Vikublaðið


Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 14

Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 14
14 VIKUBLAÐIÐ 16.JULI 1993 / Eg hef beinlínis gaman af á- standinu í Alþýðuflokknum. Mér finnst alltaf betra þegar þeir rífast þar en mínir menn í Sjálfstæðisflokknum. Nú er liðinn mánuður síðan þeir rifust á skján- unt Davíð okkar og Þorsteinn sem er alltaf til vandræða. Þessi mánuð- ur hefur verið yndislegur. Þrátt fyrir misjafnt tíðarfar er svona mánuður á við sólarglennu ffá morgni til kvölds í hjörtum okkar sjál fstæðismanna. Mér sýnist allt vera í veseni í hinum flokkunum sem bemr fer. 1 Alþýðubandalaginu á að fara að kjósa formann. Allir vita hvernig á- standið er á þeim bæ. Það vita að minnsta kosti lesendur Alþýðu- blaðsins sem em því miður fáir. Þeir ku ekki talast við Steingrím- ur og Halldór. Steingrímur er of snjall fyrir minn smekk. Halldór fengi ekki mikið fylgi ef hann yrði formaður. Eg vil fá Halldór. Hann er minn maður - þannig. Og svo Alþýðuflokkurinn. Jó- hanna sagði af sér. Það var glæsi- legt. Hún er engurn manni lík. En Jón Baldvin er meiri refur. Hann klauf fylkingu Jóhönnu með því að gera strákana - kallana - að ráð- herrum. Þar með eru þeir múl- bundnir og bæði með hlekk og kúlu. Og svo klýfur hann kvenna- hópinn. Það er snjallt og nauðsyn- legt. Þar með vinnur Jón Baldvin. Strákarnir eins og kálfar á bás og geta sig hvergi hreyft nema til að skera niður framlög til velferðar- mála. Og svo konurnar f stríði líka hver við aðra. Mikið gasalega er Jón Baldvin nú snjall. En mér finnst samt ekld viðeigandi þegar hann er að egna þá saman Þorstein og Davíð. Það er ekki viðeigandi. Aibert hótar forystuliði Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík að fara í borgastjóraslaginn og kveður hulduherinn tilbúinn í slaginn. Það hefur verið tekið eftir því að Ellert Schram, ritsjóri DV, hefúr ítrekað snuprað borgar- stjórnarmeirihluta sjálfstæðis- manna og gefið undir fótinn með það að nauðsynlegt sé að efna til nýs framboðs. Menn sjá það þó ekki í kort- unuin að Ellert og Aliiert gæm stillt saman strengi sína, þótt báðir séu gamlir fótboltastrákar. Miklu heldur er líklegt að Ellert geri hos- ur sínar grænar fyrir borgarstjórn- arflokk sjálfstæðismanna með það í huga að velta Markúsi Emi af stafli. Borgarstjórnarflokkur sjálf- stæðismanna er sjálfúm sér sundur- þykkur en hefur getað sameinast í andófi gegn Markúsi Erni sem Davíð þvingaði upp á flokkinn í Reykjavík. Axarsköftin hjá Markúsi hafi ekki hjálpað upp á sakimar. Þess vegna er hótun Alberts um að bjóða sig fram vatn á myllu Ellerts sem er fýrir löngu búinn að fá nóg af því að ritstýra DV. Ellert þarf ekki nema stuðning hluta borgar- stjórnarfulltrúanna til að eiga vem- lega möguleika á því að verða borgarstjóraefni Sjáflstæðisflokks- ins. Börkttr Eigin / Imörgum samsettum orðum ís- lenskum er fyrri liðurinn eign- arfallsntynd nafnorðs og getur þá ýmist verið eintala (tölvuskjár) eða fleirtala (lyklaborð). Sé hann kvenkynsorð munar oft einungis r- inu á eintölu og fleirtölu, bókar - bóka. Fólk er oft og tíðum í vafa um það hvort hafa skuli r í slíkum orð- um eða ekki. I framburði heyrist sjaldnast nokkur munur á orðum sem rituð em með og án r-sins af því að það kemur aðeins fram á milli sérhljóða. Orðabækur koma að takmörkuðum notum í slíkum vanda því þær rúma ekki nema brot skynsemi og smekkur orðum líka stómm hraðar en ís- Ásta Svavarsdóttir lenskum orðabókum. Sjaldnast er þvi' við annað að á --f, jjnrm styðjast en eigin skynsemi og jL I | smekk. Spurningin er fýrst og J| ffemst hvort eðlilegra sé að gera 1 ráð fýrir eintölu,og þar með r-i, \ eða fleirtölu með tilliti til merking- af samsettum orðum málsins, bæði vegna þess hversu mörg þau em og sökum þess að þau em iðulega merkingarlega gagnsæ og þarfnast því ekki skýringa. Þar sem sam- setning er algengasta leiðin til að mynda ný orð fjölgar samsettum ar. Þannig höfum við bókasafii (það riimar margar bækur) en bókarkápu (hún tilheyrir bara einni bók). Sum nafnorð em eingöngu notuð í ann- arri tölunni og þá bera samsett orð merki þess, t.d. brottfararspjald og gœftaleysi. Því sem telja mætti merkingarlega eðlilegast er þó ekki fylgt út í æsar því fleiri atriði hafa Mallioniið áhrif á málið en hið röklega sam- hengi, þar á meðal hljómur orð- anna. Vagn sem alla jafna rúmar bara eitt barn er samt sem áður kallaður bamavagn sem er liðlegra orð en barvvagn eða bamsvagn. Um daginn ffétti ég af