðjunni í fjór- ar vikur vegna sumarleyfa nú í júlí og ágúst, en við sjáum fram á að þurfa að vinna amk. tvær af þessum fjómm vikum.“ Hjá Sæplasti vinna alls 22 menn, þar af fimmtán við beina fram- leiðslu. Þórir sagði að enn væm þeir að huga að nýjum framleiðslu- vömm og mætti búast við fréttum af þeim vettvangi á næsmnni. -ÞH Friðrik Vilhelmsson verkstjóri við rotþrærnar sem framleiðsla var hafin á ífyrra. Þær hafa hitt t mark á þessum tímum aukinnar vakningar í umhverfismáluni. Mynd: Þröstur Haraldsson Fjármagnið treystir ekki konum Víða úti á landi eru konur að vakna til vitundar um að þær standa frammi fyrirþví aðyfirgefa átthagana eða að verða sér sjálfar úti um atvinnu, seg- ir Elín Antonsdóttir markaðsfræðingur hjá Iðnjrróunarfélagi Eyjajjarðar. að er erfitt að fá fólk til að trúa á það sem konur em að gera. Sérstaklega gildir það um þá sem ráða yfir fjármagninu. Það er gremjulegt að þurfa að ganga sér til húðar tíl að sanna sig. Af hverju er ekki mín dómgreind jafn góð og annarra? Það er Elín Antonsdóttír sem spyr fyrir hönd kvenna. Hún veit hvað á konum brennur eftír að hafa starfað í hálft annað ár að sérstöku verkefni sem Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hleyptí af stokkunum til að efla atvinnustarfsemi í eigu eða á vegum kvenna. Kvennaverkefhið fór af stað í framhaldi af niðurstöðu athugunar sem Iðnþróunarfélagið gerði á högum kvenna sem tóku þátt í námskeiðinu Konur stofna fyrir- tæki en það var haldið fyrir nokkmm ámm. Athugunin leiddi í ljós að markaðssetningin stóð at- vinnuframtaki kvenna helst fyrir þrifum. Iðnþróunarfélagið sótti um og fékk styrk frá félagsmálaráðuneyt- inu tíl að fjármagna verkefnið og Elín Antonsdóttir var fengin til að stýra því en hún er menntuð í markaðsfræðum. Elín hóf störf í á- gúst 1991 Konur hafa úr litlu að spila Elín segir að það hafi tekið nokkurn tíma að kynna verkefnið og fá konur tíl að nýta sér þá aðstoð sem í boði var. En þegar það spurðist út meðal kvenna að þær höfðu aðgang að sérstökum full- trúa tóku þær við sér og Elín fékk yfrið nóg að gera. Reynsla Elínar er að margar ó- líkar forsendur liggja að baki at- vinnurekstri kvenna. Sumar hafa þurft að velja á milli þess að ganga um atvinnulausar eða að hefja rekstur fyrir eigin reikning; fyrir aðrar er þetta spuming um sjálf- stæði og að ráða vinnutímanum; svo em þær sem vilja hrinda í ff am- kvæmd góðri hugmynd. Sammerkt atvinnurekstri kvenna er að þær em varkárar og hafa off- ast úr litlu fé að moða. Það er líka sjaldnast að konur hafi eignir til að veðsetja fyrir lánum. Þetta gerir konum erfiðara um vik og þegar við bætist vantrú þeirra sem deila út fjármagni (það em oftast karlar) á ffamtaki kvenna þá er ekki við því að búast að árangurinn verði stór- kostlegur. Þetta er þó að breytast, ekki síst fyrir tilstilli kvenþjóðarinnar sjálff- ar. - Víða úti á landi em konur að vakna til vitundar um að þær standa frammi fyrir því að yfirgefa átthagana eða að verða sér sjálfar úti um atvinnu, segir Elín. Kvenfélög framsækin Konur sem leggja út í eigin at- vinnurekstur finna oft tíl þess að þær em á ffamandi slóð. Drjúgur þáttur í starfi Elínar féll utan við faglega markaðsráðgjöf. - Konur sem em að fara inn á nýtt svið og verða sýnilegar þurfa oft á hvatningu að halda og upp- örvun. Þær þurfa staðfestingu á réttmæti þess sem þær em að gera. Þetta er best gert með óformlegum viðtölum þar sem málin em rædd ffá ýmsum hliðum, er skoðun Elín- ar. Konur hafa líka sótt styrk og ráðleggingar í sinn eigin hóp og gamall félagsskapur hefur fengið þar nýtt hlutverk. Kvenfélög og kvenfélagssambönd á svæði Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar hafa, eins og víðar í sveitum landsins, stofnað atvinnumálanefndir til að auka og efla ffumkvæði kvenna. Elín sótti fundi á vettvangi kvenfé- laganna og er sannfærð um mikil- vægi þeirra í viðleitni fólks til sveita til að skjóta fleiri stoðum undir at- vinnulífið. Hún er hinsvegar ekki ánægð með ffammistöðu bænda- forystunnar og telur hana íhalds- sama í afstöðu til nýsköpunar. * Ataksverkefnið Vaki Kvennaverkefninu lauk form- lega um síðustu áramót en Elín hélt áffam að starfa fyrir Iðnþróun- arfélagið. Hún er verkefnisstjóri á- taksverkefnisins Vaka sem varð til í samvinnu fjögurra sveitarfélaga í Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrand- arhrepps, Grýmbakkahrepps og Hálshrepps auk þess sem Byggða- stofiiun og Iðnþróunarfélagið eiga hlut að máli. A ráðstefnu, sem haldin var í nóvember á síðasta ári og hugsuð sem undanfari átaksverkefnisins, mættu um fimmtíu manns. Hug- myndum var kastað ffam og málin rædd vítt og breitt í því augnamiði að finna vænleg atvinnutækifæri. Sjö hópar voru myndaðir og hófu þeir störf eftír ráðstefnuna. I fféttabréfi átaksverkefnisins Vaka segir þetta um tilgang og marlunið: „Ataksverkefni er ekki gullgrafaraævintýri heldur fyrst og fremst tæki tíl að skapa atvinnu- tækifæri. Hvernig það er nýtt er svo undir okkur sjálfum komið sem að því vinnum. Takist að vekja fólk til umhugsunar um ábyrgð þess á eigin lífi og umhverfi og skapa grundvöll fyrir nokkur atvinnu- tækifæri er tilganginum náð.“ Það er hógværð og heimspekileg ró sem svífur yfir vötnum Eyja- fjarðasveita og kannski að árangurs sé helst að vænta þegar maður læt- ur sér nægja að fara fetið. FERÐASKRIFSTOFAN NONNI AKUREYRI Sími 11841 - Myndsendir 26649 GRÍMSEYJARSIGLING Norðlendingar! Nú um helgina fer fram Nikurlásar-mót Leifturs í knattspymu í 7. flokki drengja og í 3. og 4. flokki stúlkna. Mótið hefst kl. 12.00 á laugardag og því lýkur kl. 15.00 á sunnudag. Nú er tilvalið að eiga góða stund með bömum og unglingum af Norðurlandi í Ólafsfirði um helgina og fylgjast með þeim etja kappi í knattspymu við góðar aðstæður. Góð íþrótt - gulli betri. Ólafsfjarðarbær rrn

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.