Vikublaðið - 17.09.1993, Page 1
Karl Marx
Er hægt að fella samfélags-
þróunina á Islandi að
marxískri sögutúlkun? Eða er
íslenski veruleikinn handan
stéttabarátm og kapítalisma?
BIs. 5
Endalok SVR
Þegar SVR var breytt í há eff þá
var fyrsta skrefið stigið í átt
einkavæðingar. Það verður
upphafið að endalokum strætó í
Reykjavík.
Bls. 6-7
Einkavinir
Vinsælasti fasti dálkur
Vikublaðsins er „Einkavinur
vikunnar." I dag er hann tvö-
fadur og tilbúinn í fjölskyldu-
abúmið.
BIs.7
•Wikubla
36. tbl. 2. árg.
17. september 1993
Ritstjóm og
afgreiðsla:
sími 17500
250 kr.
B
Ð
M
V I
Kratar undirbúa uppgjör
í ríkisstjórn
Stjórnarsamstarfið verður látið stranda á
kjötinnflutningi og ríkissjóðshalla
Alþýðuflokkurinn býr sig
undir uppgjör við Sjálf-
stæðisflokkinn í ríkis-
stjóm Davíðs Oddssonar. A-
greiningsefnin scm verða látin
skera úr um ffamtíð ríkisstjóm-
arsamstarfsins em innflutningur
á landbúnaðarafurðum og hall-
inn á ríkissjóði.
Jón Baldvin I lannibalsson, utan-
ríkisráðherra og formaður Alþýðu-
flokksins, boðar „fyrirsjáanlegt
hmn Iandbúnaðarkerfisins“ og ætl-
ar í samstarfi við Jóhannes Jónsson,
kaupmann í Bónus, að tryggja inn-
flutning á kjöti í gegnum Keflavík-
urflugvöll en utanríkisráðherra er
yfirmaður tollgæslunnar þar. Þá
ætla ráðherrar Alþýðuflokks að
herma stíft upp á forsætisráðherra
óljós loforð hans um að skera niður
ríkisútgjöld um 4-5 milljarða króna
þegar fjárlög koina til umræðu á
Alþingi í byrjun næsta mánaðar.
Ráðherrar Alþýðuflokksins telja
sig hafa stcrka stöðu í málefhum
sem búast rnegi við að verði hita-
mál í næstu kosningum. Forystu-
Réttarhjálp
í ólestri
Almenningur á Islandi á
ekki kost á sambærilegri
réttarhjálp og veitt er í ná-
grannalöndum. Nokkur laga-
fmmviirp um opinbera rétt-
araðstoð hafa dagað uppi á
Alþingi stðustu árin.
Lögmannafclag íslands hefur
af því áliyggjur að léleg rétt-
araðstoð við einstaklinga leiði
til þess að fólk, sérstaklega það
sem er efnalítið, veigri sér við
að leita réttar síns. Það mun
aftur leiða til þess að rýra traust
almennings á réttarkerfinu.
Ragnar Aðalsteinsson, for-
rnaður Lögmamtafélagsins , for
þess nýlega á leit við dóms-
málaráðherra að hann hlutaðist
til um að auka réttarhjálp hins
opinbera. Þorsteinn Pálsson
lýsti því yfir hann myndi fljót-
lega skipa nefnd til að rneta
þörfina fyrir réttaraðstoð og
hve inikill kostnaðurinn yrði. A
þeim grundvelli myndu stjórn-
völd taka afstöðu til málsins.
mcnn flokksins, sérstaklega þeir
Jón Baldvin og Sighvatur Björg-
vinsson iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, hafa beitt sér af þunga í deil-
um um innflutning á landbúnaðar-
afurðum og krafist þess að Hag-
kaupum verði leyft að selja dönsku
skinkuna sem verslunin flutti inn.
Þegar Davíð Oddsson forsætisráð-
Davíð Oddsson á jýrir höndum erf-
iðan lamlsfund Sjálfsta:ðisflokksins
og til að halda stnðning landsbyggð-
arinnar verður hann að halda land-
búnaðararmi flokksins góðum.
Kratar vilja að rikisstjómarsam-
starfið strandi á landbúnaðar- og
byggðamálum.
herra úrskurðaði að landbúnaðar-
ráðherra skyldi hafa forræði yfir
innflutningi landbúnaðarafurða var
talið að vopnin væru slegin úr
höndum Alþýðuflokksmanna. Jón
Baldvin unir því ekki að Sjálfstæð-
isflokkurinn lold á kjötinnflutning
og ætlar sér að nota aðstöðu sína
sem yfirmaður tollgæslunnar á
Keflavíkurflugvelli til að leyfa inn-
flutning á kjöti.
