Vikublaðið - 17.09.1993, Síða 7
VIKUBLAÐIÐ 17. SEPTEMBER 1993
7
Strætó hf.:
Fyrsta skrefið til einkavæð-
ingar almenningssamgangna
í Reykjavík hefur verið tekið
Nú hefur verið ákveðið að
stofiia hlutafélagið Stræt-
isvagna Reykjavíkur hf.
Tillaga meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík hefur verið
samþykkt. Rekstri Strætisvagna
Reykjavíkur verður skipt í tvennt.
SVR hf. á að sjá uin rekstur og við-
hald vagnanna. Stjórnameihd um
almenningssamgöngur mun heyra
beint undir borgarráð og annast
stefhumómn, yfimmsjón með
leiðakerfinu og öll samskipti við
SVR hf. í fréttatilkynningu um
þetta segir að breytingin ffá borg-
arfyrirtæki yfir í hlutafélag muni
styrkja reksturinn, pólítísk afskipti
rnuni minnka og þessu formi muni
fylgja aukið aðhald og meiri hag-
ræðing.
Tillaga um breytinguna kom
fram 7. júní sl., en þá fengu fjöl-
miðlar og starfsmenn SVR bréf
þessa efnis. Bréfinu fylgdu spurn-
ingar og svör um þessar breytingar
og fundarboð til starfsmanna SVR.
í því segir að forsenda þessarra
breytinga sé að „allir starfsmenn
SVR haldi störfum sínum og laun
og réttindi þeirra verði þau sömu
fyrir og eftir breytingar." I umsögn
starfsmanna SVR koma fram fjöl-
margar spurningar um þau áhrif
sem þessi breyting mun hafa og
segir þar að enn hafi þeir engin
skýr svör fengið.
Réttindi starfsmanna
óljós
Starfsmenn láta í ljós áhyggjur
vegna ýmissa réttindamála og
Sveinn Andri Sveinsson: Sutn mál
eru erfið og því erfitt fyrir pólítíktis
að taka ákvörðun um þau. Þess
vegna er betra að borgin feli sjálf-
sueðum fyrirtakjum að sjá um
svona rekstur. “
benda á að skýrslu sem borgin lét
gera og liggur til grundvallar á-
kvörðun um að breyta SVR í hluta-
félag beri ekki saman við upphaf-
lega bréfið. Sú skýrsla, gorma-
skýrslan svokallaða, var lögð ffam á
stjórnarfundi SVR 22. júní sl. Þá
hafði fulltrúi starfsmanna aldrei
séð skýrsluna. Meðal þeirra mála
sem starfsmennirnir hafa áhyggjur
af eru lífeyrisréttindi, túlkun á orð-
inu „starfskjör“, réttur til biðlauna
og fleira. Starfsmenn töldu einnig
að kynningu með sérffóðum aðil-
um vantaði. í ljósi þessa óskuðu
þeir að málinu yrði frestað. Því var
hafnað. I byrjun ágúst skrifaði
Sjöfh Ingólfsdóttir, formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar, borgarstjóra bréf fyrir
hönd félagsins. Þar er lýst sömu á-
hyggjum og í bréfi starfsmanna
SVR og þess óskað að engar á-
kvarðanir verði teknar í málinu án
náins samsráðs við Starfsmannafé-
lagið. Ekki var farið að þeirri ósk.
Þann 27. ágúst fengu allir starfs-
menn Strætisvagna Reykjavíkur
uppsagnarbréf. I því var þeim boð-
ið starf hjá nýju hlutafélagi og til-
kynnt að ákvörðun um þessa breyt-
ingu hefði verið tekin daginn áður.
Hver er hagkvœmnin?
Minnihlutinn í borgarstjórn var
frá upphafi á móti breytingu SVR í
hlutafélag.
I sameiginlegri bókun minni-
hlutaflokkanna segir m.a. að með
því að breyta Strætisvögnum
Reykjavíkur í hlutafélag sé eitt
mikilvægasta þjónustufyrirtæki
borgarinnar tekið úr höndum kjör-
inna fulltrúi og fært undir umráð
valinna Sjálfstæðismanna og að
verið sé að knýja fram óhagkvæmt
fyrirkomulag sem lagt hafi verið af
á Norðurlöndum.
Ennfremur segir að engin hald-
bær rök hafi verið færð fyrir breyt-
ingunni og ekki sé sjáanlegt hver
hin aukna hagkvæmni sé, nema
hún felist í því að hafa tvær stjórn-
arnefhdir í stað einnar og tvo for-
stjóra í stað eins. 1 bókuninni segir
einnig að flaustur og hroðvirkni
hafi einkennt vinnubrögðin í þessu
máli og að verið væri að búa til
pappírspeninga með því að færa
Sjöfn Ingólfsdóttir: I áðru orðinu
tala flutningsmenn tillögunnar fyr-
ir hönd hins nýja hlutafélags, í hinu
orðinu segja þeir ákvarðanir vera í
hötidum stjómar nýja félagsins.
eiginfjárhlutfallið niður úr 98% í
50% og færa þannig borgarsjóði
300milljóniríformiskuldabréfa. I
lokin segir að þessarri ákvörðun
verði hnekkt þegar stjórnarskipti
verði eftir borgarstjómarkosning-
arnar í vor.
