Vikublaðið


Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 6
Kyjaffiörftur 6 VIKUBLAÐIÐ 16.JÚLÍ 1993 Engar einfaldar lausnir, puðið blífur Við eigum ekki að bíða eftir því að útlendingar ákveði hyort þeir œtla að fjárfesta á Islandi, segir Asgeir Magnússon framkv<emda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Það er erfitt að stýra iðnþró- unarfélagi sveitarfélaga á tímum samdráttar og at- vinnuleysis. Verkefnin eru mörg en lítið er til af peningum. Asgeir Magnússon framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar segir þetta vera puð. Eftir tvö ár í starfi er Asgeir raunsær, enda eru á hans borði mörg fyrirtæki sem eru kom- in í þrot. En hann er líka vongóður. - Það er engin ástæða til að leggja árar í bát. Ef Eyjafjarðar- svæðið getur ekki spjarað sig þá er ekki mikil von fyrir aðra lands- hluta. Það er verið að bora í gegn- um fjöll á Vestfjörðum og á Aust- urlandi til að mynda byggðakjama eins og við höfum á þessu svæði, segir Asgeir og ber ekki kvíðboga fyrir Eyfirðingum. Hann er aftur á móti ekki ýkja hrifinn af þeirri stefnu sem fylgt hefur verið í at- vinnuþróun stjórnvalda og telur reyndar að rætur vandans liggi í landlægri trú á „patent" lausnum. - Strax eftir að tilkynnt var um fresmn á byggingu álvers á Keilis- nesi fer iðnaðarráðherra að ræða um sæstreng til Skotlands. Þegar ein stór lausn gengur ekki eftir er annarrar leitað. Það er eins og það sé eitthvað í þjóðarsál okkar sem beinir hugsuninni á þessar brautir. Ekki ersopið álið... A aðalfundi Iðnþróunarfélagsins í síðasta mánuði snupraði Asgeir Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar fyrir að leggja alla áherslu á að ná samn- ingum við álffamleiðendur en sinna ekki smærri aðilum sem kynnu að hafa áhuga á að fjárfesta á íslandi. Norðanmenn vita af reynslunni hversu haldlítið það er að byggja atvinnuþróun á álversdraumum. Fyrir nokkrum árum tóku þeir þátt í samkeppni þriggja landshluta um staðarval álversframkvæmda en þá varð Keilisnes á Suðurnesjunum fyrir valinu. A síðasta ári lýsti Kaiser Aluminium yfir áhuga á að byggja álver á íslandi og enn fóru Eyfirðingar af stað og lögðu út í vinnu og kostnað sem skilaði eng- um árangri. - Við verðum að átta okkur á því að ákvörðunin verður ekki tekin á Islandi um það hvort álver rísi hér eða í Venesúela. Við gemm ekki beðið eftir því að útlendingar á- kveði hvort þeir ætla að þárfcsta á Islandi eða ekki, segir Asgeir og hnykkir höfðinu í átt að nokkrum hillum á skrifstofu sinni sem eru fullar af pappírum um álversáætl- anir og rannsóknir þeim tengdum. Margt smátt Iðnþróunarfélagið var stofnað fyrir áramg og fyrstu árin hafði fé- lagið allgott svigrúm til að vinna að nýsköpun í atvinnulífinu. Félagið tók þátt í stofnun velheppnaðra fyrirtækja, til dæmis Sæplasts á Dalvík og Gúmmívinnslunnar á Akureyri. Núna er fjöldi manna og kvenna án atvinnu og þær aðstæður kalla á aðgerðir sem skila árangri, helst ekki seinna en strax. Það er lýjandi að vinna við þessar kring- umstæður. - Með mikilli vinnu erum við að nudda í gang svona fimm til tíu nýjum atvinnutækifærum en fáum svo yfir okkur áföll eins og þegar Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson- ar lokaði og 100 manns missm vinnuna og síðan Islenskur skinna- iðnaður þar sem 200 urðu atvinnu- lausir, segir Asgeir. Iðnþróunarfélagið leggur þeim eyfirsku fyrirtækjum lið sem farið hafa á hausinn og reynir að finna þeim rekstrargmndvöll. Haustið 1991 kom félagið að spunaverk- smiðjunni Foldu (áður Alafoss) og vonir standa til að reksturinn kom- ist á réttan kjöl í ár. Asgeir kveðst sannfærður um að endurreisa megi reksmr Islensks skinnaiðnaðar og er unnið að því á vegum félagsins. Samhliða því að bjarga rekstri fyrirtækja sem ero komin í þrot er reynt að hjálpa til við stofnun nýrra fyrirtækja og auðvelda starfandi fyrirtækjum að fara af stað með nýja ffamleiðslu. Þannig átti Iðn- þróunarfélagið hlut að máli þegar Urvinnslan hf. á Akureyri var stofhuð fyrir skemmstu, en það fyrirtæki mun framleiða millikubba í vörobretti og hráefnið til fram- leiðslunnar er að stórom hluta plastfilman sem bændur binda utan uin heyið. Þá var félagið í sam- vinnu við Svæðisstjórn fatlaðra á Norðurlandi eystra og DNG hf. þar sem könnuð var möguleg ffam- leiðsla á færakrókum með gervi- beim. Nám í askana látið I fyrra bryddaði Iðnþróunarfé- lagið upp á þeirri nýjung