ágrein- ingi vegna orðsins upplýsmgarefni sem sumir vildu hafa r-laust. Það er vitaskuld eðlilegra miðað við það að upplýsingar er fleirtala. Hins vegar er tilhneiging til að forðast hljóðgapið sem inyndast milli tveggja sérhljóða eins og ger- ist þegar r-inu er sleppt og auk þess má sem hægast rökstyðja r-mynd- ina með því að þarna sé um að ræða efni sem sé fólki til upplýsingar. í þessu tilviki ræður smekkurinn. Starfið Sviðsljósið Krafsa í sjóði eins og hægt er Mikið hefur verið rætt um Kvikmyndasjóð að undanförnu og ekki að ástæðulausu. Fjöldi kvikmyndagerðarmanna sækir um styrki úr sjóðnum en fá ekki. Astæðurnar eu mismunandi og þykir mönnuin að sumir fái meira en aðrir. Einn þeirra sem oft hefur sótt um styrki en ekki fengið er ungur og efnilegur kvikmyndagerðarmaður að nafni Kári Schram. Við hittum Kára á dögunum í þann mund sem hann var að frumsýna heimildarinyndina um Dag Sigurðar- son og spurðum hann hvað hafi orðið til þess að hann gerðist kvikmyndagerðarmaður. - Ætli það hafi ekki bara verið bíóferðirnar þegar maður var minni, hvíta tjaldið heillaði óskaplega. Eitthvað hefurþú nú leert ífaginu? - Eg lauk námi frá San Fransisco Art Institute 1987 og svo hefur þetta verið óskaplegt puð uppfrá því. Vinna við auglýsingamyndir, heimildarmyndir og annað í þeim dúr. Svo var ég aðstoðarframkvæmdar- stjóri við „Börn náttúrunnar“ og vann að „Pappírs Pésa“ og svo hefur þetta líka snúist um sjónvarpsþátta- gerð. Nú hefurþú oft sótt um styrki í Kvibnyndasjóð en ekk- ertfengið. Hvemig líturþú á það? - Eg h't nú á það sem eðlilegan hlut. Maður krafsar og klórar í þessa sjóði eins og hægt er og það kemur einhvern tíma að því að maður fær eitthvað. Það eru margir sem hafa sömu sögu að segja. Mér finnst að það þurfi nýtt blóð í íslenska kvikmyndagerð. Eg og mínir félagar erum með þrjú stór verkefúi í gangi og við sækjum auðvitað í alla sjóði bæði hér heima og erlendis. Sem betur fer hafa þær íslensku myndir sem sýndar hafa verið erlendis komið því til leiðar að litið er á íslenska kvikmyndagerð öðrum aug- um en áður og líklega er orðið auðveldara að fá styrki erlendis frá. En þetta er ógurlegur slagur þegar 250 kvikmynda- Kári Schram kvikmyndagerðartnaður. Myd: Ól.Þ. gerðarmenn ganga um göturnar. Þetta er þó líka já- kvætt. Einhverjir af öllum þessum mönnum eru klárir og geta búið til góðar kvikmyndir. Sjóðirnir erlendu eru ljósið í myrkrinu. Hvemig kvihtiynd langarþig að gera? - Eg aðhyllist nú mest myndir sem hafa ekki bara skemmtanagildið heldur eru svolítið dýpri og hafa ein- hverja sögu að segja. Það gæti samt verið gaman að gera eins og einn „þriller". Hvemig eru launin? - Sveiflukennd og ekki sérlega góð. Samkeppnin er gífurleg og þar af leiðandi hrapar verðið. Maður verð- ur bara að skapa sér verkefni og trúa á guð og lukkuna. Þetta er 24 tíma starf, en skemmtilegt. DAGSVERK Ný heimildarmynd um Dag Sigurðarson eftir Kára Schram og Jón Proppé. Igærkvöldi var frum- sýnd á Hótel Borg ný og sérstæð heim- ildarmynd um skáldið og málarann Dag Sigurðar- son. I myndinni er fylgst með listamanninum í einn sólarhring. í þessari 40 mínúma mynd reifar Dagur skoðanir sínar á mannlífinu og reykvísku samfélagi, les ljóð sín, málar og rifjar upp ýmis- legt ffá fýrri tíð. Dagur birti fýrstu ljóðabók sína árið 1958, en hann er ekki aðeins þekktur fýrir ljóð sín, heldur einnig fýrir bó- hemlíf og fýrir harðvít- ugar árásir á borgaralegt samfélag og siðferði. Þegar myndin er gerð hefur Dagur engan fast- an samastað. Hann vakn- Dagur Sigurðsson. ar á sófa heima hjá kunn- ingja sínum og þegar náttar leitar hann aftur gistingar hjá vinum. Frásagnaraðferðin er óvenjuleg og myndræn framseming viða- ineiri en d'ðkast hefur í íslenskum heimildarmyndum. í henni eru ljóðrænni kaflar en kvikmynda- gerðarmenn leyfa sér að jafnaði í slíkum myndum, og ýmisleg er gert til að brjóta upp hið hefð- bundna forin. Ahorfandinn kynnist Degi ekki aðeins í viðtölum og ffásögnum, heldur má segja að sjálft form Mynd: Spessi myndarinnar sé honum leiðsögn inn í líf Dags og hugmyndaheim. Myndin rnælist mjög vel fýrir og hefúr þegar verið tekin á dagskrá kvikmyndahátíðar í Þýskalandi. Kvikmyndagerðin var í höndum Kára Schrain. Klippingu annaðist Elísabet Rónaldsdóttir, en Einar Melax samdi tónlist við myndina. Myndin er framleidd til sýningar í kvikmyndasölum og í sjónvarpi. A næstunni verður myndin tekin til sýninga í kvikmyndahúsi í Reykjavík.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.