„Sum mál eru erfið
fyrir pólítíkusa “
Sveinn Andri Sveinsson stjórn-
arformaður SVR segir að borgar-
Stjóri muni skipa stjórn hins nýja
hlutafélags. Fram hafa komið efa-
semdir um hvort stjórn skipuð af
hinum pólítískt valda borgarstjóra
verði valin á faglegum grunni. Um
það sagði Sveinn Andri: „Þú skalt
bara bíða og sjá.“ Hann sagði til-
gang breytinganna vera að fá
menn sem vit hefðu á hlutafélaga-
rekstri inn í stjórn hlutaféiagsins.
Sú stjórn myndi fjalla um útboð á
tryggingum, vaktafyrirkomulag,
innkaup á varahlutum og eldsneyti.
Þetta væm ekki pólítísk mál og því
ekki rétt að um þau fjölluðu
pólítískt kjörnir nienn. Sveinn
Andri var spurður um hvaða póli-
tísk afskipti væri verið að forðast,
hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki
stjórnað borginni og þar með fyrir-
tækinu síðustu ár? Vantreysta þeir
sjálfum sér?
„Það að ég er pólítíkus hefur á-
hrif á ákvarðanatöku. Sum mál eru
erfið og því erfitt fyrir pólítíkus að
taka ákyörðun um þau. Þess vegna
er betra að borgin feli sjálfstæðum
fyrirtækjum að sjá um svona rekst-
ur.“
Sveinn Andri segir
breytingamar hafa
verið vel kynntar
Sveinn Andri sagði að fyrirtæk-
inu væri ætlað að standa undir sér
og myndi framlag borgarinnar til
þess lækka um 2% á hverju ári.
Borgin yrði verkkaupi en hlutafé-
lagið verktaki. Sveinn Andri benti á
að akstur skólabama og fatlaðra
væri í höndum verktaka og sagði
engan gmndvallarmun á þeim
akstri og rekstri strætisvagna. Um
niðurfærslu eiginfjárhlutfallsins
sagði hann: „Við emm að setja fyr-
irtækið í betri rekstrarstöðu."
Sveinn Andri sagði breytingarnar
hafa verið vel kynntar fyrir starfs-
mönnum og að þetta væri í fyrsta
skipti sem starfsmenn væra látnir
vita af svona breytingu fyrirffam.
„Við sátum líka fimm, sex fundi
með þeim í júlí.“
Stenst afsal biðlauna
fyrir lögum?
Sjöfn Ingólfsdóttir formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar sagði ekkert formlegt sam-
starf hafa verið haft við Starfs-
mannafélagið. Þó hefðu þau fengið
því framgengt að komið var á sam-
ráðshópi um málefni SVR, en þrátt
fyrir hann hefðu ekki fengist fuil-
nægjandi svör um áhrif þessarar
breytingar á kjijr starfsmanna SVR.
„Persónulega er ég mjög ósátt við
það hvernig staðið hefur verið að
þessu.“ Sjöfn sagði um þau rök
fyrir breytingunni að með henni
fengi fyrirtækið meira sjálfstæði, að
borgaryfirvöldum hefði verið í lófa
Lgið að veita stjórnendum fyrir-
tækisins meira sjálfstæði.
Eitt af ágreiningsefhunum er
réttindi starfsmanna til biðlauna.
Samkvæmt „gormaskýrslunni“ og
uppsagnarbréfunum ffá 27. ágúst
sl. munu þeir starfsmenn, sem
þiggja starf hjá hinu nýja hlutafé-
lagi, afsala sér áunnum rétti til bið-
launa. Sjöfn segir þetta ekki stand-
ast fyrir lögum og að hér sé verið
að brjóta á þessum starfsmönnum.
Um svör við spurningum starfs-
manna segir hún: „I öðm orðinu
tala flutningsnrenn tillögunnar fyr-
ir hönd hins nýja hlutafélags, í hinu
orðinu segja þeir ákvarðanir vera í
höndum stjórnar nýja félagsins.“
Samráðið leiksýning
Jónas Engilbertsson var fulltrúi
starfsmanna SVR í samráðshópn-
um. Hann segir: „Samráðið var
leiksýning, ekki var farið eftir til-
lögum okkar í einu né neinu og við
eram jafhnær.“ Jónas segir þau
engar yfirlýsingar hafa fengið um
að þau héldu sömu kjöram. Þau
hefðu bent á þá lausn að núverandi
starfsmenn verði áfram starfsmenn
Reykjavíkurborgar, en launakostn-
aður vegna þeirra verði uppgjörsat-
riði inilli hins nýja félags og
Reykjavíkurborgar. Ekki hafi verið
hlustað á það.
Jónas sagði hugmyndir sem sett-
ar hefðu verið fram um kjör starfs-
manna tómt klúður, m.a. væri gert
ráð fyrir að þeir sem síðar yrðu
ráðnir til fyrirtækisins yrðu á lakari
kjöram en þeir sem fyrir væra.