að efna til námskeiðs til að kenna fólki að stofna og reka smáfyrirtæki. Hug- myndin sem liggur að baki er að hjálpa einstaklingum út frá þeirra eigin forsendum. Þátttakendur í námskeiðinu komu með sína eigin viðskiptahugmynd sem síðan var þróuð í samstarfi við starfsmenn Iðnþróunarfélagsins. Námskeiðið sótm meðal annarra vélsmiður sem er að markaðssetja snjóblásara, hjón sem ffamleiða óá- teknar hljóðsnældur, kona sem er þróa margnota bleyju og maður sem rekur fyrirtæki á sviði grafi'skr- ar myndhönnunar. í samstarfi við atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar og Vinnumiðlunarskrifstofu var á þriðja mg atvinnulausra Akureyr- inga boðið upp á námskeið sem myndi gagnast þeim sem vildu reyna fyrir sér með eigin reksmr. Einir tólf atvinnulausir slógu til og níu luku námskeiðinu. - Eg bind talsverðar vonir við að árangurinn af þessu námskeiði komi í Ijós innan skamms, segir As- geir, en námskeiðið stóð í tvo mán- uði og lauk í síðustu viku. Unnið hefur verið að því að fá reglum um atvinnuleysisbæmr breytt þannig að atvinnulausir sem leggja út í sjálfstæðan reksmr haldi bóta- greiðslum í sex mánuði. Hjá Iðn- þróunarfélagi Eyjafjarðar starfa þrír starfsmenn og félagið deilir skrifstofuaðstöðu með Byggða- stofhun, sem gekk reyndar til liðs við Iðnþróunarfélagið fyrir skömmu með hlutafjárkaupum. Asgeir fer ekki í grafgömr með það hvemig hann býst við að starfið framundan verði. - Þetta er puð, en það hefst ekk- ert nema með puðinu, segir Asgeir og ítrekar að engar galdraformúlur séu til fyrir atvinnulífið. - Ef lausnin er einföld þá væri þetta enginn vandi. pv Endurvinnsla er alvöru framleiðsla Gúmmívinnslan hf. heldur upp á tíu ára affnæli sitt í þann mund sem Urvinnsl- an hf. er að fara af stað með sína ffamleiðslu. Endurvinnsla er sam- eiginleg báðum fyrirtækjunum og líka hitt að Þórarinn Kristjánsson hefur í félagi við aðra hrondið þeim úr vör. Þórarinn kynntist endurvinnslu þegar hann var í Sviþjóð fyrir all- mörgum árom. Hann sannfærðist um að þarna lægi vaxtarbroddur iðnaðarframleiðslu. Þórarinn kom heim og stofhaði Gúmmívinnsluna ineð það fyrir augum að þróa endurvinnslu á því gúmmíi sem fellur til hér á landi. Þórarinn fékk aðstöðu fyrir fyrir- tækið í fjósi og hlöðu Búnaðarsam- Nú er tækifærið! ÚTSALAN í fullum gangi! Úrval af efnum á góðu verði og ekki bara sumarefni. Sunnuhlíð 12 - Sími 27177 VIÐ NOTUM bandsins að Rangárvölluin fyrir ofan Akureyri, þar sem nú heitir Réttarhvammur. Sólning á notuðum hjólbörðum var til að byrja með aðalverkefni Gúmmívinnslunnar en nú er svo komið að hehningur veltunnar er vegna endurvinnslu. Hjá fyrirtæk- inu starfa 12 manns. Það var tíma- ffekt og kostnaðarsamt að þróa framleiðsluvöror úr enduronnu gúmmíi. - Við eignuðumst okkar trygg- usm viðskiptavini þegar við þróuð- um framleiðsluna, segir Þórarinn. Við eignuðumst okkar tryggustu viðskiptavini þegar við þróuðum framleiðsluna, segir Þórarinn Kristjánsson í Gúmmívinnslunni setn heldur upp 10 ára afnuelið um þessar mundir. Gúmmívinnslan selur bændum fjósamottur, fiskiskipaflotanum millibobbinga og á barnaleikvelli fara gúmmíhellur. Þó er ekki allt upp talið. Þegar Gúmmívinnslan var kom- in á rekspöl leitaði Þórarinn fyrir sér með ffekari endurvinnslu. Þeg- ar bændur hófu í stórom stíl að binda hey í plastfilmu eygði Þórar- inn tækifæri. Hann stofnaði ásamt öðrom félagið Urbótamenn hf. og á þeim vettvangi var unnið að mál- inu. Þróunarvinna og markaðsat- huganir skiluðu þeirri niðurstöðu að vænlegt væri að framleiða millkubba í vörobretti úr bænda- plastinu. Með aðstoð Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar var hiutafélagið Urvinnslan hf. stofnað sem innan skamrns mun hefja ffainleiðslu og veita fjórum mönnum atvinnu. Þórarinn byggir starfsemi sína á hugmyndagronni sem miðar að því að halda mengun umhverfisins í lágmarki, bæta nýtingu auðlinda, endurvinna eins og frekast er unnt, nota hráefhi og ffamleiðslutæki sem valda hvað minnstri ntengun og efla öryggi neytenda. Fyrir brautryðjendastarf sitt hlaut Gúmmívinnslan viðurkenn- ingu Norræns umhverfisárs 1990- 1991. Viðurkenningin var Þórarni hvatning til að halda áfram á sömu braut, en hann segir inikið verk óunnið og bendir á að Gúmmí- vinnslan framleiði úr 200 tonnum af gúmmí á ári á meðan 4000 tonn falli til árlega af gúmmíi. pv

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.