Vikublaðið


Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 8
8 Kyjaiprfhir VIKUBLAÐIÐ 16.JÚLÍ 1993 Undirbúningur næsta síldar- ævintýris í fullum gangi: Sérstœð atvinnusaga SigluJjarðar heillar ferðamenn Maður skyldi halda að til vceri siglfirskt „síldarsöltunarkunndttu-gen“, svo léttilega hafa bæjarbúar tekið upp þráðinn þar semfrá var horfið. Ljósmyndir á síðunni: Mariska van der Meer. löndum. Hér gætti mikilla áhrifa frá Noregi og Siglufjörður var tal- inn frægasti síldarbær í heimi. Mörg hús og mannvirki bera vott um hinn gullna tíma síldarævin- týrsins. Síldarminjasafn í uppbygg- ingu er sérhæft saín um veiðar og vinnslu sfldarinnar og verður vænt- anlega eina safn sinnar tegundar á íslandi og þó víðar væri leitað. Bær nútímans Siglufjörður er ekki síður bær nútímans en sögunnar. Blómleg útgerð er stunduð ffá staðnum og fallegri höfn er vart finnanleg. Suðurhlið miðbæjarins er sjálf höfnin og hið iðandi líf við fisk og útgerð er hluti af miðbæjarstemm- ingunni. Mikilvægt er að skerpa þessa ímynd: Nútíma útgerðarbær sem ber sterkt svipmót gömlu „sfldar- borgarinnar“ þar sem mannlífið einkenndist af nánum tengslum við söguna, náttúruna, sjómennsku og höfnina. Stórbrotið landslag - Siglujjarðarskaro Umgjörð kaupstaðarins er stór- skorin og velgróin blágrýtisfjöll 600 - 900 metrar á hæð. Gamli ak- vegurinn yfir skarðið býður upp á óvenjulegan akstur og með honum opnast hringleið til og frá Siglu- firði þannig að hann er ekki sama endastöðin og áður. Fornar reið- götur og gönguleiðir um fjöllin gefa kost á fjölbreytilegri útivist. Með nokkurri lagfæringu á Skálar- vegi væri hægt að aka ferðamönn- um upp í Hvanneyrarskál. Nálægð Héðinsfjarðar, sem er fagur eyði- fjörður í umdæmi Siglufjarðar, hef- ur mikið aðdráttarafl til ferðalaga og silungsveiða. Náttúruskoðun - veiðar Siglufjörður er sannkölluð mat- arkista þar sem stunda má veiðar á bámm og smtt sigling er á enn gjöfulli mið. Ríkulegt fuglalíf er á staðnum. Allstórar sjófuglabyggðir er hægt að skoða úr landi og frá sjó. Þar má nefna fugiabjörg í Stráka- fjalli, í Hestínum við Héðinsfjörð og í Hvanndalabjargi. „ Skíðaparadísin “ Siglufjörður er meðal þekkmsm skíðastaða á landinu. Hér er lands- lag og öll tæknileg aðstaða eins og best verður á kosið til að stunda margbreytilegar vetraríþróttir. Orðskýring: Orðið „brakki“ festist í siglfirskunni meðan aðrir lands- menn tileinkuðu sér hitm risminni útgáfu „braggi“. Enn verða sveiflumar á síldarplönunum listamönnum yrkisefni. Málverk Sigutjóns Jóhannssonar; I góðu stuði. Ikjölfar velheppnaðra útihátíða í anda sfldaráranna tvær síðustu verslunarmannahelgar hafa Siglfirðingar eflst í uppbyggingar- starfi sínu við ferðaþjónustu. Menn þar á bæ em að átta sig á því að saga og umhverfi staðarins höfðar til ferðamanna, jafnt Islendinga sem útlendinga. Ferðaþiónusta á Sigluprði Nýlega gaf Ataksnefhd Siglu- fjarðarkaupstaðar út rit sem nefnist „Ferðaþjónusta á Sigluftrði, hug- myndir og tillögur“. Ritið var unnið af tveimur áhugamönnum um sfld- arminjasafn, Birgi Steinþórssyni og Orlygi Kristfinnssyni, og er hugsað sem grunnur að stefhumótun og hugmyndabanki fyrir þá sem koma til með að starfa að ferðamálum Siglfirðinga. Birgir og Örlygur fjalla um hvar tækifærin liggja í ferðaþjónusm á Siglufirði og skipta því upp í fimm atriði. Síldarminjasafnið og hin sérstæða saga staðarins Siglufjörður var í sextíu ár mið- stöð síldariðnaðarins á Norður- Síldarævintýrið á Sigló - öðruvísi útihátíð Tvö ár í röð hefur verið slegið upp „síldarkarnivali" á Siglu- firði. Vel hefur tekist til í bæði skiptin og er talið að um 10 þúsund manns hafi verið á Síldarævintýr- inu í fyrra. Undirbúningur fyrir næsm verslunarmannahelgi er nú í fullum gangi og verið er að laga og stækka tjaldsvæði og salemisaðstaðan verður bætt sem og allur að- búnaður við gesti hátíðarinnar. Þeir gestir sem sótt hafa síldar- ævintýrið eiga það sammerkt að ganga ótrúlega vei um eftir sig og hafa Siglfirðingar verið lausir við slæma umgengni eins og löngum hefur loðað við útihátíðir á Islandi. Nútíma sjávarútvegsbær með svipmót gömlu „síldarborgarinnar“ Siglufjörður er sjávarútvegsbær og hafa Siglfirðingar lifibrauð sitt af sjávarfangi. Staða flestra sjávarútvegsfyrirtækjanna á staðn- um er með ágæmm miðað við það sem gengur og gerist á landinu og atvinnuástandið með skárra móti. En Siglufjörður er ekki bara sjáv- arútvegsbær nútímans heldur ber hann sterkt svipmót gömlu „sfldar- borgarinnar“. Stórhuga áform em uppi um safnsvæði í kringum Roaldsbrakka þar sem Sfldarminjasafhið verður til húsa í framtáðinni og nú dreym- ir marga um að Tynesarbrakki (Sunnubraggij verði lagfærður og jafnvel nýttur í þjónusm við ferða- menn. Það er vonandi að þessir draumar rætist áður en langt um líður. Að ofan: Roaldsbrakki þar sem koma ájýrir Síldarminjasafninu og safnsvæðið í kring. Að neðan: Spáð t tunnur og lokfrá gömlum tíma. A myndinni tná greina Orlyg Kristfinnsson, annanfrá vinstri, einn af ötulustu síldarminja- sófnurum bæjarins. Þjónustan að stóraukast Ikjölfar aukins ferðamanna- straums til Siglufjarðar, bæði vegna Síldarævintýrsins og aukn- um áhuga á Siglufirði, er þjónustan að taka stórstígum framförum. Búið er að opna nýjan veitingastað við Aðalgöm sem heitir BÍÓ-café, eigendur Hótels Lækjar em að breyta og lagfæra húsnæði sitt, íþróttabandalag Siglufjarðar er að bæta við þjónustuna að íþrótta- miðstöðinni Hóli og svona mætti Iengi telja. Bæjarfélagið tekur stór- an þátt í þessu og m.a. hefur bær- inn látið útbúa sfldarsölmnarplan þar sem Síldarminjasafnið er með sýnishorn að gömlu sölmnarplani. Þetta styður hvað við annað þar sem aukning ferðamanna eykur þjónusmna og aukin þjónusta eyk- ur ferðamannastrauminn.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.