„Okkur hefur aldrei litist á þetta.“
Jónasi sagði starfsmenn SVR nú
vera í biðstöðu, uppsagnarbréfið
tæki gildi 1. desember og enn hefði
stjórn hlutafélagsins ekki verið
skipuð; „Menn eru uggandi og
kvíðnir." Jónas sagðist búast við að
Jótias Engilbertsson: Kostiingamar
í vor em eina von okkar um að hcett
verði við þetta. Ef sami meirihluti
helst verður jýrittækið einkavætt
strax eftir kosningar.
flestir tæku boði um vinnu hjá
hlutafélaginu, enda erfitt um at-
vinnu. „Kosningarnar í vor eru
eina von okkar um að hætt verði
við þetta. Ef sami meirihluti helst
verður fyrirtækið einkavætt strax
eftir kosningar."
Flaustur og mótsagnir
í „spurningum og svörum" sem
fylgdu fréttatilkynningunni sem
send var út 7. júní segir að hér sé
um formbreytingu en ekki einka-
væðingu að ræða og að engar á-
kvarðanir hafi verið teknar um að
bjóða út almenningssamgöngur í
Reykjavík. Þó segir í „gorrna-
skýrslunni" að tillögurnar miði að
því að auka samkeppni og að færa
eigi eiginfé hlutafélagsins niður til
þess að auðvelda sölu fyrirtækisins.
Hér er mótsögn. Oll framkvæmd
þessa máls hefur einmitt einkennst
af flaustri og mótsögnum.
Engum þeim sem fylgst hefur
með málinu dylst að ætlunin er að
einkavæða strætisvagnana. Þess
vegna er eiginfjárhlutfallið fært
niður. Það hefur líka þann auka-
bónus að laga stöðu borgarsjóðs, á
pappírunum. Enn eru starfsmenn
SVR í óvissu urn stöðu sína eftir
breytingarnar og það hefur heyrst
að jafnvel embættismenn borgar-
innar séu gáttaðir á flýtinum sem
einkennt hefur framkvæmd þessa
máls.
Skyldi Sveinn Andri fá mörg at-
kvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins út á þessi fyrstu skref í einka-
væðingu almenningssamgangna?
Það fer eftir því hvort Sjálfstæðis-
menn í Reykjavík læra af mistökum
skoðanabræðra sinna og systra í
Bredandi. í Morgunblaðinu birtist
í fyrra viðtal við breskan íhalds-
manninn Douglas Smith. Hann
segir: „Við höfum einkavætt sam-
göngurnar og uppskerum nú sífellt
færri strætisvagnaferðir, hækkandi
farmiðaverð. ... Nú er ég smeykur
um að sumir kjósendur eigi eftir að
launa okkur lambið gráa.“
Kannski einmitt það gerist í
Reykjavík í vor?
EINKAVINUK
Vikumwr
Við lofuðum því síðast að í þessu blaði
yrðu tveir einkavinir - án þess að hækka
áskriftargjaldið! Þessir tveir einkavinir
eru eiginlega einkavinir einkavinarins
Guðinundar Magnússonar sem ennþá starfar
sem þjóðminjavörður.
Guðmundur hefur verið einkar röskur við að
tryggja sínum mönnu m réttar stöður. Fyrst var
það vegna ákvörðunar hans um að hætta að notast
við þá arkitekta sem höfðu teiknað endurbætur
hússins við Suðurgötu. Þeir höfðu unnið að verk-
inu um árabil. Ríkið hafði greitt fyrir vinnu þeirra
veralega fjármuni.
En Guðmundur Magnússon gat ekki notað það
verk. Hann varð að SYNA vald sitt. Hann leysti þá
þess vegna frá störfum. Hann réð annan arkitekt
sem heitir Ogmundur Skarphéðinsson. Og
honum var ekki aðeins ætlað að teikna lagfæringar
hússins, hann var líka látinn undirbúa teikningu að
nýju húsi fyrir Þjóðminjasafnið. Það hús á að vera
vestan Suðurgötu. Fyrir því hefur að vísu aldrei
verið veitt nein heimild. Og það hefur aldrei verið
samþykkt á alþingi. En það er sama. Ogmundur
einkavinur hefur verið ráðinn.
Hinn einkavinur vikunnar er forstöðumaður
Sjóminjasafnsins. Hann hefur aldrei komið nálægt
sjó. En hann söng uin Suðurnesjamenn með
Savannatríóinu og það er nú nokkuð. Hann hefur
líka séð um sjóbissness fyrir Davíð Oddsson í kos-
ningabaráttu hans gegn öðram Sjálfstæðismönum.
Þetta er þess vegna góður maður og í FLOKKN-
UM. Hann heitir Bjöm G. Bjömsson.
I næsta tölublaði verðuR enn þátmr urn einkavi-
ni. Sá verður um þann einstaka drengskaparmann
Hrafn Gunnlaugsson.
Fylgist með og klippið þættina um einkavinina
út. Framhald í naesta blaði.