Samflokksmaður Jóns Baldvins,
Jóhannes Jónsson eigandi verslun-
arkeðjunnar Bónus, fær um helgina
200 kíló af kalkúnakjöti með flugi
frá Kaupmannahöfn og ætlar að fá
kjötið afgreitt á Keflavíkurflugvelli.
Urskurður forsætisráðherra í
skinkumáli Hagkaupa felur það í
sér að allur innflutningur á kjöti er
háður leyfi Framleiðsluráðs land-
búnaðarins. Jóhannes í Bónus mun
ekki leita eftir umsögn Fram-
leiðsluráðs og Jón Baldvin hyggst
leyfa tollafgreiðslu kjötsins á Kefla-
víkurflugvelli. I ffamhaldi munu
bændasamtökin leggja að landbún-
aðarráðherra að bregðast við
ráðslagi utanríkisráðherra.
Vegna þess sem á undan er
gengið er Halldóri Blöndal land-
búnaðarráðherra ekki stætt á öðru
en að mæta Jóni Baldvin af fullri
hörku. Davíð Oddsson styður
Halldór í þessum slag enda hefúr
hann þegar fallist á sjónarmið land-
búnaðararmsins í Sjálfstæðis-
flokknum.
„Billegar atkvæðaveiðar“
Skinkumál Hagkaupa og
kalkúnalæri Bónuss halda athygli
Baldvin tapaði ormstu í stríðinu um
kjötinnflutning við ráðherra Sjálf-
stieðisflokks en í samvinnu við versl-
unarkeðjuna Bónus ætlar hann að
halda átökunum áfram og leyfa
innflutning á kjöti um Keflavikur-
flugvöll.
fjölmiðla og almennings við mál-
efhi landbúnaðarins og það þjónar
hagsmunum Alþýðuflokksins sem
leggur mikið upp úr sérstöðu sinni
í þessum málaflokk. Forystumenn
flokksins telja að ef takist að brjóta
á bak aftur innflutningsbann á kjöti
muni það duga flokknum vel í
næstu kosningum. Hinsvegar eru
litlar líkur til þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn fallist á nokkra mála-
iniðlun í kjötinnflumingi.
A fundi með Alþýðuflokks-
mönnum í vikunni Iét Jón Baldvin
þau orð falla að örlög landbúnaðar-
kerfisins muni ráðast “í fyrirsjáan-
legri framtíð“. Hann kvaðst hafa
tapað omistu þegar komið var í
veg fyrir innflutning á Hagkaupa-
skinkunni en bað flokksmcnn sína
að örvænta ekki því að stríðinu væri
hvergi nærri lokið. Formaður Al-
þýðuflokksins hefur þegar fjárfest
það mikið í stefnu sinni gagnvart
landbúnaðinum að hann má illa við
annarri tapaðri orrustu. Ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins þykjast sjá að
hverju stefni.
Friðrik Sophusson, sem löngum
hefúr verið hlynntur auknu frjáls-
ræði í kjötinnflumingi, hefur þveg-
ið hendur sínar af málflutningi
Jóns Baldvins og sagði í útvarps-
frétmm í vikunni að utanríkisráð-
herra væri á „billegum atkvæða-
veiðurn."
Hvaða loforð gafDavíð?
Málflutningur Alþýðuflokksins í
landbúnaðarmálum er tvfþætmr.
Annarsvegar krefst flokkurinn af-
náms innflumingshafta á landbún-
aðarafurðum og hinsvegar niður-
skurðar á opinberum frainlögum til
landbúnaðarkerfisins. Frainlög til
landbúnaðarins munu koma til
umræðu á Alþingi í tengslum við
fjárlögin.
A fundi með flokksmönnum sín-
um í vikunni sagði Jón Baldvin að
Davíð Oddsson forsætisráðherra
hafi gefið ráðherrum Alþýðuflokks
loforð fyrir því að fjárlagafrum-
varpið verði endurskoðað af ríkis-
stjórninni í haust með það fyrir
augum að draga úr halla ríkissjóðs.
Formlega er ríkisstjórnin búin að
ganga frá afgreiðslu fjárlagafrum-
varpsins og það er farið í prenmn
með 10 milljarða króna halla.
Á fundinum sagði Jón Baldvin
reynslu fyrir því að innbyggð
skekkja í fjárlagafrumvörpum leiði
ávallt til þess að hallinn fari ffain úr
áætlun. Þess vegna hafi ráðherrar
Alþýðuflokks lagt á það áherslu að
ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að
fjárlögin verði ekki samþykkt nema
með um 5 milljarða króna halla.
Alþýðuflokksmenn krefjast þess að
frekari niðurskurður á útgjöldum
ríkissjóðs verði einkum á sviði
landbúnaðar-, samgöngu- og
menntamála.
Þessir málaflokkar heyra undir
ráðherra Sjálfstæðisflokks sem Al-
þýðuflokksmenn telja að hafi
sloppið vel frá niðurskurði. Ólík-
legt er að Davíð Oddsson hafi gef-
ið ráðhermm Alþýðuflokks vilyrði
fyrir niðurskurði á sviði landbún-
aðar- og samgöngumála. Þetta eru
dæmigerð byggðamál og Davíð
Oddsson á fyrir höndum erfiðan
landsfúnd í haust þar sem sjálfstæð-
ismenn ráða ráðum sínum. Ef Dav-
íð ætlar að gera sér vonir um breið-
an stuðning flokksmanna þá verður
hann að halda landsbyggðafulltrú-
um flokksins góðum. Harkalegur
niðurskurður á fjárveitingum til
byggðamála er ekki heppilegasta
leiðin til þess.
Jóhönnumál setja strik í
reikinginn
Uppákoman þegar Jóhanna Sig-
urðardóttir félagsmálaráðherra
gekk af fundi ríkisstjórnarinnar til
að mótmæla afstöðu ríkisstjórnar-
innar til húsaleigubóta setti strik í
reikning Jóns Baldvins og félaga
hans í forystuliði Alþýðuflokksins.
Jóhanna er fulltrúi vinstri vængsins
í Alþýðuflokknum og nýtur stuðn-
ings langt út fyrir raðir flokks-
manna.
Það myndi draga verulega úr
fylgi Alþýðuflokksins ef Jóhanna
stæði utan flokksins í næstu kosn-
ingum eða væri í opinberri and-
stöðu við formann flokksins.
Þess vegna liggur Jóni Baldvini
meira á en áður að fá fram niður-
stöðu í ríkisstjórnarsamstarfinu.
Hann metur stöðu Alþýðuflokksins
sterka gagnvart Sjálfstæðisflokkn-
um þessa dagana en áframhaldandi
erjur milli hans og Jóhönnu veikja
stöðu Alþýðuflokksins.
Og eftir landsfund Sjálfstæðis-
flokksins í haust er Davíð Oddsson
búinn að tryggja sér umboð til að
stýra flokki og ríkisstjórn og ekki
líklegur til eftirgjafar í þeim málum
sem Alþýðuflokkurinn ber fyrir
brjósti. Þess vegna lætur Alþýðu-
flokkurinn til skarar skríða núna.
Sumarstríð á stjórnarheimilinu
Ríkisstjóm Alþýðuflokks
og Sjálfstæðisflokks und-
ir forsæti Davíðs Odds-
sonar hefur í sumar orðið fyrir
hverju áfallinu á fætur öðru.
Ágreiningur milli stjómarflokk-
anna hefur aukist í takt við
úrræðaleysi ríkisstjómarinnar í
efnahags- og atvinnumálum.
Gengisfellingin í vor var gerð í
óþökk ráðherra Alþýðuflokksins.
Viðbrögð frá virtum hagfræð-
ingum, eins og Guðmundi Magn-
ússyni prófessor, staðfestu það mat
að gengisfellingin var röng efna-
hagsaðgerð þar sem ekki var gripið
til nauðsynlegra hliðarráðstafana.
Forystumenn Alþýðuflokksins hafa
haft uppi stór orð um að kerfis-
breyting sé nauðsynleg á sjáv-
arútveginum og landbúnaðar-
kerfinu en Sjálfstæðisflokkurinn
hefur ekki Ijáð máls á róttækum
breytinguin á þessum sviðum.
Ágreiningur um grundvallarat-
riði hefur leitt til þess að ráðherrar
eru orðnir óþolinmóðir hver gagn-
vart öðrum. Aflciðingin er meðal
annars sú að ráðherrar geta ekki
lengur komið sér saman um ininni-
háttar mál. I deilunni við Norð-
menn um veiðar í Barentshafi töl-
uðu þeirjón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra og Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra hvor
í sína áttina.
Þegar Simon Peres, utanríkis-
ráðherra ísraels, koin í heimsókn
til Islands neitaði Jón Baldvin að
taka á móti honum og Davíð
Oddsson varð gestgjafi ísraelska
ráðherrans. Davíð gat síðan ekki
stillt sig um að snupra Jón Baldvin
í viðtali í Morgunblaðinu.
Vinnan við fjárlögin í sumar
reyndi á þolrif ríkisstjórnarinnar.
Jón Baldvin lýsti því yfir á fundi að
frumvarpssmíðin hafi verið „hund-
leiðinleg“ enda varð niðurstaðan sú
að frumvarpið var sent í prentun
með 10 milljarða króna halla og
óljósum orðum uni að dregið yrði
úr hallanum þegar frumvarpið
kemur til umræðu á Alþingi.
Stjórnin kernst ekki hjá þrí gera
upp sín mál í haust og annað hvort
að ná tökum á því verki sem ríkis-
stjórn er ætlað að vinna eða að slíta
samstarfinu.